Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Forhlið/innra borð MYNDLIST Listasafn Kópavogs BLÖNDUÐ TÆKNI ÁSA ÓLAFSDÓTTIR Opið alla daga frá kl. 12-18. Lokað mánudaga. Til 6. júlí. Aðgangur 200 ki'ónur. MYNDLISTARKONAN Ása Olafsdóttir er snúinn aftur úr Svía- ríki, þar sem hún hefur endurtekið verið í víking, nú sem gestur á Listafárinu svonefnda í Gautaborg. Alltaf er eitthvað sérstakt og rót- tækt við athafnir Ásu og þannig er nú vísað til yfirgefinna húsa, sem listamenn komu auga á og hag- nýttu, hlutuðust svo til um að þau yrðu endurnýjuð. Fyrrum farsóttar- hús og hæli skipti um hlutverk og varð að sýningarsölum og vinnustofum. Þetta tekið fram hér vegna þess að vinnubrögð Ásu eru ekki ósvipuð þeim er rata frá slík- um listamannanýlendum og grasrótarhreyfingum. Kem- ur því ekki á óvart, að hún sækir hugmyndir sínar til fornrar íslenzkrar myndlist- ar á miðöldum, í þessu tilviki Jónsbókarhandrits. Telur skrifara handritanna elztu myndlistarmenn okkar, sem þó má draga í efa, því eitthvað hiýtur að hafa verið til af þeim á sögu- og þjóðveldisöld þótt fátt sé um sýnileg- ar menjar. Hins vegar er alveg rétt að kalligrafían var að vissu marki myndlist, í sumum tilvikum ótvíræð myndlist. - Það sem við sjáum, og sjáum í raun ekki að hluta, eru myndir rýmisdýptar, þar sem listakonan notar tvo blindramma sem festir eru saman, innra og ytra borð. Ytra borðið blasir að sjálfsögðu við, en skorið er gat á það svo sér í málað uppstækkað letur á innra borði en aðeins að takmörkuðu leyti, þannig að hinn hlutinn er hulinn heimur sem opið er að spá í. í útliti minna verk- in stundum ekki svo lítið á helgi- myndir, vinnsluferlið er að megin- hluta til blönduð tækni, en á stund- um krosssaumur, í einu tilviki myndaröð unnin af handverkskonum á Sléttuvegi 11-13, sem færðu borg- inni verkin til eignarhalds. í verkunum kemur glögglega fram sú ríka tilhneiging til rýmis- legrar dýptar sem kom svo vel fram á sýningu í Norræna húsinu fyrir tveimur árum, en nú er skreytikennd áferð með trúarlegri skírskotun hluti heildarinnar og er maður ekki alltaf sáttur við þá blöndu. Og hvað sem öllum framsæknum tilraunum og nýjungum líður höfðaði krosssaums- verkið „Letur“ (7) mest til lýnisins fyrir ferskleika og upprunalega sköpunargleði... L i t a fl æ ð I MÁLVERK SIGURBJÖRN JÓNSSON Málarinn Sigurbjöm Jónsson er helst þekktur fyrir óformlegar litasin- fóníur, sem á hlutlægum grunni skara heim tónlistarinnar. Yfirmáta umbúðalausar og Ijörlega málaðar litaheildir sem afar framandi undir- tónn einkennir. í upphafi voru mynd- verk minni stærða mjög áberandi hjá listamanninum, en á síðustu árum mjög stórir dúkar með miklu og nær óheftu flæði afmarkaðra litaheilda. í báðum tilvikum kennir maður sterkra áhrifa frá amerísku málverki, jafnt í hlutlægri sem óhlutlægri gerð, en Sigurbjörn virðist þó hafa ijarlægst þau ákveðnu hlutlægu myndefni sem voru svo áberandi framan af. Ein- kennandi fyrir vinnubrögðin er hve litirnir liggja laust á yfirborðinu og að gerandinn vinnur hratt og létt, líkt og sársaukinn og átökin við dýpri lífæðar litarins séu honum framandi og helzt gildi að ná fram hrifsterku samræmi. Þetta virðast þannig fyrst og fremst vera vinnu- stofumálverk máluð samkvæmt fyr- irfram gefnum stefnumörkum, sem leyfa síður skapandi kenndum að fá