Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Talað um lífið Umhverfísmál eru íbúum Múrmansk ekki efst í huga. Þeim er aðallega umhugað að geta framfleytt sér, sem getur reynst ill- mögulegt þegar menn fá ekki launin sín greidd út og lífeyririnn dugar varla fyrir pari af skóm. Þá eru ekki allir jafnhrifnir af búsetu svo langt fyrir norðan heimskauts- baug en komast hvergi, eru fangar bágs efnahags. Urður Gunnarsdóttir var á ferð á Kólaskaga fyrir skemmstu. Morgunblaðið/UG VEGGSKREYTINGAR sem minna á hina sovésku fortíð er hvarvetna að sjá í Múrmansk. HÆTTU þessu tali um smámuni. Talaðu heldur um lífið,“ segir hann við eiginkonuna. Þau eru rúmlega sextug, komin á eftirlaun og draga fram lífið. Töpuðu tveimur miHjónum rúblna í píramítafjárfest- ingum fyrir tveimur árum og um 15 milljóna rúblna spamaður brann uppi á verðbólgubálinu, sem nú log- ar glatt, er 128% á ári. Þau eru eins og flestir á götum Múrmansk vel til fara, klædd leðuijökkum þótt úti sé um tuttugu stiga hiti. Fólk tekur vel í að spjalla, segir ófeimið frá fjölskylduhögum og bágbornum fjárhagnum. Flestir hafa sömu sögu að segja, þeir reyna að draga fram lífið á launum sem ekki eru alltaf greidd út og hafa litla trú á stjórn- völdum. Svo eru auðvitað þeir sem aka um á dýru bflunum en þeir eru fáir. Miklu færri en þeir sem borða leifarnar af diskum annarra á kaffi- húsum og matsölustöðum. „Lífíð“ í augum Vasselí Ivano- vitsj er lög sem standast ekki þegar á reynir, brostnar vonir um öryggi í ellinni og möguleikann að aðstoða börnin. Eiginkona hans, Anna Pavlovna, talar um þau; dótturina sem hefur verið atvinnulaus í tvö ár, er gift en bamlaus, enda fram- tíðin í Múrmansk ekkert sérlega björt nú, frekar en svo víða í Rúss- landi. Ungu hjónin búa hjá tengda- foreldrunum, rétt eins og sonurinn, sem er lögreglumaður á fertugs- aldri, kvæntur og eins barns faðir. Bæði börnin vildu geta búið sér eigin heimili og foreldrarnir vildu fátt frekar en geta aðstoðað þau. Morgunblaðið/Ole Magnus Rapp TAJSJA Nikolajevna Badí, 55 ára, og dóttirin Írína, sextán ára. Framtíðarvonir móðurinnar fyrir hönd Írínu eru að hún læri hönnun en það er fjarri öllu raunsæi eins og fjárhagurinn er nú. Því fer dóttirin líklega í eitthvert iðnnám. ÍSLENSK-KÍNVERSKA VIÐSKIPTARÁÐIÐ * « m u m & VIÐSKIPTATÆKIFÆRIIKÍNA Dagana 14.-19. ágÚSt nk. er væntanleg til íslands vlðskiptasendinefnd frá Kfna á vegum CCPIT (China Council for the Promotion of International Trade). Af þessu tilefni efnir Íslensk-kínverska viðskiptaráðið til kynningar í Sunnusal Hótels Sögu þann 15. ágúst nk. þar sem íslenskum fyrirtækjum er gefinn kostur á að hitta fulltrúa kínversku fyrirtækjanna. Kynningin verður opin frá kl. 10.00-12.00 f.h. og frá kl. 14.00-16.30 e.h. Þeir, sem hafa áhuga á að stofna til viðskipta við kínversk fyrirtæki, eru eindregið hvattir til að nýta sér þetta einstaka tækifæri. Hér er um að ræða stærstu viðskiptasendinefnd sem komið hefur til landsins frá Kfna. Leitað er eftir innflytjendum og útflytjendum á flestum vörutegundum, auk fjárfesta f samstarfsverkefnum og sam- starfi við fslenska kaupsýslumenn á fjölmörgum sviðum. Nánari upplýsingar veittar í síma 588 8910 En þau hafa tapað öllum