Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 57 Biblíunámskeið á Eyjólfsstöðum BIBLÍU- og boðunarnámskeið verður haldið á Eyjólfsstöðum frá 16. september 1995 til 29. febrúar 1996. Námskeiðið hefur verið haldið í fjögur skipti. Biblíu- og boðunarnámskeiðið (BOB) stendur í 20 vikur og er bókleg kennsla 12 vikur>en verkleg þjálfun fer fram í 8 vikur. Námskeiðið veitir þekkingu á grundvallaratriðum kristinnar trú- ar. Námskeiðið er eftir alþjóðlegri fyrirmynd systursamtaka UFMH (Youth with a mission) og er und- anfari ýmissa annarra námskeiða í skólum hjá YWAM um allan heim. Á námskeiðinu munu kenna innlendir og erlendir kennarar, sem hafa víðtæka þekkingu og reynslu í kristilegu starfi. Nám- skeiðið tekur mið af íslenskum aðstæðum svo að námskeiðið komi nemendum að sem mestum notum á heimaslóðum. Nemendur munu vinna saman í litlum samfélagshópum og bæna- hópum. Hveijum nemanda gefst kostur á að fá ráðgjöf, sálgæslu og fyrirbænir meðan á námskeiðinu stendur. Aldurstakmark er 18 ár. Skólinn er að Eyjólfsstöðum í Vallahreppi á Héraði, við hring- veginn; 10 km sunnan við Egils- staði. I landi Eyjólfsstaða er víða að finna fagra náttúru, hentuga staði til útiveru og góðar göngu- leiðir. Reynifellsætt hittist að Laugalandi ANNAÐ ársmót Reynifellsættar verður haldið að Laugalandi í Holtum, Rangárþingi, nk. laugar- dag, þann 12. ágúst 1995 og stendur frá kl. 14 til 18. Kaffiveit- ingar verða gegn vægu gjaldi. Sundlaug og leikvöllur eru á Laugalandi. Reynifellsætt er rakin til hjón- anna Guðrúnar Erlendsdóttur og Þorgils Þorgilssonar sem bjuggu á Reynifelli á Rangárvöllum á tíma- bilinu 1760-1790. Margt manna er komið frá fjórum sonum þeirra, Magnúsi í Tungu (d. 1814), Sig- urði í Bolholti og víðar (d. 1813), Jóni á Rauðnefsstöðum (d. 1824) og Finnboga á Reynifelli (d. 1833). Á niðjámótinu verður greint frá gagnasafni Reynifellsættar og fyr- irætlunum um útgáfu. Ættfræð- ingar verða á staðnum með tölvur sínar og munu þeir greiða úr ætt- fræðiflækjum fyrir mótsgesti. Æskilegt er að þátttaka sé til- kynnt Þór Jakobssyni eða Kristínu Kristjánsdóttur. Gistingu er hægt að panta á sumarhótelinu á Lauga- landi um helgina. FRÉTTIR Alheimsmót skáta í Hollandi Drekka mikið af vökva SKÁTAR á 18. alheimsmóti skáta í Dronten í Hollandi hafa fengið ströng fyrirmæli um að drekka mikið af vökva en hitinn þar ytra hefur farið yfir 30°C. Dagskrá mótsins fer að mestu fram undir berum himni þannig að þeir hafa ekki mikla möguleika á að veijast hitanum. Sex hundruð vatnssalerni, jafn- margar sturtur og meira en 1.000 vatnskranar eru á mótssvæðinu. Á alheimsskátamótinu sem síðast var haldið í Hollandi, árið 1937, voru salernin einungis sextiu,- Vatnið í hreinlætistækin rennur frá vatnsveitu í nágrenni svæðisins, eftir 3.300 metra langri leiðslu og er rennslið um 350.000 lítrar á klukkustund. Um svæðið hafa verið lagðir 18 kílómetrar af vatnsrörum. Merkjaskipti Einkennismerki mótsins sem ís- lensku skátarnir létu útbúa, bæði úr taui og málmi, eru eftirsótt á skiptimarkaði skátamerkja þar sem þau þykja falleg og eru þar á ofan af skornum skammti. Auk sérstakra merkja sem hönn- uð eru vegna mótsins bera margir skátarnir fjöldan allan af merkjum á búningum sínum og gefa þau m.a. til kynna hvaðan viðkomandi *- skáti er, hvar hann starfar, í hvaða skátafélagi hann er og hvaða verk- efnum hann hefur lokið. Fjölmiðlar á skátamóti Mikill fjöldi fréttamanna er staddur á mótinu, m.a. fólk frá BBC, CNN, Channel Six frá Dan- mörku og þýsku