Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/jt BÆJARBÚAR, brottfluttir Hólmarar og gestir fjölmenntu á afmælishátíðina sem hófst við Norska húsið. Nýr heiðursborgari kjörinn á afmælishátíð í Stykkishólmi MEÐAL skemmtiatriða var heimsókn Möguleikhússins. Margs konar tímamót eru í Stykkishóimi á árinu og var hápunktur hátíðahalda um síðustu helgi. Fagnað er versl- unarafmæli, afmælum ýmissa félaga og stofn- ana í bænum. Jóhannes Tómasson leit í heim- sókn á sunnudaginn og fylgdist með afmælis- haldi bæjarbúa og gesta. ÍBÚAR Stykkishólms, sem sagðir voru tala dönsku á sunnudögum hér áður fyrr, héldu afmælishátíð sl. sunnudag og fögnuðu þá ýmsum áföngum í sögu bæjarins með fjöl- breyttri dagskrá í ágætu veðri. Þá var tilkynnt um kjör nýs heiðurs- borgara Stykkishólms sem er Árni Helgason íyrrum símstöðvarstjóri með meiru og kunnugur er langt út fyrir Hólminn fyrir margvísleg félagsmálastörf sín. Þegar hefur verið haidið uppá suma afmælisáfangana en í ár er minnst 400 ára verslunarafmælis Stykkishólms og 10 ára afmælis bæjarréttinda, 100 ára samfellds skólastarfs, Kvenfélagið Hringurinn fagnaði fyrr á árinu 90 ára afmæli sínu, 150 ár eru liðin frá því Bóka- safn Vesturamtsins var sett á stofn og ýmis félög og stofnanir í bænum eiga einnig merkisafmæli í ár. Sýningar í Norska húsinu Afmælishaldið á sunnudag hófst með leik Lúðrasveitar Stykkis- hólms, söng Kirkjukórs Stykkis- hólmskirkju og ávarpi Guðrúnar Gunnarsdóttur formanns afmælis- nefndar við Norska húsið. Þar innan dyra var síðan opnuð sýning á graf- ík- og vatnslitamyndum eftir þýska listamanninn Rudolf Weissauer sem hér dvaldi löngum á sjöunda og áttunda áratugnum. Ketill Jónsson verkamaður, sem ættaður var frá Hausthúsum í Hnappadalssýslu, safnaði myndum Weissauers og gaf Amtsbókasafninu yfir 200 myndir hans ásamt bókum og öðrum lista- verkum. Bragi Ásgeirsson listmál- ari var til aðstoðar við val á mynd- unum og ritar um listamanninn í sýningarskrá þar sem hann segir meðal annars. „Alls mun þessi menningarþyrsti verkamaður hafa keypt yfir 200 grafísk blöð, vatnslita- og krítar- myndir eftir listamanninn, auk þess að Weissauer gaf honum myndir við ýmis tækifæri og áritaði þær þá gjarnan sérstaklega til hans.“ Einnig hefur verið sett upp í Norska húsinu krambúð, sýning er þar uppi á bókum, skjölum og mun- um á vegum Amtsbókasafnsins, svo og vegna 70 ára afmælis barnastú- kunnar Bjargar og 75 ára afmælis Héraðssambands Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu sem er sá aðili sem tók Norska húsið uppá sína arma til varðveislu. Er þar nú til húsa byggðasafn og ýmiss konar sýningahald. Norska húsið byggðu Anna Magðalena og Árni Thorlacius og kom það tilhöggvið frá Noregi árið 1828. Árið 1970 keypti héraðsnefnd Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu húsið, lét gera það upp og er sú vinna nú á lokastigi. Um 1.300 íbúar Ibúar Stykkishólms eru kringum 1.300 og segir Ólafur Hilmar Sverr- isson bæjarstjóri að sami vandi sé uppi og hjá mörgum minni þéttbýl- isstöðunum að erfitt sé að skapa nógu mörg atvinnutækifæri fyrir unga fólkið. Þeir sem fara í fram- haldsskóla geta hafið námið heima en verða að ljúka því á Akranesi og halda síðan enn lengra standi hugur þeirra til frekara náms. Olaf- ur segir annars næga atvinnu í bænum og íbúatöluna nokkuð stöð- uga þessi árin. Af öðrum atriðum í afmælishald- inu má nefna að íulltrúar Möguleik- hússins