Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ný júgóslavnesk fjölskylda til Isafjarðar Fjölskyld- an sam- einast á ný hér á landi Morgunblaðið/Þorkell NÝJA júgóslavneska fjöiskyldan á ísafirði, f.v. Leo, Elze, Zeljko og Djordje Sankovic. FJÖGURRA manna fjölskylda hefur bæst í hóp flóttamannanna frá fyrrum Júgóslavíu sem sest hafa að á ísafirði. Konan á móður og systur á ísafirði og þriðja syst- irin er væntanleg til Hornafjarð- ar. Maðurinn er knattspyrnuþjálf- ari og er verið að athuga mögu- leikana á að hann taki að sér knattspyrnuþjálfunina á staðnum. Zeljko og Elze Sankovic og syn- ir þeirra, Leo sem er sautján ára og Djordje 14 ára, komu til lands- ins í síðustu viku. Komu þau frá Kýpur þar sem Zeljko hafði um tíma unnið við þjálfun knatt- spyrnumanna en landvistarleyfi þeirra var útrunnið og átti að vísa þeim úr landi. Þau eru frá Krajina-héraði, Serbar í Króatíu, og sjá enga framtíð í því að snúa heim, telja það raunar hættulegt. Héraðið og sérstaklega heima- borg þeirra, Knín, varð ákaflega illa úti í átökum Króata og Serba um yfirráð þess. Móðir Elze, Andjeline Krickic, og systir hennar, Vesna Schally, voru í flóttamannahópnum sem kom til ísafjarðar í fyrra og þess vegna ákváðu þau að reyna að komast til íslands. Þess má geta að þriðja systirin er í hópi flótta- mannanna sem væntanlegur er til Hafnar í Hornafirði. Elza og Zeljko fengu loforð um vinnu hjá Básafelli hf. Að sögn Sigríðar Hrannar Elíasdóttur, fyrrverandi starfsmanns Rauða krossins á Isafirði sem hefur aðstoðað Júgó- slavana hér á landi, kemur fjöl- skyldan ekki sem flóttamenn heldur tU þess að vinna. Hins veg- ar falli þau undir stefnu stjórn- valda um að sameina fjölskyldur og hafi þau hug á að setjast hér að. Þau búa hjá móður Elzu. Vill komast í þjálfun Elza og Zeljko segjast hafa mikinn áhuga á að búa á íslandi enda líki þeim vel það sem af er. Ekki sé möguleiki að snúa aftur til Króatíu. Zeljko segist hafa mikinn áhuga á að þjálfa knatt- spyrnulið enda hafi hann ekki unnið við annað en knattspyrnu alla sína ævi. Hann hefur verið í viðræðum við forystumenn ís- firskra knattspyrnumanna. Einn þeirra segir að mikill áhugi sé á því að nýta þekkingu og reynslu Zeljko Sankovic. Það geti hins vegar tekið nokkurn tíma að fá niðurstöðu í málið vegna þess að við fleiri en eitt félag sé að eiga og allt svæðið þyrfti að standa að ráðningu hans sem þjálfara. Zeljko var atvinnumaður i knattspyrnu með ýmsum liðum í Króatíu, m.a. unglingaliði Hajduk í Split og unglingalandsliði Júgó- slavíu í einu móti, með liðum í 2. og 3. deild og með Tresnjevka í Zagreb í 1. deild. Jafnframt þessu menntaði hann sig sem knatt- spyrnuþjálfari. Hóf þjálfaraferilinn 1982 hjá FC Dinara i heimaborg sinni, Knín, og var jafnframt um tíma umdæm- isleiðbeinandi hjá Knattspyrnu- sambandi Króatíu. Hann var að- stoðarþjálfari og þjálfari hjá ýms- um liðum, m.a. hjá Hajduk í Split, Dinamo í Zagreb og OFK Belgrad. Á þessum árum þjálfaði hann meðal annars nokkur ungmenni sem nú eru atvinnumenn með heimsfrægum félagsliðum og landsliði Krótatíu og nægir þar að nefna Davor Suker. Árið 1992 fór hann til Kýpur og var knatt- spyrnuþjálfari í Limassol í þijú ár. Hann segist hafa lent í útistöð- um við félagið vegna þess að ekki var staðið við samninga um greiðslur og fleira og að lokum hafi landvistarleyfi þeirra runnið út. Við rýmum fyrir nýjum haustvörum. Stórlækkað verð á gardínuefnum og dúkum, aðeins í nokkra daga. m RUMFATA’ 2EEMEEK Skeifunni 13 Reykjavfkurvegi 72 