Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 46
•446 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ OLAFUR ÞORSTEINSSON + Ólafur Eysteinn Þorsteinsson fæddist í Reykjavík 18. júní 1933. Hann lést á Landspitalan- um 25.júní síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sveiney Guð- mundsdóttir hús- freyja, f. 29. júní 1906 í Keflavík, d. 5. ágúst 1991, og Þorsteinn Loftsson, bifreiðarstjóri, f. 17. október 1904 í Neðra-Seli í Lands- sveit, d. 5. júlí 1976. Systkini Ólafs eru Sveinn Þór- ir, f. 1929, kvæntur Hjördísi Ein- arsdóttur, og Sólveig, f. 1931, sem gift var Sverri Jónssyni en hann lést 1966. Ólafur kvæntist 1955 Hólm- fríði Björnsdóttur. Þau slitu samvistir. Börn þeirra eru: 1) Elsa Jóhanna, f. 1956, maki Rúnar Jónsson. Þeirra börn eru Tinna, Guðrún Ósk og Hólmfríður Björk. 2) Droplaug, f. 1960, hennar barn er Ólafur. 3) Þor- steinn, f. 1962, maki Jóna Fanney Kristj- ánsdóttir. Þeirra börn eru Sigurbjörg Tekla og Saga Líf. Sambýliskona Ól- afs var Guðrún Björgvinsdóttir, þau slitu samvistir. Dótt- ir þeirra er Rósa, f. 1963, maki Ellert S. Markússon. Þeirra börn eru Hörður Sche- ving, látinn, Guðrún Björg og Anna Karen. Ólafur var starfs- maður Flugfélags Islands og síð- ar Flugleiða allt frá árinu 1952. Útför Ólafs fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Einn af mínum kærustu og bestu vinum er farinn. Hann Ólafur Þor- ^ steinsson, alltaf kallaður Lalli, ’ kvaddi þennan heim 25. júní. Mig langar til að kveðja hann með fáein- um orðum. Þegar ég hugsa aftur í tímann, kannski sextán ár eða meira, þá sé ég best hvað ég hef verið heppin að eiga þig fyrir traustan og trygg- an vin sem alltaf var tilbúinn til að hlusta og taka þátt í gleði og sorg með mér. Þú lést þér ailtaf annt um það hvernig mér liði á leið til betra lífs og þú barst virðingu fyrir því sem ég var að gera og ■^þökk sé þér fyrir það, vinur. Það var alltaf svo gott að hringja í þig eða fá þig í kaffi til að spjalla sam- an. Lalli minn, þú varst nefnilega maður sem var hægt að treysta fullkomlega fyrir sínum innstu mál- um, maður vissi alltaf að það færi ekki lengra. Það eru ýmis verkefni lögð fyrir mann í lífinu og það verð- ur bara mikið léttara að takast á við þau þegar maður getur miðlað því með öðrum og það stóð aldrei á þér að veita mér áheyrn. Já, Lalli minn, ég þakka þér fyrir allar þær stundir sem við sátum og röbbuðum saman og ég geymi þær í minning- unni um þig. Meira að segja í veik- indum þínum varst þú að hlífa mér og sagðir sem minnst um líðan þína. Það er mikið fyrir að þakka að hafa fengið að vinna með þér í 15 ár hjá Flugleiðum og það voru góð ár sem ekki gleymast og fá svo að eiga þig fyrir vin sem eftir var. Jæja, Lalli minn, nú kveð ég þig með innilegri virðingu og þakklæti og ég á eftir að sakna þín, minn kæri. Ég bið Guð að gefa ættingjum og vinum þínum styrk í gegnum sorgina. Guð blessi svo minningu góðs drengs. Þín vinkona, Edda. Nær jafnskjótt og sumri tók að halla lauk jarðvist sinni vinur minn og samstarfsmaður um fjögurra áratuga skeið, Ólafur E. Þorsteins- son, verkstjóri í hlaðdeild Flugleiða á Reykjavíkurflugvelli. Ólafur eða Lalli, eins og hann var ávallt kallað- ur, hóf störf hjá Flugfélagi