Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 44
, 44 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Eyvör Ingi- björg Þorsteins- dóttir var fædd i Reykjavík 2. októ- ber 1907. Hún lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 21. júní síð- astliðinn. Heimili hennar var á Hjarð- arhaga 46, Reykja- vík. Foreldrar hennar voru hjónin Þorsteinn Júlíus Sveinsson, skip- sljóri og erindreki Fiskifélags íslands, f. 18. júlí 1873, d. 12. nóv. 1918, og Kristín Tóm- asdóttir, húsfreyja, f. 14. apríl 1874, d. 2. febrúar 1965. Syst- kini Eyvarar: 1) Svava, kenn- ari, f. 12. nóv. 1901, d. 18. febr- úar 1990, 2) Viggó Kristinn, verslunarm., f. 2. júní 1903, d. 10. sept. 1941, kvæntur Mar- gréti Halldórsdóttur, húsmóð- ur, f. 27. maí 1906, d. ll.des. 1939, 3) Kristrún, húsmóðir, f. 9. mars 1914, gift Gunnari Jó- hannesi Cortes, lækni, f. 21. okt. 1911, d. 22. apríl 1961, 4) Þorsteinn Halldór, skrifstof- um., f. 25. des. 1917, d. 5. ág- úst 1990, kvæntur Kristínu Sig- urbjörnsdóttur, hús- móður, f. 8. ágúst 1923, d. 30. maí 1995. Hinn 15. okt. 1938 giftist Eyvör Oddi Jónssyni, fram- kvæmdastjóra Mjólk- urfélags Reykjavík- ur, f. 15. júlí 1892, d. 7. nóv. 1975, for- eldrar hans voru hjónin Jón Oddsson, bóndi og útvegsmað- ur á Álftanesi, Álfta- neshreppi, Mýra- sýslu, f. 17. júlí 1857, d. 18. jan. 1895, og Marta María Níelsdóttir, hús- freyja, f. 18. nóv. 1858, d. 13. nóv. 1941. Eyvör og Oddur eign- uðust þrjú börn: 1) Jón, hæsta- réttarlögm., f. 5. janúar 1941, kvæntur Valgerði Báru Guð- mundsdóttur, f. 20. febrúar 1936, börn þeirra eru: Guð- mundur Baldursson, lögreglu- maður, Kirkjubæjarklaustri, f. 24. mai 1954, maki Bonnie Lauf- ey Dupuis, f. 23. mars 1954, þau eiga fimm börn; Björgvin, hér- aðsdómslögm., f. 17. mars 1964, maki Sigríður Dóra Magnúsdótt- ir, heilsugæslulæknir, f. 13. maí 1959, þau eiga eina dóttur; Kristín Anna, nemi í þroska- þjálfun, f. 7. júlí 1969, hún á tvö börn. 2) Kristín, hjúkrunar- fræðingur í Ósló, f. 28. apríl 1945, gift Odd Roald Lund, viðskiptafr., f. 11. ágúst 1944, börn þeirra eru: Gústav, nemi, f. 2. apríl 1975; Gunnhildur Eyja, nemi, f. 21. nóv. 1979. 3) Marta María, kennari, f. 3. ágúst 1950, gift Þórði Magnús- syni, framkvæmdastjóra, f. 15. maí 1949, synir þeirra eru: Árni Oddur, forstöðumaður, f. 7. apríl 1969; Magnús Geir, leiksljóri, f. 7. okt. 1973; Jón Gunnar, nemi, f. 14. febrúar 1980. Eyvör ólst upp í Garðhúsum á Bakkastíg 9 í Reykjavík og lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Hún starfaði við Laugavegsapótek í Reykjavík, var við nám og störf í Engiandi og Danmörku og tók síðan við gleraugnadeild Laugavegsapó- teks þar til hún hóf störf á skrifstofu Mjólkurfélags Reykjavíkur. í sumarleyfum sínum var Eyvör leiðsögumað- ur erlendra ferðamanna á Is- landi. Frá árinu 1938 hefur Eyvör verið húsmóðir, fyrst á Víðimel 49, siðan Grenimel 25 og síðustu nítján árin á Hjarð- arhaga 46. Útför Eyvarar Ingibjargar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. góða viðkynningu og leiðbeiningar á lífsbrautinni. Einnig vil ég þakka henni fyrir elsku og umhyggju sýnda langömmubörnunum, barna- börnum okkar Jóns, sem eru börn Guðmundar og Bonniar; Bragi, María Sjöfn, Styrmir Þór, Valgerð- ur Bára og Jón Baldur, börn Kristín- ar Önnu og Kristins; Gunnar Jón og Helga María og barn Björgvins og Sigríðar Dóru; Margrét Erla. Ég þakka starfsfólki Hrafnistu í Hafnarfirði frábæra og nærfærna aðhlynningu, sem Eyvör mat mikils. Lýk ég þessum orðum með tveim erindum úr Hulduljóðum Jónasar Hallgrímssonar, sem hún hafði yndi af: Smávinir