Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ 2 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1997_________________ FRÉTTIR Kópavognr ákveður að Svipaður fjöldi ný- > TÆPLEGA 1.800 nýnemar hafa skráð sig til náms við Háskóla ís- lands fyrir næsta haust. Þrátt fyrir að skráningu sé að mestu lokið má búast við að heildarfjöldi nýnema verði um 2.200 í haust sem er svip- aður fjöldi og fyrir ári. Einnig bend- ir allt til að skipting nýnema milli deilda sé svipuð og í fýrra. Skráning nýnema í Háskólann fór fram dagana 22. maí til 5. júní, en stúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri, sem útskrifast seinna en stúdentar annarra skóla, höfðu undanþágu til 18. júní til að skrá sig. Brynhildur Brynjólfsdóttir, deildarstjóri hjá nemendaskrá Há- skólans, sagði í samtali við Morgunblaðið að einnig væri heim- ild til að veita sérstakar undanþág- ur til skráningar til 8. ágúst. Þá er töluvert um að nemendur sem greiða húsaleigubætur Húsaleigubætur til umræðu í bæjarstjórn Akureyrar BÆJARSTJÓRN Kópavogs hefur ákveðið að taka upp greiðslu húsa- leigubóta frá og með næstu ára- mótum. Kópavogsbær vill þó að tryggt sé að ríkið muni áfram greiða 60% bótanna eins og áður en Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs, segir yfirlýsingar ríkis- stjórnarinnar benda til þess að rík- ið hyggist hætta greiðslu húsa- leigubóta. Greiðslur húsaleigubóta hafa verið til umræðu í bæjarstjóm Akureyrar en ákvörðun hefur enn ekki verið tekin. „Ég sé ekki að við verðum utan við kerfið öllu lengur,“ sagði Jakob Björnsson, bæjarstjóri Akureyrar. „Við höfum ekki barist gegn húsaleigubótum sem slíkum en höfum séð ýmsa annmarka á kerfinu." Skýrari svör fáist „Þetta var samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjómar í vor en við höfum líka farið fram á skýrari svör félagsmálaráðaneytisins ann- ars vegar hvað varðar áframhald- andi greiðslu þeirra á húsaleigubót- um og hins vegar skilgreiningu á húsaleigubótum sem við teljum eiga heima á sama stað og greiðslur vaxtabóta. Fáist skýr svör við þessu munu bæjaryfirvöld hefja greiðslu bótanna," segir Gunnar. „Við höf- um einnig gagnrýnt ákveðna mis- munun kerfísins sem felst í því að þeir sem leigja íbúðir af bænum og þeir sem em með íbúðir í kaup- leigu fá ekki greiddar bætur.“ Gunnar segir að þó að Kópavogs- bær hafi ekki greitt húsaleigubætur til þessa hafi 5-8 milljónum á ári verið varið í óbeinar bætur í formi fjárhagsaðstoðar. Kostnaður Kópa- vogsbæjar af greiðslu húsaleigu- bóta er áætlaður 20 milljónir á ári í það minnsta. Heildargreiðslur ríkisins í húsa- leigubætur námu 311 milljónum í fyrra. Greiðslur húsaleigubóta í Reykjavík voru þá 258 milljónir, þar af var hlutur Reykjavíkurborg- ar 103 milljónir. nema skráður í HI þegar eru í námi í Háskólanum og standast ekki kröfur í haustprófum skrái sig aftur sem nýnema næsta haust. Af þessum ástæðum verður ekki hægt að segja til um endan- legan fjölda nýnema í Háskólanum fyrr en í haust, en búast á við að hann yrði svipaður og í byijun síð- asta árs. Veldur erfiðleikum Að sögn Brynhildar veldur það töluverðum erfiðleikum fyrir allt skipulag innan Háskólans hve seint skráningu lýkur að fullu. Það sem veldur ekki síður vanda er að of stór hluti eldri nemenda dregur að endurskrá sig fram á síðustu stundu. „Við auglýstum nýlega eft- ir