Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1997 FRÉTTIR Nýtt breskt leitarkerfi kynnt íslenskum stofnunum Reiknar út leitar- svæði með hraði SLYSAVARNAFÉLAG íslands hugleiðir nú að festa kaup á nýju leitarkerfi sem breska fyrirtækið BMT, Marine Information System Limited, hefur þróað í samvinnu við m.a. bresku strandgæsluna. Markaðsstjóri fyrirtækisins, Peter Batt, kynnti kerfið fyrir fulltrúum nokkurra íslenskra stofnana í gær, þar á meðal Hafrannsóknastofnun, Siglingastofnun, Landhelgisgæsl- unni og Hollustuvernd ríkisins. Fyrir um tveimur árum fékk SVFÍ leitarforritið SAR, sem stend- ur fyrir leit og björgun, hjá bresku strandgæslunni og hefur það reynst vel við leitar- og björgunarstörf til sjós, að sögn Páls Ægis Pétursson- ar, deildarstjóra björgunardeildar. Kerfið fýsilegur kostur „SVFÍ sendi tvo menn út á sein- asta ári á námskeið í leit og björg- un í þjálfunarmiðstöð bresku strandgæslunnar, um svipað leyti og hún var að taka í notkun nýja kerfið til reynslu. Okkar menn fengu strax gríðarlegan áhuga á því, enda eldra kerfið talsvert flóknara og tekur nokkurn tíma að fá leitarsvæðið reiknað út. Nýja kerfið er mun fullkomnara og fljót- virkara og því mjög fýsilegur kost; ur fyrir okkur íslendinga. SVFÍ hefur ríkan áhuga á nýja kerfinu en engin ákvörðun hefur hins vegar verið tekin um kaup enn sem kom- ið er,“ segir Páll. Sem dæmi um notkunarmögu- leika nefnir Páll leit að barni sem fer út á vindsæng og rekur frá landi, er kallar á tafarlaus við- brögð. „í slíku tilviki afmarkar kerfið leitarsvæði með hraði, reikn- ar út strauma á svæðinu og hvert vindsængina rekur, auk' þess að taka tillit til veðurs og fleiri þátta sem skipta máli í því sambandi. Einnig má nefna að þegar skip er að fara á milli tveggja hafna og skilar sér ekki á tilsettum tíma, setjum við inn upplýsingar um strauma og vind og tölvan reiknar út líklegasta leitarsvæði,“ segir hann. „Okkar vantar hins vegar nákvæmar upplýsingar um strauma í hafinu við Islands, og kortlagning þeirra er verkefni sem þarf að vinna.“ Að sögn Peters Batt er SARIS háþróað leitarkerfi, hannað með það í huga að hægt sé að nota það um allan heim. Nýtist víða um heim „Gagnagrunnur kerfisins miðast við kort og haffræði, er byggir á bestu fáanlegu upplýsingum um hafsvæði og strauma á viðkomandi stað, auk veðurfars. Kerfið nýtist því yfirvöldum leitar- og björgunar- mála um víða veröld," segir hann. „Kerfíð er hraðvirkt og getur áætl- að staðsetningu þess sem leitað er að á ákveðnum tíma með mikilli nákvæmni. Mér er illa við að áætla hversu nákvæmt það er, því slíkt fer eftir mörgum þáttum og ekki síst hversu góðar upplýsingar liggja fyrir um hvert svæði, en þó er ljóst að þetta er nákvæmasta MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Jim Smart PETER Batt, markaðsstjóri hjá BMT, og Páll Ægir Pétursson, deildarsljóri björgunardeildar SVFÍ, segja notkunarmöguleika leitarkerfisins SARIS mikla og að það gæti gagnast ýmsum aðilum hérlendis. aðferð sem kostur er á til að reikna út þessa hluti." Brett segir að kerfið verði fáan- legt innan tveggja vikna og hafi stofnanir í Hollandi, Belgíu, Nýja- Sjálandi og víðar sýnt því mikinn áhuga. Kostnaður við kaup nemur um 4 milljónum króna, sem Brett segir einungis brot af því sem þró- unin hefur kostað undanfarin ár, en m.a. hefur breska strandgæslan lagt fjármuni til þróunarstarfsins. Hann kveðst gera ráð fyrir að sölu- hagnaður af kerfinu verði notaður til að þróa það áfram. Auk leitarkerfisins má nefna að BMT hefur hannað kerfí sem bygg- ir á sömu hugmyndafræði og SAR og er nýtanlegt vegna olíu- og mengunarslysa. Gæti gagnast fleiri stofnunum Páll Ægir kveðst þeirrar skoðun- ar að SARIS nýtist ekki einungis SVFÍ, heldur ýmsum öðrum stofn- unum hérlendis, svo sem Stýri- mannaskólanum og þeim stofnun- um öðrum sem kerfið var kynnt fyrir í gær. Morgunblaðið/Árni Sæberg RAGNHEIÐUR með Arngrími föður sínum, á flugvellinum við Tungubakka í gær. Mótun tillagna um forgangsröð- un langt komin Feðgin fljúga far- þegaþotu RAGNHILDUR Arngrímsdóttir, sem er 25 ára, flýgur í fyrsta skipti þotu í farþegaflugi í dag þegar hún flýgur með Arngrími Jóhannssyni, föður sínum, til Mallorca. Hún tók einkaflugmannspróf árið 1991 og ætlaði í byijun að- eins að verða einkaflugmaður. Árið 1993 ákvað hún að fara í atvinnuflugmannaskólann og afl- aði sér svo meiri reynslu með flugi í Flórída. Eftir að hún kom heim aftur hefur hún flogið með ferðamenn og kennt flug. Hún byrjaði svo í þjálfun á B-737 flugvél frá flugfélaginu Atlanta í fyrra. Hún var ólétt og var komin sex mánuði á leið þeg- ar hún lauk þeirri þjálfun. Hún flaug þvi aldrei þeirri vél í far- þegaflugi. Hún byijaði svo að læra á L-1011 fyrir þremur mán- uðum og lauk þjálfun á þriðju- daginn var. Ragnheiður segist fyrst hafa flogið nýju vélinni með föður sín- um um daginn og það hafi verið afskaplega skemmtileg lífs- reynsla. „Eg veit ekki hvernig það verður með farþega," segir hún. „Það kemur í ljós á morg- un. En annars er alltaf gaman að fljúga með föður mínum. Það er sama hvort vélin er lítil eða stór - hann skammar mig alveg jafnmikið.