Morgunblaðið - 14.08.1997, Page 64

Morgunblaðið - 14.08.1997, Page 64
 03> AS/400 er... ...með PowerPC 64 bita örgjörva og stýrikerfi CQ> NÝMERil MORGUNBLAÐW, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 6691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST Í997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Apple leitar nýs aðalforstjóra Viðræður við Olaf Jóhann ÓLAFUR Jóhann Ólafsson hefur verið boðaður til við- ræðna við forsvars- menn bandaríska tölvurisans Apple Computer Inc. í tengslum við ráðn- ingu nýs aðalfor- stjóra fyrirtækisins. Atti fundurinn að fara fram kl. 23 í gærkvöldi að ís- lenskum tíma í höf- uðstöðvum fyrir- tækisins í Kaliforn- Ekki náðist í Ólaf Jóhann áður en blaðið fór í prentun í gærkvöldi og því ekki ljóst hvort um væri að ræða formlegt tiiboð um að taka við starfínu eða hvort fleiri umsækjendur væru enn inni í myndinni. v'*' Apple tilkynnti fyrir skömmu að það hefði hafið leit að nýjum aðalforstjóra fyrirtækisins. I nýlegri fréttatilkynningu frá Apple vegna málsins segir orð- rétt: „Fyrirtækið vinnur að ráðningu nýs aðalforstjóra sem jafnframt mun taka sæti í stjórninni. Ný stjóm hefur ákveðið að tilnefna ekki nýjan formann stjómar fyrr en nýr aðalforstjóri hefur verið valinn." Katie Cotton, yfirmaður al- menningstengsla hjá Apple, sagðist í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi ekki geta tjáð sig neitt um þetta mál að svo stöddu. „Við erum að leita að nýjum aðalforstjóra og höfum ráðið til þess sérstakt ráðning- arfyrirtæki. Það fyrirtæki vinn- Ólafur Jóhann Ólafsson ur nú að þessari leit en við getum ekkert sagt frekar á þess- ari stundu. Fjöl- margir aðilar hafa verið orðaðir við þessa stöðu en við tjáum okkur ekki um þetta mál íyrr en við tilkynnum hver nýr forstjóri fyrirtækisins verð- ur.“ Ólafur er vel þekktur í banda- rískum tækni- og tölvuheimi frá því hann starfaði hjá Sony þar í landi. Hann gegndi m.a. stöðu for- stjóra Sony Electronic Pu- blications og síðar stöðu for- stjóra Sony Interactive Entertainment, áður en hann lét af störfum hjá fyrirtækinu í byrjun síðasta árs, í kjölfar tals- verðra átaka innan Sony í kring- um leikjatölvu fyrirtækisins, Sony PlayStation. Hefur átt í fjár- hagsvandræðum Apple hefur átt í verulegum erfiðleikum á undanförnum ár- um en þeir eru taldir hafa byrj- að fyrir alvöru er Steve Jobs, öðrum stofnanda fyrirtækisins, var vikið frá. Hann hefur nú snúið aftur til Apple sem ráð- gjafi og stjórnarmaður og er, eftir því sem næst verður kom- ist, meðal þeirra sem Ólafur Jó- hann ræddi við í gærkvöldi. ■ Apple leitar/12 ■ Faðmlag fjandvina/B7 27 stiga hiti á Grmísstöðum í gær ÞANNIG leit ísland út í gær- morgun, séð úr 820 kílómetra hæð frá bandaríska gervihnett- inum NOAA 12. HLÝTT var um allt land í gær og fór hitinn hæst í 27 stig á Gríms- stöðum á Fjöllum og 26 stig við Mývatn. Sökum þess að öflugur hæðarhryggur hefur verið yfir landinu hefur það sést óvenjuvel utan úr geimnum, eins og með- fylgjandi gervihnattamynd ber vitni. Að sögn Harðar Þórðarsonar veðurfræðings var hæðarhrygg- urinn yfír miðju landinu á þriðju- dag en var að þokast norður á bóginn í gær. A gervihnatta- myndinni, sem tekin var ki. 8.21 í gærmorgun, má sjá hvar skil eru að nálgast úr suðri og ýta hæðar- hryggnum norður yfir laiulið. Mengun frá meginlandinu Hörður segir að í dag megi búast við skýjuðu um mestallt sunnan- og vestanvert iandið með einhveijum skúrum en áframhaldandi bjart- viðri norðan til og austan. Mistrið, sem var yfir landinu í gær og gerði að lítið sást til sóiar og molluheitt var, kemur að hluta til frá meginlandi Evrópu og Bretlandseyjum og orsakast af iðnaðarmengun þar, að sögn Eyj- ólfs Þorbjörnssonar veðurfræð- ings. Hiti var óvenjumikill á hálend- inu í gær, 27 stig á Grímsstöðum á Fjöllum, 25 í Sandbúðum og 22 stig á Hveravöllum. Við Mývatn mældist hitinn 26 stig. Sigríður Hallgrímsdóttir, hús- freyja á Grímsstöðum, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að veðrið gerðist vart betra á Fjöllum. Síðan hún hóf þar veður- athuganir 1991 hefur hitinn að- eins einu sinni áður náð 27 stig- um. Hún sagði varla vinnufært í mollunni og því nyti fólk góðviðr- isins. Þar væri einnig hitamistur í lofti og ekki