Morgunblaðið - 01.03.1998, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 01.03.1998, Qupperneq 1
104 SÍÐUR B/C/D/E STOFNAÐ 1913 50. TBL. 86. ÁRG. SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS E1 Nino hefur átt þátt í að skrifa mannkynssöguna Kennt um byltingar Canberra. Reuters. EL Nino, heiti straumurinn við Suður-Ameríku, hefur valdið spjöllum á uppskeru víða um heim og kynt undir skógareldum í Suð- austur-Asíu og nú telja sumir, að hann hafi átt meginþátt í flensu- faröldrum, öðrum plágum og bylt- ingum svo lengi sem sögur herma. Kom þetta fram á ráðstefnu ástralskra vísindamanna um E1 Nino en þar sagði ráðstefnustjór- inn, Richard Grove, að E1 Nino hefði átt sinn þátt í frönsku stjórn- arbyltingunni, svarta dauða á 14. öld og öðrum plágum síðastliðin 5.000 ár. Nefndi hann sem dæmi þurrkana og skógareldana í Indónesíu, sem gerðu slæmt ástand í efnahagsmálum landsins enn verra. Svipað hefði verið uppi á teningnum með stjórnarbylting- una í Frakklandi 1787-88. For- plágur og í 5.000 ár sendurnar hefðu verið íyrir hendi en uppskerubrestur vegna E1 Nino hefði hrint henni af stað. Grove sagði, að E1 Nino fylgdi gífurleg úrkoma á sumum svæðum og við þær aðstæður þrifust flær og moskítóflugur vel og rottum fjölgaði. Telur hann, að allir mestu inflúensufaraldrar frá 1557 til 1900 tengist E1 Nino og einnig bólusótt og malaría. Á 17. öld fækkaði fólki á Jövu um helming vegna malarí- unnai-. Grove nefndi einnig kart- öflumygluna og hungursneyðina á Irlandi 1845 en þá var E1 Nino mjög öflugur að hans sögn. Segir hann, að hallæri og hungursneyð á Indlandi á öldum áður hafi ávallt tengst E1 Nino, sem hafi raskað hinum venjulegu monsúnrigning- um í landinu. Boða flótta frá forlagi Murdochs London. Daily Telegraph. Reuters. NOKKRIR kunnustu rithöfundar Bretlands hótuðu í gær að segja skilið við bókaforlagið HarperCollins, sem er í eigu blaðakóngsins Ruperts Mur- dochs, eftir að fyrirtækið hætti við út- gáfu endurminninga Chris Pattens, síðasta landsstjóra Breta í Hong Kong. I ljós hefur komið að Murdoch gaf sjálfur fyrirmæli um að hætt skyldi við útgáfii bókar Pattens vegna gagn- rýni hans á kínversk stjórnvöld. Díana á mynt? London. Reuters. BRESKA stjórnin er mjög áhugasöm um að gefin verði út tveggja eða fímm punda mynt með upphleyptri mynd af Díönu prinsessu, að sögn Daily Mail. Að sögn blaðsins er einungis beðið samþykkis Elísabetar drottningar fyrir útgáfunni en eins og um alla aðra breska mynt yrði mynd hennar á bak- hliðinni. Baráttumenn fyrir út- gáfunni gera sér vonir um að af henni geti orðið áður en eitt ár líður frá því Díana fórst í bflslysi í París 31. ágúst sl. Breskum fjölmiðlum ber saman um að ástæðan sé ótti Murdochs við að viðskiptahagsmunir hans í Kína væru í hættu með útgáfunni. Hafa tals- menn hans viðurkennt, að Murdoch hafi látið í Ijós vanþóknun á fyrirhug- aðri útgáfu bókarinnar en neita því að hann hafi gert tilraunir til að fá hand- ritinu breytt. Hafði 70.000 orða frum- gerð þess verið skilað inn til útgáf- unnar og hún hafði greitt Patten 50.000 pund, 5,6 milljónir króna, af umsömdum 125.000 punda útgáfu- launum. Einn helsti ritstjóri útgáfunnar, Stuart Proffit, hefur hætt störfum fyrir HarperCollins vegna málsins og í gær sögðust rithöfundarnir Doris Lessing og Penelope Fitzgerald og sagnfræðingurinn Peter Hennessey, höfundar einhverra vinsælustu skáld- sagna og ritverka útgáfunnar á und- anfomum árum, íhuga að segja skilið við hana. Lýstu þau megnustu van- þóknun á framferði útgáfunnar varð- andi bók Pattens. Hvatti Hennessy til fjöldaflótta frá HarperCollins og sagði útgáfuna ekki lengur hluta af „opnu þjóðfélagi". Sagði hann að eng- inn maður með snefil af sómatilfinn- ingu myndi vilja tengjast fyrirtækinu og sagði málið kunna að marka enda- lok „stórmerks bókaforlags". Breskir stjómmálamenn hvöttu til þess að dregið yrði úr áhrifum Mur- dochs á blaða- og sjónvarpsmarkaði. ..i,- ■ •£. Km* ? W>. • •**. > •. v" '’*•>,•'♦ • • ’ •> - A. V.*>. ' - - , v . ... ‘'í". >"•*«".-V '■ •» •^V0 r: ■ ;; ■: ■ /• - ■" ■■; -v-r'Á••• ■;...•;. • ' DETTIFOSSIKLAKABONDUM Morgunblaðið/Jón Karl Snorrason Jeltsín víkur þremur ráðherrum úr stjórn kvn. Rpntprs. Moskvu. Reuters. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti lét í gær verða af hótunum um uppstokkun í ríkisstjórn sinni er hann vék þremur ráðherrum úr henni. Hróflaði hann þó ekki við umbótasinnum í stjórninni á borð við Borís Nemtsov og Anatolí Tsjúbajs. Ráðherrarnir sem látnir voru fjúka eru Valerí Serov aðstoðarfor- sætisráðherra sem hafði með sam- skipti við fyrrverandi lýðveldi Sov- étríkjanna að gera, Níkolaj Tsakh samgönguráðherra og Vladímír Kíneljov menntamálaráðherra. Hermt er að fjöldi ráðherra í stjórn Jeltsíns hafi verið á nálum undanfarnar vikur vegna orðróms og vaxandi vísbendinga um að breytingar yrðu gerðar á skipan stjórnarinnar. Ovissan jókst til muna á ríkisstjórnarfundi sl. fimmtudag þar sem vega skyldi árangur af starfi stjórnarinnar sl. ár og ræða áform hennar á þessu ári. I setningarræðu sinni sagði Jeltsín, að fundinum kynni að ljúka með því að þrír ráðherrar misstu starfið. Kom sú yfirlýsing eins og þruma úr heiðskíru lofti en ekki vakti minni undrun er forset- inn stóð síðan upp og gekk á dyr án frekari útskýringa. Má bjóða þér inniskó HÁLENDID næst á dagskrá 28 * VELGENGNI OG VEIÐARFÆRI 26

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.