íslands hf. 18. apríl 1952 og er því margs að minnast á nær hálfrar aldar starfi manns, sem spannar næstum því flugsögu okkar íslendinga. Hann tók þátt í þróun og uppbygg- ingu þeirrar flugstarfsemi sem nú er svo snar þáttur í daglegu lífi okkar. Þökk sé þeim frumheijum sem með áræði og dugnaði mörkuðu leiðina til þeirra miklu framfara sem orðið hafa i flugmálum okkar. Á vordögum árið 1958 hóf ég t Ástkær móðir mín, SIGURVEIG BJÖRNSDÓTTIR frá Völlum, Hvassaleiti 6, lést sunnudaginn 29. júní. Rannveig Magnúsdóttir. t Elskulegur faðir, tengdafaðir, fósturfaðir og afi, BJÖRN RAGNAR EGILSSON bifreiðastjóri, Stórholti 32, er lést á Landspítalanum 25. júní, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 2. júli kl. 13.30. Egill J. Björnsson, Guðríður Guðbjartsdóttir, Magnús Sigurðsson, Jóhanna A. Stefándóttir, Björn M. Tómasson, Yngvi Tómasson, Stefán P. Magnússon, Magnús Þ. Magnússon. Birna Ómarsdóttir, Tómas Tómasson, Kolbrún Ólafsdóttir, Óli A. Einarsson, Frida Svantessen, störf í hlaðdeildinni og hófst þar með ágætt og farsælt samstarf okkar, sem aldrei bar skugga á. Það var ör þróun í flugflota Flugfé- lagsins á tímabilinu 1957 til 1967 þegar Katalínuflugbátarnir og þristarnir voru að víkja fyrir Fok- kervélunum og sexurnar fyrir þot- unum. Eins og nærri má geta þurftu starfsmenn að laga sig að þessari þróun og var hlutur Lalla í þeim verkefnum afar farsæll. Á langri stafsævi á íjölmennum og áhugaverðum vinnustað fer ekki hjá því að kunningsskapur og vin- átta myndist á meðal starfsmanna. Lalli var afar glaðsinna og hrókur alls fagnaðar á skemmtunum og hátíðum starfsmanna. Þótt sárþjáð- ur væri lét hann sig ekki vanta á samkomu á Þingvöllum nú í vor er lýsa skyldi yfir sjálfstæði Flugfé- lags íslands. Með æðruleysi og karlmennsku mætti hann örlögum sínum og var aðdáunarvert að fylgjast með að- standendum hans og vinum létta honum síðustu sporin. Ég þakka Lalla vináttu hans og samstarfið og votta börnum, tengdabömum, barnabörnum og vinum hans mína dýpstu samúð. Vertu að eilífu Guði falinn. Aðalsteinn Dalmann Októsson. Elsku afi, Það var sorgardagur hjá okkur miðvikudaginn 25. júní, þegar mamma og pabbi komu heim af spítalanum og sögðu okkur að þú værir dáinn. Það var bara ein vika síðan við komum í afmælið þitt og borðuðum með þér afmælistertu heima hjá þér. Við skiljum ekki af hveiju Guð vill taka þig frá okkur, þú varst ekkert gamall og okkur fannst þú alltaf svo skemmtilegur. Við gleymum aldrei þegar við vor- um litlar og vorum með þér og ömmu í sumarbústaðnum sem þið voruð að byggja og við fengum rólur og sandkassa svo við gætum leikið okkur þar. Þú fannst hreiður og sýndir okkur pínulitla unga sem héldu að við ætluðum að gefa þeim mat. Nú ert þú ekki veikur lengur. Við vitum að þér líður vel þarna uppi og vonum að þú sért búinn að hitta Hörð bróður okkar. Við vitum að þú passar hann vel fyrir okkur. Guðrún Björg og Anna Karen. Mikilvægur maður er farinn úr h'fi mínu, hann kæri afi minn, og það sem er mér til huggunar eru allar þær ljúfu minningar sem ég á um hann. Er hann kom í heimsókn fylltist maður allur af spenningi, það var svo hrífandi andrúmsloft í kringum hann, alltaf kom hann; „hæ darl- ing“; og smellti kossi