Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1997 51 I I I ) I ) I I I i I i I I § I I 4 J BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Bíða okkar góðir tímar? Frá Ómari ívarssyni: ÞEGAR ég var unglingur las ég bók eftir Dale Carnegie, sem heit- ir Vinsældir og áhrif. í henni var lítil dæmisaga um sólina og vind- inn. Hún var í efnisatriðum á þá leið að sólin og vindurinn deildu um það hvort þeirra væri sterkara. Vindurinn sagði við sólina: „Sérðu gamla manninn í frakkanum, þarna niðri? Ég skal veðja við þig að ég verð á undan þér að fá hann úr frakkanum." Þá byijaði vindur- inn að blása af meiri og meiri krafti, þangað til hann olli hrein- asta fárviðri. Því meira sem vindur- inn blés, því fastar sveipaði gamli maðurinn að sér frakkanum, þang- að til vindurinn sá að þetta var vonlaust og gafst því upp. Þá kom sólin fram undan skýi og skein brosandi á gamla manninn og inn- an skamms tíma þurrkaði gamli maðurinn svitann af enni sér með vasaklútnum og fór úr frakkanum. Þarna sérðu, bros og hlýja eru allt- af miklu sterkari og öflugri en ofsi og ofbeldi. Hlýjan og brosið eru allaf þúsund sinnum öflugra vopn en byssur og sprengjur, ein- faldlega vegna þess að þá verður byssan algjörlega óþörf. Undir toppsteini píramítans mikla í Egyptalandi eru tveir geisl- ar, annar bendir á Betlehem en hinn bendir yfir Breiðholtið og Austurbæinn. Fyrir u.þ.b. mánuði keypti ég Nýja tíma. Þar voru tal- in upp tíu helstu trúarbrögð heims, sem öllum bar saman um að frels- arinn kæmi fram fyrir eða í kring- um öld vatnsberans sem gengur í garð árið 2000. í biblíunni stend- ur: Verið viðbúnir, því Mannsson- urinn kemur á þeirri stundu sem þér ætlið eigi. Það las ég í bók sem heitir Spádómar biblíunnar og í sömu bók las ég: Hann var fyrirlit- inn harmkvælamaður, menn forð- uðust hann; og síðar: Hann er líti- lættaður. Við vitum öll hvert allir Napóleonar, Jesúsar og guðir eru sendir og þangað hlýtur hann að verða sendur líka og eitt er víst, að þegar hann snýr sér að fjölmiðl- um með boðskap sinn, þá verður honum mjög ótrúlega tekið með lófataki, það er að minnsta kosti miklu trúlegra að hann verði fyrir- litinn. Það eitt er víst að fullkomnu mennirnir eru mjög fáir. Og fyrir- sögn völvu vikunnar er: Það verða kaflaskipti á ýmsum sviðum. Og Amý Engilberts sagði um ’97: Og það sem mun gerast á næsta ári er aðeins byijunin á ferli sem mun standa yfir í tíu ár. Og í hádegis- fréttum Ríkisútvarpsins fyrir nokkru var sagt að rauður kálfur hefði fæðst í Israel. Það gerðist síðast fyrir 2000 árum. Það er skekkja í tímatali okkar. í hjarta okkar verður að ríkja sól, sem við veitum öllum meðlim- um fjölskyldunnar okkar og öðrum af. Við megum ekki hugsa sem svo að framlag okkar sé dropi í hafið, heldur verðum við að gera okkur grein fyrir því að hafið er gert úr dropum. ÓMAR ÍVARSSON, Hlíðarhjalla 39b, Kópavogi. Ófærð í ágúst Frá Torfa Óiafssyni: FIMMTA ágúst var ég staddur hjá vinafólki mínu vestur í Dýrafirði. Ég hafði komið með vél Flugfélags íslands daginn áður og hafði hún tafist nokkra klukkutíma vegna hvassviðris á ísafirði. Nú sat ég nálægt útvarpinu og hlustaði á hádegisfréttir. Þulurinn sagði: „Flugvélar hafa ekki komist til Vestmannaeyja síðan síðdegis í gær vegna ófærðar.“ Ég rak upp stór augu. Hingað til hafði ég skil- ið orðið „ófærð“ þannig að svo mikill snjór væri á jörðu að menn ættu erfitt með að komast áfram. Að vísu var úrkoman mikil þennan dag, en þó átti ég erfitt með að ímynda mér að svo hastarlegt kuldakast hefði skollið yfir, að snjó hefði kyngt niður á láglendi, án þess að getið væri um frost í því sambandi. Og það er ekki venjulegt að verulega snjókomu geri syðra í byijun ágústmánaðar. Auðvitað vissi ég ekki hvort fann- fergið væri á Reykjavíkurflugvelli eða Vestmannaeyjaflugvelli en það var sama, þetta hlaut að vera heimsfrétt og þeim mun merkilegri sem menn hafa talað mikið upp á síðkastið um gróðurhúsaáhrif og hækkandi hitastig á jörðinni yfir- leitt. En svo hugleiddi ég málið betur. Þetta gat ekki verið. Þá var naum- ast nema ein skýring hugsanleg á þessari furðufrétt. Sá sem hana skrifaði var líklega af trúgjamari tegundinni og einhveijir höfðu logið þessu að honum og hann hafði ver- ið nógu einfaldur til að trúa því. Að þeir skyldu ekki líka segja hon- um að þegar flugvélin hefði loksins komist gegnum skaflana á flugvell- inum, hefði flugmaðurinn séð Vest- mannaeyinga renna sér á skíðum niður af Stórhöfða, bömin hefðu verið að búa til snjókerlingar, lund- arnir hefðu verið að grafa sér holur niður í skaflana og konurnar verið að mjólka kýrnar og fengið úr þeim ískaldan og svalandi mjólkurhrist- ing. Það hefði verið púður í slíkri frétt. En hvað sem því líður - ég er alltaf feginn þegar einhver kemur mér til að hlæja. TORFI ÓLAFSSON Melhaga 4, Rvík Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Dýraglens TJþ£Ss' IAÐ R&Nte AÐ Ém / ALIA SE/H KO/ytA i_KAi /€<sr þdts. / Ég vona að tjaldið sé ekki Þetta er ekki tjald, herra of þungt fyrir þig. • ■ • Þetta er nammið. United Feature Syndfcate, Inc.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.