Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 14. AGUST 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ungt fólk með hlutverk hyggst stofna nýjan fríkirkjusöfnuð Eiga burðarvirki fyrir kirkju en vantar lóð FÉLAGAR úr samtökunum Ungu fólki með hlutverk hyggjast stofna nýjan fríkirkjusöfnuð á hausti kom- anda og segja sig þar með úr þjóð- kirkjunni. Verið er að huga að hús- næðismálum nýja safnaðarins og hefur samtökunum verið gefinn hluti af Tívolíhúsinu í Hveragerði, nánar tiltekið burðarvirki tumsins sem var á miðjum syðri skála Tívolísins. Að sögn Friðriks Ó. Schram, for- manns samtakanna, verður burðar- virkið hugsanlega notað sem grind fyrir kirkjubyggingu en það er þó enn óráðið, auk þess sem enn vant- ar lóð fyrir kirkjuna. Hvítasunnusöfnuðurinn hefur keypt syðri skála Tívolíhússins og vinnur nú að því að reisa hann í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð þar sem hann verður notaður sem sam- komuhöll. Að sögn Varðar Trausta- sonar, forstöðumanns Hvítasunnu- safnaðarins, er stefnt að því að þar verði hægt að halda samkomur þeg- ar á næsta sumri. Byggingameistarinn, sem séð hefur um niðurrif hússins í Hvera- gerði og uppsetningu þess í Kirkju- lækjarkoti, ánafnaði samtökunum Ungu fólki með hlutverk burðar- virki tumsins, sem enn er í Hvera- gerði og bíður þess að samtökin finni því stað. Sífellt meira frjálslyndi innan þjóðkirkjunnar Friðrik segir margþættar ástæð- ur fyrir fyrirhugaðri úrsögn úr þjóðkirkjunni, m.a. þá að nú gæti sí- fellt vaxandi frjálslyndis innan hennar. Hinn nýi fríkirkjusöfnuður muni þó starfa á lútherskum kenn- ingagrundvelli rétt eins og þjóð- kirkjan. Lftil veiðireynsla við Rockall Togarinn Rex fór í 2-3 veiðiferðir ÍSLENDINGAR hafa ekki aðra reynslu af veiðum á Rockall-svæð- inu en 2-3 veiðiferðir togarans Rex fyrir þremur árum, en þær veiðar fengu skjótan endi er breska strandgæslan færði togarann til hafnar vegna þess tilkalls sem bresk stjómvöld gerðu þá til svæð- isins. Sveinn Ingólfsson, þáverandi út- gerðarmaður Rex, segir að enginn af íslensku ráðherrunum hafi viijað koma nálægt málinu þótt falast hafi verið eftir stuðningi hins opin- bera. Skip annarra þjóða hafa verið látin óáreitt á svæðinu og telur Sveinn það hafa vakað fyrir Bret- um að vara menn við með töku eins togara og hending hafi ráðið hver fyrir varð. Breskur dómstóll dæmdi skipstjóra Rex til greiðslu lágrar sektar en gerði hvorki afla né veiðarfæri upptæk. Samkvæmt upplýsingum Haf- rannsóknastofnunar em nýjustu alþjóðlegu upplýsingamar um heildarafla á Rockall-svæðinu frá 1988. Heildarafli nam þá 37.079 tonnum; þar af veiddu Spánverjar 18 þúsund tonn en einnig höfðu færeysk, frönsk, norsk, þýsk, ensk, skosk og rússnesk skip veitt á svæðinu. ■ Nutum ekki stuðnings/21 Morgunblaðið/Jim Smart í ÞESSU herbergi tóku Einar og Anna á móti gestum. Vegna framkvæmdanna eru gluggarnir byrgðir en annars er útsýni yfir Skólavörðuholtið úr herberginu. Fyrsta þakíbúð á Islandi opnuð almenningi FRÁ og með deginum í dag verður íbúð Einars Jóns- sonar myndhöggvara opin gestum safnsins. Ibúðin er í Listasafni Einars Jónssonar, en þar bjuggu hjónin Einar og Anna kona hans frá 1923 til 1954 þegar Ein- ar lést. „Það má segja að þetta sé fyrsta þakíbúð á íslandi,“ segir Hrafnhildur Schram forstöðumaður listasafns- ins. „íbúðin verður nú hluti af safninu og opin gestum. Það er mjög skemmtilegt að opna hana, það færir gesti safnsins nær persónu Einars." Einar innréttaði íbúðina og teiknaði mikið af húsgögnum sem em í henni. „Hann teiknaði m.a. bókaskápa sem eru stuðla- bergsformaðir, en það er mjög ríkur þáttur í verkum hans. En raunar má segja að