Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 19 Reuter WARREN Christopher og Nguyen Manh Cam takast í hendur á laugardag eftir undirritun samnings um stjórnmálasamskipti. Bandaríkin o g Víetnam taka upp eðli- leg stjórnmálasamskipti Christopher segir markmiðið ekki hömlur á Kína Washington, Hanoi. Reuter. WARREN Christopher, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna vísaði því á bug á sunnudag að með því að taka upp stjórnmálatengsl við Víet- nama, sem lengi hafa átt í útistöð- um við Kínverja, væru Bandaríkja- menn að reyna að vinna upp tap vegna vaxandi erfiðleika í sam- skiptum við Kína og hamla gegn kínverskri útþenslustefnu. „Við tók- um upp eðlileg tengsl við Víetnama vegna þess að forsetinn taldi að það þjónaði best hagsmunum okkar,“ sagði ráðherrann í sjónvarpsviðtali í Washington. Christopher sagði á hinn bóginn að tveggja daga heimsókn hans til Víetnams, sem lauk á sunnudag, \ væri merki þess að Bandaríkin hygðust sem fyrr láta til sín taka af fullum krafti á Kyrrahafssvæð- inu. Bandaríski utanríkisráðherrann kom til Hanoi, höfuðborgar Víet- nams, á laugardag og voru þá liðin 25 frá því að svo háttsettur Banda- ríkjamaður hafði komið til landsins. Bandaríkin studdu stjórnina í Saig- in, er nú nefnist Ho Chi Minh-borg, í Víetnamstríðinu er lauk með sigri kommúnista 1975 en nokkru áður höfðu Bandaríkjamenn dregið nær allan herafla sinn frá landinu. Viðkvæmasta málið í samskipt- um ríkjanna undanfarin ár hefur verið örlög um 2.200 bandarískra hermanna sem týndust í stríðinu. Vitað er flestir þeirra féllu en ætt- ingjar margra þeirra hafa ekki látið sannfærast og telja jafnvel að ein- hverjir þeirra geti enn verið í haldi í Víetnam. Bandaríkjaþing í vegi? Christopher sagði við komuna að afar mikilvægt væri að leysa þessa deilu en lagði að öðru leyti áherslu á að þjóðirnar bættu sambúð sína ogykju verslunarviðskipti sín í milli. Hann minnti þó á að yrði samið um aukna fríverslun yrði slíkur samn- ingur að fara fyrir Bandaríkjaþing, er myndi ef til vill tengja samþykkt hans við bætt ástand í mannréttind- um. Ráðherrann hvatti Víetnama til að auka frelsi í efnahagsmálum og sagði að bandarísk fyrirtæki ættu að „veðja á framtíð Víetnams.“ „Nýr kafli er hafinn í samskipt- um Víetnams og Bandaríkjanna," sagði víetnamskur starfsbróðir Christophers, Nguyen Manh Cam. Víetnamar opnuðu sendiráð í Washington á laugardag og Banda- ríkjamenn sitt sendiráð í Hanoi á sunnudag. Gamla, bandaríska sendiráðið í Ho Chi Minh, þar sem - þyrlur björguðu starfsfólki af þak- inu vorið 1975, verður ræðismanns- skrifstofa'Bandaríkjanna í borginni. Mannskætt tilræði á Sri Lanka Faldi sprengju í hnetuhrúgu Colombo. Rcutor. MAÐUR, sem talið er að hafi verið á vegum uppreisnarfylk- ingar Tamíla á norð-vesturhluta Sri Lanka, kom fyrir sprengju í vagni með kókoshnetum á fjöl- farinni götu í höfuðborginni Colombo á mánudagsmorgun. Hann fórst sjálfur í sprenging- unni og 20 aðrir vegfarendur. Tamílar taldir að baki Sprengjan sprakk rétt hjá skrifstofu embættismanns er annast málefni vestlægra héraða á Sri Lanka og mun það hafa gerst er maðurinn var beðinn um að sýna skilríki, að sögn sjónar- votta. Samtök Tamíla-Tígranna hafa barist fyrir sjálfstæði þjóðar- brotsins frá 1982 og hafa tug- þúsundir manna fallið í átökun- um. Á fimmtudag lagði Chandrika Bandaranaike Kumaratunga for- seti fram tillögur að aukinni sjálfsstjórn þjóðarbrots Tamíla. Talið er að sprengjustaðurinn hafi verið valinn með tilliti til þessa; sprengjutilræðið hafi verið svar uppreisnarmanna við tillög- unum. Viðskiptakort L-veitir góðan afslátt og þú safnar inneign að auki Viðskiptakort BYKO er sparnaðarkort sem tryggir þér 5% staðgreiðsluafslátt þegar þú verslar við BYKO verslanirnar og Byggt & Búið í Kringlunni. Að auki veitir kortið stigvaxandi afslátt sem færist sem inneign á viðskiptareikning þinn í árslok. Grunnafsláttur Allt að 200.000 kr. 200.000-500.000 kr. 500.000 kr. og yfir 5% stgr.afsláttur 2% viðbótarafsl. 4% viðbótarafsl. 6% viðbótarafsl. Reglur um Viðskiptakort BYKO 1. Allir viðskiptavinir BYKO geta fengið Viðskiptakort. 2. Til að viðskiptin safnist upp á viðskiptareikning þarf að framvísa Viðskiptakortinu. 3. í árslok færist inneign vegna stigvaxandi afslátta á viðskiptareikning. 4. Korthafi fær sent viöskiptayfirlit ársfjórðungslega. 5. Viðskiptakort BYKO er skráð á nafn. Hægt er að gefa út fleiri en eitt Viðskiptakort á sama viðskiptareikning. 6. Glatist kort skal tilkynna það til BYKO strax. 7. Verði breytingar á reglum um Viðskiptakort verða þær sendar út til viðskiptavina á næstu yfirlitum. BYKO byggir með þér i KRINGLUNNI -notaðu Viðskiptakortið hjá okkur! Já, ég vil fá sent Viðskiptakort BYKO Klipptu út og sendu okkur þennan skráningarmiða í umslagi merktu: Skrifstofur BYKO, Breiddinni, 200 Kópavogur. Einnig getur þú sent okkur eyðublaðiö með myndsendi 515-4199. EH®... GT3T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.