eldri nemendum í Morgunblaðinu en við búumst við að töluverður fjöldi eigi nú þegar eftir að skrá sig. Það er því erfitt að gera sér grein fyrir heildartölu nemenda á næstkomandi haustmisseri." Af þeim nýnemum sem þegar hafa skráð sig við Háskólann lítur út fyrir að skipting nemanda milli deilda verði svipuð og í fyrra. Þann- ig hafa 20 nýnemar skráð sig í guðfræði, 136 í læknisfræði, 120 í lagadeild, 304 í heimspekideild og 233 í raunvísindadeiid. Eins og síðustu ár eru konur meirihluti nemenda við Háskólann og er sama hvort litið er til skrán- ingar nýnema eða heildarfjölda nemenda við skólann. Einnig virðist skipting kynjanna vera svipuð milli deilda í ár og síðasta ár. í öllum deildum nema viðskipta- og hag- fræðideild og verkfræði- og raun- vísindadeild eru konur meirihluti skráðra nýnema. Gæsluvarð- hald fram- lengt HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur framlengdi i gær gæsluvarðhald tveggja Hollendinga og tveggja Is- lendinga, sem ákærðir hafa verið fyrir stórfelldan innflutning á hassi, amfetamíni og E-töflum. Framlengdi dómurinn gæslu- varðhald fólksins, tveggja manna og tveggja kvenna, til 2. september næstkomandi, auk þess sem far- bann yfir fimmta manninum, sem talinn er viðriðinn umræddan fíkni- efnainnflutning, var framlengt til sama tíma. Hætt við flugtak í Kaupmannahöfn Vélinni skyndi- lega nauðhemlað Keflavík. Morgunblaðið. „ÞETTA var óþægileg tilfinning, þvi vélin virtist vera komin á eða við það að ná flugtakshraða þeg- ar henni var skyndilega nauð- hemlað og vélin var komin alveg að enda vallarins þegar hún stöðvaðist," sagði Sigurður Svav- arsson sem var farþegi í þotu Flugleiða er hætta varð við flug- tak á Kaupmannahafnarflugvelli í gærmorgun. Um var að ræða Boeing 737 þotu og varð hún að hætta við flugtak þegar hún var í flugtaks- bruni er aðvörunarljós kviknaði og gaf til kynna að einar dyr vélarinnar væru opnar. Hætti flugstjórinn samstundis við flug- tak. Flugvélin var á leið frá Ham- borg til Islands með viðkomu í Kaupmannahöfn. Um borð voru 153 farþegar, tveir flugmenn og fimm flugfreyjur. Skipt um þijá af sex hjólbörðum Jens Bjarnason, flugrekstrar- stjóri Flugleiða, sagði að vegna álags á hemlunarbúnað vélarinn- ar hefði orðið að skipta um nokkra hluti og skipt var um þrjá af sex hjólbörðum hennar. Vélinni var ekið út af brautinni og hún síðan færð til viðgerðar í flugskýli hjá Maersk. Flugvirkj- ar frá Flugleiðum héldu utan síð- degis í gær með varahluti og var búist við að þotan kæmist aftur í áætlunarflugið í dag. Nokkur seinkun varð á síðdeg- isferðunum til Kaupmannahafn- ar og Frankfurt af þessum sök- um en áætlunin átti að vera kom- in í eðlilegt horf strax í morgun. Sigurður Svavarsson sagðist vera búsettur í Kaupmannahöfn og væri hingað kominn í hálfs- mánaðar frí. Sagði hann að eftir að vélin hefði verið stöðvuð hefði farþegunum verið tilkynnt að viðvörunaryós hefði kviknað í mælaborði og flugtak yrði reynt aftur. Til þess hefði þó ekki kom- ið því stuttu síðar hefði farþeg- unum verið tilkynnt að sprungið hefði á hjólabarða og hætt væri við brottför þar til viðgerð hefði farið fram. „Okkur var síðan ekið í hóp- ferðabílum til flugstöðvarinnar þar sem við biðum eftir ann- arri vél og við sáum að vélin var enn á sama stað þegar við fórum í loftið," sagði Sigurður Svavarsson