Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ1997 31 Sovéskar fimm ára áætlanir og sextíu ára áætlanir Landsvirkjunar Athugasemd við kvikmynd um Guðmundar- Siglaugur Brynleifsson EINN þáttur fimm ára áætlana í Sovétríkjunum sálugu voru vatns- orkuvirkjanir, en þeim var ætlað að standa undir orkuframleiðslu fyrir stóriðju eða orkufrekum iðnaði. Sovéskir verkfræðing- ar og pólitískir hug- sjónamenn töldu að vatnsorkuvirkj anir væru ódýrasti valkost- urinn til orkufram- leiðslu, eins og aðstoð- arforstjóri Lands- virkjunar, Jóhann Már Maríusson, skrifar í Morgunblaðsgrein 13. maí sl. Höfundurinn tí- undar væntanlega orkuþörf heimsins á komandi áratugum og telur að aðrir úrkostir til orkuöflunar séu margfalt dýrari en vatnsorkuvirkjanir. í Sovétríkjunum var ork- an frá stórvirkjunum notuð til stór- iðjuvera og efnaiðnaðar, sem hafði þau áhrif á síðastliðnum 60-70 árum að gera Sovétríkin að mengaðasta landssvæði heimsbyggðarinnar. Þótt raforkan í Sovétríkjunum hafí verið framleidd „með þeim hreinásta hætti sem um getur ... og hægt að halda mengun mjög í skefj- um ... “, eins og aðstoðarforstjór- inn skrifar um slíka framleiðslu, þá olli notkun orkunnar eyðingu stórra landssvæða í Sovétríkjunum, auk þess sem stór landssvæði voru sett undir uppistöðulón, og með röskun lífkeðju fljótanna fór svo eftir nokkra áratugi að Svartahaf og Kaspíahaf urðu dauð höf. Höfundur skrifar: „Stofnkostn- aður vatnsorkuvirkjana er mjög mikill og fjármagnið lengi að skila sér til baka, en ef litið er til lengri tíma, kannski 50-70 ára, þá er þetta ódýrasti valkosturinn." Síðar skrifar höfundur „en hins vegar þegar búið er að afskrifa þess- ar virkjanir þá eru þær algjörar gullnámur". Við þessar framtíðargullnámur er það að athuga, að vatnsaflsvirkj- anir og stó'rstíflur eiga ekki langt líf fyrir höndum, meðalaldur þeirra er rúm 60 ár (Guðmundur Páll Ól- afsson náttúrufræðingur - grein í Morgunblaðinu 29. maí sl.) Draumsýn aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar um „gullnámurnar“ eftir 50-70 ár yrðu því heldur rýr. Afleiðingarnar af hinum „stórhuga áætiunum" landsvirkjunarmanna um orkufrekan iðnað hér á landi og jafnvel rafmagnssölu til Evrópu eft- ir sæstreng hefðu þá þ.e. eftir 50-70 ár, breytt svo mynd landsins að ömurlegt yrði yfir að líta með efnaverksmiðjur og álver hingað og þangað um landið með fylgjandi umhverfisspjöllum og samfara þess- um „stórhuga framkvæmdum" hlyti raforkuverð til innlends iðnaðar og hita og ljósa að stórhækka. Sú hækkun er þegar hafin að frum- kvæði Reykjavíkurlistans á Reykja- víkursvæðinu um leið og hafist var handa um virkjanir við Hágöngur og eflingu íslensks-norska járn- blendifélagsins og Norður-áls í Hvaifirði, vegna þess að „stofn- kostnaður vatnsorkuvirkjana er mjög mikill" eins og segir í grein aðstoðarforstjóra. í lok greinarinnar segir: „Þegar menn eru því að setja sig upp á móti því að virkja vatnsafl- ið okkar, þá eru menn í raun og veru að mæla með því að láta brenna oiíu og kolum í heiminum með til- heyrandi mengun ..." Samkvæmt þessari staðhæfingu myndu hingar stórhuga framkvæmdir Landsvirkj- unar bjarga hvorki meira né minna en öllum heiminum frá mengun, enda hélt einn meðlima Orkustofn- unar því fram fyrir nokkru að „ís- lendingar væru nú þegar og yrðu í framtíðinni stórkostlegustu fram- leiðendur rafmagns í heiminum, miðað við fólksfjölda". Framkvæmdir Landsvirkjunar eru Gísli Guðmundsson og Geirfinnsmál ætlaðar til stóriðju, en eins og öllum er kunnugt eru stóriðja og efnaiðnað- ur mestu mengunarvaldar ekki síður en illa rekin kjarnorkuver. En hér á landi kemur fleira til, sem Guðmund- ur Páll Ólafsson rekur í áður tilvitnaðri grein, sem er sú hætta sem felst í stórstíflum á „Eldvirkum reksvæð- um, svo sem einstæðir Köldukvíslarbotnar, Veiðivatna- og Þjórsár- svæðið, vatnasvæði Jökulsár á Fjöllum og mun víðar“ bjóða heim hættunni á mögnun jarðskjálfta eins og dæmin sanna frá „Hoover í Bandaríkjun- um, Aswan í Egypta- landi, Koyna í Indlandi, Granval í Frakklandi etc.