Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ OTI ITT f STUT Rannsókn SÞí Kongó STJÓRN Laurents Kabila hef- ur heft aðgang rannsóknar- nefndar SÞ að svæðum þar sem talið er að hersveitir hans hafi framið fjöldamorð á flótta- mönnum frá Rúanda. Stjórn- völd í Kongó vilja setja skilyrði fyrir rannsókninni sem SÞ geta ekki sætt sig við. Þetta er önn- ur tilraun SÞ til að heíja rann- sóknina sem samþykkt var í apríl síðastliðnum. Hjálpar- stofnanir segjast ekkert vita um afdrif 250.000 flóttamanna af Hutu ættbálki sem búið höfðu í flóttamannabúðum í landinu frá 1994. Levi íhugar afsögn. DAVID Levi, utanríkisráðherra ísraels, íhugar nú að segja af sér í mótmælaskyni við stjóm- araðferðir Benjamins Netanya- hu, forsætisráðherra. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Levi boðaði til í gær. Hann segir að áður en hann geri upp hug sinn ætli hann að gefa sér nokkra daga til að íhuga hvort möguleiki sé á að hlutimir verði lagfærðir þannig að stjómin verði starfshæf og haldið verði áfram með friðarferlið. Kjarnorka í írlandshafi EFTIR að hafa staðfastlega neitað því um árabil hafa bresk stjómvöld nú viðurkennt að Bretar hafí losað allt að tveim- ur tonnum af kjarnorkuúr- gangi í írlandshaf á 6. ára- tugnum. David Woods, sem er ráðherra sjávarútvegs og nátt- úruauðlinda í írsku stjóminni hefur farið fram á nánari skýr- ingar, ekki síst á margendur- teknum afneitunum breskra stjómvalda. Uppiýsingamar þykja benda til þess að engu sé að treysta í yfirlýsingum Breta hvað varðar losun skað- legra úrgangsefna. Bætir ímynd Jeltsíns TATYANA Dyachenko, 37 ára, dóttir Borísar Jeltsín, Rúss- landsforseta, hefur verið skipuð opinber ráðgjafi um ímynd hans. Skrifstofa forsetans til- kynnti þetta á mánudag en Tatyana er talin hafa séð um ímynd foður síns allt frá kosn- ingasigri hans á síðasta ári. Tatyana, sem er tölvufræðingur og tveggja bama móðir er einn- ig talin hafa víðtæk áhrif á forsetann í öðmm málum. Gera upp við herinn. VIKTOR Tsjemomyrdín, for- sætisráðherra Rússlands, hét því á mánudag að þrýsta á um umbætur innan rússneska hersins. Hann sagðist hafa gefíð fyrirmæli um að ríkið gerði upp skuldir sínar við her- inn en þær samanstanda m.a. af ógoldnum launum yfír- manna. Yfírlýsing forsætisráð- herrans kom í kjölfar gagnrýni Lev Rokhlin, hershöfðingja og áhrifamanns innan stjórnar- innar, um að áætlanir stjón- valda um að draga úr vægi hersins ættu eftir að eyðileggja herstyrk Rússa. Kjarnaoddar á Grænlandi Stnðningiir við Johansen VÍÐTÆKUR stuðningur virðist vera á Grænlandi við hugmyndir Lars Emils Johansens, formanns grænlensku heimastjórnarinnar, um að bjóða Bandaríkjum og Rúss- um að koma aflóga kjarnaoddum fyrir á Grænlandi. Að sögn danska blaðsins Jyllands-Posten á þetta bæði við um heimastjórnina og Siumut, flokk Johansens, sem er jafnframt stærsti stjómmálaflokkur Grænlands. Fyrir helgi var hart tekist á um málið. Einn stjómarandstöðuflokk- anna krafðist afsagnar Johansens, sem varð að halda til Grænlands degi fyrr en hann hafði áætlað til að Iægja öldumar. Fáeinir fiokks- menn hans höfðu lýst sig andvíga skoðunum Johansens en á stjórnar- fundi Siumut á laugardag, sem boðað var til í skyndingu, kom fram fullur stuðningur við Johansen. Á blaðamannafundi í gær ítrek- aði hann að um kjarnaodda væri að ræða, ekki geislavirkan úrgang og að boðið væri framlag Grænlend- inga til heimsfriðarins. Grænlend- ingar stæðu við tilboð sitt, svo fremi sem það væri tryggt að það skað- aði ekki umhverfið og fyllsta örygg- is væri gætt. Cousteau kvaddur JEAN-Marie Lustiger, erki- biskup í París, brennir reyk- elsi við kistu franska haffræð- ingsins Jacques-Yves Couste- au í Frúarkirkjunni í París í gær. Ekkja Cousteau, Franc- ine, dóttir þeirra Diane, sonur þeirra Pierre-Yves og sonur Cousteaus af fyrra hjóna- bandi; Jean-Michel, fylgjast með. I dag koma út endur- minningar, sem Cousteau lauk við að rita nokkrum dögum áður en hann lést af völdum hjartaslags fyrir viku. Þar lýs- ir hann viðhorfum sínum til lífsins og varar sterklega við eyðileggingu jarðarinnar með kjarnorku, þynningu óson- lagsins, offjölgun, vopnakapp- hlaupi og taumlausri gróða- fikn. Montserrat Tuttugn taldir af Olveston á Montserrat. Reuter. ÓTTAST er að allt að 20 manns hafi farist í síðustu viku þegar eld- ijall á eynni Montserrat í Karíba- hafi gaus gífurlega heitu gijóti og gasi. Björgunarmenn leituðu í gær í rústum sjö bæja að fórnarlömbum og þeim, er kynnu að hafa komist lífs af. Á miðvikudag í