fjallasýn, Herðu- breið væri horfin inn í mistrið. Morgunblaðið/Björn Gíslason MYVATN var spegilslétt og veður fagurt þegar Marteinn Jóhannsson brá sér í siglingu með afa si'num í Björk í Mývatnssveit. Tveir fslendingar í bandarískri nefnd sem skoða á kvótakerfí Hugmyndir um veiðileyfa- gjald ofarlega á dagskránni TVEIR íslenzkir fræðimenn hafa verið skipaðir í fimmtán manna nefnd Vísindaráðs Bandaríkjanna, sem gera á úttekt á kvótakerfum og reynslunni af þeim í víðu samhengi. Nefndin er skipuð að ósk Banda- ríkjaþings og er vinna hennar liður í endurskoðun þingsins á bandarískri fiskveiðilöggjöf, m.a. með tilliti til upptöku veiðileyfagjalds. Islenzku nefndarmennirnir eru Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði við Háskóla Islands, og Rögnvaldur Hannesson, jrrífessor í fiskihagfræði við Verzl- unarháskólann í Björgvin í Noregi. Bandaríkjaþing samþykkti í októ- ber síðastliðnum viðbót við svoköll- uð Magnuson-lög og kvað laga- breytingin m.a. á um upptöku veiði- leyfigjalds á fiskveiðikvóta, sem ætlað er til að standa undir kostnaði við rekstur og framkvæmd kvóta- kerfisins. Jafnframt samþykkti 3fhgið að láta gera úttekt á kvóta- kerfum. Gísli Rögnvaldur Pálsson Hannesson „í fyrra lagði Bandaríkjaþing bann við frekari þróun eða útfærslu kvóta- kerfa í fiskveiðum. Þingið ákvað að skoða málið nánar og fól Vísindaráði Bandaríkjanna, sem er sambærilegt við Ranm's á Islandi, að sjá um alls- herjarúttekt á kvótakerfum í Banda- ríkjunum og annars staðar og læra af reynslunni," segir Gísli Pálsson, en hann hefur m.a. rannsakað félagsleg- ar afleiðingar kvótakerfis. Gísli segir að Vísindaráðið hafi ný- lega skipað 15 manna nefnd og sé valið í hana með hliðsjón af mismun- andi sjónarmiðum neftidarmanna, reynslu þeirra af ákveðnum kerfum o.s.frv. Gísli segir að þeii' Rögnvaldui' séu einu Norðui’landabúai’nir í nefndinni. Flestir nefndarmenn séu bandarískir, en einn frá Nýja-Sjá- landi. Skýrsla verður grundvöllur endurskoðunar á kvótakerfinu „I nefndinni eru hagfræðingar, mannfræðingar og stjórnmálafræð- ingar. Nefndin hefur mjög víðtækt erindisbréf, þar sem henni er uppá- lagt að semja sameiginlega skýrslu fyrir október árið 1998. Sú skýrsla verður síðan lögð fyrir Bandaríkja- þing og verður grundvöllur fyrir endurskoðun á kvótakerfi í fiskveið- um í bandarískri lögsögu,“ segir Gísli. „Nefndin á að vega og meta ágæti og annmarka kvótakerfa í sem víðustum skilningi; líffræði- lega, pólitískt, félagslega, hagrænt og svo framvegis. Fyrsti fundur nefndarinnar verð- ur haldinn í byrjun september í Alaska og sá næsti í Seattle í nóv- ember. Nefndin mun kalla á sinn fund fulltrúa mismunandi sjónar- miða í bandarískum sjávarútvegi. Gísli segir að í lokaskýrslu sinni eigi nefndin að gera grein fyrir rök- semdum með og á móti kvótakerf- um og gera beinar tillögur um breytingar. Hann segist gera ráð fyrir að upptaka veiðileyfagjalds fái talsverða athygli í starfi nefndar- innar. „Ég geri ráð fyrir að veiði- leyfagjaldshugmyndin verði ofar- lega á dagskrá, en hún er aðeins einn þáttur skoðunar á kvótakerf- um I heild,“ segir Gísli. „Við íslend- ingarnir ættum líka að hlusta á þau sjónarmið, sem koma fram. Það verða kannski ákveðin skilaboð til okkar um hvernig við eigum að haga þessum hlutum í framtíðinni.“ Fimm ára drengur lést FIMM ára drengur lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í gærmorgun af völdum áverka sem hann varð fyrir er hann féll af reiðhjóli í Heiðmörk í fyrra- kvöld. Drengurinn var, að sögn lögreglu, við tjaldstæði við Hjalladal í Heið- mörk ásamt móður sinni og bróður og voru þau að hjóla á göngustíg. Drengurinn féll og lenti á stýri hjóls- ins með þeim afleiðingum að hann hlaut hættulegan áverka. Hann var fluttur rakleiðis með sjúkrabíl á Sjúkrahús Reykjavíkur og þar tafar- laust í aðgerð. Hann var úrskurðað- ur látinn í gærmorgun. ------------ Frumteikning> MR fundin FRUMTEIKNINGIN af húsi Lat- ínuskólans, nú Menntaskólans í Reykjavík, er fundin í skjalasafni Rentukammersins í Kaupmanna- höfn, sem er í vörzlu danska Ríkis- skjalasafnsins. Teikningin, sem er eftir danska arkitektinn Jorgen Hansen Koch, hefur verið týnd á aðra öld. ■ Frumteikningin/6

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.