Morgunblaðið - 01.07.1997, Síða 60

Morgunblaðið - 01.07.1997, Síða 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1997 MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU Draugurinn Susie (Susie Q)+'h Jólin koma (Jingle AII the VLayj* ★ Leyndarmál Roan Inish (The Secret ofRoan Inish)★ ★ 'h Eigi skal skaða (First Do No Harrn) ★ ★ ★ Ótti (Fear)* ★ 'h Jack (Jack)* ★ Vondir menn í vígahug (Marshall Law)* 'h Helgi í sveitinni (A Weekend in the Country)★ ★ ★ Köid eru kvennaráð (The First Wives Club)* ★ ★ Ofbeldishefð (Violent Tradition)* ★ 'h Flagð undir fögru skinni (Pretty Poison)* 'h Eiginkona efnamanns (The Rich Man’s Wife)+'h Djöflaeyjan (Djöflaeyjan}★ ★ ★ 'h Plágan (The Pest)★ ★ ★ Krákan: Borg englanna (The Crow: City of Angels)* Allt fyrir aurana (lfLooks Could Kill)'h Nornaklíkan (The Craft)+ ★ Óskastund (Blue Rodeo)* Gillian (To Gillian on Her 37th Birthday) ★ ★ 'h Óvæntir fjölskyldumeðlimir Plato á flótta (An Unexpected Family)★ ★ ★ (Platos Run)* 'h Vinnið gegn fíla- penslum og bólum skin Viöyr§c®8iDC§ 8aMSM mð húchfanradarraágysn Endurteknar rannsóknir hafa staðfest árangur Silicol skin í baráttunni gegn fílapenslum, bólum og feitri húð. íslenskar leiðbeiningar fylgja. Fæst í flestum apótekum. London 22.100 24.900 París 22.100 24.900 Berlín 22.100 24.900 Köln 22.100 24.900 Frankfurt 22.100 24.900 Munchen 22.100 24.900 Innifatið: Flugfar báðar leiðir og allur flugvallaskattur. E ) Farðu að heiman - en komdu við pi á Ferðaskrifstofu stúdenta. ÞAB DUGAR EKKIAÐ SITJA hEIMA OG LESAI sfMi: 561 5656 fax: 551 9113 heimasIða: http://www.centrum.is/studtravel FARÐU AÐ H 3 I M A N ÓDÝRT FLUG í SUMAR Fyrir ISIC/G025 Fyrir aðra MERKIS-MYND Póstvagninn Stagecoaeh — 1939 Leikstjóri: John Ford. Handrit: Dudley Nichols. Kvikm.taka: Bert Glennon. Leikarar: John Wa- yne, Tim Holt, Thomas Mitchell og Claire Trevor. PÓSTVAGNINN má kalla klassík allra vestramynda, og undir hana skrifar John nokkur Ford. Auk þess að skjóta John Wayne upp á stjörnuhimininn, lyfti myndin „vestranum" upp úr B-mynda flokknum sem hann hafði áður tilheyrt, og öðlaðist hann þar með virðingu. Enda átti myndin eftir að hafa mikil áhrif á komandi kúrekamyndir hvað varðar stíl, efnistök og per- sónusköpun. Myndin fjallar um hóp fólks í póstvagni á leið til Arizona, sem lenda í bardagaglöðum indíánum. Þessi hópur þykir smækkuð mynd af samfélagi þess tíma. Persónu- sköpun myndarinnar er marg- brotin og átök eiga sér stað milli þegna misjafnlega hátt settra í þjóðfélagsstiganum og gilda þeirra. Samstaða fólksins á raunastundu á eftir að eyða for- dómum þeirra á milli. John Ford dáði þetta umfjöllunarefni: Hópur fólks samankominn og hvernig hver og einn bregst við andspæn- is dauðanum. John Ford kvikmyndar í uppá- halds landslaginu sínu. Atriðið þar sem indíáni ræðst á John Wayne, sem er að reyna að gera að festing- um póstvagnsins á fullri ferð, þyk- ir enn mjög merkilegt. Staðgeng- ill Jóns Væna lék líka indíánann sem réðst á hann! Þetta atriði er mjög einkennandi fyrir John Ford, þar sem einhver fórnar sér fyrir samfélagið. Þótt Póstvagninn hafi verið ný- stárleg mynd að mörgu leyti, er hún iíka íhaldssöm á neikvæða vísu. Indíánarnir eru vondu karl- arnir eins og