Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Geimganga í undirbúningi í geimstöðinni Mír Tveir geimfarar til jarðar í iter. Reuter Andahrellir klófestur RÚSSNESKUR starfsmaður stjórn- stöðvar geimstöðvarinnar Mír á jörðu niðri sagði í gær, að banda- ríska geimvísindastofnunin NASA hefði óskað eftir því að Bandaríkja- maðurinn um borð í stöðinni tæki þátt í geimgöngu, sem áætlað er að ráðast í 3. september nk. Þessi orð starfsmannsins stangast á við opinberar upplýsingar frá NASA, sem segir að ósk þessa efnis væri frá Rússum komin. Þessi ruglingur um það hvort Miehael Foale, brezk-bandaríski geimfarinn um borð í Mír, taki þátt í geimgöngunni kom upp á sama tima og hinir tveir rússnesku félag- ar Foales í áhöfn stöðvarinnar, Vas- silí Tsiblíjev og Alexander Lazútkín, voru að búa sig undir að snúa aftur til jarðar. Áætlað var að þeir legðu af stað í Soyuz-fari frá geimstöðinni síðdegis í dag. Miklar vonir eru bundnar við að með geimgöngunni um ytra byrði Mír batni horfur á að takast muni að gera við skemmd- imar, sem hafa lamað geimstöðina frá því í júní. Frank Culbertson, sem hefur yfir- umsjón með þátttöku NASA í stjóm- un Mír með höndum, sagði þá reynslu sem Foale hefði færi á að öðlast með geimgöngunni kær- komna, en ekki væri þó endanlega ákveðið hvort hann tæki þátt í henni. Drykkjarvatnsvandræði Tsiblíjev og Lazútkín taka með sér til jarðar sýni af drykkjarvatni úr birgðum stöðvarinnar, sem hugs- anlegt er að hafi spillzt vegna meng- unar. Að öllu jöfnu er drykkjarvatn framleitt í stöðinni með því að þétta dag raka sem safnast fyrir í henni. Áhöfnin telur þó varlegt að treysta því að vatnið sem þannig er fram- leitt nú sé drykkjarhæft, þar sem gufur af frostvamarefnum úr kæli- kerfi Mír láku út í loft stöðvarinnar fyrir nokkram mánuðum. Ekki verð- ur fullvíst að vatnið sé drykkjar- hæft fyrr en geimfararnir hafa kom- ið með sýni til jarðar og fengið það efnagreint. Vatnsbirgðir stöðvarinnar eru orðnar af skornum skammti; áætlað er að þær endist í um það bil einn og hálfan til tvo mánuði. í lok sept- ember er ætlunin að geimskutlan Atlantis fari til móts við Mír, og í byijun október á rússneskt birgða- far að halda þangað einnig. Svo gæti farið, að þetta yrði of seint, þar sem vatnsbirgðirnar gæti þrotið fyrir þennan tíma. SKJALDBAKA, sem hafði skotið öndum í Frankfurt í Þýskalandi skelk í bringu um árabil, hefur nú verið handsömuð og sést hún hér í höndum Thomas Riige, starfsmanns dýragarðsins í borg- inni. Andahrellirinn hafði aðsetur í ánni Main og sáu slökkviliðs- menn um að klófesta hann. Skjaldbakan vegur 25 kg og tennur hennar eru svo hvassar að hún getur hæglega bitið kústsköft í tvennt. Sagt er að hún sé einstaklega grimm og veigri sér ekki við að ráðast á krókódíla. Hún verður nú sett í einangr- un. „Hún mundi slíta höfuðin og fæturna af öðrum skjaldbökum," sagði sérfræðingur dýragarðsins. Náttúruleg heimkynni skjalbö- kunnar, sem hér um ræðir, eru í Norður-Ameríku. Talið er að hún hafi búið við ána í sjö ár og Iifað á öndum, fiskum og dýrahræjum. Ekki er vitað hvernig hún komst til Frankfurt. Denktash hafnaði málamiðl- unartillögu Glion í Sviss. Reuter. RAUF Denktash, leiðtogi Kýpur- Tyrkja, hafnaði í gær nýjum tillög- um sem málamiðlarar Sameinuðu þjóðanna höfðu lagt fram í því augnamiði að stuðla að samkomu- lagi þjóðarbrotanna tveggja á Kýp- ur um að koma á varanlegum friði og binda enda á skiptingu eyjarinn- ar. Denktash og leiðtogi Kýpur- Grikkja, Glafcos Clerides forseti Kýpur, hófu að nýju viðræður um málið í svissnesku fjallaþorpi skammt frá Montreux í upphafi