fyrri viku flæddi um 500 gráðu heitt gosefni jrfír svæði á suðurhluta eyjarinnar. Níu eða tíu lík höfðu fundist í gær, en embættismenn töldu nær öruggt að tíu manns í viðbót hefðu farist. Annarra 24 er saknað. Þeir sem týndu lífi höfðu virt að vettugi aðvaranir eldfjallafræð- inga um að hætta væri yfírvofandi á svæðinu. Keuter Rauði krossinn rýfur hlutleysið Haag. Reuter Lúxemborg tekur við formennsku Stækkun ESB efst á dagskrá Brussel. Reuter. DANSKI Rauði krossinn hefur nú í fýrsta skipti rofíð hlutleysi sitt samkvæmt frétt Jyllands-posten. Þetta var gert með sögulegri ákvörðun um að styðja alla þá sem krefjast þess að stríðsglæpamenn í Bosníu verði dregnir fyrir rétt. Rauði krossinn hefur alltaf lagt ríka áherslu á hlutleysi sitt. Hann hefur einblínt á hjálparstarf án íhlutunar í stjómmál eða önnur deilumál og því kemur ný afstaða stofnunarinnar í Danmörku á óvart. Samkvæmt Jyllands-Posten var þessi sögulega ákvörðun tekin vegna þess hversu illa uppbygging- arstarf hefur gengið í Bosníu. Jörgen Paulsen, starfsmaður danska Rauða krossins, sagði í viðtali við blaðið að vonleysið í landinu sé svo mikið að það jaðri við örvæntingu. Þá sagði hann að stofnunin teldi það einu leiðina fram á við og í átt til varanlegs friðar að draga stríðsglæpamenn fyrir dóm. Reynt að koma lögum yfir stríðsglæpamenn Samkvæmt Dayton-friðarsam- komulaginu eiga stríðsglæpamenn að koma fyrir sérstakan stríðs- glæpadómstól í Haag. Þetta hefur hins vegar ekki náð fram að ganga þar sem fylkingar í Bosníu hafa neitað að framselja menn sína. Einungis níu af 76 mönnum sem eru á lista yfir bosníska stríðs- glæpamenn eru nú í haldi. Það hefur flækt málin enn frekar að Vesturlönd hafa ekki komist að samkomulagi um það hvemig þeim beri að snúa sér í málinu. Sama dag og talsmaður danska Rauða krossins gaf út yfírlýsingu sína gaf hins vegar Louise Arbo- ur, saksóknari við stríðsglæpadóm- stól Sameinuðu þjóðanna í Haag, út þá yfírlýsingu að hún muni í framtíðinni láta gera ráðstafanir til að handtaka stríðsglæpamenn frá lýðveldum fyrrverandi Júgó- slavíu án viðvörunar. Yfirlýsing hennar kom í kjölfar vel heppnaðrar aðgerðar þar sem Slavko Dokmanovic var handtek- inn vegna gruns um þátttöku í morðum á 260 Króötum í nóvem- ber árið 1991. Skrifstofa Arbour hafði áður gefið út ákæru á hend- ur þremur Serbum, sem voru hátt- settir innan júgóslavneska hersins, fyrir að fyrirskipa morðin. Júgóslavneska ríkisstjómin mót- mælti handtöku Dokmanovics harðlega og sagði hana geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir friðar- ferlið. Arbour sagði hins vegar ekkert óeðlilegt við að handtaka mann, sem gefín hafí verið út ákæra á, án viðvörunar. Þannig vinni lögregla um allan heim. LÚXEMBORG tekur í dag við for- ystu í ráðherraráði Evrópusam- bandsins (ESB) af Hollandi. Jean- Jacques Kasel, fastafulltrúi Lúxem- borgar hjá ESB, sagði í gær að fjölgun aðildar- ríkja yrði meg- inverkefni næstu mánaða. Ákveðið hafði verið að aðildarviðræður við ríki í Mið- og Austur-Evrópu skyldu hefjast sex mánuðum eftir lok ríkjaráðstefnunn- ar, en henni lauk á leiðtogafundi í Amsterdam þann 17. júní. Stjórnarerindrekar í Brussel telja góðar líkur á að hægt verði að ljúka undirbúningi fyrir aðildarviðræður FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins ávítti í gær átta aðild- arríki fyrir framkvæmd reglna um umhverfisvernd. Sambandið hefur verið gagnrýnt fyrir að framfylgja reglum í umhverfísmálum slælega og hefur á undanförnum árum ver- ið unnið að því að undirbúa strang- ara eftirlit með því að reglum sé fylgt. fyrir desember, þrátt fyrir deilu Frakklands og Þýskalands um fram- kvæmd Efnahags- og myntbanda- lagsins, EMU. Að kröfu Frakka hef- ur Lúxemborg einnig fallist á að halda sér- stakan leiðtoga- fund um at- vinnumál en stjórn Lúxem- borgar varar þó við of mikilli bjartsýni á þeim vettvangi. Jean-Claude Juncker, for- sætisráðherra Lúxemborgar, sagði í viðtali við belgíska dagblaðið La Libre Belgique að engar líkur væru á að Lúxemborg legði fram einhveij- ar „kraftaverkalausnir" í baráttunni gegn atvinnuleysi. Kemst framkvæmdastjórnin að þeirri niðurstöðu að Grikkland, Belgia og Spánn hafi ekki fram- fylgt reglum um meðferð hættulegs úrgangs og förgun á rafhlöðum. Verður ríkjunum stefnt fyrir Evr- ópudómstólnum í Lúxemborg. Einnig er Lúxemborg gagnrýnd fyrir að framfylgja ekki reglum um meðferð hættulegs úrgangs. EVROPA^ Átak í umhverfismálum Brussel. Reuter.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.