“ Undirritaður leitaði til Ragnars Stefánssonar jarð- skjálftafræðings og spurði hann um áhrif stórstíflna hér á landi til mögn- unar jarðskjálftavirkni. Hann kvað djúp og stór uppistöðulón auka á Hvað geríst, spyr Siglaugur Brynleifs- son, ef „hin rámu regindjúp ræskja sig upp um Laka... líkur á aukinni jarðskjálftavirkni. Það þarf ekki meira til en „stórhuga virkjanaframkvæmdir“ til að raska jafnvægi jarðskorpunnar í auknum mæli auk spennunnar sem þegar er fyrir hendi og getur þannig auk- ið á styrk jarðskorpuhreyfinga, hefj- ist þær á annað borð, og jafnvel komið á stað jarðskjálfta. Hættan á jarðskjálftum hér á landi er viðurkennd af öllum jarðeðlisvís- indamönnum og eldvirknin er alltaf yfirvofandi. Þess vegna eru allar framkvæmdir sem geta raskað því brothætta jafnvægi sem við búum við, hættulegar, og full þörf er á að jarðeðlisfræðingar og jarðfræðingar séu hafðir með í ráðum þegar hags- munahópur stjómenda Landsvirkj- unar veður af stað í sínu virkjana- æði. Tilgangurinn að treysta á gull- námu eftir 50-70 ár er mgl, því eftir hálfa öld þarf að endumýja all- ar stíflur og vélar og þá þarf einnig að greiða aftur það tjón, sem röskun lífríkisins hefur valdið - sbr. reynsl- una frá fyrrverandi Sovétríkjum. - Hver maður hlýtur að sjá að hug- myndir vatnsvirkjunarmanna um sölu um sæstreng til Evrópu em fáránlegar og að Landsvirkjun muni með framkvæmdum sínum koma í veg fyrir mengun heimsins, eins og aðstoðarforstjórinn virðist gefa í skyn í grein sinni. Og í lokin, hvað gerist ef „hin rámu regindjúp ræskja sig upp um Laka?“ Höfundur er rithöfundur. HÉR fara á eftir athugasemdir mínar, sem fyrrverandi rann- sóknarlögrelgumanns og yfirlögregluþjóns, við kvikmynd Sigur- steins Mássonar, Aðför að lögum, um rann- sókn á svokölluðum Guðmundar og Geirf- innsmálum sem sýnd var í ríkissjónvarpinu seint í aprílmánuði sl. Vegna ónákvæmra upplýsinga sem koma fram í myndinni að því er varðar sakbendingu sem ég stjórnaði seint á árinu 1977 og vegna þess að mér var ekki gefinn kostur á því að sjá myndina eftir að geng- ið var frá henni til sýningar, tel ég nauðsynlegt að taka fram eftirfar- andi. Þeir þrír dómarar sem höfðu með málið að gera í sakadómi Reykja- víkur, óskuðu eftir því að ég sæi um sakbendingu þá sem fjallað er um í myndinni. Dómararnir mæltu að sjálfsögðu fyrir um hvernig skyldi staðið að sakbendingunni. Ég fékk til liðs við mig þáverandi yfirmann tæknideildar rannsóknar- lögreglu ríkisins, Ragnar Vigni, aðstoðaryfirlögregluþjón, ásamt nokkrum öðrum samstarfsmönnum mínum hjá RLR. Ég vil láta það koma skýrt fram að þessi sakbending var unnin á sama hátt og aðrar sakbendingar sem ég hafði staðið að á 20 ára ferli mínum við rannsóknarlög- reglustörf. Þeir félagar minir sem aðstoðuðu við þetta verkefni unnu starf sitt af vandvirkni og hlutleysi eins og starfsreglur rannsóknarlög- reglu kveða á um. Ég verð að játa að ég mundi ekki nægilega vel eftir þessum at- burði þegar Sigursteinn ræddi við mig, enda liðin hátt í 20 ár síðan sakbendingin fór fram. Myndin gef- ur óbeint til kynna að ég hafi viður- kennt einhverskonar mistök við þetta verkefni en ekki eru gefnar nánari skýringar á því, í hveiju þau mistök hafi verið fólgin. Þegar farið er að skoða verkefni sem þessi eftir á þá er oftast auð- velt að sjá hvar hefði mátt gera betur. Svar mitt við spurningu Sig- ursteins þar sem ég segi, „Auðvitað hefði þurft að standa betur að hlut- unum“, var vissulega svolítið fljót- færnislegt þegar engar frekari skýringar koma fram. Þar á ég ein- faldlega við það að þegar grannt sé skoðað eftir á megi auðveldlega sjá að hægt hefði verið að standa betur að hlutunum. Þegar