Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Stendur ekki til að borgin hækki framlög til LR Morgunblaðið/Golli „LEIKFELAG Reykjavíkur tók enga fjárhagslega áhættu með Leikfélagi Islands i uppfærslunni á Stone Free í Borgarleikhúsinu," segir Breki Karlsson hjá LÍ og bætir við að það hafi heldur eng- inn unnið kauplaust við uppfærsluna eins og Þórhildur segir að oftast sé gert í leikhópum sem hafa verið aðilar að samstarfsverkefnum í Borgarleikhúsinu. Myndin er af sýningu á Stone Free. Hörð viðbrögð eru við ummælum Þórhildar Þorleifsdóttur í viðtali við Morgunblaðið síð- astliðinn föstudag. Þröstur Helgason leitaði svara við ákalli Þórhildar um meirí styrki hjá borgaryfir- völdum og viðbragða við ummælum hennar um samstarfsverkefni í Borgarleikhúsinu og Loftkastalann. EKKI stendur til að borgaryfirvöld hækki framlag til Leikfélags Reykjavíkur á næsta ári frá því sem það var á síðasta leikári en eins og Þórhildur Þorleifsdóttir sagði í samtali við Morgunblaðið á föstudaginn stefnir í stórfelldar uppsagnir og samdrátt hjá leikfé- laginu komi ekki til meiri styrkir frá borgaryfirvöldum til þess. Að sögn Péturs Jónssonar, borg- arfulltrúa R-listans og varafor- manns borgarráðs, var framlag til LR skorið niður um fimmtán millj- ónir á fjárhagsáætlun borgarinnar 1997. „En síðan var fengin auka- fjárveiting til leikfélagsins og framlag til þess hækkað í 140 milljónir eins og það hafði verið árið áður. Það eru aftur á móti engar áætlanir uppi um meiri styrki til LR í ár. Einnig var gerð breyting varðandi sértekjur félags- ins af rekstri Borgarleikhússins. Áður var það svo að þessar sértekj- ur komu til lækkunar á styrk borg- arinnar til félagsins en svo er ekki nú. Hvatinn til að nota Borgarleik- húsið til annarra hluta en leiksýn- inga félagsins var ekki fyrir hendi, en svo er nú; allar sértekjur félags- ins renna óskiptar til reksturs þess. Áætlanir um aðrar breytingar hvað snertir LR eru ekki fyrir hendi að svo komnu máli.“ Pétur ságði að ekki hefði verið rætt um mál LR í borgarráði ný- lega. „Og ég veit ekki hver er vilji fólks til þess að borga meira til þessa leikhúss. Það er held ég hvorki á stefnuskrá meirihlutans né minnihlutans að greiða meira til LR. Ef beiðni kemur um hærra framlag verður hún hins vegar tekin fyrir. Ég á þó ekki von á því að hlaupið verði til og greiddar einhver hundruð milljóna meira til starfsemi leikfélagsins,“ sagði Pét- ur. Sigurður Karlsson, formaður LR, sagðist í samtali við Morgun- blaðið ekkert vilja láta hafa eftir sér um ummæli Þórhildar Þorleifs- dóttur í Morgunblaðinu á föstudag. Samstarfsverkefni eru leigusamningar Leikfélag íslands setti upp leik- ritið Stone Free eftir Jim Cartwr- ight í Borgarleikhúsinu í fyrra og var sú sýning samstarfsverkefni en í viðtalinu á föstudag sagði Þórhildur að engin samstarfsverk- efni verði framar í Borgarleikhús- inu, að minnsta kosti ekki með sama sniði og verið hefur. Frekar verði farin sú leið að leigja húsið út til frjálsra leikhópa. Þórhildur segir ástæðuna fyrir þessu vera að LR hafi borið kostnað af sam- starfsverkefnum í gegnum tíðina og látið leikhópum í té aðstöðu og vinnuafi nánast endurgjaldslaust. Þórhildur segir að með þessu hafi LR tekið fjárhagslega áhættu með leikhópunum. Ennfremur segir Þórhildur að starfsemi fijálsu leik- hópanna sem hafi verið með sam- starfsverkefni innan Borgarleik- hússins byggist mikið til á ókeypis vinnuframlagi sem sé annað en tíðkist hjá LR og sökum þessa skapist