Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1997 3 7 Ferðamanna- fyrirtækið SVR HLUTVERK SVR er að veita þjónustu á sviði fólksflutninga í Reykjavík og á Sel- tjarnarnesi. í þjónustu- framboði sínu leggur SVR áherslu á frum- kvæði, markvissa boðmiðlun, öryggi, gæði og hæfni til að aðlagast breytilegum þörfum markaðarins. Að jafnaði eru farnar 22.000 ferðir á dag með SVR. Kannanir sýna að 25-30% borg- arbúa nota strætó vikulega eða oftar. Ljóst er þó að við- skiptavinir SVR eru ekki eingöngu íbúar á höfuðborgarsvæðinu. Könnun Sumarið 1996 var gerð á vegum Reykjavíkurborgar könnun meðal erlendra ferðamanna sem sóttu Reykjavík heim. Markmið könnun- arinnar var að afla upplýsinga með það fyrir augum að bæta þjón- ustuna við erlenda ferðamenn og geta unnið markvissar að jnarkaðs- setningu en hingað til. í skýrslu, sem birtir niðurstöður könnunarinn- ar, kemur fram að yfirfæra megi niðurstöður hennar á alla þá erlendu ferðamenn sem koma hingað til lands og dvelja að minnsta kosti eina nótt í Reykjavík. Margir fara í strætó Ekki er það nú svo að allir þeir ferðamenn sem koma til Reykjavík- ur taki sér far með strætisvagni. Hins vegar kemur frám í niðurstöð- um könnunarinnar að 40% ferða- manna nýti sér þjónustu SVR. Þó vitað sé að ferðamenn noti strætis- vagna mikið, kemur sú mikla notk- un sem niðurstöður gefa til kynna nokkuð á óvart. Sem dæmi þá fara fleiri ferðamenn í strætó en í sund, Gullfoss og Geysi, Bláa lónið, Ár- bæjarsafn, Þjóðminjasafn eða kvik- myndahús svo eitthvað sé nefnt. Ferðamenn frá Norður-Evrópu virðast mun líklegri en aðrir til að ferðast með strætisvögnum á með- an Norðurlandabúar nota strætis- vagna hlutfallslega minnst. Nokkur munur er þó milli Norðurland- anna innbyrðis og sem dæmi þá nota einungis rúm 19% Dana strætis- vagna á meðan rúm 47% Finna gera það. Nokkur munur er einnig milli starfsstétta og stöðu viðkomandi. Elliiífeyrisþegar, stjórnendur og at- vinnurekendur nota strætisvagna hlutfalls- lega minnst á meðan kennarar og nemar nota þá hlutfallslega mest. Ekki virðist vera marktækur munur milli aldurshópa eins og þeir voru skilgreindir í könn- uninni. Samkvæmt upplýsingum frá Upplýsingamiðstöð ferðamála, fór Góðar almenningssam- göngur, segir Þórhall- __ ur Orn Guðlaugsson eru gildur þáttur í ferðaþjónustu. heildarfjöldi ferðamanna til íslands í fyrsta skiptið yfír 200 þús. árið 1996. 95% þeirra koma til Reykja- víkur. Ef 40% þeirra nota strætó, má gera ráð fyrir að 76 þús. ein- staklingar taki sér far með strætis- vagni á meðan á dvöl þeirra stend- ur. Vitað er að þeir sem á annað borð nota strætó fara fleiri en eina ferð. Ef við gefum okkur að þeir sem nota strætó fari að jafnaði þtjár ferðir og borgi fullt fargjald, kr. 120, má áætla að tekjur SVR vegna erlendra ferðamanna séu á bilinu 25-30 millj. Munar um minna en þó ber að hafa í huga að hér er aðeins um að ræða 2-3% af heildarveltu SVR. Ferðamenn ánægðir Yfirgnæfandi meirihluti þeirra er tóku afstöðu í könnuninni virtist vera ánægður með þjónustu SVR. í könnuninni var spurt hversu auð- velt eða erfítt var að átta sig á leiða- kerfi SVR. Tæp 60% áttu fremur auðvelt eða mjög auðvelt með að átta sig á leiðakerfinu. Sú mikla notkun á þjónustu SVR, sem niður- stöður könnunarinnar gefa til kynna, bendir jafnframt til þess að hún sé ferðamönnum aðgengileg og uppfylli vel þeirra þarfir. Dæmi eru einnig um að ferða- menn hafí haft samband við fýrir- tækið og lýst ánægju sinni með þjónustuna. Sem dæmi þá barst SVR bréf frá enskum ferðamanni sem var hér á ferð sl. haust. í bréf- inu segir m.a.: „I would like to say, thank you very much, for a fri- endly and efficient bus service and to your staff who were so ready to help and advise.