útrás og alls ekki þeim sem einung- is vakna við yfirlegur, átök og vægð- arlausa krufningu grunnatriðanna. Maður getur helzt nefnt þetta stemmur augnabliksins og hraða atburðarás á myndfleti og vissulega er hér gengið afar hraustlega til verks. Vinnsluferlið á auðvitað rétt á sér, enda notað af mörgum, en maður saknar ósjálfrátt greinilegra jarðtengdra hrifa frá umhverfinu, vel að merkja íslenzku umhverfi, ramman safaríkan undirtón eins og sér stað í litasinfóníum Svavars Guðnasonar. Það er svo helst í dúk- um eins og „Ógn“ (9) og „Draumur Hafmeyjunar" (11) að Sigurbjörn þrengir sér inn í sjálf grunnmál myndflatarins, og litrófsins um leið. Fullkomlciki INNSETNING IRIS ELVA FRIÐRIKSDÓTTIR Sjaldan hefur maður orðið vitni af jafn algjörri innsetningu og við blasir í kjallararými safnsins, þannig að maður freistast til að nefna hana samgróning eða fullkomleika. Listakonan Iris Elva nefnir þetta list hugans, og segist líta á myndlist sína sem röð af tilraunum til að draga fram kvenlegt næmi í efni sem flestir álíta „dauð“ - efni eins og pólýester og steypu. Þetta hef ég gert með því að tefla saman andstæðum - hita kulda, mýkt og hörku, líf og dauða ... í efnið set ég tilvísun um kvenlega nálægð. Stundum örlar aðeins á ná- lægðinni, en einmitt þannig vil ég að hún yfirgnæfi and- stæðu sína. Ég vil láta í mér heyrast með því að hvísla. Öll sköpun er hugmynd. Ef sköpun á sér ekki rætur í ígrund- aðri hugmynd er hún eins og rót- laust tré, - eingöngu á yfirborðinu og hlýtur að falla. Þetta er allt sam- an gott og gilt og auðvelt að sam- sinna listakonunni eftir skoðun sýn- ingarinnar. Hún virkjar þannig þenslumátt þagnarinnar til hins ýtr- asta, myndverkin þrengja sér ekki á vit skoðandans, heldur gera vart við sig hægt og hljótt. Rýmið er ein heild og fátt annað sem vekur at- hygli skoðandans en þessi einfalda ákveðna og markaða heild. Hvernig einstök verk njóta sín svo til að mynda á samsýningu er ekki gott að segja, undantekning er þó röð átta láréttra ferhyrndra eininga, þar af eru íjórar með endurtekinni fugl- símynd. Hér á sér stað afar verðmæt litræn þróun, og þetta er nú einmitt það sem maður nefnir gjarnan að virkja innri lífæðir litarins, getur jafnt gerzt í veikum sem sterkum litaheildum. Og rétt er það hjá Irisi Elvu, að myndirnar afhjúpi kvenleg- ar kenndir gagnvart umhverfinu, og mikið gott til þess að vita að enn eru til konur er afneita ekki þeim sérstöku og dýrmætu eðliskostum. Bragi Ásgeirsson Ása Sig-urbjörn Iris Elva Ólafsdóttir Jónsson Friðriksdóttir Platan ber tónskáldinu fagurt vitni TONLIST Hljómplötur „THE MUSIC OF ÁRNI BJÖRNSSON" Sönglög. Píanósónata í D-moll op. 3. Rómönsur fyrir fiðlu og píanó nr. 1 & 2. James Linsney, píanó, Gunnar Guðbjörnsson tenór, Eliza- beth Layton, fiðla. Hljóðritað í júní 1996 í St. Martin’s Church, East Woodhay, Hampshire, Englandi. Framleiðandi/hljóðmeistari: Gary Cole. Útgefandi: Music Islandica. Isberg Limited. Olympia OCD 463. ÁRNI Björnsson (f. 1905) verður án efa talinn í flokki helstu tónskálda íslenskra, enda þótt honum yrði ekki gert kleift að þróa feril sinn og þroska; var á miðj- um aldri fyrir til- gangslausri árás ól- ánsmanna, sem olli varanlegum heila- skaða. Hann hafði þó ekki gleymt að leika á píanóið og var fær um að semja góða tónlist, enda þótt tempi yrði