Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1997 LAIMDIÐ MORGUNBLAÐIÐ rétta mynd af byggingarlagi húss- ins. Telja þau þó að skálinn sé tví- mælalaust frá víkingaöld og geti því verið bær Eiríks rauða. Náðu þau viðarkolasýnum sem send verða í aldursgreiningu. Guðmundur og Ragnheiður leggja til að öll tóttin verði grafin upp til þess að rétt grunnmynd fáist af húsinu þar sem fyrri teikningar hafi reynst óná- kvæmar. Eins væri von til þess að mannvistarleifar gætu leynst fyrir utan húsið, á stöðum sem ekki voru grafnir upp í fyrri rannsóknum. Eiríksstaðanefnd leggur til að leiðin úr Haukadal, út Skógarströnd og út í Breiðafjarðareyjar, leiðin sem Eiríkur rauði hraktist eftir þegar hann fór til Grænlands, verði merkt og segir Friðjón að vonandi verði hægt að tengja þetta ferða- þjónustu nútímans á þessu svæði. Lifandi Vínlandssafn í Búðardal um í Haukadal, fæðinff- arstað Leifs heppna, sem þeir ætla að hrinda í framkvæmd fyrir árið 2000 þegar haldið verður upp á 1000 ára afmæli Vínlandsfundar. Helgi Bjarnason kynnti sér hugmynd- irnar. DALAMENN eru með hugmyndir um ýmsar framkvæmdir til þess að minnast þess að árið 2000 verða 1000 ár liðin frá því Leifur heppni Eiríksson sem talinn er hafa fæðst á Eiríksstöðum í Haukadal fann Vínland hið góða. Telja þeir að það geti haft mikla þýðingu fyrir Dalina að halda á lofti þeirra þætti í landa- fundunum. Hreppsnefnd Dalabyggðar hefur sýnt ákveðið frumkvæði í málinu með stofnun svokallaðrar Eiríks- staðanefndar í byijun síðasta árs og fengið góðar undirtektir eins og m.a. hefur komið fram í Bandaríkja- ferð forseta íslands. „Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er ekki okkar einkamál, heldur mál allra íslendinga og vina okkar úti í heimi. Við munum því vinna að málinu í samvinnu við stjórnvöld og aðra áhugaaðila," segir Sigurður Rúnar Friðjónsson, oddviti Dala- byggðar. Dalirnir hafa átt í erfiðleikum í atvinnumálum vegna þess hvað þeir eru háðir landbúnaði. „Menn hafa lengi talað um að við ættum ómetanleg verðmæti í sögunni og rætt hefur verið um Dalina sem héraðið þar sem sagan drýpur af hveiju strái. Okkur hefur hins veg- ar ekki tekist að nýta þessa mögu- leika nógu vel til eflingar ferðaþjón- ustu sem er orðin næst stærsta atvinnugrein landsmanna," segir Sigurður Rúnar oddviti. Bendir hann á að stór samgönguverkefni sem nú þegar er unnið að í Gils- fírði og Hvalfirði og væntanlegar framkvæmdir við veginn yfir Bröttubrekku og tengingu Gils- fjarðarbrúar við Vestfirði gjörbreyti stöðunni og hjálpi Dalamönnum til að verða virkir þátttakendur í ferða- þjónustunni. Var það í tengslum við þannig umræður sem ------------- hreppsnefndin ákvað í byijun síðasta árs að skipa nefnd til að koma með tillögur um það hvemig Dalamenn gætu haldið upp á 1000 ára afmæli landa- fundanna. Byggði bæ í Haukadal í nefndina voru kosnir Friðjón Þórðarson fyrrverandi ráðherra, Jóhann Sæmundsson í Ási og séra Óskar Ingi Ingason. „Við komumst fljótt að því að verkefnið er marg- þætt og vandasamt," segir Friðjón sem er formaður nefndarinnar. Nefndin skilaði tillögum sínum í Morgunblaðið/Helgi Bjarnason ÞRÍR fulltrúar í Eiríksstaðanefnd í tótt víkingaaldarskálans, f.v. Friðjón Þórðarson formaður, Sig- urður Rúnar Friðjónsson