Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Háannatími í förgun geitungabúa Geitungarn- ir svæfðir og frystir Erling Ólafsson skordýrafræðingur hefur í nógu að snúast um þessar mundir við að farga geitungabúum en nú er sá tími sum- ars þegar geitungabúin eru hvað blómleg- ust. Ama Schram blaðamaður og Amaldur Morgunblaðið/Arnaldur ERLING Ólafsson nýbúinn að svæfa geitungana og er að fara að ganga frá búinu í poka. Halldórsson ljósmyndari fengu að fylgjast með geitungabananum að störfum eitt kvöld í vikunni og fræddust í leiðinni örlítið um lifnaðarhætti geitunga. GEITUNGABÚIÐ tekið í sundur og við blasa hundruð sofandi geitunga. ÞETTA geitungabú þurfti að grafa upp úr moldarbeði. EKKI er langt síðan geitungar fóru að sjást hér á landi en að sögn Erl- ings námu þeir land á áttunda ára- tugnum, á sama tíma og stóra hun- angsflugan svokallaða. Erling telur sennilegt að geitungarnir og hun- angsflugan hafi borist hingað til lands með gámum en á áttunda ára- tugnum varð gífurleg aukning á gámainnflutningi. „Það er því varla tilviljun að á sama tíma og gáma- væðingin var hér í hámarki fór í fyrsta sinn að bera á geitungum auk stóru hunangsflugunnar," segir hann. Þijár tegundir geitunga hafa því numið hér land og nefnast þær trjá- geitungur, holugeitungur og húsa- geitungur. „Tijágeitungur er orðinn útbreiddur víða um land, en hinar tvær tegundirnar eru eingöngu á höfuðborgarsvæðinu," segir Eriing. Ástæðan fyrir þessari útbreiðslu trjágeitungsins er sú að hann getur lokið sínum búskap á tveimur og hálfum mánuði á meðan hinar tvær tegundirnar þurfa fjóra mánuði. „Þar með er búið að útiloka stóra landshluta því tijágeitungi nægir stutt sumar, eins og er til dæmis á Vestfjörðum, þar sem frostnætur geta komið snemma. Holu- og húsa- geitungur þurfa hins vegar lengra sumar og þrífast því aðeins á höfuð- borgarsvæðinu," segir hann en bæt- ir því að af ókunnum ástæðum leit- ist tvær síðarnefndu tegundirnar við að vera í nábýli mannanna. Að sögn Erlings getur verið erfitt að greina muninn á þessum þremur tegundum geitunga á útlitinu einu saman en segir að holugeitungurinn sé einna verstur hvað árásargirni varðar en tijágeitungurinn skástur. Erling segir að geitungar geti ráðist á menn að fyrra bragði og stungið, einkum holugeitungurinn, en oftast séu þeir tii friðs. Segir hann að stungurnar geti verið óþægilegar eða sárar en sjaldnast hættulegar. Búin eru úr pappírslögum Erling segir að geitungadrottningar byiji venjulega að gera sér bú um mánaðamótin maí og júní en stund- um fyrr ef vel vori. Hins vegar hafi kuldakastið í júní sl. tafið fyrir þeim í ár og því væru geitungabúin minni núna en á sama tíma í fyrra. Hann segir að fyrstu vikumar séu búin mjög lítil og því taki menn ekki eft- ir þeim, en eftir því sem tíminn líði verði þau stærri og óneitanlega mun fyrirferðarmeiri. Fleiri geitungar sjáist því á ferð í nágrenni búsins. „Drottningin getur af sér sífellt fleiri vinnudýr eða svokallaðar þernur en hlutverk þeirra er að stækka búið og ala upp lirfurnar," segir Erling. „Innst í búinu eru svokölluð klak- hólf þar sem drottningin verpir eggj- um í en hismið sjálft er úr mörgum, þunnum papplrslögum. Þernurnar búa pappírinn til með því að naga spýtur eða tijábörk og blanda saman við hann munnvatni, þannig að úr verði mauk sem þær líma saman. Úr því verður pappír," segir hann. „I hólfunum elst upp lirfa og þeg- ar hún verður að fullorðnu dýri verp- ir drottningin aftur í hólfið og í önn- ur hólf sem þernurnar búa stöðugt til. Þannig bætast sífellt fleiri íbúar í búið og því þurfa þernurnar stans- laust að bæta pappir utan á það, m.a. með því að rífa gamlan pappír innan úr því. Því er hismið alltaf nokkurn veginn jafn þykkt.