viðtal okkar Sigursteins fór fram þá hafði ég ekki heyrt hvað vitnin, Sigríður Magnúsdóttir og Elínborg Rafnsdóttir, höfðu um sakbendinguna að segja. En þegar myndin var sýnd kemur fram að I þær kvarta undan því að hafa ekki verið látnar vita um það að Kristján Viðar hefði verið 10 sm hærri en Guðmundur Einars- son. Ekki ætla ég að gera lítið úr því sem vitnin segja um þetta nú, en ég geri mér ekki alveg ljóst hvort þetta atriði gæti hafa haft úrslita- áhrif á niðurstöðu sa_k- bendingarinnar. Ég held nú samt að svo sé ekki. Ég vil ekki vera með neinar yfir- lýsingar um hvort bet- ur hefði mátt standa að verki við þessa sak- bendingu en mér dettur helst í hug, eins og þá stóð á, að hægt hefði verið að stilla upp ólíkari mönnum með þeim sem hafði viðurkennt að hafa verið með hinum horfna, Guð- Ég vona að höfundi kvikmyndarinnar sé það jafnmikið kappsmál og mér, segir Gísli Guð- mundsson, að hafa það sem sannara reynist. mundi Einarssyni aðfaranótt 27. janúar 1974. Ég verð líka að viður- kenna að það er ekki æskilegt að sækja menn í lögregluskólann til að stilla upp í sakbendingu, því hætta er á því að þeir þekkist, vegna þess að þeir hafa oft verið í lög- reglustarfi áður en þeir fara í skól- ann. Fleiri atriði gæti ég nefnt en ætla ekki að gera að svo stöddu. Það er svo með þetta eins og svo margt annað að það er fjarska auð- velt að vera vitur eftir á. Þá vil ég einnig taka fram að þó mér væri kunnugt um skiptar skoðanir, meðal lögfræðinga og lög- reglumanna, um gildi þessarar sak- bendingar vegna þess að birtar höfðu verið myndir í fjölmiðlum af sakborningum, þá bauð starfsskyld- an mér að vinna það verk af hlut- leysi og trúmennsku samkvæmt stafsreglum rannsóknarlögreglu- manna. Það tel ég mig hafa gert. Aður hafði mér verið trúað fyrir fjölmörgum sérverkefnum fyrir dómstólinn í sambandi við hvarf Guðmundar Einarssonar og reyndi ég að leysa þau af þeirri nákvæmni og hlutleysi sem mér var unnt, en þess ber að gæta að þá var liðið vel á fjórða ár frá hvarfi hans. Ég varð ekki var við annað en störf mín væru metin að verðleikum og er hið sama að segja um síðasta verk- efnið sem var margnefnd sakbend- ing. Dómstóllinn fékk málsgögnin í hendur þegar verkefninu var lokið og varð ég ekki var við aðfinnslu þeirra á þeirri framkvæmd. Þá vil ég taka það fram að þeir þrír dómarar sem fengu málið til meðferðar fylgdust að sjálfsögðu vel með öllum þeim atriðum sem unnin voru eftir þeirra beiðni og þar með var það þeirra verkefni m.a. að taka ákvörðun um sakbend- ingu þá sem hér um ræðir. Ekki væri sanngjarnt að liggja þeim á hálsi fyrir að gera tilraun til að renna styrkari stoðum undir sann- anir í málir.u. Það er líka vel hægt að hugsa sér eftirá að heyrst hefðu gagnrýnisraddir ef þeir hefðu ekki látið þessa sakbendingu fara fram. Að lokum vil ég taka fram að erfitt getur verið að leiðrétta mistök sem verða við gerð kvikmyndar eins og hér um ræðir. Ég mun samt reyna að fá leiðréttingu á því sem að mér snýr og mér finnst gefa ranga mynd af því sem ég hef nefnt hér að framan. Ég vona að höfundi myndarinnar sé það jafn mikið kappsmál og mér að hafa það sem sannara reynist“ Höfundur er fyrrverandi yfirlögregluþjónn. rJ O'JOjíy L 'J HAMBORG DUSSELDORF MÚNCHEN LTU IMTERNATTONAL AIRWAYS HEIMSBORGINA HAMBORG FYRIR LÁGMARKS VERÐ. *Brottfarir: 22.júlí, 29.júlí, 5.ágúst,12.ágúst Flugvallargjöld innifalin í verði FERÐAMIÐSTOÐ AUSTURLANDS j Stangarhyl 3a, Reykjavík, s.: 567-8545 Skógarlöndum 3, Egilsstöðum, s.: 471-2000 SUMARTILBOÐ Qluggatjaldaefni 20% afsláttur JöL Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD, w FAXAFENl 14, SÍMI 533 5333. j hársnyrtivörur Veldu það besta Fjársjóöur fyrir háriö úr náttúru íslands Utsölustaðir: Apótek, heilsuvöruverslanir og hársnyrtistofur um allt land.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.