spamaðin- um og hafa ekki efni á því að fara til borginnar Volgograd til að gera kröfu á píramítafyrirtækið sem hafði af þeim fé. Eftirlaunin á mán- uði eru um 300.000 rúblur, um 3.300 ísl. kr. „Við höfum heldur ekki efni á því að flytja héðan burt, eins og við hefðum helst viljað. Við erum að- komufólk og hér er of kalt,“ segir Anna Pavlovna. Hún og eiginmað- urinn hafa litla trú á stjórnmála- mönnunum, þeir tali og tali og geri ekkert. Ekkert breytist. Vladimír Zhírínovskíj er geðsjúklingur, segja þau. Tíminn leiði í ljós hvort Borís Nemtsov, vonarstjama umbóta- sinna, geri eitthvað, forsetinn Jelts- ín nenni engu lengur en Gennadí Zjúganov, leiðtogi kommúnista, sé ágætur en hann sé bara umkringd- ur vanhæfum og ómögulegnm flokksmönnum. Hvað varð um um- bæturnar sem öllu áttu að bjarga? Flotinn er klár í slaginn Andrej og Jevgení eru í flotanum í Múrmansk. Það má ekki mynda VEITT í soðið um borð í skip- inu Lottu sem geymir geisla- virkan úrgang. þá, þeir vilja ekki gefa upp eftir- nöfn sín og láta sér nægja að segja um skipið sem þeir eru á, að það sé ekki kafbétur. Þeir eru á gangi á aðalgötunni í Múrmansk, segjast vilja eyða tímanum á skynsamlegan hátt, eru ekki mikið fyrir að drekka. Þeir eru vinir, fæddir í Leníngrad fyrir 24 árum en hafa verið í tvö ár I Múrmansk. Heima, þar sem nú heitir Pétursborg, bíða eiginkona og kærasta og þangað myndu þeir halda ef þeir væru ekki bundnir í hernum. Andrej og Jevgení gera sér vonir um að það verði ekki seinna en eftir 3-4 ár. „Múrmansk er ágæt og starfið í flotanum líka yfirleitt. En samanborið við Pétursborg er ljóst hvor hefur vinninginn," segir Jevgení. Fréttir af fjárhagserfiðleikum rússneska hersins hafa verið tíðar og félagarnir viðurkenna að vissu- lega hafi þeirra gætt í flotanum. En þeir eru afar varkárir í orða- vali, segja vandann brátt að baki, forsetinn hafi lofað því, enda gegni flotinn afar mikilvægu hlutverki við vamir landsins. Svo kemur löng þögn, við þökkum fyrir spjallið, þeir kinka kolli og segja svo alvarlegir á svip. „Að síðustu viljum við ítreka að þrátt fyrir erfiðleikana, er flotinn klár í slaginn." Sakna Sovétríkjanna Við einn af fjölmörgum söluturn- um, sem selja allt frá áfengi til brauðs og sælgætis standa mæðg- ur; Tajsja Nikolajevna Badí, 55 ára, og dóttirin írína, sextán ára. Írína ypptir öxlum við flestum spurning- um, segist ekki hafa velt framtíð- inni mikið fyrir sér nema hvað hún vilji búa í Múrmansk. Móðir hennar flutti til borgarinnar fyrir 37 árum frá suðausturhluta Rússlands og þrátt fyrir að henni finnist ágætt að búa svo norðarlega, er hugurinn samt á suðlægari slóðum. En hún lætur sig ekki einu sinni dreyma um að flytja suður á bóginn, það er einfaldlega útilokað. Tajsja á rétt á því að fara á eftir- laun, en hún hefur starfað hjá hluta- bréfafyrirtæki. Eftirlaunin sem henni standa til boða eru lág og Tajsja kýs fremur að vinna til að sjá fyrir fjölskyldunni. „En erfiðleik- arnir eru alls staðar og erfiðast _af öllu þykir mér að ala upp börn. Ég og eiginmaður minn eigum son og dóttur en við höfum ekki efni á að uppfylla allar kröfur bamanna okk- ar. Eftirlaunin sem ég get fengið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.