Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Gljúfrabúinn við eyðibýlið Hamragarða GÖNGUM, göngum, göngum upp í gilið, gljúfrabúann til að sjá. Þar á klettasyllu svarti krummi sínum bömum liggur hjá. Undir Vestur-Eyjafjöllum, í nágrenni við sér stærri bróður, Seljalandsfoss, kúrir þessi fal- legi foss, Gljúfrabúinn, sem kvæðið var ort um og margir hafa raulað frá barnsaidri. Gljúfrabúinn fellur fram við eyðibýlið Hamragarða, en þar hefur verið útbúin fyrirtaks aðstaða fyrir tjaldferðalanga. Þegar að fossinum er komið er hægt að stikla á steinum eða vaða inn gilið eða skoða hann ofan frá úr hlíðinni. ■ DANSKIR DAGAR Grandferð í Stykkishólmi 15.-17. ágúst Ævintýralegarferðir með Eyjaferðum Hádegisverður að hætti hefðarfólksins Sigling i tvo tima i nágrenni bæjarins og hádegisverður frá smörebrödsresturanten Jómfrúin. með dönsku ívafi Sigling og sjávarréttahlaðborð i 4 tima. Lifandi músik og húUumhæ á Breiðafirði föstudagsi og laugardagskvöld kl. 18.00. Aðeins kr. 2.500. Bókanir og upplýsingar í síma 43 FERÐALÖG Gengið um gamlar slóðir Snæfjallastrandar DJÚPBÁTURINN Fagranes stendur fyrir ferð á Snaííjalla- strönd næstkomandi laugardag undir nafninu Snæfjallagangan 1997. Gengið verður um gamlar slóðir Snæfjallastrandar með Snorra Grímssyni leiðsögumanni. Ferðin er liður í þeirri viðleitni stjórnenda Djúpbátsins_ að kynna fólki ferðamöguleika í ísafjarðar- djúpi. „Daglega höfum við íbúar ísafjarðardjúps fyrir augum okkar sæbratt fjall á Snæfjallaströndinni með snjó allt árið. En þegar betur er að gáð kemur annað í ljós. Þarna var blómleg byggð þar sem 300 manns bjuggu fyrr á öldinni," segir Reynir Ingason, fram- kvæmdastjóri Hf. Djúpbátsins á ísafirði. Nú er enginn íbúi eftir á Snæfjallaströnd. Fagranesið skipulagði fyrstu Snæfjallagönguna fyrir ári. Reyn- ir segir að svo vel hafi til tekist að ástæða sé til að gera hana að árlegum viðburði. Fagranesið fer frá ísafirði REYNIR Ingason og Snorri Grímsson hjálpa börnum yfir læk í síðustu Snæfjallagöngu. klukkan 10 næstkomandi laugar- dag og er áætlað að ferðin taki sex til sex og hálfan tíma. Fólkið er feijað í land við Gullhúsaá og þaðan er gengið inn að Tyrðilmýri þar sem skipið bíður. Ekki spillir fyrir að á leiðinni eru góð beija- lönd. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson FRÁ Heiðarvatni. Silungaveiði í Heiðardal HEIÐARDALUR í Mýrdal er grös- ugur dalur sem sést ekki frá þjóðveg- inum. Þar e_ru tveir bæir, Stóra og Litla Heiði. í dalnum sunnanverðum er stöðuvatnið Heiðarvatn en þar er töluverð silungsveiði. Leigð eru út tjaldstæði og seld veiðileyfi á bæjun- um_í dalnum. Úr Heiðarvatni rennur Vatnsá til norðausturs í Kerlingadalsá. í ánni er bæði lax- og silungsveiði. Heiðardalurinn er fallegur dalur með grasi vöxnum hlíðum og því til- vaiinn til gönguferða. Þá má segja að dalurinn fullkomni svipmót sköp- unarsögu flalllendisins í hreppnum þar sem hann er askja (caldera) ná- lægt 3 ferkílómetrum að flatarmáli. Leiðin að íslenskri hönnun og handverki HJÁ Handverki & hönnun, ráð- gjöf og gallerí, er kominn út leið- arvísir fyrir innlenda og erlenda ferðamenn; Handverk _ og hönnun á íslandi. Leiðarvísinum er ætlað að vísa áhugasömum ferðalöngum veginn að yfir eitt hundrað hand- verkshúsum, verkstæðum og galleríum hring- inn í kringum landið. Þar er að finna upplýsingar um framleið- endur og seljendur íslensks hand- verks, listhandverks og heimil- isiðnaðar. Handverk & hönnun sá um öflun upplysinga og Stíll ehf. um hönn- un. Félagsmálaráðuneytið styrkti útgáfuna með framlagi úr atvinnu- sjóði kvenna. Leiðarvísinum er dreift á allar upplýsingamiðstöðvar ferðamála á landinu svo og hand- verkshúsin og galleríin. * Odýr gisting á Akureyri Leigjum út 2-4 manna íbúðir á besta stað í bænum. Studio - íbúðir Strandgötu 13, sími 461 2035 Með Baldri yfir Breiðafjörð Frá Stykkishólmi kl, 10:00 og 16:30 Frá Bijánslæk kl, 13:00 og 19:30 Ávallt viðkoma íFlatey FERJAN BALDUR Símar 4381120 í Stykkishólmi 4562020 á Brjánslcek
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.