húsið sjálft sé stærsti skúlptúr Einars." Listasafn Einars Jónssonar verður 75 ára á næsta ári og af því tilefni var ráðist í viðgerðir á húsinu að utan. Að sögn Hrafnhildar lýkur þeim framkvæmdum í september en hún segir endurbæturnar hafa verið langþráðar. „Húsið var mjög illa farið. Nú er verið að skipta um glugga og gera við múrinn. Það þurfti að gera við allar sprungur, skipta um járnverk og síðan verður settur kvarsmulningur yfir alla bygginguna." Framkvæmdimar munu koma til með að kosta 27 milljónir og hafa þær gengið eftir áætlun. MIKLAR endurbætur standa nú yfir á Listasafni Einars Jónssonar. Reuter Halldór í Argentínu Undirbtía mælingar á jarðskorpu- hreyfingum a Sprengisandi Könnuð áhrif umbrota í Vatnajökli Dauðir ritu- ungar um alla fjöru UM fjörutíu rituungar fundust dauðir um alla fjöru í víkinni neðan við vitann í Dyrhólaey í gær, en Henrý Hálfdanarson og Gísli D. Reynisson, sem standa fyrir báta- ferðum á þessum slóðum, urðu fuglanna varir. Að sögn Henrýs voru aðeins nokkrir ungar á lífi þegar að var komið en þeir drápust einnig seinna í gær. Hann sagði að svo virtist sem þeir væru nýlega orðnir fleygir. Henrý kvaðst í samtali við Morgunblaðið í gær ekki hafa neina skýringu á dauða unganna, en sagði að Gísla ræki minni til að slíkt hefði komið fyrir áður á svip- uðum slóðum. „Þetta leit út eins og fuglinum hefði skolað af hafi,“ sagði hann. Ævar Petersen fuglafræðingur sagði í samtali við Morgunblaðið að það kæmi fyrir við og við að ritu- ungar dræpust í talsvert miklum mæli um það leyti sem þeir yrðu fleygir. Það gæti til dæmis tengst ætisskorti eða vondu veðri. „Það getur því verið eðlileg skýring á þessu,“ sagði hann. HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra, er nú í opinberri heim- sókn í Buenos Aires í Argentínu og átti í gær m.a. fund með þarlendum starfsbróður sfnum, Guido Di Tella. Saman lögðu ráðherrarnir blómsveig að minnismerki frelsis- helju Argentínumanna, San Martin, hershöfðingja og var myndin tekin að þeirri athöfn lokinni. Heimsókn Halldórs Ásgrímsson- ar til Argentínu stendur f fimm daga og er farin í því skyni að auka viðskiptatengsl milli þjóðanna en fjölmenn viðskiptasendinefnd fylgir ráðherranum í ferðinni. FJÖGURRA manna leiðangur á vegum Raunvísindastofnunar Há- skólans, Norrænu eldfjallastöðvar- innar og Landsvirkjunar hefur síð- ustu 10 dagana undirbúið mælingar á jarðskorpuhreyfingum á Sprengisandi og víðar. Er mælt út frá gömlum mælipunktum og settir niður nýir til að mæla út frá í fram- tíðinni. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðing- ur, einn leiðangursmanna, segir að tilgangur jarðskorpumælinganna sé meðal annars að kanna hvort um- brotin í Vatnajökli á liðnum vetri hafi áhrif á hreyfingar jarð- skorpunnar. Mælt er út frá fyrri punktum sem staðsettir hafa verið en Páll segir hafa verið nauðsynlegt að fjölga punktunum nú til að fá víð- tækari og nákvæmari mælingar, punktanetið hafi ekki verið nógu þétt. Mælt er með GPS staðsetning- artækjum gegnum gervihnött. Mælingarsvæðið er á Sprengisandi, allt frá Þórisvatni syðst og norður um, frá Jökulheim- um, austur í Vonarskarð og að Dyngjufjöllum. Úrvinnsla mæling- anna fer fram í haust og vetur og segir Páll Einarsson síðan ráðgert að mæla áfram, árlega á vissum stöðum en kannski sjaldnar á öðr- um nema einhver umbrot gefi tilefni til örari mælinga. Með því að hafa þétt punktanet sé hægt að mæla breytilega afstöðu milli mælingar- staðanna. Niðurstöðurnar eiga síð- an að gefa mynd af því hvað um er að vera í jarðskorpunni, sprungu- myndanir, hreyfingar, eldsumbrot og þvíumlíkt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.