Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1997 MINNIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ + Albert Óskars- son, rafeinda- virki, fæddist í Reylqavík 18. jan- úar 1954. Hann lést á heimili sínu hinn 5. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hans: Stefanía Ei- ríks Karelsdóttir, húsmóðir, fædd í Reykjavík 10.2. *M930, lést á Vífils- staðaspítala hinn 19. apríl sl., og Ósk- ar Gunnar Samp- sted, prentari, fæddur í Reykjavík 3.12. 1930. Systur Alberts eru Gunnhildur Amelía, f. 22.3. 1956, sambýlis- maður Gunnar Antonsson, og Bryndís, f. 22.3. 1956. Elsku pabbi minn, mig langar að kveðja þig með fáeinum orðum. Eg veit í hjarta mínu að við hitt- umst hinum megin einhvern tím- ann, og vil ég vitna í spakmælabók Gunnþórs Guðmundssonar sem ber beitið óðurinn til lífsins. „Þó að margur fullyrði: Aldrei kemur aft- ur, það sem var. Þá vitum við lítið, nema leið okkar liggi aftur um svip- aðar slóðir." En lífíð heldur víst áfram, og ég veit að þó þú sért farinn úr heimi þessum vildir þú síst að ég héldi ekki lífinu ótrauð áfram, vera hamingjusöm og lifa lífinu lifandi, reyna að njóta hvers dags að einhverju leyti, hlúa að minni framtíð og láta gott af mér leiða, og veit ég hvers þú svo sann- lega væntir mér til handa í þeim ■^fcium, elsku pabbi minn, því þú vildir mér allt hið besta í þessu lífi. Núna þegar þú ert farinn, þá flykkj- ast minningarnar að og hugsa ég núna hversu fegin ég er að hafa komið fyrr heim úr dvöl minni frá Bandaríkjunum en áætlað var, þannig að úr varð yndisleg og vel heppnuð ferð með þér og afa og fleiri fjölskyldumeðlimum um sl. verslunarmannahelgi. Þú svo hress og kátur á glænýja jeppanum þínum og er gott að hugsa til þess núna, þessa hvað erfiðustu daga lífs míns, fyrst amma og svo þú, svona ung- ur, en svo er sagt: að þeir deyja ungir sem guðirnir elska, og trúi ég því að þú hafir verið kallaður fWS einhverra æðri starfa. Í lokin, pabbi minn, þó að söknuðurinn beri mig ofurliði og að sársaukinn sé óbærilegur þá vona ég og verð að trúa að, eins og einhver segir, tíminn einn lækni sárin, og líka að einnig á ég góða að, sem styrkja mig yfir erfiðasta hjallann. Pabbi minn. Megi guð geyma þig og mun minning þín lifa í hjarta mínu um ókomna framtíð. Drottinn vakir, drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. ',T*>Drottinn elskar - drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (S. Kr. Pétursson.) Megi guð einnig styrkja ykkur öll, elsku afi minn, frænkur, elsku mamma mín, önnur skyldmenni, vinir og kunningjar hins látna. Þín elskandi dóttir, Lísa. Albert giftist Ingibjörgu Braga- dóttur 30.12. 1978 og eignuðust þau eina dóttur, Elísa- betu Stefaníu, f. 11.5. 1979. Þau slitu samvistir. Eftir landspróf hóf Albert nám í símvirkjun (raf- eindavirkjun) hjá Pósti og síma, eftir sveinspróf starfaði hann fyrst hjá hús- stöðvadeild, því næst hjá sjálfvirku símstöðinni við Austurvöll en seinustu árin hjá farsímadeild. Útför Alberts fer fram frá Árbæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mig langar til þess _að minnast Alberts frænda míns Óskarssonar, sem lést hinn 5. ágúst sl., langt um aldur fram. Fyrir mér var Albert, eða Alli, eins og ég kallaði hann alltaf, dálítið meira en bara frændi. Við vorum tengdir sterkum böndum. Sérstaklega á yngri árum. Það var mikill samgangur milli fjölskyldna okkar, með gagnkvæmum heim- sóknum, styttri sem lengri ferðum og annarri samveru. Alli var um sjö mánuðum eldri en ég. Fyrir mér sem bami var þetta töluverður aldurs- munur, sem kom mest fram í virð- ingu fyrir frænda mínum, verkkunn- áttu og öðrum hæfíleikum hans. Eftir því sem við stækkuðum fór ég auðvitað að hafa mig meira í frammi, og við vorum stundum ósammála um hvemig ætti að leysa þau verkefni sem við fengumst við hverju sinni. En alltaf náðum við sáttum og gleymdum fljótt því sem