togstreita í húsinu á milli þeirra sem hafa föst laun og þeirra sem hafa engin laun. Breki Karlsson, framkvæmda- stjóri Leikfélags íslands, segir að við uppfærsluna á Stone Free hefði enginn unnið kauplaust. „Allir fengu full laun borguð fyrir störf sín og í flestum tilfellum meira en það. Og ég þykist vita að það sama hafi verið uppi á teningnum í öðr- um samstarfsverkefnum, Svanin- um, Konur skelfa og BarPar, sem reyndar gengu öll einstaklega vel. Það stenst heldur ekki hjá Þór- hildi að samstarfsverkefni séu að nota starfskrafta Borgarleikhúss- ins launalaust því að samstarfs- samningurinn sem er gerður er leigusamningur, samstarfsverk- efnin felast í því að við gerum leigusamning við húsið og innifalin í honum er samnýting á starfs- krafti. Á meðan sumarfrí voru hjá LR greiddum við öll laun starfs- manna í Borgarleikhúsinu og þeg- ar sumarfríum lauk og við fengum til liðs við okkur starfsfólk LR hækkaði leigan sem því nam. Og öll yfirvinna starfsmanna Borgar- leikhússins vegna uppsetningar okkar var borguð af okkur. Leikfé- lag Reykjavíkur tók heldur enga fjárhagslega áhættu með okkur í uppfærslunni á Stone Free, við tókum alla fjárhagslega áhættu sjálfir. Okkur þykir mjög miður að Borgarleikhúsið skuli standa nán- ast autt í allt sumar en við sóttum um að fá að setja upp annað verk á þessum sömu forsendum í sumar en það var ekki ljáð máls á því. Þessu var hafnað án þess að það hefði verið skoðað, þrátt fyrir að Stone Free hafi skilað LR hagnaði í fyrra og álíka margir gestir sótt þá sýningu og allar sýningar LR til samans. Þess má geta að Leikfé- lag Reykjavíkur fékk ákveðið hlut- fall af söluandvirði hvers miða í sinn hlut. Eftir að hafa verið neit- að hjá Borgarleikhúsinu höfum við hins vegar gert samning við Loftk- astalann um tiltekna uppsetningu. Okkur þykir miður að þessi viðhorf til samstarfsverkefna skuli vera komin upp í Borgarleikhúsinu því að við áttum mjög gott samstarf við húsið í fyrra.“ Breki sagði að það þyrfti að skoða það nánar hvort borgaryfir- völd þyrftu ekki að hafa meiri völd innan Borgarleikhússins fyrst þau leggja svo mikla peninga til starf- semi LR. „Það eru hins vegar mjög skiptar skoðanir á því innan leik- húsheimsins hvort rétt sé að borg- in leggi svo mikla peninga til starf- semi eins leikfélags og hún gerir; sumir segja að nauðsynlegt sé að hafa eitt sterkt leikfélag, aðrir segja að peningarnir myndu nýtast betur með því að dreifa þeim á fleiri leikhópa sem fengju þá að hafa aðstöðu í Borgarleikhúsinu. Þórhildur skjóti ruslinu eitthvert annað Baltasar Kormákur, einn af eig- endum Loftkastalans, segir að ef Þórhildur Þorleifsdóttir þurfi að skjóta ruslinu út úr Borgarleikhús- inu þá ætti hún að beina því eitt- hvert annað en að Loftkastalanum. Þórhildur sagði i viðtalinu á föstudag að starfsemi Borgarleik- hússins og Loftkastalans væri ekki sambærileg. Loftkastalinn hafi ekki sett upp eina einustu sýningu sjálfur á síðasta leikári, Á sama tíma að ári og Sirkus Skara skrípó hafí verið frumsýndar í fyrrasumar og teljist því gamlar sýningar. Auk þess væri þar einungis um að ræða eins og tveggja manna sýningar. Slíka starfsemi sagði Þórhildur ekki hægt að bera saman við Borg- arleikhúsið sem væri með fastráð- inn hóp leikara og annarra starfs- manna sem það hefði skyldur gegn. Baltasar segir að það sé ekki rétt hjá Þórhildi að Loftkastalinn hafi ekki sett upp eina einustu sýningu sjálfur á síðasta leikári heldur verið með tvær gamlar upp- færslur. „Leikárið