Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1997 39 AÐSENDAR GREINAR í DEILUNUM um auðlindaskatt eða veiðigjald, eins og sumir vilja kalla það, hefur georgisminn gengið aftur. Hvað er það? Henry George var bandarískur rit- höfundur, sem varð vitni að því í Kaliforn- íu, að land gat hækkað stórkostlega í verði, þó að eigandinn kæmi hvergi nærri með jarðabótum eða öðrum ráðstöfunum. Þetta þótti George ranglátt, og í bókinni Framför- um og fátækt árið 1879 krafðist hann þess, að allur arður af landareignum yrði gerður upptækur með sérstökum land- skatti. Með því mætti leysa fjár- - hagsvanda ríkisins og tryggja fulla nýtingu alls jarðnæðis. Til að skýra hugsun Georges skulum við líta á tvo iandeigendur. Annar á jörð, sem er svo rýr, að afraksturinn nægir honum rétt aðeins til lágmarkstekna. Hinn á jörð, sem hentar miklu betur til búskapar, svo að hann hefur miklu hærri tekjur. Munurinn á kjörum þessara tveggja manna er ekki þeim sjálfum að þakka eða kenna, heldur stafar hann af muninum á jörðunum tveimur. Umframtekjur bóndans á betri jörðinni er ekki framlag hans, heldur náttúrunnar, svo að hann hefur ekki unnið til þeirra. Hið sama er að segja, þeg- ar jörð snarhækkar í verði, vegna þess að gull finnst þar, olía eða jarðhiti eða vegna þess að reisa á þar álver. Henry George hafði talsverð áhrif hér fyrir síðustu aldamót. Sveinn Björnsson for- seti segir til dæmis frá því í endurminningum sínum, að marxistar og georgistar hafi keppt um hylli há- skólanema í Kaup- mannahöfn, og hafi sér fundist georgism- inn skynsamlegri. Það kemur líka fram í fyrsta bindi ævisögu Jónasar Jóns- sonar frá Hriflu eftir Guðjón Frið- riksson, að Jónas sneri heim til íslands sannfærður georgisti rétt Hugsun veiðigjalds- sinna er hins vegar, seg- ir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, í sjöttu grein sinni, nánast hin sama og georgistanna forðum. fyrir heimsstyrjöldina fyrri, þótt síðar teldi hann sér ekki henta að halda georgisma á lofti. En hagfræðingar hafa séð ýmis tormerki á þessari stefnu. George ofmat í fyrsta lagi tekjurnar af landskattinum. Þá hafa sumir goldið fullt verð fyrir landareignir sínar og aðrir fengið þær ókeypis, svo að ranglátt kann að vera að skattleggja þá alla á sama hátt. Þótt landeigendur hafi ekki allir unnið til tekna sinna af landi, er ekki með því sagt, að aðrir hafi frekar unnið til þeirra. Og sú al- menna regla er vart framkvæman- leg, að menn eigi aðeins að fá það, sem þeir hafa unnið til, eins og georgistar verða að krefjast til að vera sjálfum sér samkvæmir. Síðast, en ekki síst, er erfitt og jafnvel ókleift að meta, hvað af tekjum landeiganda er vegna hug- kvæmni hans og atorku og hvað er framlag náttúrunnar. Hugsun veiðigjaldssinna er hins vegar nánast hin sama og georgist- anna forðum. Þeir segja, að út- gerðarmenn hafi fengið aflaheim- ildir sínar endurgjaldslaust. Rang- látt sé, að þeir hirði fiskveiðiarð- inn. Þess vegna eigi að gera þenn- an arð upptækan með sérstöku veiðigjaldi. Ég sé sömu tormerki á kröfu þeirra. Tekjumar af gjaldinu eru ofmetnar. Sumir hafa greitt fullt verð fyrir aflaheimildir, þótt aðrir hafi fengið þær endurgjalds- laust. Aðrir hafa ekki frekar unnið til fiskveiðiarðsins en útgerðar- menn. Ef skattleggja á fiskveiði- arðinn, þá á líka að skattleggja arð af jarðhita, fallvötnum, hlunn- indum og landareignum. Og hvað af fiskveiðiarðinum er vegna einkaréttar útgerðarmanna til að veiða og hvað vegna þess, að snjall- ir menn úr þeirra hópi hafa fundið ódýrari tilhögun veiða? Höfundur er prófessor í stjórn- málafræði í félsgs vísindadeild Háskóla íslands. Gömul hugmynd gengur aftur Hannes Hólm- steinn Gissurarson Fyrir þá sem vilja ná lengra... •¥ þá er núna rétti tíminn til að margfalda lestrarhraðann... + þá er núna rétti tíminn til að stórauka námsgetuna... + þá er núna rétti tíminn til að auka vinnuafköstinn. Ef þú vilt ná lengra, skaltu skrá þig strax á næsta hrað- lestrarnámskeið sem hefst 28. ágúst. Lestrarhraði þátt- takenda fjórfaldast að jafnaði. Við ábyrgjumst árangur! Skráning er í síma 564-2100. HRAÐLESTTÍARSKÓLJNN Sértilboð Skólatöskur - pennaveskl Vegna hagstæðra innkaupa bjóðum við: Skólatöskur og tvöfalt l Skólatöskur og einfalt pennaveski, nú á aðeins • pennaveski, nú á aðeins kr. 1.960* i kr. 1.390* Mikið úrval af skólatöskum, pennaveskjum og skólavörum fyrir alla aldurshópa á mjög góðu verði. Sendum í póstkröfu. Opifi laugardaga 10-14. * Verö meö 20% afslsattl CJE3DJIÍ Bóka-, ritfanga- og gjafavöruverslun MiBbae viB Háaleitisbraut 58-60 • Simi 553 5230 SuimaifMcs £>ÍJJJJÍJJJJ£JÍS /JJíl /JJ-JJJJJ£ijdil£jJ ÍjJ 3UJjJjJjdíJ£j3 J dJJiJJJJ V3JJ3JiJJJiJJJJ xJíJ£jJsíJ!JjJ3'' aftiáHur a® garðhúsgögnum gas- og kolagrillum hjólum Utivistarvörum garðvörum *Ath. takmarkað úrval í verslunum Hagkaups Garðabæ, Hólagarði, Grafarvogi, Eiðistorgi og Kjörgarði Þú færð 25 punkta fyrir hverjar 1OOO kr. HAGKAUP fMrirfjölskHlduna -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.