á kinnina og laumaði M&M kúlupoka til mín. Hvað það var gaman þau skipti þegar ég og mamma fórum að heimsækja Lalla afa í vinnuna, sjá hann í vinnugallanum með heyrnar- skjólin úti á velli þar sem verið var að gera vélarnar tilbúnar fyrir flug- tak og hávaðinn í hreyflunum ær- andi. Þetta var allt svo framandi, hann var svo sjarmerandi í vinnubúningn- um, og hann var afi minn! Ég var svo stolt, og mér fannst ég vera litla prinsessan hans. Skemmtilegu ferðirnar okkar í sveitina, og skíðatúrarnir í Hamra- gil þar sem mikill tími og þolin- mæði fór í að kenna afastelpunni skíðakúnstirnar. Síðan komu unglingsárin og ég mun vera honum ævinlega þakklát hvað hann reyndist mér vel á því tímabili. Ég átti í erfiðleikum á þessu aldursskeiði, og var foreldr- um mínum svolítið erfið, og það er fyrir hans tilstilli að ég nýt vel- gengni og lifi hamingjuríku lífi í dag. Nú kveð ég þig, elsku afi minn, en minningin um þig lifir um ókomna framtíð. Þín Tinna. KRISTIN OKTA VIA INGIMUNDARDÓTTIR + Kristín Oktavía Ingimund- ardóttir fæddist á Siglufirði 8. októ- ber 1922. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 23. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingimundur Sigurðsson, f. 7. maí 1882 í Hvamm- skoti á Höfða- strönd, og Jóhanna Amgrímsdóttir, f. 16. júní 1880 að Bjarnargili í Fljót- um. Eftirlifandi systkini hennar em: Sigurbjörg, f. ll.júní 1909, Einara, f. 20. febrúar 1911, Arngrímur, f. 23. nóvember 1912, Ástríður, f. 7. maí 1915, Sigurlína, f. 1. september 1917, og Sigurður, f. 25. maí 1924. Sigurður Anton, f. 8. júlí 1907, og Kristinn, f. 19. október 1920, em látnir. Kristín flutti til Vestmanna- eyja árið 1932 eftir lát móður sinnar. Hún eignaðist dótturina Ingu Jóhönnu Amórsdóttur, f. 26. janúar 1943. Inga er búsett í Maima í Svíþjóð. Börn Ingu em: Kristrún Harpa, Dagný, Halldór og Rannveig. Hinn 8. október 1949 giftist Kristín Jóni Ástvaldi Helgasyni og áttu þau sex börn: 1) Oli Þór, f. 8. ágúst 1949, kvæntur Guðfinnu Nívarðsdóttur, búsettur á Þóm- stöðum í Eyjafirði, og eiga þau fjögur böm, Krístínu Rós, Sól- rúnu, Hlyn og Helgu Sif, 2) Sig- urbjörg Sóley, f. 23. janúar 1951, _ gift Ágústi Inga Ólafssyni, bú- sett á Hvolsvelli, og eiga þau þrjú börn, Sigrúnu, Ástvald Óla og Magnús. 3-4) Tvíburarnir Sig- urður Rúnar og Finnbogi Arnar, f. 5. september 1956, Sigurður Rúnar er búsettur í Reykja- vík og á hann fjögur börn, Gylfa, Pálma, Kristínu og Hauk, Finnbogi er búsett- ur á Hellu, hann á eina dóttur, Vigdísi. 5) Ragnar, f. 20. apríl 1960, kvæntur Guð- rúnu Bergmann, búsettur í Kópavogi, þau eiga tvo syni, Pétur Þór og ívar Orn. 6) Viðar Þór, f. 20. desember 1965, kvæntur Jóhönnu Ósk Pálsdótt- ur, búsettur á Hellu, þau eiga tvö börn, Þóru Ósk og Jón Pál. Kristín og Ásvaldur bjuggu í Vestmannaeyjum til ársins 1968 er þau fluttust að Hvols- velli í Rangárvallasýslu. Þar vann Kristín m.a. sem handa- vinnukennari við Hvolskóla og á húsgagnaiðju Kaupfélags Rangæinga. Kristín sótti vinnu til Reykjavíkur seinni árin þeirra á Hvolsvelli og vann þá hjá TM-húsgögnum og fata- verksmiðjunni Max ehf. Eftir að þau fluttu til Reykjavíkur árið 1985 starfaði hún þjá Hag- kaupum. Utför Kristínar fer fram frá Breiðabólstað í