fagrir, foldar-skart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Prýðið þér lengi landið það, sem lifandi guð hefir fundið stað ástarsælan, því ástin hans allstaðar fyllir þarfir manns. Faðir og vinur alls, sem er! annastu þennan græna reit; blessaðu faðir! blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley! sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig; hægur er dúr á daggar-nótt; dreymi þig ljósið, sofðu rótt. Blessuð sé minning Eyvarar Ingi- bjargar Þorsteinsdóttur. Valgerður Bára Guðmundsdóttir. EYVÖRINGIBJÖRG , ÞORSTEINSDÓTTIR Fáein kveðjuorð til elskulegrar tengdamóður minnar, Eyvarar Ingi- bjargar Þorsteinsdóttur, sem í frið- sæld kvaddi eftir eins árs veikindi, sem hún bar mjög vel, því andlegur lífsþróttur hennar var óbugaður nánast til hins síðasta, en líkaminn ekki eins sterkur, í eitt ár er hún búin að beijast hetjulegri baráttu. Fyrir ári um þetta leyti var hún að hafa áhyggjur af því hvort gengi nú vel að fá ökuskírteinið endurnýj- að og keyrði bílinn sinn af miklu öryggi allt sem hún þurfti, var ekki mikið fyrir að biðja um aðstoð, spil- aði brids við vinkonur sínar tvisvar 1 Krossar á íeiði RySfrítt stóí - varaníegt efni, Krossamir em framleiddir úr hvíthúðuðu, ryðfríu stáíi. Minnisvarði sem etidist um ókomtta tíð. Sóíkross m/geisíum. Hœð 100 sm.frá jörðu. Tvöfotíur hross. Hœð 110 smfrá jörðu. Hringið í síma 431-1075 og fáið litabækling. BLIKKVERK Dalbraut 2, 300 Akranesi. Sími 431 -1075, fax 431 -3076 í viku og mundi allt sem hún vildi muna. Atgervi og mannkosti átti hún ekki langt að sækja, faðir hennar, Þorsteinn, skipstjóri og dannebrogsmaður, hafði orð á sér fyrir greiðvikni og framsýni, mjög vel ritfær, ritaði m.a. í Isafold og Ægi um menntun og kjör sjó- manna, hafnarmál og slysavarnir, m.a. hvatamaður að stofnun slysa- varnafélags. Móðir hennar, Kristín, verður ekkja 1918, þá með fimm börn, það elsta 17 ára og yngsta 4 ára, segir það mikið hennar dugnað- arsögu, að hún á þessum erfiðu tím- um ein og óstudd hélt saman heimil- inu, kom upp börnum sínum og öll- um til mennta. Framganga tengda- móður minnar einkenndist af þess- um eiginleikum. í veikindum hennar komu ekki síst sterkt fram allir hennar góðu eiginleikar, aldrei heyrðist hún kvarta, henni liði vel, allir væru svo elskulegir við hana og nú færi þetta allt að lagast, hún var sannkölluð dama fram i fingur- góma. Tilveran hafði verið svo góð við hana, að láta útlitið hæfa inn- rætinu, hún var einstaklega falleg kona, hún Eyvör, eins og systur hennar voru einnig, gamalt fólk hefur sagt mér að þær Garðhúsa- systur við Bakkastíg í Reykjavík hafí þótt athygliverðir kvenkostir og tengdamamma sagði mér sögur af því, að þrátt fyrir lítinn húsakost í Garðhúsum, var herramönnunum sem voru það heppnir að þær þáðu boð þeirra á dansleiki, ævinlega boðið til stofu áður en dömumar fylgdust með þeim. Væri ég nægj- anlega ritfær gæti ég skrifað heila bók um ævina hennar Eyvarar Ingi- bjargar, hún hafði skemmtilega frá- sagnargáfu og stutt var í glettnina, hún sagði frá hestaferðunum um ísland, þegar hún var leiðsögumað- ur, sá ég hana fyrir mér glæsilega og reista, hvernig sem aðstæður voru og margt framandi heimskon- unni, borgarbaminu. Hún var mjög vel skrifandi og talandi bæði á ensku og dönsku, hún gat einnig bjargað sér á þýsku og frönsku. Eitt gamalt máltæki kemur upp í huga mér þegar ég hugsa til henn- ar: Maður þarf ekki alltaf að syngja allt sem maður kann. Hún kunni að þegja þegar það átti við, en eng- um duldist þó að þarna fór kona sem hafði sínar ákveðnu meiningar, sem ekkert breyttust við vindblæ. Fyrir