“ Aðspurð hvernig áhuginn hafi kviknað svarar hún einfaldlega: „Ég á pabba sem er flugmaður." Hún segir að hann hafi alltaf verið með sig og Gunnar bróður sinn, sem er einkaflugmaður, á flugvellinum. „Ef maður elst upp við þetta, verður ekki aftur snú- ið,“ segir hún. Ragnheiður er gift Steinari Bragasyni, flugmanni hjá Flug- leiðum, og heitir sonur þeirra Arngrímur Bragi. Verður hann þá líka flugmaður? spyr blaða- maður. „Það er víst engin hætta á öðru,“ segir hún og hlær. „Barnið á ellefu eða tólf flugvél- ar og er ekki orðið eins árs.“ Ekkiboð til Islands UTANRÍKISRÁÐHERRA íslands fékk ekki boð um að sækja hátíðar- höldin í Hong Kong í tilefni af því að Kínverjar fengu yfirráðin yfir þessari fyrrverandi nýlendu Breta á miðnætti í gær. Að sögn talsrnanns ráðuneytisins barst ekkert boð og hefur ekki verið leitað eftir skýringum hjá kínverskum stjórnvöldum um hverju þetta sæti. Hann segir hafa heyrst að utanríkisráðherrum 60 landa hafi verið boðið að vera við- staddir athöfnina, sem þýði einfald- lega að ráðherrum 150 landa hafí ekki verið boðið. Þannig séu ekki fulltrúar allra Norðurlanda í Hong Kong og bendi jafnvel ýmislegt til að aðeins fulltrúar Svía og Finna séu þar staddir í tilefni valdaskipt- anna. FORGANGSRÖÐUNARNEFND heilbrigðisráðuneytisins er langt komin við mótun tillagna um for- gangsröðun í heilbrigðiskerfinu. Olafur Ólafsson landlæknir, for- maður nefndarinnar, segir að til- lögumar verði kynntar opinberlega næsta haust. Heilbrigðisráðherra skipaði nefndina og er henni ætlað að gera tillögur um hvemig hægt sé að standa að forgangsröðun heilbrigð- ismála hér á landi. Nefndinni er sérstaklega ætlað að athuga hvort setja eigi reglur um hvort ýmis sjúkdómstilvik eigi að hafa forgang yfir önnur og hvort æskilegt sé að setja reglur um hámarksbiðtíma eftir þjónustu. „Við erum langt komnir með að vinna tillögur um þetta til ráð- HALLDÓR Blöndal samgönguráð- herra segist hlynntur því að Pósti og síma hf. verði skipt upp í tvö fyrirtæki. „Þegar lögin um Póst og síma hf. voru sett var gert ráð fyr- ir að fyrirtækinu yrði skipt í tvennt. Nú er verið að athuga ofan í kjöl- inn hvort slík breyting er hagkvæm og ef svo reynist vera, finnst mér að það eigi að gerast eins fljótt og kostur er.“ Eins og fram kom í samtali við Guðmund Björnsson, forstjóra Pósts og síma hf., í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag, hefur stjóm Pósts og síma hf. óskað eftir því við samgönguráðherra að fyrirtæk- inu verði skipt upp í tvennt, Póst annars vegar og Síma hins vegar. Guðmundur sagði að samfara mikl- herra. Tillögurnar verða^ gerðar opinberar í haust,“ segir Ólafur. Ekki ráðfært sig við nefndina Ólafur segir að uppi séu tillögur um ýmsar framkvæmdir í heil- brigðismálum, þ.á m. byggingu heilsugæslustöðva, t.d. í Kópavogi og í Reykjavík, en þeir sem að þeim málum komi hafí ekki ráð- fært sig við nefndina. Hann telur þó eðlilegt að það hefði verið gert. „Talað er um forgangsröðun heilbrigðismála hér á landi, en til- lögur um framkvæmdir hafa ekki verið bornar undir nefndina ennþá. Þó verður að geta þess að fyrirhug- aðir eru fundir á næstunni, meðal annars um framtíðaráform sjúkra- stofnana," segir Ólafur. um breytingum á fjarskiptum og póstþjónustu ættu pósturinn og síminn minna sameiginlegt en áður og því ekki mikil ástæða til að reka þessa þjónustu undir sama hatti. Telur hann að aðskilnaður þessarar þjónustu myndi meðal annars leiða til aukinnar hagræðingar sérstak- lega í póstþjónustu en nú er póstur- inn rekinn með tapi á meðan hagn- aður er af rekstri símans. Lagabreytingar ekki þörf Ekki þarf sérstaka lagabreyt- ingu til að Pósti og síma hf. verði skipt uppí tvö fyrirtæki. Ef slíkt verði talið hagkvæmt sér sam- gönguráðherra ekkert því til fyrir- stöðu að fyrirtækin verði orðin tvö um næstu áramót. Samgöngnráðherra um Póst og síma hf. Verði skipt sem fyrst ef það er hagkvæmt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.