við vomm ósáttir um. Við stóðum saman þegar á þurfti að halda, við ýmsar þær aðstæður sem upp geta komið milli bama. Þegar ég lít til baka og rifja upp samvera okkar sé ég fyrir mér hjálpsaman dreng, duglegan við að skipuleggja og ekki síst við að leysa erfíð og flókin verk- efni. Alli valdi sér seinna lífsstarf sem einmitt krafðist slíkra hæfíleika. Þegar komið var fram á unglings- ár lágu leiðir okkar sjaldnar saman en áður. Áhugamálin, kunningjarnir og skólaganga tóku sinn toll, eins og gengur. Það hafði einnig sín áhrif að fjölskyldan flutti úr Gnoðar- voginum í Hraunbæinn, og því varð töluvert Iengra á milli. En það breytti ekki grandvallaratriðunum í tengsl- um okkar, sem höfðu mótast á mikil- vægu skeiði í lífi okkar. Systkinin voru þijú, og var Alli elstur þeirra. Fjölskylduböndin voru sterk og var mér tekið sem einum úr fjölskyldunni þegar fundum okk- ar bar saman. Hjálpsemin og greið- viknin var sú sama, hvort sem átti í hlut Alli, foreldrar hans, eða tví- burasysturnar. Tengsl Alla við fjölskyldu sína héldust áfram traust og góð eftir að hann fluttist að heiman og stofn- aði sína eigin fjölskyldu. Foreldrar Alia studdu hann dyggilega í því sem hann tók sér fyrir hendur og voru honum stoð og stytta þegar á þurfti að halda. Eftir hjúskaparslit- in ólst dóttirin, Lísa, að mestu upp hjá föðurforeldrum sínum. Síðustu árin bjó Alli einnig í foreldrahúsum, ásamt dóttur sinni. Það var minni samgangur milli okkar Alla eftir að ég fluttist út á land, og seinna utan. Þegar við höfðum samband, sem var oftast símleiðis síðustu misserin, var sleg- ið á létta strengi og hent gaman að ýmsu því sem við höfðum brallað saman hér áður fyrr. Á stundu sem þessari birtast ýmis skemmtileg minningabrot frá barnæskunni, samvera í Vatna- skógi, ferðalagi til Bandaríkjanna og ýmsum öðram uppákomum, sem væri hægt að skrifa langt mál um. Það sem upp úr stendur af þessu er minning um léttleika, húmor og góðvilja. Þessa eiginleika hafði Alli til að bera í ríkum mæli. Það er skammt stórra högga á milli í fjölskyldunni. Ekki era liðnir nema rúmlega þrír mánuðir síðan móðir Alla, Stefanía, eða Stebba, eins og ég kallaði hana, lést eftir langvinn og erfíð veikindi. Missir föður Alla, Öskars, dótturinnar Lísu og systra Alla er því mikill. Það er ekki hægt að skilja það þegar svo ungur maður er hrifínn í burtu svo skyndilega. Samúð mín og hugur er hjá Ijölskyldu Alla og öðrum nánum aðstandendum hans, sem eiga um sárt að binda. Með þessum orðum kveð ég frænda minn og vin, Albert Óskarsson, sem svo ungur hvarf frá okkur. Hann var drengur góður, og mun minning hans að eilífu lifa. Brynjar Eiríksson. Eftir að ég fékk fréttir af láti Alla vinar míns fóra minningar að streyma fram. Mig langar til að skrifa um stundirnar sem við Alli áttum saman sem unglingar og fram á fyrstu fullorðinsárin. Við áttum báðir heima í Árbæn- um en vorum í Vogaskóla. Þar vor- um við í sama árgangi og sama bekk síðusta árið okkar í gagn- fræðaskóla. Alla gekk vel í skóla og var meðal efstu í bekknum á gagnfræðaprófi. Hann átti afmæli snemma á árinu og fékk bílprófið á undan okkur flestum og kom gjaman á Moscvitch foreldra sinna í skólann. Eftir skóla var stundum farið í bíltúr, t.d. Hafra- vatnshringur á Moscvitshinum og ég sem var yngri í árinu og próflaus fékk stundum að keyra. Á laugardögum á fyrstu áram eftir bílpróf vora bílarnir bónaðir og þrifnir. Oft tókum við, í samein- ingu, bíla okkar og feðra okkar í gegn, það gat verið 6-8 tíma törn því þetta varð að vera vel gert. Ekki var notað annað en Mjallarbón þótt erfíðara væri, enda stirndi á bílana eftir meðferð okkar. Þegar Cortínan mín varð vélarvana hjálp- aði Alli mér að losa vélina upp úr húddinu, rífa hana í sundur og senda í viðgerð. Þegar hún svo kom aftur úr viðgerð var hún sett niður og öllu raðað á hana og sett í gang. Sennilega hefði þetta bjartsýn- isflipp aldrei gengið hjá okkur ef Óskar, pabbi hans, hefði ekki haft hönd í bagga og leiðbeint okkur. Ég man þegar Alli kom að sýna mér fyrsta jeppann sem hann eign- aðist. Það var Willys með tréhúsi. Á honum flæktumst við um nágrenni bæjarins. Oft bar það við ef veður versnaði að AIli hringdi og sagði „það er vitlaust veður og ófært uppi á heiði, eigum við að fara?