oft, og Mexíkóarnir aðhlátursefnið. Til gamans má geta þess að Orson sjálfur Welles segist hafa lært að ídippa kvikmyndir með því að horfa á Póstvagninn 45 sinnum! Kvikmyndafréttir Pierce Brosnan ætlar að feta í fótspor Steve McQueen og leika í endurgerð á „The Thomas Crown Affair". Cameron Diaz verður ein af föngulegu konunum í lífi aðal- persónunnar, ríks ræningja sem hefur gaman af skák. Jeff Daniels hefur tekið að sér hlutverk í Disney-myndinni „My Favorite Martian“. Myndin er byggð á sjónvarpsþáttum sem nutu nokkura vinsælda í Banda- ríkjunum á sínum tíma. Dustin Hoffman, Robert De- Niro, Woody Harrelson, Anne Heche og Denis Leary ætla öll að leika í pólitísku satírunni „Wag the Dog“. Barry Levinson sér um leikstjórnina. Joe Dante ætlar að leikstýra „Small Soldiers“ fyrir Dream- Works. Myndin segir frá ævintýr- um drengs þegar tindátarnir hans lifna við. Roger Moore hefur sam- þykkt að leika í væntan- legri kvikmynd Spice Girls „Five“. Gamli Bondarinn fer með hlutverk ríkisbubba í tónlistariðnaðinum í myndinni. Kvikmyndaleikstjórinn Penny Marshall hefur skrif- | að undir að leikstýra tveimur myndum, „Saving Grace“ og „Wild Oats“. Fyrri myndin segir frá lausgirtum plötuframleiðanda sem uppgötvar að hann hefur eignast afkomendur fyrir tuttugu árum. Síðarnefnda myndin fjallar um samband tveggja rokksöngv- ara í gegnum þykkt og þunnt. Tommy Lee Jones vill prófa leikstjórn. Hann ætlar bæði að stýra og leika aðalhiut- verkið í „Dixie City Jam“. Myndin er byggð á bók James Lee Burke um fyrrverandi löggu sem rekur verslun fyrir veiðimenn. Anjelica Huston ætlar líka að setjast í leikstjórastólinn. Hún DUSTIN Hoffman fer með hlutverk pólitísku satírunni „Wag the Dog“. ætlar að stjórna og leika á móti Sharon Stone og Kristin Scott Thomas í „A Cup of Tea“. Mynd- in fjallar um ólík kjör ríkra og fátækra kvenna í New York á tím- um fyrri heimsstyijaldarinnar. Marisa Tomei og Alan Arkin verða fátæklingar í „The Slums of Beverly Hills“. Myndin á að gefa aðra mynd af lífinu á hæðun- um en sjónvarpsþættirnir „Beverly Hills 90210“. Steve Martin og Eddie Murp- hy leika saman í „Bofinger", gam- anmynd sem Martin skrifaði. Martin fer með hlutverk framleið- anda sem hefur skrifað kvik- myndahandrit og finnst aðeins ein stjarna (Murphy) koma til greina í aðalhlutverkið. Martin Landau leikur á móti David Duchovny og Gillian And- erson í „X-Files“ kvikmyndinni sem verið er að taka upp í Vancouver. Melanie Griffith hefur boðið Howard Stern að leika stórlax í tónlistariðnaðinum sem er haldinn ofsóknaræði í „Jane“. Griffith ætlar að fara með aðalhlut- , verkið í myndinni á móti ÚJte David Spade MARISA Tomei verður fá- tæklingur í kvikmyndaborg- inni í sinni næstu mynd. Yfirmenn Warner Bros. hafa boð- ið Michael Douglas að leika í „Perfect Murder". Myndin er laus- lega byggð á trylli Alfred Hitch- cock, „Dial M for Murder", frá árinu 1954. Martin Scorsese er með mörg járn í eldinum að vanda. Hann er að ræða við ítalska framleiðandann Vittorio Cecchi Gori um að gera heimildarmynd um ítalska kvik- myndagerð. Einnig langar Scorsese að gera heimildarmynd um Giorgio Armani, og kvikmynd byggða á ævi foreldra sinna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.