“ Og í íslenskri þýðingu: „Ég vil þakka þér kærlega fyrir vinalega og skilvirka þjónustu og starfsfólkinu sem var svo viljugt að hjálpa og leiðbeina." Það er ánægjulegt þegar við- skiptavinir sjá ástæðu til að hrósa fyrir veitta þjónustu og er vissulega hvetjandi fyrir starfsfólk fyrirtæk- isins. Mikilvægi SVR Ljóst er að þjónusta SVR er ekki frumaðdráttarafl fyrir ferðamenn sem hingað koma. Menning og nátt- úra landsins hefur þar líklega mest að segja. Þjónusta SVR er hluti af þeim þáttum sem auðvelda eiga ferðamönnum að sækja okkur heim. Ef marka má niðurstöður könnun- arinnar meðal erlendra ferðamanna eru góðar almenningssamgöngur mikilvægar í því sambandi. Stór hluti ferðamanna notar strætis- vagna sem fyrsta kost til að kom- ast milli staða. Áfangastaðurinn er oftar en ekki miðborg Reykjavíkur, en þangað sækja margir ferðamenn ýmsa þjónustu, s.s. kaffihús og verslanir. Góðar almenningssam- göngur, þ.e. að vagnar verði fyrir sem minnstum töfum og umhverfíð sé vinsamlegt, er því sameiginlegt hagsmunamál allra er starfa við ferðaþjónustu. Höfundur er forstöðumaður markaðs- ogþróunarsviðs SVR. Þórhallur Örn Guðlaugsson Almenning og kennara greinir á um gildi TIMSS-skýrslu EKKI virðist skipta sköpum hvort kunnátta nemenda er prófuð snemma eða við lok skyldunáms, á báðum þessum tímamótum sama vankunnátta. Al- menningur telur framtíð bama sinna stefnt í tví- sýnu með þessari van- kunnáttu í viðamiklum greinum. Kennarar virð- ast annarrar skoðunar. Þann 18. júní spurði DV: „Sýnir Timms (sic) að rangri skólastefnu hafi verið fylgt hérlendis síðastliðin ár?“ Svan- hildur Kaaber svarar: „Nei — alls ekki...“ Úr orðum henn- ar má lesa að nemendur sæki ekki skóla til þess að auka þekkingu sína, heldur til þess að öðlast umburðar- lyndi og víðsýni. Rangt sé að miða við Asíu-þjóðir, þær fá hæsta ein- kunn, nær væri bera okkur saman við nágrannaþjóðir, þær séu álíkar skussar og við, enda skyldastar að menningu. Svanhildur er síður en svo ómerk- ingur meðal grunnskólakennara. Sjálf er hún kennari og varaformað- ur fræðsluráðs. Hún er fyrrverandi formaður Kennarafélags Islands og þá í fylkingarbijósti endurtekinna verkfalia kennara. Má því ætla að hún tali fyrir hönd grunnskólakennara. Lítum um öxl. í upp- hafi áttunda tugs þess- arar aldar var ýmislegt á döfínni sem gjörbylti öllu skólakerfi. Skal hér vikið að þremur atriðum. Rauðsokka- hreyfingin reið húsum og öflugri en nokkum tíma endanær. Með of- forsi réðst hún gegn háttalagi giftra kvenna, sem þá gættu bús og barna, þeim væri nær að fara út á vinnumarkað — og þær hlýddu kalli. Nú höfðu ýmsir gagn- fræðaskólar komið á fót hússtjórnar- deildum sem bjuggu stúlkur undir heimilisstörf. Áðsókn hafði verið meiri en húsrúm leyfði en hvarf nú með öllu. Hússtjórnarskólar vítt og breitt um landið lögðu líka upp laup- ana, höfðu þó verið eftirsóttir og best búnu skólar þá á íslandi. Landspróf hafði valið nemendur inn í menntaskóla. Þeir einir komust í gegn sem vænta mátti að réðu við háskólanám. Þegar hér var komið sögu lá próf þetta undir gagnrýni, Margföldunartaflan var talin svikamilla djöfuls- ins, segir Jón A. Giss- urarson, sem forða bæri bömum frá að kynnast. enda orðið einstrengingslegt með ein- dæmum, gerði lítinn mun á aðal- og aukaatriðum. Kennsla dró dám af þessu og varð andlaus