“, og þá var lagt í hann með skóflu og kaðal en sjaldan teflt í mikla tvísýnu, það var ekki í hans karakter. Ekki voru allar ferðir til fjár. Við fórum nokkrar ferðir saman á skíði í Jósepsdal. Eitt sinn vorum við þar yfir helgi og bratumst upp að skála á jeppanum og þóttumst miklir menn. í hossingnum á leiðinni losn- aði rafgeymirinn og brotnaði og var því ekki hægt að starta í gang. Þetta var gamall jeppi með 6 volta geymi og ekki var hægt að nota geymi úr öðrum bílum á staðnum, því varð að kalla eftir nýjum geymi úr bænum. Óskar, pabbi Alla, kom með nýjan geymi og bar hann ein- hvernveginn alla leið inn í dal og hjálpaði okkur að setja í bílinn. Það var svo stoltur Alli sem kom einn góðan veðurdag á splunkunýj- um Willys, 6 cyl. með blæju. Æðsti draumur hans til margra ára var orðinn að veraleika. Jeppadellan var komin í algleyming. Það varð síðan úr að í starfí hans þurfti hann að aka öflugum torfærubílum hjá Pósti og síma á fjöllum þannig að hann hefur svo sannarlega fengið starf við sitt hæfi. Við unnum saman um tíma hjá pabba mínum og þá bættust í hóp- inn aðrir vinnufélagar, Maggi og Hemmi. Enn var ýmislegt brallað eins og gengur á þessum árum. Við stunduðum næturlífð saman og alltaf var passað upp á að að minnsta kosti tveir af fjóram úr hópnum væru ökuhæfir eftir böll, oft var Alli annar þeirra. Þannig gátu menn haldið hópinn eftir böll þó að aðilar af hinu veikara kyni bættust í hópinn. Enda gerðist það sem til var sáð, að ég hitti konu- efni mitt og upp úr því fækkaði samverastundum okkar en þær vora þó ófáar bíóferðirnar og bíltúr- arnir sem Alli fór með okkur Siggu. Það fór ekki hjá því að ég kynnt- ist fjölskyldu Alla vel og hef búið að þeim kynnum æ síðan. Fjöl- skylda Alla var hans bakhjarlar og vinir. Alltaf var hún til reiðu ef eitt- hvað bjátaði á. Móðir Alla, Stefan- ía, er nýlátin og við jarðarför henn- ar töluðum við Alli um að hann liti við hjá mér í kaffi fljótlega til að spjalla en ekki vannst tími til þess. Það er með söknuði að ég kveð kæran vin. Ég votta ykkur samúð mína Elísabet Stefanía, Óskar, Gunný og Biddý. Éinar Gylfason. Fréttin barst undir lok vinnu- dagsins, Albert er dáinn! Maður skildi það ekki þá og skilur það varla enn. Eiginlega býst maður við því á hverri stundu að hann komi inn úr dyrunum með bros á vör og einhveija stríðnislega athugasemd. Albert var fínn strákur, góður félagi og ávallt hrókur alls fagnað- ar. Hann var alltaf tilbúinn til að aðstoða félagana ef þeir þurftu ein- hvers með, hvort sem það var í vinn- unni eða utan hennar. Ef einhver þarfnaðist aðstoðar var hringt í Al- bert, hann svaraði í símann á öllum tímum sólarhringsins og rejmdi ætíð að leysa hvers manns vanda. Albert hóf nám í símvirkjun hjá símanum í janúar 1974. Hann byij- aði strax eftir símvirkjanám að vinna á sjálfvirku stöðvunum en síðustu 10 árin vann hann á Radíó- sendistöðvum sem nú heitir Far- símadeild. Hann eignaðist marga vini og félaga á þessum árum. Kynnin voru mismikil eins og geng- ur og gerist, en marga af sínum bestu vinum átti Albert meðal vinnufélaganna. Samstaða vinnufélaganna var mjög góð og komum við oft saman utan vinnutímans, m.a. til æfinga og í hinar frægu ferðir Háskageng- isins. Við áttum eftir að gera svo margt saman, fara Fimmvörðuháls- inn, í veiðiferð á Arnarvatnsheiðina og í vetrarferð á nýja jeppanum þegar búið væri að breyta honum. Við hefðum viljað njóta samvist- anna við Albert lengur, en úr því að svo varð ekki, verðum við