Morgunblaðið - 14.08.1997, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 14.08.1997, Qupperneq 64
 03> AS/400 er... ...með PowerPC 64 bita örgjörva og stýrikerfi CQ> NÝMERil MORGUNBLAÐW, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 6691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST Í997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Apple leitar nýs aðalforstjóra Viðræður við Olaf Jóhann ÓLAFUR Jóhann Ólafsson hefur verið boðaður til við- ræðna við forsvars- menn bandaríska tölvurisans Apple Computer Inc. í tengslum við ráðn- ingu nýs aðalfor- stjóra fyrirtækisins. Atti fundurinn að fara fram kl. 23 í gærkvöldi að ís- lenskum tíma í höf- uðstöðvum fyrir- tækisins í Kaliforn- Ekki náðist í Ólaf Jóhann áður en blaðið fór í prentun í gærkvöldi og því ekki ljóst hvort um væri að ræða formlegt tiiboð um að taka við starfínu eða hvort fleiri umsækjendur væru enn inni í myndinni. v'*' Apple tilkynnti fyrir skömmu að það hefði hafið leit að nýjum aðalforstjóra fyrirtækisins. I nýlegri fréttatilkynningu frá Apple vegna málsins segir orð- rétt: „Fyrirtækið vinnur að ráðningu nýs aðalforstjóra sem jafnframt mun taka sæti í stjórninni. Ný stjóm hefur ákveðið að tilnefna ekki nýjan formann stjómar fyrr en nýr aðalforstjóri hefur verið valinn." Katie Cotton, yfirmaður al- menningstengsla hjá Apple, sagðist í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi ekki geta tjáð sig neitt um þetta mál að svo stöddu. „Við erum að leita að nýjum aðalforstjóra og höfum ráðið til þess sérstakt ráðning- arfyrirtæki. Það fyrirtæki vinn- Ólafur Jóhann Ólafsson ur nú að þessari leit en við getum ekkert sagt frekar á þess- ari stundu. Fjöl- margir aðilar hafa verið orðaðir við þessa stöðu en við tjáum okkur ekki um þetta mál íyrr en við tilkynnum hver nýr forstjóri fyrirtækisins verð- ur.“ Ólafur er vel þekktur í banda- rískum tækni- og tölvuheimi frá því hann starfaði hjá Sony þar í landi. Hann gegndi m.a. stöðu for- stjóra Sony Electronic Pu- blications og síðar stöðu for- stjóra Sony Interactive Entertainment, áður en hann lét af störfum hjá fyrirtækinu í byrjun síðasta árs, í kjölfar tals- verðra átaka innan Sony í kring- um leikjatölvu fyrirtækisins, Sony PlayStation. Hefur átt í fjár- hagsvandræðum Apple hefur átt í verulegum erfiðleikum á undanförnum ár- um en þeir eru taldir hafa byrj- að fyrir alvöru er Steve Jobs, öðrum stofnanda fyrirtækisins, var vikið frá. Hann hefur nú snúið aftur til Apple sem ráð- gjafi og stjórnarmaður og er, eftir því sem næst verður kom- ist, meðal þeirra sem Ólafur Jó- hann ræddi við í gærkvöldi. ■ Apple leitar/12 ■ Faðmlag fjandvina/B7 27 stiga hiti á Grmísstöðum í gær ÞANNIG leit ísland út í gær- morgun, séð úr 820 kílómetra hæð frá bandaríska gervihnett- inum NOAA 12. HLÝTT var um allt land í gær og fór hitinn hæst í 27 stig á Gríms- stöðum á Fjöllum og 26 stig við Mývatn. Sökum þess að öflugur hæðarhryggur hefur verið yfir landinu hefur það sést óvenjuvel utan úr geimnum, eins og með- fylgjandi gervihnattamynd ber vitni. Að sögn Harðar Þórðarsonar veðurfræðings var hæðarhrygg- urinn yfír miðju landinu á þriðju- dag en var að þokast norður á bóginn í gær. A gervihnatta- myndinni, sem tekin var ki. 8.21 í gærmorgun, má sjá hvar skil eru að nálgast úr suðri og ýta hæðar- hryggnum norður yfir laiulið. Mengun frá meginlandinu Hörður segir að í dag megi búast við skýjuðu um mestallt sunnan- og vestanvert iandið með einhveijum skúrum en áframhaldandi bjart- viðri norðan til og austan. Mistrið, sem var yfir landinu í gær og gerði að lítið sást til sóiar og molluheitt var, kemur að hluta til frá meginlandi Evrópu og Bretlandseyjum og orsakast af iðnaðarmengun þar, að sögn Eyj- ólfs Þorbjörnssonar veðurfræð- ings. Hiti var óvenjumikill á hálend- inu í gær, 27 stig á Grímsstöðum á Fjöllum, 25 í Sandbúðum og 22 stig á Hveravöllum. Við Mývatn mældist hitinn 26 stig. Sigríður Hallgrímsdóttir, hús- freyja á Grímsstöðum, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að veðrið gerðist vart betra á Fjöllum. Síðan hún hóf þar veður- athuganir 1991 hefur hitinn að- eins einu sinni áður náð 27 stig- um. Hún sagði varla vinnufært í mollunni og því nyti fólk góðviðr- isins. Þar væri einnig hitamistur í lofti