ennfremur. Morgunblaðið/Björn Blöndal SIGURÐUR Svavarsson ásamt dóttur sinni Snædísi Björk, 4 ára, sem var komin til Keflavíkur til að taka á móti pabba sínum. Réöst á mann með dúkahnífi Evrópska kvikmyndahátíðin í La Baule Dæmdur í 2Vi árs fangelsi HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt 18 ára gamlan mann, Andra Pál Jónsson, í fangelsi í 2'h ár fyrir að hafa stungið 19 ára gamlan mann með skrúfjárni og dúkahnífi 1. janúar síðastliðinn í Keflavík. Piltarnir voru báðir í samkvæmi í heimahúsi í Keflavík að morgni nýársdags og enduðu deilur þeirra með því að Andri Páll réðst að hinum með dúkahnífi og skrúfjárni. Veitti hann honum allmikla áverka á hendi og fæti. Samkvæmi hafði staðið í húsinu frá því um nóttina og gætti þar töluverðrar ölvunar. Ákæruvaldið höfðaði mál gegn báðum mönnunum. Þeim sem varð fyrir stungunum var gefið að sök að hafa ráðist á Andra Pál og sleg- ið hann og veitt honum áverka. Var hann dæmdur til að greiða allan kostnað af sínum þætti sakarinnar en refsing felld niður að öðru leyti. Andra Páli var gefið að sök að hafa lagt til mannsins með dúkahnífi og skrúfjárni þannig að af hlaust stórt sár á hægra læri og hægri fram- handlegg. Við refsimat tók Héraðsdómur tillit til þess að atlagan var gerð í mikilli reiði og geðshræringu. Þótti skilyrði til að færa refsinguna veru- lega niður og þótti hún hæfilega ákveðin fangelsi í 2'h ár en til frá- dráttar kemur gæsluvarðhaldsvist frá 2. janúar til 9. janúar. Dæmdi ber einnig allan kostnað af sínum þætti sakarinnar. Á köldum klaka var valin besta myndin Á KÖLDUM klaka, kvikmynd Frið- riks Þórs Friðrikssonar, var valin besta kvikmyndin á Evrópsku kvik- myndahátíðinni í La Baule í Frakk- landi í gær og hlaut aðalverðlaunin. Þorfinnur Ómarsson, framkvæmda- stjóri Kvikmyndasjóðs íslands, segir að verðlaunin geti stuðlað að því að Frakkar fjármagni íslenskar kvik- myndir sem þeir hafa ekki gert í miklum mæli til þessa. Evrópska kvikmyndahátíðin í La Baule var haldin í sjöunda sinn og lauk henni í gær. 20 kvikmyndir frá jafnmörgum Evrópulöndum voru sýndar í aðalkeppni hátíðarinnar. Framlag íslands var kvikmyndin Á köldum klaka. ísland var auk þess í aðalhlutverki á lokadegi hátíðarinnar sem var algjörlega helgaður íslensk- um kvikmyndum. Við það tækifæri voru þijár íslenskar kvikmyndir sýnd- ar, þ.e. Á köldum klaka og Djöflaeyj- an eftir Friðrik Þór, sem báðar hafa verið seldar til Frakklands, og Agnes eftir Egil Eðvarðsson. Evrópuráðið og Evrópski kvik- myndasjóðurinn standa á bakvið Evrópsku kvikmyndahátíðina í La Baule. Þorfinnur segir að þetta sé helsta hátíðin sem beini sjónum sín- um aðeins að evrópskum kvikmynd- um. „Hátíðin hefur vaxið mjög á síð- ustu árum. Það er verið að reyna að búa til evrópska Cannes-hátíð. Hér er ekki jafnmargt fólk og mark- aðurinn ekki viðlíka og í Cannes. En þetta er mjög skemmtilegur stað- ur og ákjósanlegur til þess að hátíð- in nái að dafna,“ sagði Þorfinnur. Hann segir að franskir dreifingar- aðilar og framleiðendur ásamt full- trúum frönsku sjónvarpsstöðvanna hafi sótt hátíðina. „Tengingu við Frakkland hefur vantað heima á Is- landi. íslenskar kvikmyndir hafa nánast aldrei verið gerðar í _sam- vinnu við Frakka. Það veitti því ekk- ert af því að ná sambandi við Frakka," segir Þorfinnur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.