að leita huggunar í minningum um góðar stundir með honum jafnt í vinnu sem utan. Einnig minnumst við þess að það voru mikil forréttindi að fá að kynnast slíkum afbragðs dreng. Við viljum votta aðstandendum Alberts okkar dýpstu samúð. Berti, við sökn- um þín. Bestu kveðjur. Vinnufélagar hjá símanum. Látinn er langt fyrir aldur fram yndislegur frændi minn, Albert, svo stuttu á eftir móður sinni, Stefaníu, sem lést síðastliðið vor eftir lang- varandi veikindi. Margs er að minn- ast en minningarnar verða geymdar í hjörtum okkar. Á stundu sem þessari er gott að vitna í Spámanninn sem sagði svo rétt: „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ Elsku Diddi minn og Ijölskylda, þið hafið misst svo mikið að ég finn LEQSTEINAR Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró í slensk framleiðsla Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4 - Revkjavik simi: 5871960-fax: 587 1986 ALBERT ÓSKARSSON engin orð sem gætu fyllt það tóm, þó bið ég góðan guð að hjálpa ykk- ur á þessari erfíðu stundu. Blessuð sé minning þeirra. Guð geymi ykkur, Lára (Dídí). Með þessum örfáu orðum vil, ég minnast hins góða vinar míns og fyrrverandi mágs, Alberts Óskars- sonar. Það er oft skammt stórra höggva á milli segir máltakið. Það hefur fjölskylda Alberts fengið að reyna seinustu misserin, seinast þegar ég hitti Albert fyrir örfáum mánuðum var það við jarðarför móður hans, Stefaníu, sem hafði glímþ við mikil veikindi í nokkur ár. Á þeirri stundu hefði mig aldrei grunað að ég ætti ekki eftir að hitta vin minn Albert aftur, þennan mann í blóma lífsins sem löng og farsæl ævi virtist blasa við. En örlögin eru fljót að grípa inn í líf okkar allra og eftir sitja minningarnar um mik- inn öðlingsdreng og góðan vin sem alltaf var tilbúinn að hjálpa öllum í kringum sig ef á þurfti að halda. Frá upphafi tókst með okkur Albert góður vinskapur sem hélst æ síðan, ég mun ætíð minnast hinna góðu stunda með honum bæði með- an ég bjó erlendis og hér heima. Elsku Lísa frænka, Óskar, og fjölskylda, megi Guð styrkja ykkur og hughreysta í þessum sára sökn- uði. Við höfum þó alltaf allar góðu minningarnar. Bragl Þór. Hún var sorgleg fréttin sem fjöl- skyldunni barst síðastliðinn mið- vikudagsmorgun austur í Hraun- borgir. Síminn hringdi og okkur var tilkynnt að Albert vinur okkar væri látinn. Andlát hans bar skjótt að, hann var einungis 43 ára gamall og hafði ekki kennt sér meins. Það er erfitt að sætta sig við þegar menn á besta aldri eru hrifnir úr hringiðu lífsins öllum á óvart, yfir mann hellist reiði, sorg og tómleiki. Ég kynntist Albert haustið 1983. Hann starfaði þá sem rafeindavirki á sjálfvirku símstöðinni í miðbæ, en ég var þar í starfsnámi. Við vorum ungir menn, ég um tvítugt en hann um þrítugt. Þrátt fyrir þennan aldursmun tókust með okk- ur góð kynni og fljótlega fann ég að þarna fór traustur og góður drengur. Ég mun minnast með þakklæti þeirra stunda er áttum við saman. Hann var góður og um- hyggjusamur vinur, vinur sem spurði ávallt um líðan allra í fjöld- skyldunni og kvaddi aldrei án þess að biðja fyrir kveðjur til allra. Mig langar að kveðja vin minn með erindum úr kvæði Guðmundar Böðvarssonar, Þakklæti: Fennir í fótspor ferðamanna, svo í heimhaga sem í hágöngum, fljótt í sum, seinna í önnur, loks í allra eins. Einn er hver á vegi þó með öðrum fari, einn i áfanga þó með öðrum sé, einn um lífsreynslu, einn um minningar, enginn veit annars hug. Samt er í samfylgd sumra manna andblær friðar án yfirlætis, áhrif góðvildar, inntak hamingju þeim er njóta nær. Því skal þér, bróðir, þessi kveðja allshugar send þó orðfá sé, því skulu þér þökkuð, bróðir, öll hin liðnu ár. Við hjónin vottum dóttur, föður, systrum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð og megi guð styrkja þau í sorginni. Brynjólfur og Auður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.