ítroðsla. í stað þess að ráða hér bót á var próf þetta fellt niður og allar gáttir opnaðar öllum sem lokið hafa lokaprófí grunn- skóla. Á dögunum skýrði háskólarektor frá að einungis þriðjungur þeirra, sem innritast í HI ljúki námi með prófi, hinir hefðu ekki haft nægan undirbúning. Allir höfðu þó lokið stúdentsprófi. Sía í líkingu við lands- prófið gamla hefði forðað mörgum frá slíku skipbroti og sparað rikinu of fjár. Sálfræðingar, námsráðgjafar og félagsfræðingar færðust mjög í auk- ana um þessar mundir, enda hefur menntamálaráðherra eftir traustum heimildum að þá „hefðu uppeldis- og kennslufræðingar í raun tekið Jón Á. Gissurarson Þjóðkirkjan enn í árekstrum Á SÍÐASTA Alþingi var samþykkt ný löggjöf um stöðu, stjórn og starfshætti kirkjunnar, þ.e. þjóðkirkjunnar. Þar með var náð niðurstöðu í áralangri umræðu um stöðu kirkjunnar og urðu miklar breytinar á. Hin nýja löggjöf skap- ar þjóðkirkjunni nýjan grundvöll með auknu sjálfstæði um stjóm innri málefna hennar sem um aldir hefur verið á hendi ríkisvaldsins. Fjölmörg ákvörðunar- efni um kirkjustarf eru flutt til stofnana þjóð- kirkjunnar sjálfrar sem hefur þannig fengið sjálfstæði til að móta kirkjuna, safnaðarstarf, boðun orðsins og þjónustu á hennar eigin forsendum, með umfjöllun og ákvörð- unum bæði leikmanna og presta. Miklar vonir eru bundnar við að hin nýja löggjöf leiði til öflugrar þjóð- kirkju sem byggi á einingu í eigin röðum. Það skapaði nú nokkurn vanda að þjóðkirkjan hefur á undan- fömum misserum og síðustu áram átt við_ veikleika og óeiningu að stríða. Ég hyggst ekki rekja hér ein- stök atvik, en til árekstra af ýmsu tagi hefur komið á þessu tímabili í almennu kirkju- og safnaðarstarfi. Allur almenningur vonar að sundr- ungu í kirkjunni megi linna þar sem upp hefur komið og kirkju- og safn- aðarstarf fara fram í eindrægni, sem er því nauðsynleg umgjörð. Því voru miklar væntingar bundnar við þann hljóm sem næst mundi berast frá helstu samkundum kirkjunnar um mál hennar og stefnu í kjölfar aukins sjálfstæðis. Við almennir leikmenn höfum vænst ákvarðana, ályktana og leiðsagnar frá helstu ráðstefnu presta þjóðkirkjunnar um nýja sam- stöðu og ný sjónarmið sem heyra mætti og draga af þá vissu að nú horfi til betri vegar. Því miður hefur ekki tekist svo vel til, heldur bar á endurómi eldri ágrein- ingsmála á nýlokinni Prestastefnu. Þaðan sendi forysta prestastéttar köpuryrði í garð leikmanna sem starf- að hafa af mestri fómfýsi innan kirkj- unnar. Til bragðbætis var svo slett á alþingismenn og talað sem svo að löggjafarstofnun þjóðarinnar ætti ekki skipta sér af málum þjóðkirkj- kennara í fóstur.“ Kennaraefni í KÍ fóru ekki varhluta af því fóstri og fengu sitt veganesti. Margföldunar- tafla væri svikamilla djöfulsins. Forða bæri börnum að komast í tæri við hana. Sem kennarar virðast þeir hafa fylgt því af kostgæfni. Upp á íslenska nemendur mætti heim- færa kviðling frá Höfn: Á veturna / þeir reikna ekki en slumpa/ á vorin þeir taka ekki próf en dumpa; enda ekki í samræmi við „umburðarlyndi og víðsýni" hennar Svanhildar Kaab- er. Brýnt er að kjör kennara batni svo að hæfir kennarar fáist að skól- um landsins. Vænta má að sveitar- félög verði leiðitamari í þeim efnum en ríkið var, enda eiga varla ann- arra kosta völ. Gæti það orðið á ýmsan hátt sem ekki ylli spennu á vinnumarkaði. Gísli Helgason rektor leggur til að lögleidd verði skólagjöld í fram- haldsskólum og þeim varið til launa- uppbótar kennara. Þetta er fýsilegur kostur. Þyrfti að hrinda því í fram- kvæmd