vikunnar, og ætla að halda þeim áfram þar til á morgun, föstudag. Viðræður halda áfram Inal Batu, fulltrúi Tyrklands- stjórnar í viðræðunum, sem Sam- einuðu þjóðirnar (SÞ) standa að, sagði Reuíers-fréttastofunni að Denktash hefði hafnað því að ræða, hvað þá skrifa undir tillög- umar, sem sérlegur erindreki SÞ í málefnum Kýpur, Diego Cordovez, kynnti fyrir viðræðuaðil- um. „En viðræðurnar halda áfram,“ sagði Batu. Indveijar hópast í lestimar FÓLK á leið til vinnu streymir út úr út- hverfalest á Churchgate-lestarstöðinni í Bombay á Indlandi. I borginni búa 13,5 milljónir manna og ferðast sex milljónir manna með lestunum til og frá vinnu hvern virkan dag. Er þá troðið í hvern krók og kima og auk þess er ekki óal- gengt, að fólk hangi utan á lestunum, í opnum dyrum og jafnvel gluggum. Klans Kinkel, utanríkisráðherra Þýzkalands, í biaðaviðtali Tískufrömuðurinn Hugo Boss Segir fransk-þýzka öxul- inn vera í góðu lagi KLAUS Kinkel, utanríkisráðherra Þýzkalands, sagði í blaðaviðtali sem birtist í gær að samstarf Frakka og Þjóðveija um stofnun Efnahags- og myntbandalags Evr- ópu, EMU, væri í góðu lagi og kvartaði undan því að það væri ekki sýnt í réttu ljósi. Þetta samstarf tveggja stærstu meginlandsþjóðanna í ESB hefur lengi þótt skipta sköpum fyrir framvindu Evrópusamrunans. Kin- kel sagði í þýzka blaðinu General Anzeiger að sú staða væri óbreytt, að löndin tvö stæðu saman um að skiia Evrópusamvinnunni lengra fram á veg, þrátt fyrir ágreining EVROPA^. sem nokkuð hefur borið á í millum stjórna landanna að undanförnu. Helmut Kohl Þýzkalandskanzl- ari og Lionel Jospin, forsætisráð- herra Frakklands, munu eiga fund í Bonn síðar í þessum mánuði í þeim tilgangi að ryðja öllum mis- skilningi úr vegi, svo að ríkin tvö geti áfram unnið samhent að því að undirbúa myntbandalagið. Stjómmálaskýrendur telja sam- bandið milli þýzkra og franskra stjórnvalda hafa spillzt eftir kosn- ingasigur sósíaiista í Frakklandi í júní sl. Eftir sigurinn hafa efa- semdir vaknað um að franska stjórnin, undir forsæti Jospins, sé viljug til að færa frekari fórnir f ríkisfjármálunum til þess að upp- fylla skilyrðin fyrir stofnaðild að EMU. Kinkel hafnaði því þó í við- taiinu að segja til um hvort hann teldi að Frakklandi muni takast að uppfylla lykilskilyrði fyrir EMU-aðildinni, sem er að ná fjár- lagahalla þessa árs niður í 3%. Auðgaðist á hönn- un nasistabúninga Vín. Reuter. * LÍKLEGT er, að hinn kunni, þýski tískuhönnuður Hugo Boss hafi hannað brúna og svarta einkennis- búninga násista á sínum tíma. Er því haldið fram í austurríska tíma- ritinu Profil. Talsmaður tískuhússins Hugo Boss, sem er að meirihluta í eigu ítölsku Marzotto-samsteypunnar, sagði, að fréttin væri líklega rétt. I Profil sagði, að Boss, sem lést 1948, hefði framleitt einkennisbún- inga fyrir SS-sveitir nasistaflokks- ins, stormsveitirnar, Hitlersæskuna og herinn og hefði vinnuaflið verið franskir stríðsfangar og pólskir fangar úr útrýmingarbúðum. í tímaritinu sagði, að fyrsta fyrirtæki Boss hefði farið á hausinn en þegar hann gekk í nasistaflokk- inn 1931 og stofnaði Hugo Boss AG hefði farið að ganga betur. Hefði vinnan fyrir nasistaflokkinn lagt grunninn að því stórfyrirtæki, sem Hugo Boss væri nú. í stríðslok var Boss fordæmdur sem „með- reiðarsveinn nasista“, sviptur kosn- ingarétti og dæmdur til að greiða sekt. Að Boss látnum tóku Siegfried, sonur hans, og Eugen Holy, tengdasonur hans, við rekstrinum og á sjötta áratugnum framleiddu þeir fyrstu karlmannafötin, sem fyrirtækið hefur verið frægt fyrir alia tíð síðan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.