oddviti og séra Óskar Ingi Ingason. frá bandarísku þjóðinni til hinnar íslensku árið 1930 til að minnast landafundar Leifs heppna og stofn- unar Alþingis á Þingvöllum. Einnig hefur komið til tals að efna til sam- keppni um nýtt listaverk og fleiri hugmyndir verið ræddar. Nefndin leggur til að ráðist verði í uppbyggingu skála Eiríks rauða og Þjóðhildar. Bærinn á Eiríksstöð- um var snemma fluttur að Stóra- Vatnshorni. Óskar Halldórsson síld- arkóngur eignaðist Stóra-Vatns- horn og þegar afkomendur hans seldu jörðina héldu þeir eftir tveggja hektara spildu i kringum rústir gamla bæjarins. Eiríksstaðanefnd hefur verið í viðræðum við eigendur landsins enda er áhugi á að byggja bæinn upp sem næst Eiríksstöðum þó ekki megi hann vera of nálægt tóttinni sem er friðlýst. Ef samning- ar takast ekki stendur nefndinni til boða að byggja bæinn í landi Stóra- Vatnshorns þarna rétt hjá. Þorkell Magnússon arkitekt vinnur að und- irbúningi endurbyggingar Eiríks- staða og er um þessar mundir að reyna að glöggva sig á því hvernig bærinn hefur litið út. Minnisvarði reistur um Leif heppna febrúar sl. og eftir það bað hrepps- nefndin hana um að vinna áfram að málinu og bætti í hana oddvita sínum og sveitarstjóra, Sigurði Rúnari og Marteini Valdimarssyni. ------- Grundvöllur þessarar vinnu er að Leifur heppni Eiríksson sé fæddur á Ei- ríksstöðum í Haukadal. _______ Um það eru ýmsar heim- ildir en öðru hefur einnig verið haldið fram. Faðir hans, Eirík- ur rauði, flutti sig af Hornströndum í Haukadal og gekk að eiga Þjóð- hildi sem var heimasæta í dalnum. Ungu hjónin settu saman bú á Ei- ríksstöðum. Eiríkur hraktist síðan úr Haukadal og fann Grænland. Þaðan fann Leifur sonur hans Vín- land hið góða. „Það er afar erfitt að rengja þær heimildir sem segja að Leifur heppni sé fæddur á Eirík- isstöðum og a.m.k. óumdeilt að þar bjuggu foreldrar hans,“ segir Frið- jón. Skáli Eiríks rauða byggður upp Nefndin lagði fram hugmyndir að framkvæmdum vegna afmælis- ins. Rústirnar á Eiríksstöðum eru grónar og ómerktar og erfitt fyrir ferðafólk að finna þær. Ákveðið hefur verið að bæta úr því og einn- ig að merkja leiðina þangað. Áhugi er á því að reisa minnis- varða um Leif heppna og foreldra hans á fæðingarstað hans á Eiríks- stöðum. Að sögn Friðjóns hafa ýmsar hugmyndir verið ræddar um framkvæmdina, m.a. að reisa þar afsteypu af styttu Leifs heppna á Skólavörðuholti. Hún er eftir bandaríska myndhöggvarann Alex- ander Stirling Calder og var gjöf Vilja grafa upp tóttina Fornfræðingar skoðuðu rústir Eiríksstaða fyrir aldamót og Þor- steinn Erlingsson skáld gróf tóttina upp 1895. Hann þóttist sjá tvo sam- liggjandi skála og þriðja húsið fyrir neðan, hann fann langeld fyrir miðj- um skála og eldstæði í báðum end- um. Matthías Þórðarson þjóðminja- vörður hreinsaði innan úr tóttunum 1936 og komst að því að skálinn væri aðeins einn. Stað- ---------------------- festu rannsóknir hans Sagan drýpur kenningar um að að þetta a| hverju gæti verið bær Eiríks strái rauða. Eiríksstaðanefnd ____________ taldi æskilegt að fram færu frekari fornleifarannsóknir á staðnum, meðal annars til þess að sjá betur byggingarlag skálans vegna fyrirhi gaðrar endurbygging- ar hans. Koataði nefndin rannsókn- ir sem