Morgunblaðið - 09.08.1995, Side 69

Morgunblaðið - 09.08.1995, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 69 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA Fjölnir hefur ekki tapað leik í sumar í sjötta flokki FJÖLNISSTRÁKARNIR hafa átt mikilli velgengni að fagna í sjötta flokki karla í sumar og liðið bætti enn einni skrautfjöðrinni í hattinn þegar liðið varð íslandsmeistari þessa aldursflokks. Úr- slitakeppni Pollamótsins, - sem er íslandsmót þessa flokks var haldið venju samkvæmt á Laugarvatni og Fjölnir varð hlutskarp- ast hjá A-liðum eftir úrslitaleik gegn Breiðablik og Fylkir sigraði i keppni B-liða. Atta félög komust áfram eftir riðlakeppni hjá A- og B-liðum. Keppt var í fjögurra liða riðlum og hjá A-liðum sigruðu Fjölnir og Breiðablik í öllum þremur leikjum ÚRSLIT A-lið Riðill 1: Þróttur-Fj'ölnir...................1:4 Týr-KR........................... 2:4 Pjölnir-KR.........................2:1 Þróttur - Týr......................4:3 Týr - Pjölnir.................... 1:6 KR-Þróttur....................... 1:0 Riðill 2: Höttur - UBK.......................1:6 ÍR-Þór Ak..........................1:8 UBK-Þór............................4:2 Höttur-ÍR..........................1:6 ÍR-UBK.............................1:6 Þór Ak. - Höttur...................1:2 Leikir um sæti: 1-2. Fjölnir - UBK............... 2:1 3-4.KR-Þór Ak.................... 3:2 5-6. Þróttur - ÍR..................3:0 7-8. Týr - Höttur..................6:0 ■Markahæstu leikmenn A-liða voru þeir Ragnar Smári Ragnarsson Tý, Brynjar Valþórsson Þór Akureyri og Magnús Gísla- son KR sem skoruðu fímm mörk hver. B-lið Riðill 1: Haukar - Fylkir..................1:6 Víkingur-KR......................2:5 Fylkir-KR........................5:1 Haukar - Víkingur................6:2 V íkingur - Fylkir...............1:9 KR - Haukar.................... 2:1 Riðill 2: Höttur - UBK.....................2:1 FH-ÞórAk.........................4:2 UBK-Þór..........................1:0 Höttur-FH........................0:8 I FH-UBK.............................0:1 Þór- Höttur......................7:0 Leikir um sæti: 1-2. Fylkir-FH...................3:1 3-4.KR-UBK.......................2:1 5-6. Þór Ak. - Haukar............3:1 7-8. Vtkingur - Höttur...........8:0 ■Markahæsti leikmaður B-liða var Stefán Sveinbjömsson úr Fylki sem skoraði sjö mörk. sínum. Fjölnisstrákarnir byijuðu betur í úrslitaleiknum, þeir léku undan vindi í fyrri hálfleiknum og skoruðu þá tvö mörk en Blikastrák- um tókst aðeins að minnka muninn niður í eitt mark í síðari hálfleiknum. Sigur Fjölnisstrákanna er nokkuð sögulegur þar sem það er í fyrsta skipti sem að kvenmaður stjórnar liði úr karlafiokkum til sigurs á ís- landsmóti. Þjálfari Fjölnis var Mar- grét Sigurðardóttir sem leikur með Breiðabliksiiðinu í 1. deild kvenna. Fjölnir sigraði einnig í keppni A-liða á Shellmóti Týs í Vestmanna- eyjum í lok júní en strákamir hafa ekki tapað leik í sumar, aðeins gert jafntefli í nokkrum leikjum. Shellmeistarar B-liða; Fylkir, hlaut fullt hús stiga úr riðlakeppn- inni Pollamótsins með markatöluna 19:3 og mætti FH sem sigraði í B-riðlinum á betra markahlutfalli heldur en Breiðablik. Fylkir sigraði síðan í úrslitaleiknum 3:1. í verðlaunaafhendingu voru veitt verðlaun til leikmanna sem staðið höfðu sig best og prúðustu liðin fengu viðurkenningu. Hjá A-liðum var það Týr en Víkingur í B-liðum. Bestu markverðir voru Kristján Jó- hannsson KR hjá A-liðum og Kjart- an Ólafsson UBK hjá B-liðum. Olaf- ur Gauti Ólafsson úr Fjölni fékk sæmdarheitið besti leikmaðurinn hjá A-liðum og Jón Ragnar Jónsson úr FH í B-liðum. Veðrið hefur oft verið betra en að þessu sinni og þrátt fyrir nokkra gjólu á laugardeginum voru allar mýflugur bæjarins mættar til að fylgjast með mótinu. Þær hurfu þó síðari daginn þegar nokkuð hvasst var. Ekki var að sjá veðrið né flug- umar hefðu nein áhrif á keppendur sem notuðu frístundirnar til þess að fara í sund og halda kvöldvöku svo eitthvað sé nefnt. Morgunblaðið/Frosti FJÖLNIR varð íslandsmelstarl í sjötta flokki karla en liöiö sigraöi í flokki A - liða á Pollamót- inu. Aftari röð frá vinstrl: Jón Júlíusson liðsstjóri, Gunnar Örn Jónsson, ívar Björnsson, Elnar Markús Elnarsson, Ólafur Gauti Ólafsson og Margrét Sigurðardóttlr þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Helgi Möller, Björgólfur Guðni Guðbjörnsson, Agnar Darri Lárusson, Þorstelnn I. Valdl- marsson, Tómas Freyr Þorgelrsson, Alexander Harper og Gunnar Vignlr Skæringsson. FYLKISSTRÁKARNIR sem sigruðu FH 3:1 í úrslitaleik B-liða á Pollamótinu ásamt þjálfurum. Héraðsmót USVS í knattspyrnu Drangur og Ármann í efstu sætum I I Nýlokið er héraðsmóti Ung- mennasambands Vestur - Skaftafellssýslu í knattspyrnu. Keppt var í tveimur flokkum, tólf ára og yngri og í flokki 13 - 15 ára og spilaðar voru þrjár umferð- ir. í 12 ára flokknum kepptu lið Ármanns frá Kirkjubæjarklaustri, Umf. Drangur úr Vík í Mýrdal og Umf. Dyrhólaey úr Mýrdalshreppi. Drangur sigraði í öllum leikjum sín- um í þeim flokki nokkuð örugglega og hlaut tólf stig og markatalan var 40:0. Ármann hafnaði í öðru sæti og Dyrhólaey rak lestina. í 13 - 15 ára flokki léku Ár- mann, Skafti úr Álveri og Skaftárt- ungu og Umf. Dyrhólaey. Ármann sigraði í flokknum en liðið hlaut 11 stig, Skafti hlaut fimm stig en Dyrhólaey tvö stig. Á myndunum hér til hliðar má sjá sigurliðin, lið Drangs og Ármanns. í Jónas Erlendsson FRÁ leik Drangs og Ármanns í yngri flokki sem leiklnn var í Vík í Mýrdal. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson LIÐ Drangs sem slgraði í yngri flokki LIÐ Ármanns sem slgraði í flokki 13-15 ára.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.