hjá okkur hefst á sumrin, þá höfum við alltaf frum- sýnt. Það þýðir hins vegar ekki að sýningarnar okkar séu orðnar gamlar þegar komið er fram á vetur. Þar að auki vorum við líka aðilar að barnaleikritinu Áfram Latibær ásamt Magnúsi Scheving en það var frumsýnt á miðjum vetri. Þórhildur hefur heldur greini- lega ekki komið að sjá Skara skrípó því að það er ekki eins manns sýn- ing eins og hún heldur fram heldur tíu manna. Ég ber ekki á móti því að Loft- kastalinn og Borgarleikhúsið eru ólík fyrirtæki og að ýmsu leyti ekki hægt að bera þau saman. En hvort tveggja eru þetta leikhús og bæði hafa þau ákveðnar skyldur gagnvart áhorfendum sínum sem Þórhildur virðist horfa fram hjá. Þórhildur ætti kannski að skoða hvers vegna okkur gengur jafn vel og raun ber vitni, hvers vegna aðsóknin að okkar sýningum er svona mikil en aðsóknin hjá henni hefur hrapað. Við getum líka bent á að það er ekki hægt að bera saman þessi tvö leikhús að því leyti að við fáum enga opinbera styrki. Við myndum að sjálfsögðu fegnir vilja fá þessar 140 milljónir til að moða úr og myndum geta gert ótrúlega góða hluti með þeim.“ Aðspurður sagðist Baltasar ekki vilja gagnrýna verkefnaval LR. „En það segir sig sjálft að ef fólk kemur ekki á sýningarnar er eitt- hvað að verkefnavalinu. Og það er alveg ljóst að Leikfélag Reykja- víkur hefur ekki verið að vinna neina stóra listræna sigra með sýningum sínum undanfarin ár. Það er því ódýr lausn hjá Þórhildi að kenna öllum öðrum um en sjálf- um sér þegar aðsókn minnkar og allt stefnir í óefni.“ Söngtón- leikar á Sel- tjarnarnesi SÖNGHUÓMLEIKAR verða haldnir í Seltjarnarneskirkju miðvikudagskvöldið 2. júlí. Þar flytja þær Sigrún Val- gerður Gestsdóttir söngkona og Jónína Gísladóttir píanó- leikari kirkjuleg og veraldleg lög eftir Karl 0. Runólfsson, Sigursvein D. Kristinsson, Jór- unni Viðar, Hjálmar H. Ragn- arsson, Árna Thorsteinsson, Gabriel Faurée, Franz Schu- bert og Felix Mendelssohn. Einnig flytja þær nokkra negrasálma. Hljómleikarnir hefjast kl. 20.30. Suðræna svingsveitin til Noregs SUÐRÆNA svingsveitin úr Tónlistarskóla Garðabæjar hefur verið boðið til Noregs í tilefni af árlegu þingi nor- rænna tónlistarkennara sem haldið verður í Tromso dagana 27. júní ti! 4. júlí. Sveitin mun leika tvívegis á þinginu auk þess að koma fram við fleiri tækifæri í Tromso og ná- grenni. Sveitina skipa Grímur Helgason, klarínettleikari; Helgi Skúli Skúlason, víbrafón- leikari; Rannveig Káradóttir, píanóleikari; Öm B. Arnarson, bassaleikari og Dagur Bergs- son, trommuleikari. Stjórnandi er Reynir Sigurðsson. Gítarleikur á Hvamms- tanga GÍTARLEIKARINN Símon H. ívarsson heldur tónleika á morgun, miðvikudag kl. 20.30, á Hótel Seli á Hvammstanga. Á tónleikunum leikur Símon flamenco-tónlist og mun hann kynna einkenni laganna fyrir áheyrendum. Flamenco-lögin sem Símon leikur eru m.a. hinn tilþrifaríki Bulerias, hið austræna Fand- ango, tregablandið Soleares og Colombian, ríkulega litað af suður-amerískum áhrifum, segir í kynningu. Tónleikar á Húsavík TRÍÓ Sunnu Gunnlaugsdóttur heldur tónleika í Safnahúsinu á Húsavík miðvikudaginn 2. júlí kl. 20.30. Á efnisskrá er hefðbundinn djass með evrópsku ívafi. Tríó- ið skipa: Sunna Gunnlaugs- dóttir, píanó, Dan Fabricatore, bassaleikari, og Scott McLe- more, trommuleikari. Hafa þau leikið saman síðustu tvö ár en þau kynntust í William Paterson College í New Jersey er þau stunduðu þar tónlist- arnám.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.