Morgunblaðið - 01.07.1997, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 01.07.1997, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUD AGUR 1. JÚLÍ 1997 13 FRÉTTIR Doktor í læknavís- indum •ÁSGEIR R. Helgason sálfræð- ingur varði 30. maí doktorsritgerð í læknavísindum við Krabba- meinslækninga- deild Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi. Rit- gerðin er skrifuð á ensku og heit- ir: „Prostate cancer treat- ment and quality of life - a three level epidemiological approach.“ Efnið byggt á sjö ritgerðum Leitað er svara við þeirri spurn- ingu hvort æskilegt sé að með- höndla staðbundið krabbamein í blöðruhálsi. Efni ritgerðarinnar er tvíþætt og byggir á sjö aðskildum greinum sem birtar hafa verið í alþjóðlegum tímaritum um læknis- fræði. Fyrri hlutinn fjallar um kynlíf og mikilvægi þess fyrir eldri menn og vandamál tengd þvag- færum og endaþarmi. Þessir þætt- ir eru rannsakaðir í úrtaki manna, á aldrinum 50-80 ára, með krabbamein í blöðruhálsi og niður- stöðurnar bornar saman við jafn- aldra þeirra sem ekki hafa sjúk- dóminn. Leitað er svara við því að hve miklu leyti þessi einkenni tengjast sjálfum sjúkdómnum og að hve miklu leyti rekja megi þau til þeirra meðferðarúrræða sem í boði eru. Áhrif einkenna á lífsgæði Í öðrum hluta ritgerðarinnar er athugað hvaða áhrif einkennin hafa á lífsgæði sjúklinganna og eldri manna almennt. Leitað er nýrra leiða til að meta lífsgæði með það að leiðarljósi að niður- stöðurnar hafi hagnýtt gildi við ákvörðun meðferðar. Meginniðurstöðurnar voru að öll meðferðarúrræði við krabba- meini í blöðruhálskirtli hafi í för með sér aukaverkanir. Þær al- gengustu eru „getuleysi" og minnkuð nautn við kynlífsfullnæg- ingu en einnig eru algeng ein- kenni frá þvagfærum og enda- þarmi m.a. þvagleki og hægða- tregða. Þegar menn eru upplýstir um að ekki hafi verið hægt að sýna fram á að meðferð við stað- bundnu blöðruhálskirtilskrabba- meini auki lífslíkur sjúklinga en að u.þ.b. 80% þeirra séu á lífi 10 árum eftir greiningu, með eða án meðferðar, segjast u.þ.b. 1/5 hluti aðspurðra reiðubúinn að hafna meðferð til að komast hjá þessum aukaverkunum á meðan 2/5 hlutar mannanna voru ekki tilbúnir að hafna meðferð þrátt fyrir ofan- greindar aukaverkanir. Aukaverkanir og bati vegast á í lok ritgerðarinnar er komist að þeirri niðurstöðu að heilbrigðis- starfsfólki beri að upplýsa sjúkl- inga um staðfestan árangur og aukaverkanir meðferða. Ennfrem- ur að ákvörðunin um hvort og þá hvernig eigi að meðhöndla stað- bundið krabbamein í blöðruhálsi sé matsatriði þar sem vega verður neikvæðar aukaverkanir á móti hugsanlegum bata. Faðir Asgeirs er Helgi Valdi- marsson læknir, giftur Guðrúnu Agnarsdóttur _ lækni og móðir hans er Ólöf Ásgeirsdóttir hús- móðir, gift Sigurði Þormar verk- fræðingi. Eiginkona hans er Sig- rún M. Proppé, við framhaldsnám í sállækningum, og synir þeirra eru Hugi og Muni. Everest Everest-tindur er hæstur allra tinda jarðar, 8.848 m, og rís upp úr Himalaja-fjallganðinum á milli Nepal ogTíbet Hann var Idiftnn í fyrsta sinn árið 1953 af Edmund Hillary og Tenzing Norgay. Frá þeim tíma hafa tæplega 700 manns komist á tindinn. Þeir komu íslandi á toppinn! „Ég verð því miður að tilkynna að við komumst ekki hærra! Skipti!“ Þessi orð bárust Herði Magnússyni gegnum talstöð frá Birni Ólafssyni, sem var staddur ásamt félögum sínum þeim Einari Stefáns- syni og Hallgrími Magnús- syni á hæsta tindi Everest, að morgni 21. maí 1997. Árangur þeirra er einstakt þrekvirki sem krefst gífurlegrar þjálfunar og undirbúnings, sem meðal annars felst í því að prófa og velja rétta útbúnaðinn. Framúrskarandi búð fyrir f jallamenn 50 ára afmælis Skátabúðar- innar á þessu ári verður vart minnst með eftirminnilegri hætti því allur fatnaður og búnaður sem þeir félagar notuðu í leiðangrinum var frá Skátabúðinni. Skátabúðin hefur verið leiðandi í innflutningi og sölu á útivistarbúnaði í 50 ár.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.