Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1997 43 + Oddný Jónas- dóttir var fædd í Reykjavík 7. nóvember 1940. Hún lést á Land- spítalanum 8. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Jónas Þor- bergur Guðmunds- son verkamaður í Reykjavík, frá Vil- borgarstöðum í Vestmannaeyum, f. 4. júlí 1908, d. 1. október 1979, og Ólafía Ingibjörg Þorgilsdóttir, verkakona frá Þórshamri í Sandgerði, f. 23. september 1913, d. 2. október 1993. Bróðir Oddnýjar er Þor- gils Jónasson, f. 10. október 1948, kvæntur Vilborgu Bjarnadóttur. Oddný var tvígift. Fyrri mað- ur hennar, 23. júlí 1960, var Þorsteinn Þorsteinsson, jám- smiður frá Görðum á Álftanesi. Seinni maður, 16. desember 1972, Gunnhallur Antonsson, sjómaður í Malmö í Svíþjóð, ættaður frá Akureyri. Sambýl- Margar góðar minningar á ég frá þeim árum er ég starfaði við Skólagarða Reykjavíkur. Bömin iitu á beðin sín sem jörðina sína, sem þeim bæri að annast um af natni og fyllstu umhyggju. Það voru margar óboðnar plöntur sem leituðu vaxtarrýmis í jarðveginum, landinu þeirrá, sem varð að íjar- lægja. Oddný var einn þeirra nemenda sem sýndu sérstaka trúmennsku og vandvirkni í störfum sínum, gætni í umgengni sinni við ungar ismaður Oddnýjar frá 1995 var Ólafur Örn Ingimundarson, tæknifræðingur í Reykjavík. Böm Oddnýjar em: 1) Unnur Lóa Þor- steinsdóttir, hár- skeri og húsmóðir í Malmö, f. 22. nóv- ember 1965, gift El- íasi Vairaktaridis, kaupmanni. Unnur Lóa og Elías eiga þijú böm. 2) Jónas Þór Gunnhallsson, kjötskurðarmaður í Malmö, f. 24. júlí 1972, kvæntur Camillu Gunnhallsson, 3) Júl- íana Guðrún stúdent og húsmóð- ir í Malmö, f. 13. desember 1973, í sambúð með Jimmy Person. Guðrún á eitt barn. Oddný bjó í Malmö frá 1977 til 1995. Eftir að hún flutti aft- ur heim til íslands vann hún fyrst á Landspítalunum en síð- an á Kjarvalsstöðum allt til þess að hún veiktist í júní 1996. Útför Oddnýjar fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. plönturnar og glaðlegt viðmót við félaga sína og kennara. Vissulega var henni veitt athygli í hópi félag- anna. Hávaxin, bein í baki, dökk- hærð með glaðleg augu, snögg í hreyfingum, fljót að koma sér að verki, hraðvirk en samtímis vand- vik og þakklát fyrir þær leiðbein- ingar sem henni voru veittar. Er leið að hausti dreifðust nem- endumir er fyllt höfðu garðana að sumri. Margir þeirra gleymdust kennurum og félögum, en ég veit um svo marga sem var kærkomið að rifja upp minningar frá starfs- tímum sínum í görðunum þótt jafn- vel áratugir liðu. Svo var um þenn- an nemenda minn. Áratugir liðu milli þess er hún hljóp við fót heim til foreldra sinna með uppskeru sína að loknu starfi í görðunum til þess er sonur minn Ólafur Örn sagði mér að hann væri heitbundinn einum nemenda minna úr Skólagörðum Reykjavík- ur, henni Oddnýju Jónasdóttur en bæði höfðu þau verið þar. Ég fagnaði þessu því ég minnt- ist strax samstarfs okkar og ánægjulegra kynna í fjölþættum störfum innan garðanna. Okkur gafst síðan tími til þess að rekja minningar frá þessum tíma. Hún var þá fyrir skömmu flutt til landsins en hafði um ára- bil búið í Svíþjóð, en leitaði nú starfa hér í Reykjavík. Hún hafði hlotið fræðslu í matargerð, en hennar biðu störf hér í borginni, m.a. á Landspítalanum en síðar í listamannaskálanum á Miklatúni. Hafði hún hlotið ágæt meðmæli frá vinnuveitendum sínum í Svíþjóð vegna nýtni í meðferð efnis og alls sem viðkom stjórn og gæslu á vinnustað. Skamma stund vann hún í listmannaskálanum á Miklat- úni en hún vakti sérstaka athygli fyrir nýtni og meðferð alls efnis til matargerðar. En á fyrstu mán- uðum þar kenndi hún þess sjúk- leika er leiddi hana til dauða. Með vordögum flutti þau Oddný og Ólafur Öm í nýja, fallega íbúð, sem þau höfðu keypt að Laufrima 14A og gátu komið húsmunum sínum nokkurn veginn fyrir áður en kraftar hennar þrutu og ævin var öll. Hjartanlega þakka ég Oddnýju fyrir kynnin fyrr og síðar, og bið henni blessunar á ókunnri leið. Um leið biðjum við hjónin syni mínum og fjölskyldu allri huggunar í sárri raun við fráfall elskulegrar unn- ustu, mætrar móður og konu. Ingimundur Ólafsson. ________MIIMIMIMGAR ODDNÝ JÓNASDÓTTIR PETUR EINARSSON 10. september 1926. Pétur og Kristín eignuðust fjögur böm, en þau em: Kristrún, gift Hall- dóri Friðrikssyni. Unnur, fráskilin. Anna Kristín, gift Sveinbimi Guðjóns- syni og eiga þau þijár dætur. Einar, ókvæntur. Pétur og Kristín eiga sjö barnabörn og fjögur barna- barnabörn. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst hún kl. 13.30. + Pétur Einars- son fæddist í Reykjavík, 11. jan- úar 1929. Hann lést á Landspítalanum 8. ágúst sl. Foreldrar hans vora Einar Péturs- son stórkaupmaður og Unnur Péturs- dóttir. Pétur var elstur fjögurra systkina en þau em Siguijón, sem er látinn, Guðrún og Unnur. Eftirlifandi eig- inkona Péturs er Kristín B. Sveinsdóttir, fædd í Reykjavík Þeim fækkar félögunum við Albertsborðið á Hótel Borg. Síð- astur fór Pétur Einarsson sem var áberandi við Albertsborðið. Og félagarnir voru hans ær og kýr, ef svo má segja. Það var og er mikið skrafað við Albertshornið á Borginni. Kennt við Albert Guð- mundsson heitinn sem unni Borg- inni hugástum eins og fleiri. Menn við borðið hafa jafnan verið lausir við hátíðleik. Pétur var hollur þessu borði. Þar komu saman sundurleitar manngerðir og skapgerðir. Hins vegar vantaði ekki að þetta væri samhent lið þegar á reyndi. Stundum minnti hópurinn á erfiðan bekk í barna- skóla, t.a.m. í Miðbæjarskólanum gamla á kreppuárunum. Oft gat myndast vinátta meðal félaga, eða það sem Þýskaland kallar „Kamaraderie" þar sem óskráðum lögum var hlýtt út í ystu æsar eins og í herdeild. Pétur Einarsson var táknrænn félagi í þessum hópi. Honum þótti vænt um borðið, svo vænt þótti honum um það að hann var eins- konar sporgöngumaður - frum- kvöðull í því að veislur voru haldn- ar af ýmsu tilefni. Einkum og sér í lagi þorrablót. Menn urðu að mæta í þessi teiti. Engin afsökun tekin gild. Kynni mín af Pétri Einarssyni voru löng, allt frá því að við vor- um samtíða í Bretlandi frá ’46-’48 á námsárum okkar þar. Hann var í Leicester og pistilhöfundur í Nottingham. Svo var hist í Lond- on oftar en einu sinni og brugðið á leik. Það sópaði að Pétri og sem gleðigjafi var hann, eins og aðrir Blöndalir, áberandi. Hann var stoltur af því að vera af Blöndals- ættinni, enda var hann með skýr einkenni þeirrar ættar eins og Halldór ráðherra og Haraldur ráð- herrabróðir. Pétur hafði alltaf gaman af því að rifja upp kostu- leg atvik frá samverustundum í Bretlandi - færði oft í stílinn. Hann var algjört Reykjavíkurbarn í hugsun og atferli, alinn upp í asfalt-frumskóginum í litlu stór- borginni með Verslónám í vega- nesti í farteskinu. Hann var verslunarmaður af lífi og sál. Því miður bilaði heilsan allt of snemma, en hann gaf sig aldrei (maðurinn var karlmenni). Hann var mikill heimilismaður og það kom berlega í ljós þegar hann talaði um fjölskyldu sína. Ekki má gleyma því að hann var af Reykjahlíðarætt sem er fræg fyr- ir norðan vegna hæfileika. Af þeirri ætt eru m.a. Jón söngstjóri við Langholtskirkju og Jón Múli þulur. Þeir sýna nokkur einkenni þessarar ættar, sérstaklega skap- lyndið. Pétur Einarsson var sterkur persónuleiki á sinn hátt, hann var hægri sinnaður í stjórnmála- skoðunum, barn síns tíma að því leyti að einkaframtakið var ofar öllu og hafði forgang hvar sem var og hvenær sem var. Hann var glaðvær í hópi vina sinna og gat verið elskulegur. Eitt sinn bauð hann undirskráðum í málsverð í heimaranni, til sinnar ágætu eig- inkonu (hann var vel giftur). Það var flott teiti, smekklegt og skemmtilegt. Pétur gat verið fyndinn og hann var alltaf félagi. Far vel, Pétur. Steingrímur St. Th. Sigurðsson MumíD um {MINMUA JIÓTÍL ÍOK DfiTDUDDHT • (flíl Upplýsingar í s: 551 1247 f Pitney Bowes FRtft£|RKIAVÉLAR ár á Islandi AFMÆLISTILBOÐ Otto B. Arnar ehf. ÁRMÚLA 29 • 108 REYKJAVÍK SÍMI 588 4699 • FAX 588 4696 _______________________y f 'N BIQDROGA Jurtasnyrtivörur Póstsenduni samdægurs i r v oppskórinn „ v/ Ingólfstorg, sími 552 1212 J Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1991 3. flokki 1991 1. flokki 1992 2. flokki 1992 1. flokki 1993 3. flokki 1993 1. flokki 1994 1. flokki 1995 1. flokki 1996 2. flokki 1996 3. flokki 1996 - 23. útdráttur - 20. útdráttur -19. útdráttur -18. útdráttur -14. útdráttur -12. útdráttur -11. útdráttur - 8. útdráttur - 5. útdráttur - 5. útdráttur - 5. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. október 1997. Öll númerin verða birt i næsta Lögbirtingablaði. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í DV fimmtudaginn 14. ágúst. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. dh HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS |J HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 21 • 108 REYKJAVlK • SÍMI 569 6900-*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.