hægari og útsetn- ingar einfaldari. Og þrátt fyrir skerta andlega orku vann hann til fyrstu verð- launa í norrænni samkeppni á vegum danska útvarpsins með Tilbriðum um tema í þjóðlagastíl fyrir blásarasveit, sem hann skrifaði 1970. Árni var að miklu leyti sjálfmenntaður í tónlistinni, en stundaði þó á fullorðinsárum tónlistarnám í tvö ár við Royal College of Music í Manchester. Er hann flutti úr sveitinni til Reykjavíkur nam hann flautuleik og varð einn af meðlimum Sinfó- níuhljómsveitar íslands frá stofnun hennar, sem á þeim tíma var að mestu leyti ólaunað starf. Hann vann fyrir sér og fjölskyldu með kennslu og einnig lék hann á píanó í danshljómsveit. Þessi kærkomna hljómplata ber Árna fagurt vitni sem tón- skáldi. Mörg sönglaganna eru vel þekkt, sum minna - því mið- ur. Þau bestu eru hreinar perlur og get ég vel tekið undir með píanóleikaranum, James Lisney, sem minnist sérstaklega á Einbú- ann við ljóð Jónasar Hallgríms- sonar, Rökkurljóð (Ólafur J. Sig- urðsson), Við dagsetur (Jón Þórðarson) og Horfinn dag (Sig- urður B. Gröndal) í ágætu spjalli í bæklingi. Gunnar Guðbjörnsson syngur þessi lög frábærlega vel. Rómönsurnar tvær eru sennilega betur þekktar í hljóm- sveitarbúningi, en hér eru þær prýði- lega leiknar af þeim Elizabeth Layton (fiðla) og James Li- sney. Loks leikur James Lisney píanó- sónötur í D-moll, metnaðarfullt verk og áheyrilegt, þó ekki geti það talist frumlegt fremur en flest íslensk verk samin á þessum tíma. Þetta er með fyrstu verkum Árna (op. 3), rómantískt, fallegt og geðríkt a la Brahms með skír- skotun í Grieg og Chopin (prelod- íur). Mjög vel leikið. Hljóðritun er ágæt, og hér er því um kærkomna hljómplötu að ræða - sem bætir verulega úr vanrækslusynd og tómlæti gagn- vart mörgum tónsmíðum þessa ágæta tónskálds. Oddur Björnsson Árni Björnsson Framandi sjónarhom Nýjustu hefti tímarit- anna Jóns á Bægisá og Andblæs eru fjölbreytt og skemmtileg að efni. Þröstur Helgason gluggaði í þau og segir frá því helsta sem bar fyrir augu. I ÞRIÐJA bindi Islensku bókmennta- sögunnar sem kom út um síðustu jól fjallar Viðar Hreinsson um vestur- íslenskar bókmenntir og segir að um aldamótin hafi verið hægt að nafn- greina vel á annað hundrað skáld og hagyrðinga sem birt höfðu skáld- skap í bókum og blöðum í Vestur- heimi. Þetta er auðvitað með ólíkind- um, ekki síst þegar litið er til þess að það hafa kannski verið um tíu þúsund íslendingar í Vesturheimi á þessum tíma en alls fluttu þangað á milli sautján og átján þúsund manns frá íslandi. Og enn láta íslenskættuð skáld að sér kveða í Vesturheimi. I nýj- asta hefti tímarits þýðenda, Jóni á Bægisá, eru birtar þýðingar á vest- ur-íslenskum skáldskap og greinar sem meðal annars fjalla um vandann að þýða þessar bókmenntir. Það er annars merkilegt að þar til nýlega hafa íslendingar sýnt lítinn áhuga á þessum bókmenntum. Guðrún Björk Guðsteinsdóttir segir í grein í Jóni á Bægisá að það hafi ríkt eins kon- ar „menningarlegt kaldastríðs- ástand" hér á landi „gagnvart bók- um skrifuðum á ensku og frá fram- andi sjónarhorni um íslenskan menn- ingararf, allt þar til Ormstunga gaf út Játningar landnemadóttur [eftir Lauru Goodman Salverson] í þýð- ingu Margrétar Björgvinsdóttur árið 1994.