“ Erling segir að stærsta búið, sem hann hafi komið í lóg, hafi verið á stærð við körfubolta og að í því hafi verið yfir 6.000 geitungar. Svæfir geitungana og frystir Að sögn Erlings er nú sá árstími þar sem búin eru orðin nokkuð stór og því sýnileg mönnum. Hann segir þó að erfitt geti verið að finna sum þeirra, einkum bú holu- og húsageit- ungs, því þessar tegundir gera sér yfirleitt bú niðri í jörðu eða inni á þökum húsa. Hins vegar sé hægt að finna búin sjáist geitungar hverfa innundir eða koma undan ákveðnum stað í garðinum. Trégeitungabú er á hinn bóginn auðveldara að finna, segir Erling, þvl þau eru yfirleitt berskjölduð, til dæmis í tijám eða á húsveggjum. Erling fargar eingöngu geit- ungabúum að kvöldi til eða þegar tekur að dimma vegna þess að þá eru geitungarnir inni í búunum. Hann byijar á því að svæfa geit- ungana með því að sprauta eter inn í búin. Að því loknu fjarlægir hann búin, grefur þau upp eða sker þau niður eftir því sem við á og setur í plastpoka. Síðan setur hann þau í frysti til að drepa geitungana. „Það er nú bara fyrirhafnarminnst," segir hann aðspurður um ástæðu þess að frysta búin. Kvöldið góða, sem blaðamaður og ljósmyndari fylgdust með, fargaði Erling átta búum á um fjórum tímum. Erling segir að fjöldi geitungabúa sé sveiflukenndur milli ára en nú virðist sem þeim hafi aftur farið fjölgandi eftir smálægð síðustu tvö árin. Aðspurður um skýringuna á því segir Erling að það sé erfitt að benda á eina ákveðna ástæðu. Að sögn Erlings eru geitungar og bú þeirra mest áberandi í Bústaða- hverfi og Fossvoginum í ár og segir hann að skýringin geti verið sú að þar sé mjög skjólsælt og fjölskrúðug- ir garðar. En við þær aðstæður dafna geitungar vel. Morgunblaðið/Kristinn SIGURÐUR Torfi Guðmundsson, bústjóri á Keldum, á fullu í heyskapnum. Heyskapur í Reykjavík „ÞETTA er líkamsrækt bónd- ans,“ segir Sigurður Torfi Guð- mundsson og hendir heyböggum upp á traktor. Sigurður er bú- stjóri á Keldum en verið var að hirða á Grafarholtstúni í gær. Að sögn Sigurðar var heyskap- ur endurvakinn í landi Keldna fyrir tveimur árum. „Þá hafði heyskapur legið niðri í nokkur ár. Það er hins vegar ekki ástæða til annars en að nýta það sem til fellur hér. Hér eru um 100 kind- ur og 33 hestar og við gefum þeim heyið.“ Uppskeran í ár er um 60 tonn sem er helmingi meira en í fyrra. Það hafa hins vegar fá tækifæri gefist til að heyja í þeirri vætut- íð sem hefur verið í sumar. Sig- urður og Guðmundur Einarsson, aðstoðamaður hans, voru því fegnir þurrkinum síðustu daga sem gerði þeim kleift að heyja, binda og koma heyinu í hús á nokkrum dögum. „Þetta er tarnavinna og við þurfum að jjúka við þetta í kvöld, hann rign- ir í nótt,“ segir Guðmundur. Þeir Sigurður og Guðmundur voru því fegnir þegar þeir fengu liðsauka. Helgi Þorsteinsson og Halldór Jóhannsson aðstoða þá við hirðinguna. „Við erum í sum- arfríi en það er bara svo gaman að þessu, “ varð þeim að orði „svo er Sigurður búinn að lofa okkur veislu að launum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.