Morgunblaðið - 01.07.1997, Page 15

Morgunblaðið - 01.07.1997, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1997 15 Hótel Vin í Eyjafjarðarsveit Hlaðborð á brúsapalli í sumar Eyjafjarðarsveit. FRA árinu 1992 hafa þeir Bene- dikt Grétarsson og Hreiðar Hreið- arsson rekið sumarhótel að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Þar er gistirými fyrir allt að 70 manns, svefnpokapláss í skóla- stofum og í tengslum við hótelið er tjaldsvæði og sundlaug. Síðastliðið haust var ákveðið að reka hótelið sem heilsárshótel, en á vetuma er gistirýmið heldur minna eða fyrir allt að 40 manns. Hótelsljóri í sumar er Björk Sig- urðardóttir. Veitingasalur hótelsins er op- inn öll kvöld í sumar og á föstu- dagskvöldum verður boðið upp á hlaðborð sem ber yfirskriftina Brúsapallurinn. Á síðastliðnu sumri var hlaðborð sem naut mik- ilia vinsælda en áhugi var á að gera það enn glæsilegra og kom þá upp sú hugmynd að hafa mat- inn á brúsapöllum. Hafist var handa við að hanna og smíða brúsapallinn, safna gömlum mjólkurbrúsum og öðm því sem tilheyrði þessari menn- ingu. Á Brúsapallinum eru marg- ir ólíkir réttir, en allir eiga það sammerkt að mjólkin og afurðir hennar eru aldrei langt undan við matreiðsluna. ------» »-♦------ Einar Sveinn til Olíudreif- ingar EINAR Sveinn Ólafsson, verk- smiðjustjóri Fóðurverksmiðjunnar Laxár, hefur verið ráðinn dreifing- arstjóri Olíudreifingar hf. á Akur- eyri og tekur hann til starfa í ágúst nk. Olíudreifing er í eigu Olís og Olíufélagsins hf. Esso. „Þetta er ný staða og það er allt- af gaman að takast á við ný verk- efni,“ sagði Einar Sveinn, sem einn- ig er formaður stjórnar Hafnasam- lags Eyjafjarðar. Olíudreifing hf. tekur yfir birgðastöðvar olíufélag- anna og dreifingu á eldsneyti í Eyja- firði. Starfsemin verður til húsa á Oddeyri, þar sem Esso er með að- stöðu. Ómar Valgarðsson, sem starfað hefur hjá Laxá, tekur við stöðu verk- smiðjustjóra af Einari Sveini. Eins og komið hefur fram, lætur Guð- mundur Stefánsson, framkvæmda- stjóri Laxár af störfum með haustinu og flytur suður á bóginn á ný. ♦ ♦ ♦---- Nýr flygill Akureyringa Staðsettur í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju STJÓRN Tónlistarfélags Akureyrar hefur tekið ákvörðun um að hinn nýji flygill Akureyringa sem kenndur er við Ingimar Eydal verði staðsettur í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Stjórnin vill taka fram að eins og málum er nú háttað á Akureyri er ekkert hús í bænum sem hentar fullkomlega flyglinum og því tón- leikahaldi sem tilkoma hans býður uppá. Þegar öll atriði varðandi stað- setningu flygilsins og sá kostnaður sem af geymslu hans og rekstri fylg- ir hafa verið mæld og vegin, hefur stjórnin komist að þeirri niðurstöðu að tónlistarlífi bæjarbúa best borgið með því að staðsetja flygilinn í safn- Morgunblaðið/Bepjamín BJÖRK Sigurðardóttir, hótelstjóri t.v., Margrét Thorlacíus og Sólveig Kristjánsdóttir standa við Brúsapallinn i Hótel Vin. Toppurinn í bíltækjumí DBI 435/útvarp og geislaspilari • 4x35w magnari • RDS • Stafrænt útvarp •18 stöðva minnl • BSM • Loudness • Framhiið er hægt að taka úr tæklnu • Aðskilin bassi/diskant • RCA útgangur • Klukka Æ&34300.-) Umboðsmenn um land allt: Reykjavík: Byggt og Búið Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi. Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúð.Búðardal Vestflrðlr: Geirseyrarbúðin, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, ísafiröl. Norðurland: Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blðnduósi. Verslunin Hegri, Sauöárkróki. Hljómver, Akurayri. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Kf. Héraösbúa, Egilsstöðum. Verslunin Vfk, Neskaupstaö. Suöurland: Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósboginn.Keflavfk. Rafborg, Grindavfk. Snertu, elskaðu, þráðu, eignastu! &) TOYOTA Tákn um gceði nwww.toyota.ijJ Láttu hjartað ráða - og þú velur hana fegurðarinnar vegna. Láttu tilfinningarnar ráða - og þú velur hana aksturseiginleikanna vegna. Láttu skynsemina ráóa - og þú velur hana öryggisins vegna. 'Komdu á Nýbýlaveginn og reynsluaktu nýrri Toyota Corolla - það verður ást við fyrsta akstur. Hðnnon: Gunnar Sfelnþóraaon / FfT / BO-Oð.97

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.