hið bráðasta áður en um seinan yrði. Efnahagur fjölda manna er svo rúmur að án teljandi fórna þyldu þeir þessi útgjöld, barnafjöldi hverrar fjölskyldu er svo lágur að sjaldan þyrfti að grípa til þessara ráða. Með þessari gjaldtöku næðist og í nokkuð af því fé sem skotið er undan skatti. Auðvitað yrði heimilt að undanþiggja þurfandi nemendur og þá sem sækja verða skóla íjarri heimabyggð. Höfundur erfyrrv. skólastjóri unnar eftir að sjálfír prestarnir hafa um vél- að. Ég er að vísu ekki lærður heldur einungis leikur, en ég er í hópi þeirra almennu leik- manna, sóknarbarna kirkjunnar sem vilja efla veg hennar og eiga hana að í stormum og meðbyr lífsins. Þegar ég leit yfír síðustu ágreinings- og ályktunarefni nýlokinn- ar Prestastefnu, var ég ekki alveg laus við áhyggjur af velferð og virðingu þjóðkirkjunnar. En svo kunna hinir lærðu eflaust að útskýra hina kirkjulegu samleið hvalveiða og boðunar orðsins, og hvar skildi á milli kærleiksboðskaparins og umburðarlyndis. Ég vona að árekstrum í kirkjunni linni, segir Arni Ragnar Arnason, og gott samstarf megi ríkja milli leikmanna og presta. Löggjöf um þjóðkirkju Einungis með lögum frá Alþingi verður skilgreind staða þjóðkirkju, og án slíkrar löggjafar verður engin Þjóðkirkja. Við umfjöllun um hina nýju Iöggjöf kom skýrt fram, að al- menn sátt ríkir um mikilvægi þjóð- kirkjunnar og að hún skuli áfram gegna því hlutverki, sem fylgja bæði mikil réttindi og ríkar skyldur og ábyrgð. Ef niðurstaða um þennan þátt málsins hefði orðið önnur, þ.e. að hér skyldi ekki lengur vera þjóð- kirkja, þá hefði Alþingi afnumið alla löggjöf um þjóðkirkjuna en sett í hennar stað nýja almenna löggjöf um jafnræði, jafna ábyrgð, jafnar skyldur og jöfn réttindi allra trúfé- laga. Ef forystumenn prestastéttar þjóðkirkjunnar telja nú í fullri alvöru að Alþingi eigi ekki að setja löggjöf um stöðu kirkjunnar, verða þeir að segja hreint út að þeir telji rétt að skilja að ríki og kirkju, afnema til- veru og hlutverk þjóðkirkjunnar. Prestar hennar hefðu þá ekki þurft að ræða um stöðu þeirra sem embætt- ismenn ríkisins, því það hefði Alþingi fellt niður. Af hálfu forystu presta- stéttarinnar kom hins vegar afdrátt- arlaust fram eindreginn vilji til að prestar þjóðkirkjunnar verði áfram embættismenn ríkisins. Alþingi féllst á það, en eftir efnislega athugun og umræðu var niðurstaða þess sú, að þó prestar þarfnist sjálfstæðis til boð- unar og þjónustu, þarfnist þeir ekki þess að verða algjörlega óháðir öðram á sama hátt og dómarar. Nú er skip- un í embætti almennt til fímm ára. Að þeim liðnum má endumýja, elleg- ar ákveða með rúmum fyrirvara að svo verði ekki. Undantekning er skip- an dómara og þarf varla að útskýra nauðsyn þess að þeir séu óháðir fram- kvæmdavaldi og á engan hátt undir það settir. Ég er þeirrar skoðunar að önnur lausn sé til við þessu álitaefni. Prest- ar geti verið embættismenn kirkjunn- ar sjálfrar sem mundi þá sjálf skil- greina stöðu sinna embættismanna. Hún gæti þá skilgreint prestvígslu sem æviráðningu þ.e. embættisveit- ingu, en skipun til prestakalls, safn- aðar eða sérþjónustu sem skamm- tíma starfsskipun til afmarkaðs tíma. Ég vona enn að árekstrum innan kirkjunnar megi linna og ríkja gott samstarf leikmanna og presta. Und- irstaða þess er að prestar og leik- menn líti hver á annan sem jafningja en ekki hvor á hinn sem undirsáta sinn né andstæðing. Höfundur er alþingismaður Sjáifstæðisflokksins fyrir Reykjaneskjördæmi. Árni Itagnar Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.