Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1997 19 V öruskiptin við útlönd í janúar-maí 1997 3,8 milljarða afgang- ur af vöruskiptunum VÖRUSKIPTIN í maí voru óhag- stæð uin 600 milljónir króna en þá voru fluttar út vörur fyrir 10,3 milljarða og inn fyrir 10,9 milljarða króna fob. Á sama tímabili í fyrra voru þau óhagstæð um 400 milljón- ir króna á föstu gengi. F'yrstu fimm mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 55 millj- arða króna en inn fyrir 51,2 millj- arða króna fob. Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 3,8 milljörðum króna en á sama tíma árið áður voru þau hag- stæð um 5,2 milljarða króna á föstu gengi. I frétt frá Hagstofu Islands kem- ur fram að fyrstu fimm mánuði þessa árs var verðmæti vöruútflutn- ings 6% meira á föstu gengi en sama tíma árið áður. Stærstan þátt í þeirri breytingu má rekja til sölu Flugleiða á einni af vélum sínum í janúar sl. en á móti kemur sam- dráttur í verðmæti útfluttra sjávar- afurða, einkum í útflutningi á heil- frystum fiski. Sjávarafurðir voru 73% alls útflutningsins og var verð- mæti þeira 2% minna en á sama tíma árið áður. Verðmæti útfluttrar iðnaðarvöru var 11% meira en á sama tíma árið áður, þar af var verðmæti útflutts áls 3% meira og verðmæti kísiljárns var 37% meira. Heildarverðmæti vöruinnflutn- ings fyrstu fimm mánuði þessa árs var 10% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Mestan þátt í auknum vöruinnflutningi áttu fjár- festingarvörur, sérstaklega til stór- iðju, en einnig jókst innflutningur á flutningatækjum. Sýning um samstæður 05 andstæður Norðmanna 05 íslendinga á miðöldum. Pjóðminjasafn íslands Útflutningur alls (fob) 52.590,4 54.979,9 +5,8% Sjávarafurðir 41.355,0 40.076,9 -1,9% Landbúnaðarvörur 875,8 777,5 -10,2% Iðnaðarvörur 9.821,2 10.788,1 +11,2% Ál 5.353,4 5.464,5 +3,3% Kísiljárn 1.092,7 1.476,5 +36,8% Aðrar vörur 538,4 3.337,4 +527,3% Skip og flugvélar 131,2 2.892,6 - Innfiutningur alls (fob) 47.354,0 51,213,3 +9,5% Matvörur og drykkjarvörur 4.530,0 4.158,5 -7,1% Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 12.981,0 12.809,6 -0,1% Óunnar 525,5 560,0 +7,9% Unnar 10.624,5 10.846,0 +3,3% Til stóriðju 1.831,0 1.403,6 -22,4% Eldsneyti og smuroliur 3.383,0 4.072,9 +21,8% Bensín, þ.m.t. flugvélabensín 679,0 820,2 +22,2% Annað unnið eldsn. og smurolíur 2.605,6 3.247,6 +26,1% Fjárfestingarvörur 10.852,3 13.094,3 +22,1% Flutningatæki 6.255,0 7.393,2 +19,6% Fólksbflar 2.518,4 3.307,7 +32,9% Flutn.t. til atv.rek. (ekki skip, flugv.) 784,4 745,3 -3,9% Skip 1.516,5 1.706,0 +13,9% Flugvélar 82,7 117,6 +43,9% Neysluvörur ót.a. 9.227,3 9.584,5 +5,1% Vörur ót.a. (t.d endursendar vörur) 125,5 100,5 -18,9% Vöruskiptajöfnuður 5.236,3 3.766,6 * Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog; á þann mælikvarða er meðalverð erlends gjaldeyris ian-maí 1997 1.2% laegra en árið áArr. HataW; mgstofa Islands VORUSKI VIÐ ÚTLÖND Verðmæti innflutnings og jan. - maí 1996 og '97 1996 (fob virði í milljónum króna) jan.-maí 1997 Breyting á jan.-maí föstu gengi' VIÐSKIPTI Fjárhagsleg endurskipulagning hjá Jöfri Öllu starfsfólki hefur verið sagt upp ÖLLU starfsfólki bifreiðaumboðs- ins Jöfurs hf. hefur nú verið sagt upp og stendur nú yfir gagnger endurskipulagning á starfsemi fyr- irtækisins. Innflutningur Jöfurs á Peugeot hefur stórlega aukist á milli ára en enn er óljóst hvort fyrirtækið missir Skoda umboðið yfir til Heklu. Um 30 manns vinna nú hjá Jöfri en fyrirtækið er með umboð fyrir Peugeot, Skoda og Chrysler. Jón Ármann Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að uppsagnirnar séu liður í mikilli vinnu til að koma rekstri fyrirtæk- isins á réttan kjöl en það hefur verið rekið með tapi á undanförn- um árum. „Uppsagnirnar eru liður í þeirri hagræðingu, sem þarf að eiga sér stað, en ekki er ljóst hvort endurráðið verður í allar stöðurn- ar.“ Á síðasta ári var hlutafé Jöf- urs aukið úr fimm milljónum króna í áttatíu. Guðjón Ármann Jónsson lögmaður keypti þá 2/3 hluta aukningarinnar og eignaðist þar með meirihluta í fyrirtækinu. Þá sagði hann að hann stefndi ekki að því að vera meirihlutaeigandi til frambúðar heldur vildi hann fá nýja hluthafa til liðs við fyrirtækið. Það hefur nú gengið eftir og segir Jón Ármann að sumir eldri hluthafar hafi aukið hlut sinn og nýir bæst í hópinn. „Verið er að ganga frá endurfjármögnun fyrir- tækisins með þessum hætti og nú munum við einbeita okkur að rekstrinum. Fyrstu fimm mánuði ársins hefur fyrirtækið verið með um 4% markaðshlutdeild í innflutn- ingi nýrra bíla, Peugeot er með tæp 2% og Skoda og Chrysler eru með um 1% hvortegund. Salan á Peuge- ot hefur tvöfaldast á milli ára hjá okkur og ég er bjartsýnn á að hægt sé að gera enn betur á því sviði.“ Til greina kemur að Jöfur missi Skoda umboðið yfir til Heklu hf. þar sem það er stefna Volkswag- en, sem á meirihluta í tékknesku Skoda-verksmiðjunum, að hafa tegundir sínar á hendi eins aðila. Jón Ármann segir að enn hafi ekk- ert verið ákveðið í þeim efnum. &'taðfed0ta'uuúfeééecð + Vilt þú margfalda lestrarhraða þinn og afköst í námi? # Vilt þú auka afköst þín í starfi um alla framtíð? ^ Vilt þú lesa góðar bækur með meiri ánægju? Skráðu þig strax á næsta námskeið sem hefst 16. júií n.k. Skráning er í síma 564-2100. I IRAiDLJESriT^ARS KÓLLNN itapor 6 manna kassar. Verð frá 6.200,- CýCeimsJ/és Faxafeni (blátt hús), Sími 568 9511. Nýbýlavegi 30 • Dalbrekkumegin Sími 554 6300 • 200 Kópavogi Nýjar vörur! , Stórkostlegf i?# * - ’ úrval. •iammt ■ ■'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.