og ekki fjallasýn, Herðu- breið væri horfin inn í mistrið. Morgunblaðið/Björn Gíslason MYVATN var spegilslétt og veður fagurt þegar Marteinn Jóhannsson brá sér í siglingu með afa si'num í Björk í Mývatnssveit. Tveir fslendingar í bandarískri nefnd sem skoða á kvótakerfí Hugmyndir um veiðileyfa- gjald ofarlega á dagskránni TVEIR íslenzkir fræðimenn hafa verið skipaðir í fimmtán manna nefnd Vísindaráðs Bandaríkjanna, sem gera á úttekt á kvótakerfum og reynslunni af þeim í víðu samhengi. Nefndin er skipuð að ósk Banda- ríkjaþings og er vinna hennar liður í endurskoðun þingsins á bandarískri fiskveiðilöggjöf, m.a. með tilliti til upptöku veiðileyfagjalds. Islenzku nefndarmennirnir eru Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði við Háskóla Islands, og Rögnvaldur Hannesson, jrrífessor í fiskihagfræði við Verzl- unarháskólann í Björgvin í Noregi. Bandaríkjaþing samþykkti í októ- ber síðastliðnum viðbót við svoköll- uð Magnuson-lög og kvað laga- breytingin m.a. á um upptöku veiði- leyfigjalds á fiskveiðikvóta, sem ætlað er til að standa undir kostnaði við rekstur og framkvæmd kvóta- kerfisins. Jafnframt samþykkti 3fhgið að láta gera úttekt á kvóta- kerfum. Gísli Rögnvaldur Pálsson Hannesson „í fyrra lagði Bandaríkjaþing bann við frekari þróun eða útfærslu kvóta- kerfa í fiskveiðum. Þingið ákvað að skoða málið nánar og fól Vísindaráði Bandaríkjanna, sem er sambærilegt við Ranm's á Islandi, að sjá um alls- herjarúttekt á kvótakerfum í Banda- ríkjunum og annars staðar og læra af reynslunni," segir Gísli Pálsson, en hann hefur m.a. rannsakað félagsleg- ar afleiðingar kvótakerfis. Gísli segir að Vísindaráðið hafi ný- lega skipað 15 manna nefnd og sé valið í hana með hliðsjón af mismun- andi sjónarmiðum neftidarmanna, reynslu þeirra af ákveðnum kerfum o.s.frv. Gísli segir að þeii' Rögnvaldui' séu einu Norðui’landabúai’nir í nefndinni. Flestir nefndarmenn séu bandarískir, en einn frá Nýja-Sjá- landi. Skýrsla verður grundvöllur endurskoðunar á kvótakerfinu „I nefndinni eru hagfræðingar, mannfræðingar og stjórnmálafræð- ingar. Nefndin hefur mjög víðtækt erindisbréf, þar sem henni er uppá- lagt að semja sameiginlega skýrslu fyrir október árið 1998. Sú skýrsla verður síðan lögð fyrir Bandaríkja- þing og verður grundvöllur fyrir endurskoðun á kvótakerfi í fiskveið- um í bandarískri lögsögu,“ segir Gísli. „Nefndin á að vega og meta ágæti og annmarka kvótakerfa í sem víðustum skilningi; líffræði- lega, pólitískt, félagslega, hagrænt og svo framvegis. Fyrsti fundur nefndarinnar verð- ur haldinn í byrjun september í Alaska og sá næsti í Seattle í nóv- ember. Nefndin mun kalla á sinn fund fulltrúa mismunandi sjónar- miða í bandarískum sjávarútvegi. Gísli segir að í lokaskýrslu sinni eigi nefndin að gera grein fyrir rök- semdum með og á móti kvótakerf- um og gera beinar tillögur um breytingar. Hann segist gera ráð fyrir að upptaka veiðileyfagjalds fái talsverða athygli í starfi nefndar- innar. „Ég geri ráð fyrir að veiði- leyfagjaldshugmyndin verði ofar- lega á dagskrá, en hún er aðeins einn þáttur skoðunar á kvótakerf- um I heild,“ segir Gísli. „Við íslend- ingarnir ættum líka að hlusta á þau sjónarmið, sem koma fram. Það verða kannski ákveðin skilaboð til okkar um hvernig við eigum að haga þessum hlutum í framtíðinni.“ Fimm ára drengur lést FIMM ára drengur lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í gærmorgun af völdum áverka sem hann varð fyrir er hann féll af reiðhjóli í Heiðmörk í fyrra- kvöld. Drengurinn var, að sögn lögreglu, við tjaldstæði við Hjalladal í Heið- mörk ásamt móður sinni og bróður og voru þau að hjóla á göngustíg. Drengurinn féll og lenti á stýri hjóls- ins með þeim afleiðingum að hann hlaut hættulegan áverka. Hann var fluttur rakleiðis með sjúkrabíl á Sjúkrahús Reykjavíkur og þar tafar- laust í aðgerð. Hann var úrskurðað- ur látinn í gærmorgun. ------------ Frumteikning> MR fundin FRUMTEIKNINGIN af húsi Lat- ínuskólans, nú Menntaskólans í Reykjavík, er fundin í skjalasafni Rentukammersins í Kaupmanna- höfn, sem er í vörzlu danska Ríkis- skjalasafnsins. Teikningin, sem er eftir danska arkitektinn Jorgen Hansen Koch, hefur verið týnd á aðra öld. ■ Frumteikningin/6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.