Fljótshlíð í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Fyrir rétt rúmu ári kvöddum við afa okkar, Ástvald Helgason, hinstu kveðju á sólbjörtum degi á Breiða- bólstað á Fljótshlíð. Sólin skein einnig þann dag er þú kvaddir, amma mín. Bæði máttu þau glíma við ósigr- andi andstæðinga í lok ævinnar, sjúkdóma sem grípa fram fyrir hendur á þeim sem þá hlýtur og orkan og krafturinn smám saman þverr. Amma kvaddi eiginmann sinn bein í baki og tiguleg eins og hún átti vanda til þrátt fyrir að veikindi hennar væru farin að segja verulega til sín. Ég veit að ekkert þótti afa verra en þurfa að yfirgefa þig þegar þú þurftir mest á honum að halda. Þeim stutta tíma, fyrr en skip mitt fer, sem flytur mig á brott í hinsta sinni, ég vildi gjama veija í návist þinni og velta þungri byrði af hjarta mér. Við börðumst lengi dags við óvin einn, og oftast litlum sigri hrósa máttum, hann beið við fótmál hvert í öllum áttum og andlit hans ei þekkti maður neinn. Að sigra þennan óvin eða deyja var okkur báðum tveim á herðar lagt. Og þér, sem eftir verður, vil ég segja: Eitt vopn er til, eitt vopn, þó enginn þekki, og vegna þess skal leyndarmálið sagt. Nei, skip mitt býst á brott. Ég get það ekki. (Steinn Steinarr.) Hún amma lifði lífínu lifandi. Annað verður ekki sagt. Þrátt fyrir að hún hafi verið komin á áttræðis- aldur þegar hún veiktist var hún enn í blóma lífsins. Hún var óstöðv- andi lífsglöð. Atorku hennar voru engin takmörk sett enda ekki van- þörf á við uppeldi sjö barna. Öll nutu þau þess að amma var einstök saumakona og voru ófáir kjólarnir, jakkarnir og buxurnar sem hún útbjó á þau. Dreg ég í efa að slík natni sé algeng sjón. Amma hafði atvinnu af saumaskap lengi vel og kenndi m.a. handavinnu á Hvols- velli. Á heimili hennar mátti einnig sjá ótai myndir, púða og aðra gripi sem hún hafði útbúið. Hún var órög að leita sér nýrrar þekkingar hvort sem var á sviði hannyrða eða annars. Lampa- skerma lærði hún að útbúa eins og listaverk og prýða þeir mörg heim- ili barna og barnabarna. Hver sem slíkan grip hefur hreppt telur sig lukkunnar pamfíl. Þegar þau afi voru flutt til Reykjavíkur sótti hún námskeið í ensku og spænsku í kvöldskóla, framyfir sjötugt. Þessa þekkingu hafði hún gaman af að nýta sér í fjölmörgum ferðum þeirra erlendis. Einatt þegar heim kom úr slikum ferðum hafði hún í fórum sínum gjafir til barnabarna sinna en þau eru alls 20. Ámma var fyrirmyndar húsmóðir í smáu sem stóru. Hún útbjó glæsi- legar veislur hvort sem var með tertum eða mat og oft stóð hún fyrir fjölskylduboðum þar sem borð- ið ætlaði að svigna af kræsingum. í veikindum sínum gætti hún þess að valda börnum sínum og barnabörnum ekki áhyggjum. Hún reyndi að gantast og brosa eins lengi og henni var unnt. Hún kvart- aði nánast aldrei yfir verkjum eða að hún ætti bágt að vera svona veik. Hún kvartaði aðeins yfir því að geta ekki verið við fermingar og útskriftir barnabarna sinna þetta árið. Hún vildi vera úti á meðal fólks, brosa og kætast. Sofið er ástaraugað þitt, sem aldrei brást að mætti mínu. Mest hef ég dáðst að brosi þínu. Andi þinn sást þar ailt með sitt. (Jónas Hallgrimsson.) Hvíl í friði, amma mín. Sigrún. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.