“ Guðrún segir að það megi líta svo á þetta tölublað Jóns á Bægisá marki endanlegt fall þagn- armúrsins sem umlokið hafi vestur- heimskar bókmenntir hér. Fátt sem bendir til íslenskra ætta í heftinu er birtur skáldskapur eftir sjö kanadíska rithöfunda af ís- lenskum ættum, þann elsta fæddan 1927 og þann yngsta fæddan 1948. í inngangi segir að ekki sé rétt að segja að þessir höfundar séu vestur- íslenskir í hefðbundnum skilningi þess orðs, heidur séu þeir kanadísk- ir enda skrifi þeir um kanadískt umhverfi og veruleika. Þetta má til sanns vegar færa. Það er fátt sem bendir til þess að höfundarnir séu HVAT? Tala thu islenzku? er spurt á forsíðu Jóns á Bægisá en þar eru birtar þýðingar á vesturheimskum bókmenntum og greinar um þær. af íslenskum ættum, nema ef vera skyldi eitt og eitt íslenskt nafn sem kemur fyrir í textunum. Ljóðaflokkur Kristjönu Gunnars, Næturvinnuþjarkar ragnaraka, er þó ortur um, eða öllu heldur inn í, íslenskan veruleika; íslenskur fiskur, íslenskar fjörur, íslenskar hafnir. Þetta virðist friðsamlegt en Krist- jana fjallar um efni sem ekki hefur verið ort um hér á landi í langan tíma; kjarnorkuvána, mengunina, tortímingu mannkynsins: „við döfn- um og þróumst, að minnstakosti / hingaðtil, með því að brenna / olíu og kolum, knöppum forða og stub- bóttum / sem ekki mun endast / ekkert endist / við erum líka endan- leg“. Viðfangsefnið er stórt og mik- ið og orðin í réttu hlutfalli við það, bæði lítil og vanmegnug. Aðrir höfundar skáldskapar í heft- inu eru William D. Valgardson, Mart- ha Brools, David Arnason, Betty Jane Wylie, Paul A. Sigurdsson og Bill Holm. Auk Guðrúnar Bjarkar skrifa greinar í heftið Soffía Áuður Birgis- dóttir, Garðar Baldvinsson og Gunnar Gunnarsson. Kynningar eru á öllum höfundum í heftinu. Oft meiri leikgleði Sjötta hefti tímaritsins Andblæs er sneisafullt af frumsömdum ís- lenskum skáldskap en að þessu sinni eru einnig birt tvö þýdd ljóð eftir norska skáldið Knut Ddegárd. Jafn- framt eru fjögur myndverk í heftinu eftir Pál Heimi, Marilyn Herdís Mellk og Ágúst Bjarnason. Andblær hefur einkum haft það hlutverk að birta skáldskap eftir yngri skáld og ýmiss konar tilraunir á skáldskaparsviðinu; framandi eða nýtt sjónarhorn má kannski segja að hafi verið upphaflegt markmið Andblæs. Hafði lengi vantað slíkt tímarit þegar Andblær kom fram á sjónarsviðið fyrir fáum árum. Það hefur oft verið meiri leikgleði í tímaritinu en í þessu sjötta hefti þess. Minna er af tilraunastarfsem- inni sem einmitt var sá ferski andb- lær sem það bar íslenskum bók- menntum í upphafi. Hér eru þó fá- ein verk í þessum tilraunaanda eins og til dæmis eftir Ólöfu Pétursdóttur og Kjartan Árnason. Kannski setja bara skáld eins og Kristján Karls- son, Þóra Jónsdóttir, Matthías Jo- hannessen og Knut Údegárd svona yfirgnæfandi og yfirvegaðan svip á þetta hefti að annað fellur í skugg- ann. Aðrir höfundar efnis í heftinu eru Guðmundur H. Helgason, Valgerður Benediktsdóttir, Þórður Helgason, Hrannar Þór Bjartmarsson, Þorvarð- ur Hjálmarsson, Hrafn A. Harðar- son, Sólmundur Friðriksson, Gunnar Randversson, Kristjana Emilía Guð- mundsdóttir, Karl Hallgrímsson, Alexander, Þyrí Halla Steingríms- dóttir, Helga Bára Tryggvadóttir, Þórhallur Þórhallsson, Anna Karin Júlíussen og Guðrún Lillý Guð- björnsdóttir. Allir höfundarnir eru kynntir lítillega í heftinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.