Morgunblaðið - 01.07.1997, Side 23

Morgunblaðið - 01.07.1997, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1997 23 t- gildi á ný, sem aftur kallaði yfir hann gagnrýni erlendis frá. Á síðustu árum hefur gagnrýnin magnast ekki síst af hálfu rithöfunda og menntamanna sem kosið hafa að yfirgefa fósturjörðina. Skáldmennið Mario Vargas Llosa lýsti þannig ný- verið yfir því að Perú væri ekki lýð- ræðisríki heidur væri þar við völd einræðisherra, sem safnað hefði um sig hópi glæpamanna. Undir þessi orð tekur Henry Pease, þingmaður flokksins UPP (Unión Por el Perú) en leiðtogi þessara samtaka er Javier Pérez de Cuellar, fyrrum fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Pease telur að „mafía“ hafi tekið völdin í Perú og segir þjóðfélagið allt nötra og skjálfa af þeim sökum. Fjölmiðlum ógriað Fjölmiðlamenn í Perú segja að Fujimori og menn hans hiki ekki við að hafa í hótunum við þá sem dirfist að andmæla stefnu og stjórnarhátt- um forsetans. „Sýndarlýðræði" ríki í landinu ekki ósvipað því sem við eigi í Króatíu þar sem Franjo Tudj- man forseti hefur hundsað flest grundvallarviðmið lýðræðislegra stjórnarhátta. Stjórnarandstaðan segir að blásið hafi verið til herferð- ar gegn dagblöðum þeim sem ekki séu Fujimori undirgefin og öllum þeim sem á einhvern hátt geti ógnað einræðisstjórn hans. Fyrrum starfs- maður leyniþjónustunnar í Perú (SIE) fullyrðir að stjórnvöld hafi áformað að láta myrða sjónvarps- fréttamanninn César Hildebrandt sem gengið hefur einna lengst í gagniýni sinni á Fujimori. Rannsókn- ar hefur verið krafist en þá kröfu virðast stjórnvöld ætla að virða að vettugi. „Þjóðin þarfnast mín“ Á undanförnum tveimur mánuðum hefur mesta athygli vakið tilraun Fujimori til að túlka stjórnarskrána með þeim hætti að honum sé heimilt að bjóða sig fram á ný þegar kjör- timabili hans lýkur árið 2000. Skömmu eftir árásina á sendiherra- bústaðinn, þegar vinsældir forsetans voru mestar, lýsti Fujimori yfir því að hann hygðist fara fram á ný þar sem við blasti að honum væri það heimilt og þjóðin þyrfti enn á kröftum hans að halda, líkt og nýverið hefði sannast. Ólíkt því sem við á um flest ríki Suður-Ameríku kveður stjórnarskrá Perú skýrt á um að forseti megi aðeins sitja tvö kjörtímabil en Fuji- mori segir það ákvæði ekki eiga við þar eð hann hafi verið kjörinn árið 1995 samkvæmt nýrri stjórnarskrá, sem samþykkt var naumlega í þjóð- aratkvæðgreiðslu árið 1993. Fuji- mori var fyrst kjörinn forseti Perú árið 1990 og aftur tveimur árum síð- ar eftir að hann hafði numið stjórnar- skrána úr gildi. Nú heldur hann því fram að hann hafi í raun aldrei ver- ið endurkjörinn. Þessi túlkun forsetans vakti strax hörð viðrögð. Þrír dómarar í stjórn- arskrárdómstóli Perú lýstu yfir því að þessi ákvörðun forsetans væri ólögleg og skýiaust stjórnarskrár- brot. Fujimori brást hinn versti við og rak dómarana úr embætti með aðstoð undirsáta sinna á þingi. Dómararnir neita að gefast upp og hafa vænt forsetann um valda- rán. Þeir segja að um pólitíska aðför sé að ræða til að tryggja einræð- isstjórn Fujimori lengri lifdaga. Fólkið gegn forsetanum Vera kann að forsetinn hafi nú gengið of langt þó svo hann sýni engin merki iðrunar og reynslan kenni að hann sé tilbúinn til að sýna algjört miskunnarleysi í átökum við andstæðinga sína. Almenningur í Perú virðist að sönnu litla virðingu bera fyrir valdastéttinni sem ræður þar ríkjum en öðru máli gegnir um stjórnarskrárdómstólinn, sem settur var á laggirnar sem óháð dómsvald til að unnt reyndist að bregðast við sérhverri tilraun ráðamanna til að hundsa lögin í landinu. Skoðanak- annanirnar eru til marks um að al- þýða manna styðji dómarana og vilji að ráðamenn starfi í samræmi við reglur lýðræðisins. Framtíð lýðræðis- ins í Perú kann því að ráðast af við- brögðum forsetans. Reuter Hefðin rofin KONUR frá bænum Irun í Baskalandi á Norður-Spáni í ár- legri skrúðgöngu á hátíð í bæn- um í gær. Lögregla varð að taka í taumana og beita valdi til þess að karlmenn réðust ekki á kon- urnar, en venjan hefur verið sú að einungis karlar fari í skrúð- göngu I bænum. Það var ekki fyrr en á síðasta ári sem konur fengu að efna til sinnar eigin göngu, og hafa sumir karlmenn ekki verið sáttir við þetta rof á hefðinni. Tímamót í íslenskri flugsögu Á sama ári og sérleyfi á flugleiðum innanlands er afnumið - hefur nýtt og sterkt félag sig til flugs - Flugfélag íslands. Með gæðin að leiðarljósi Flugfélag íslands er einkar vel búið til að mæta peirri samkeppni sem framundan er. Félagið hefur á að skipa glæsilegum og tæknilega vel búnum flugvélakosti sem tryggir farþegum áhyggjulausa ferð á öllum leiðum. Við munum leggja okkur fram við að veita farþegum okkar góða og þægilega I þjónustu - en stundvísi og fjölda ferða lítum við á sem sjálfsagðan hluta þeirrar þjónustu. Við fögnum frelsi í innanlandsflugi með sérstökum Sumarglaðningi sem gildir um þriðjung allra sæta á öllum áætlunarleiðum Flugfélags íslands í júlímánuði. iimtir l$L í fs CJ miwin f Verð* Fjöhli ferða á viku Akureyri 7.330 kr. 50 Egilsstaðir 7.730 kr. 22 Hornafjörður 7.530 kr. 14 Húsavík 7.430 kr. 13 ísafjörður 7.130 kr. 19 Sauðárkrókur 7.030 kr. 9 Vestmannaeyj ar 6.030 kr. 27 *Báðar leiðir með flugvallarskatti. FLUGFELAG ISLANDS Velkomin um borð!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.