heimsóttu bæinn og skemmtu við Norska húsið. Leiddu þeir síðan afmælisgesti að Félags- heimilinu þar sem sest var að veit- ingum, tertu mikilli og súkkulaði. Þar söng einnig kirkjukórinn og bæjarstjóri afhenti heiðursborgar- anum nýja skjal til staðfestu kjöri hans. „Með þessari ákvörðun er bæjarstjórn að sýna virðingu sína og þakklæti fyrir vel unnin störf í þágu samfélagsins en þetta er í fimmta sinn sem bæjarfélagið veitir þessa viðurkenningu. Hún var síð- ast veitt Jóhanni Rafnssyni fyrir 17 árum en áður höfðu hlotið hana Sigurður Magnússon,_ Kristján Bjarmars og Sigurður Ágústsson," sagði bæjarstjóri jn.a. í ræðu sinni. Gunnlaugur Árnason þakkaði fyrir hönd föður síns og flutti stutt ávarp. Gerði hann meðal annars að umtalsefni mikinn gestagang á heimilinu og hvernig faðir hans hefði komið víða við í félagsmálum og alltaf verið tilbúinn að leggja lið þar sem hann telur jákvætt og til framfara. „Hér hefur honum liðið vel og hér á hann heima.“ Um kvöldið voru rokktónleikar í íþróttahúsinu þar sem komu fram hljómsveitirnar Súrefni, Subterran- ian, Vatn, Botnleðja og fleiri. NÝR heiðursborgari Stykkis- hólms er Árni Helgason. í göngutúr á hveijum degi og heimsækir kunningjana NÝR heiðursborgari Stykkis- hólms er Árni Helgason en Ólaf- ur Hilmar Sverrisson bæjar- stjóri greindi á afmælishátíðinni frá þeirri ákvörðun bæjarsljórn- ar frá 26. júní að gera Árna að heiðursborgara. Slík viðurkenn- ing var síðast veitt fyrir 17 árum, þá Jóhanni Rafnssyni. „Ég veit ekki hvort ég á þetta skilið,“ hafði Árni á orði við blaðamann þegar reynt var að ná spjalli af honum milli þess sem bæjarbúar óskuðu honum til hamingju með viðurkenning- una. Hafði hann þetta reyndar á orði þegar hann tók við ham- ingjuóskunum en menn voru á einu máli um að hann væri vel að þessu kominn og sumir nefndu að það væri löngu tíma- bært. „Þetta kom mér n\jög á óvart og ég hef ekki áttað mig almennilega á þessu ennþá“. Árni býr nú á dvalarheimilinu og er mikið á ferli. „Ég borða þar og sef en er mikið heiman frá mér á daginn, fer í göngutúr á hveijum degi, heimsæki kunn- ingjana og skrepp öðru hverju til Reykjavíkur og heimsæki þá gjarnan ritstjórn Morgunblaðs- ins,“ segir Árni en hann hefur í meira en hálfa öld sent blaðinu fréttir og myndir frá Stykkis- hólmi. Hann leggur í dag upp í sex daga ferð til Hornafjarðar með gömlum samstarfsmönnum frá Pósti og síma. Bindindismál og margháttuð félagsmál önnur voru dagleg viðfangsefni Árna með anna- sömu starfi fyrir Póst og síma en hann er annar núlifandi stofnenda Lionsklúbbsins í bæn- um og einn stofnenda lúðra- sveitarinnar á lýðveldisárinu. „Ég lék á althorn en hætti því eftir nokkur ár þar sem ég átti erfitt með að mæta á æfingar,“ segir Árni sem gerði líka mikið af því að yrkja gamanvísur og syngja á mannamótum við góð- an orðstír. Kona Árna var Ingibjörg Gunnlaugsdóttir sem lést fyrir nokkrum árum. „Það breyttist mikið hjá mér við fráfall hennar en ég les og fylgist með fréttum og tel mig þokkalega hressan þótt ég sé orðin hægari en var,“ segir Arni sem enn heldur sér við efnið með því að senda öðru hveiju frá sér áminningar um bindindismálin. „Ég skil ekki hvernig menn tíma að eyða tíma og peningum í það að eyðileggja sig á áfengi," sagði Árni í Hólm- inum að lokum og bað fyrir þakklæti til bæjarsljórnar fyrir þann heiður sem sér liefði verið sýndur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.