foriiieifafræðingarnir Guð- mundur Olafsson og Ragnheiður T' austadóttir hafa nú lokið. Fornleifafræðingarnir tóku þver- snið af skálanum og næsta ná- grenni. Rannsóknir þeirra benda til að fyrri athuganir hafi ekki gefið Langstærsta verkefnið sem til tals hefur komið hjá Dalamönnum við þessa vinnu er stofnun Vín- landssafns í Búðardal. Í hugmynd- um Þorkels Magnússonar arkitekts kemur fram að safnið eigi að halda saman og geyma fróðleik um landafundina til langrar framtíðar. Þar verði miðstöð þekkingar á landkönnunarferðum og landa- fundum íslendinga í Vesturheimi fyrir þúsund árum. Það muni jafn- framt gegna hlutverki sögusafns fyrir héraðið. Áætlar Þorkell að byggingarkostnaður gæti legið á bilinu 100 til 150 milljónir kr. og þar við bættist kostnaður við sýn- ingarmuni og sérstakan búnað safnsins. Sigurður Rúnar oddviti hefur mikinn áhuga á að ráðast í þessa framkvæmd. Telur hann koma til greina að byggja það í tengslum við félagsheimilið Dalabúð sem þá nýttist sem þjónustuhús. Bendir hann á að bygging félagsheimilisins hafi verið mikið átak fyrir þrjátíu árum. „Ég tel að það verði minna átak fyrir Dalamenn að byggja safnahús fyrir 100 milljónir kr. en það var fyrir Laxdælinga að byggja félagsheimilið á sínum tíma.“ Hann vill að byggt verði upp lif- andi safn, til dæmis með því að hafa til sýnis kvikmyndir og mynd- bönd sem tengjast viðfangsefni safnsins. Fræðimenn fengju þar aðstöðu. „Ég sé fyrir mér að þar gæti verið öflugur tölvustýrður stjörnukíkir svo við gætum skyggnst inn í næstu sólkerfi á hlið- stæðan hátt og forfeður okkar gerðu þegar þeir lögðu upp í þau miklu ferðalög sem leiddu til landa- fundanna fyrir 1000 árum.“ Dalamenn eiga bókasafn, byggðasafn, héraðsskjalasafn og listasafn og eru þau öll í ófuilnægj- andi aðstöðu. Sigurður Rúnar segir æskilegt að tengja þau nýja safninu þó Vínlandssafnið yrði þar í önd- vegi. Friðjón Þórðarson nefnir gamla hugmynd sína og segir gam- an ef hægt væri að koma henni í framkvæmd í nýju safnahúsi. Seg- ist hann lengi hafa haft áhuga á að Héraðsbókasafn Dalamanna tæki sér sérstaklega fyrir hendur að koma upp safni bóka eftir Sturlu Þórðarson sagnaritara og um hann. „Það er engum einum manni meira að þakka hvað við Dalamenn vitum mikið um sögu okkar,“ segir Frið- jón. Fengið hvatningu Tíminn er að verða naumur --------- vegna framkvæmda fyrir árið 2000. Sigurður Rún- ar telur að taka þurfi ákvarðanir um fram- _________ kvæmdir á síðari hluta þessa árs. „Ég tel að við eigum að hrinda í framkvæmd hug- myndum um uppbyggingu á Eiríks- stöðum þannig að þeim verði örugg- lega lokið fyrir árið 2000. Einnig er mikilvægt að tengja uppbygg- ingu safnahússins við afmælið og byija á framkvæmdinni en hún getur tekið lengri tíma. Mér sýnist að þetta sé mögulegt. Við höfum fengið mikla hvatningu, bæði hér innanlands og frá vinum okkar er- lendis," segir Sigurður Rúnar. Leifur Eiriksson Dalamenn undirbúa 1000 ára afmæli Vínlandsfundar Helluland CRÆNLAND P Vesturbyggb "" ..... 982: Eirikur rauði aux Meadows Vínland hlb gó&a BREIÐA- FJÖRÐUR Hugmyndir um Vín- landssafn í Búðardal Dalamenn hafa áhuga á að koma upp Vínlands- safni í Búðardal. Þeir undirbúa nú fram- kvæmdir á Eiríksstöð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.