rúmum tuttugu árum, þegar við vorum að kynnast, vomm við báðar mjög varkárar, en við náðum að kynnast og ég lærði að meta staðfestu hennar og ólýsanlega umhyggju hennar fyrir börnum, tengdabömum, barnabörnum og barnabarnabörnum, systkinum og systkinabörnum sem hún vakin og sofin vildi gefa allt sitt besta, hún lagði mikla rækt við að treysta fjöl- skylduböndin, sem hún mat öðra fremur og allt fram að því síðasta safnaði hún öllum hópnum sínum í kringum sig með stórveislum hve- nær sem tækifæri gafst og þau sem erlendis vora í námi og starfi við þau tækifæri fengu þá upphringing- ar frá henni og fengu brot af hátíð- inni. Eyvör átti sína barnatrú óskerta, hún hampaði henni ekki, en naut þaðan friðar og styrks, hún stund- aði kirkjuna sína og til minningar um trúarstaðfestu hennar er fallegi altarisdúkurinn í Álftaneskirkju á Mýram, sem hún saumaði af mik- illi vandvirkni og gaf árið 1950, í þakklæti fyrir þijú heilbrigðu böm- in sín. Hún hefði ekki verið ánægð með mikil skrif um sig, en ég get ekki látið hjá líða að þakka henni fyrir Merk og góð kona hefur kvatt. Tengdamóðir mín, Eyvör Ingibjörg Þorsteinsdóttir, lést á björtu og hlýju sumarkvöldi, þann 21. júní sl. Mildir litir náttúrunnar, bleik slikja yfir fjöllunum, sléttur hafflöturinn, snarpt en mosavaxið hraun og fu- glasöngur einkenndu þann dag. Þannig var tengdamóðir mín einnig, hlý og umhyggjusöm. Hún var fremur lágvaxin, með silfurgrátt hár, tignarleg, snögg í hreyfingum og stjórnaði af mildi. Dugnaður, eljusemi og háttvísi einkenndu allar hennar gjörðir. Eyvör ólst upp í vesturbæ Reykjavíkur og bjó þar alla tíð. Hún var sannur Reykvíkingur. Hún hafði unun af ferðalögum, dáði náttúrufegurð og landafræði og þekkti betur en flestir nöfn fjalla og kenniieita. Eyvör var mjög fróð, stálminnug og hafði skemmtilegan frásagnarmáta. Hún var óspör á ferðasögur um óbyggðir íslands, grónar sveitir og útlönd. Sögurnar af tjaldferðinni í Þjórsárdal með upptrekktan grammifón og postul- ínsstell, ævintýralegri hestaferð með systrum og vinkonum í Land- mannalaugar, utanlandsferðunum, sérstaklega til Englands og Dan- merkur á yngri árum, svo og ferða- lög með Oddi, manni hennar, ekki síst til Ítalíu, bar oft á góma. Hugðarefni Eyvarar voru mörg. Auk sauma og lestrar hafði hún mikla ánægju af að spila brids í góðum kunningjahópi. Eyvör var góð amma, fylgdist af áhuga með því sem barnabörnin tóku sér fyrir hendur og bar mikla umhyggju fyr- ir velferð þeirra og framtíð. Sonum mínum reyndist hún einstaklega vel og sóttu þeir mikið til hennar. Allt- af tók hún þeim fagnandi, lagði dúk á borð og hafði til dýrindis krásir um leið og þau spjölluðu um heima og geima. Eftir góðgjörðir var sjálf- sagt að þeir fengju sér smálúr í sófanum. Eyja amma fylgdist vel með fréttum innanlands og utan, vissi hvað var að gerast í heimi íþróttanna, stöðu KR og erlendra liða sem ömmubörnin studdu svo og árangri á skákmótum. Hún var listfeng, dáði einkum skáldin Davíð Stefánsson og Guðmund Böðvars- son, tónlist Beethovens og Mozarts, myndlist og bar heimili hennar þess sterk merki og oft var rætt um leik- list. Hún hafði ákveðnar skoðanir á stjórnmálum og kom þeim af- dráttarlaust til skila til ungu kyn- slóðarinnar. Ég minnist heimsóknar Eyvarar fyrir nokkrum árum í sumarbústað okkar í Langholtsfjalli er ég sýndi í stórum og rúmgóðum sýningarsal okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum. Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalista. SKEMMUVEGI 48, 200 KOP., SIMI: 557-6677/FAX: 557-8410 henni stoltur allar plönturnar, birki, greni, lerki og aspir, sem við höfð- um gróðursett. Benti hún mér þá á að það vantaði reynitré. „Mér finnast reynitré fallegust tijáa og þau eiga alltaf að standa tvö og tvö saman,“ sagði tengdamóðir mín ákveðin á svip og bætti síðan við: ,Ég ætla að gefa þér tvö reynitré í afmælisgjöf og þú átt 'að planta þeim þarna.“ Hún hafði sitt fram og standa þau nú, beinvaxin og tignarleg og minna á gefandann. Minning um helgarferðar íjölskyld- unnar með Eyvöru í sumarbústað okkar 15.-17. júní í fýrra kemur einnig í hugann. Hún lék á als oddi, vildi spila fram á nætur með tíðum ábendingum til mín um betri spila- mennsku, ég minnist kaffisopans með henni úti á palli í góða veðrinu og umræðum um skógrækt okkar. Daginn eftir, 18. júní, veiktist Ey- vör og nokkrum dögum síðar kom stóra áfallið sem leiddi til þess að hún var bundin hjólastól síðasta árið. í vetur hefur Eyvör dvalið á Hrafnistu í Hafnarfirði og notið einstakrar umönnunar starfsfólks deildar 2B. Heimsóknir okkar til hennar, í fallega herbergið með útsýni til suðurs, hafa verið tíðar enda áttum við eftir að heyra marg- ar skemmtilegar sögur af vörum hennar. Umhyggja systkinanna, Jóns, Kristínar og Mörtu minnar, fyrir móður sinni var eftirtektarverð og sýndi hversu mikils þau virtu hana. Jón og Marta heimsóttu móð- ur sína daglega og Kristín hringdi oft í viku frá Osló auk nokkurra ferða heim. Þá er komið að kveðjustund og um leið og ég fyrir hönd fjölskyld- unnar færi starfsfólki Hrafnistu í Hafnarfirði þakkir fyrir frábæra umönnun og hýlegt viðmót við hana og okkur öll vil ég þakka tengda- móður minni fyrir langa og góða samfylgd. Minningin um mæta konu lifír. Blessuð sé minning hennar. Þórður Magnússon. Hinn 21. júní sl. andaðist Eyvör Ingibjörg Þorsteinsdóttir á Hrafn- istu í Hafnarfirði á 90. aldursári. Með henni er gengin glæsileg og gáfuð mannkostakona. Fallegt svip- mót hennar og tignarleg framganga bar vott um sterkan vilja og festu í athöfn og hugsun. Hún var heil í afstöðu sinni og hafði til að bera umhyggju fyrir velferð sinna nán- ustu, er hún helgaði líf sitt. Hún var dugmikil og traust atorkukona, lét sér aldrei verk úr hendi falla, þar til hún skyndilega varð fyrir heilsubresti 18. júní á sl. ári. Veik- indum mætti hún með einstakri hugarró og æðruleysi, umvafin ást- úð og umönnun barna, tengdabarna og barnabarna. Eiginmaður hennar, Oddur Jóns- son, framkvæmdastjóri Mjólkurfé- lags Reykjavíkur lést hinn 7. nóv- ember 1975 á 84. aldursári. Oddur lét af störfum 1965 fyrir aldurs sakir þá 74 ára að aldri. Áfram gegndi hann þó ýmsum störfum. Var meðal annars um árabil endur- skoðandi reikninga Vinnuveitenda- sambands íslands. Oddur var fædd- ur á Álftanesi á Mýrum, foreldrar hans voru hjónin, Jón Oddsson óð- alsbóndi þar og Marta María Níels- dóttir frá Grímstöðum á Mýrum. Föður sinn missti Oddur 18. janúar 1895 og var Oddur næstyngstur í sjö barna systkinahópi, en seinni maður Mörtu Maríu var Haraldur Bjarnason, bóndi á Álftanesi, og eignuðust þau tvö börn. Oddur fór á þriðja ári til Þuríðar móðursystur sinnar og eiginmanns hennar, Páls Halldórssonar, skólastjóra Stýri- mannaskólans, og ólst að verulegu leyti upp hjá þeim, en dvaldi um sumur hjá móður sinni á Álftanesi. Oddur var glæsilegur maður og hafði á sér svipmót virðugleika og hógværðar. Hið innra svaraði til hins ytra. Höfðingsskapur var hon- um runninn í merg og bein. Hann var farsæll í störfum sínum og stjórn umfangsmikilla viðskipta á tímum mikilla framfara og breyt- inga í íslensku þjóðlífi. Hann var fastur fyrir og ávann sér hvarvetna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.