Holtagörðum Norðurtanga3 ^ 108Reykjavík 220 Hafnarfjörður v/Holtaveg 600 Akureyri H 104 Roykjavík w Risalaxi sleppt aftur í Vatnsdalsá RISALAX veiddist í Vatnsdalsá fyrir fáum dögum, en var sleppt án þess að fara á vigt. Pétur Pét- ursson leigutaki árinnar sagði að tveir útlendingar hafi verið saman við veiðar og drekinn hafi tekið fluguna hjá öðrum þeirra í Hunda- hyi sem er á efsta svæði árinnar. „Þetta var klukkustundarlöng glíma og þegar það átti að háfa laxinn reyndist það ógerlegt, fisk- urinn var of stór. Þá brugðu þeir á það ráð að leggja háfskaftið við laxinn þar sem þeir héldu fisk- inum á grunnu vatni. Við erum með sentimetramál á háfsköftun- um hérna og karlarnir fullyrtu að laxinn hefði verið 120 sentímetr- ar,“ sagði Pétur. Að mælingu lokinni var laxin- um, sem var hængur, sleppt aftur í ána. Erfitt er að ætla hversu þungur lax þessi er. Til saman- burðar má geta þess, að metra- löngu laxarnir eru taldir um 20 pund og 105-107 sentímetra fisk- arnir 23-24 punda. Lax sem Breti nokkur veiddi í Hafralónsá í fyrra og var mældur 113 sentímetrar var talinn á bilinu 26-28 pund. Samkvæmt því má fullyrða að þessi lax hafi ekki vegið undir 30 pundum og líklegra að hann hafí jafnvel verið heldur meira. Að öðru leyti lét Pétur vel af veiðiskap í Vatnsdalsá, „það er allt í góðum gír hérna og við erum komnir með um 500 laxa á land. Það er gott fyrir þá sem koma í september að vita, að 80% af þess- um laxi eru enn sprelllifandi í ánni,“ bætti Pétur við. Vesturdalsá betri en í fyrra Nú fyrir skemmstu voru komn- ir 153 laxar á land úr Vesturdalsá að sögn Lárusar Gunnsteinssonar. Bleikjuveiði hefur einnig verið góð og fiskur vænni en í fyrra. „Holl- in hafa verið að fá þetta frá 6 löxum upp í 30 stykki, allir eitt- hvað og alltaf silungur með,“ sagði Lárus og bætti við að þetta væri betra en á sama tíma í fyrra og nýr Iax væri að ganga nokkuð um þessar mundir. Glæðist í Hítará Veiði hefur heldur glæðst í Hítará að undanförnu og í gær- morgun voru komnir 125 laxar á land og 260 vænar sjóbleikjur. Þá hafa laxar verið að veiðast á Morgunblaðið/Stefán Á. Magnússon RAGNHEIÐUR Ólafsdóttir með 15 punda hæng sem hún veiddi á maðk í Hol- unni í Sandá fyrir fáum dögum. Þetta var annar tveggja stærstu laxanna úr ánni í sumar. svæðinu „Hítará 2“ að undan- förnu og þar eru nú komnir 15 laxar á land sem flestir hafa veiðst síðustu tvær vikurnar. Þokkaleg silungsveiði er einnig í bland. Reytist úr Sandá Síðasta holl í Sandá fékk 14 laxa og voru þá komnir 70 laxar á land úr ánni, mest vænir smá- laxar. Stærstu laxarnir í sumar eru tveir 15 punda. Kunnugirtelja reyting af laxi víða í ánni, þó mest í efsta hluta hennar. Smálax hefur aðeins verið að ganga að undanförnu. Úr ýmsum áttum Um 160 laxar eru komnir á Iand úr Gljúfurá. Flest holl eru að reyta upp 7-15 iaxa og er veiðin mest í ofanverðri ánni. Þar er víða talsvert af laxi. í vikubyijun var búið að skrá 7 laxa í veiðibókina að Laugar- bökkum í Ölfusá. Eitthvað hefur veiðst af sjóbirtingi. Bleikjuveiði gengur prýðilega í Miðá í Dölum og eru komnar á þriðja hundrað bleikjur á land. Laxinn er tregari, aðeins 7 hafa veiðst. GRENSÁSVEGUR 14 ATVINNUHÚSNÆÐI Til sölu 436 fm skrifstofuhúsnseði ó 2. hæð. Margvíslegir nýtingar- möguleikar. Frábær staðsetning með tilliti til almenningssamgangna o.fl. Hagstæð áhvílandi lán ca. 10 millj. Verð 1 5,8 milli. Fasteignasalan Kjörbýli Nýbýlavegi 14, Kópavogi, sími 564 1400, fax 554 3307.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.