sjónvarpsstöðinni RTL. Einnig er starfrækt sérstök hljóðvarpsstöð og frá henni er við- tölum og tónlist frá öllum heims- hornum útvarpað allan sólarhring- inn. Morgunblaðið/Ingibjörg og Ragnar ÞJÓÐHÁTÍÐARREGNHLÍFARNAR er líka hægt að nota í sólskini og það gera íslensku skátarnir á alheimsmótinu í Hollandi. Deilt um öl- og vínstofu í fjölbýlishúsi við Efstaleiti Ráðuneytið fellir leyfi byggingarnefndar úr gildi UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ fellur ekki frá fyrri úrskurði sínum um að fella úr gildi þá ákvörðun byggingar- nefndar Reykjavíkur frá 10. nóvem- ber 1994 að heimila uppsetningu veggja. og hurða við setustofu í hús- inu að Efstaleiti 12 í Reykjavík. Stjórn húsfélagsins í Efstaleiti 10, 12 og 14 fór þess á leit að ráðuneyt- ið endurskoðaði úrskurðinn, en íbúi í Efstaleiti 12 var ósáttur við fram- kvæmdirnar og kvaðst verða fyrir óásættanlegu ónæði vegna öl- og vínstofu, sem m.a. var stúkuð af með fyrrgreindum skilrúmum. Byggingarnefnd Reykjavíkur heimilaði breytinguna á sameigninni á jarðhæð hússins, en íbúinn, sem á íbúð á jarðhæðinni, kærði leyfisveit- inguna til umhverfisráðuneytisins. Ráðuneytið felldi ákvörðun bygging- arnefndar úr gildi 1. mars sl. og 23. sama mánaðar fór stjórn húsfélags- ins fram á að ráðuneytið endurskoð- aði þá ákvörðun sína, enda hefði stjórnin ekki fengið eðlilega aðstöðu til að skýra sjónarmið sín áður en ráðuneytið kvað upp úrskurð. í lok mars samþykkti ráðuneytið að taka málið að nýju til meðferðar. í úrskurði ráðuneytisins kemur fram, að tilgangur stjórnar húsfé- lagsins með uppsetningu skilrúm- anna hafi annars vegar verið sá að loka á milli rýmis þar sem er setu- stofa, bar, eldhús og borðstofa og hins vegar íbúðargangs vestan meg- in og anddyris austan megin stof- unnar. Stjórnin teldi augljóst hag- ræði fyrir alla íbúa hússins af þessu fyrirkomulagi, því með því gætu gestir verið út af fyrir sig, íbúar hússins gengið um án samneytis við þá og þeir sem næstir búa yrðu fyr- ir sem minnstri truflun. íbúinn taldi framkvæmdirnar hins vegar bijóta í bága við eignarrétt hans sem sameiganda í óskiptri sam- eign. Það að meirihluti gæti ákveðið þá breytingu að staðsetja öl- og vín- stofu í sameign fyrir framan íbúð hans, en uppsetning skilrúmanna væri liður í þeirri framkvæmd, væri óásættanleg vegna ónæðis sem hann yrði fyrir. Þá væri óviðunandi að geta ekki farið inn og út úr íbúðinni nema um gangveg öl- og vínstofu. Óvenjuleg nýting sameignar ■ Ráðuneytið ítrekaði þá skoðun sína, að uppsetning skilrúmanna fæli í sér svo miklar breytingar frá samþykktum teikningum á sameign í næsta nágrenni við íbúð kærandans að hann hafi mátt gera ráð fyrir að slíkar breytingar yrðu ekki fram- kvæmdar án hans samþykkis. Telja yrði uppsetningu vín- og ölstofu óvenjulega nýtingu sameignar og gera yrði þá kröfu að í slíka fram- kvæmd yrði ekki ráðist nema sam- þykki allra sameigenda lægi fyrir. Þá væri ekki hægt að fallast á þá röksemdafærslu hússtjórnarinnar, að það væri almenn regla að mann- virki sem hefðu verið reist, án tilskil- inna leyfa, fengju að standa á grund- velli hagsmunamats. „Það getur ekki verið almenn réttarregla að ein- staklingar eða félög geti þannig áunnið sér réttindi með ólögmætum aðgerðum," segir í úrskurði um- hverfisráðuneytisins. Deilt um sölu á sameign Uppsetning skilrúma hefur ekki verið eina deilumálið í Efstaleiti, því Hæstiréttur kvað í júní upp dóm í máli, þar sem tekist var á um hvort húsfélaginu hefði verið heimilt að selja íbúð í Efstaleiti 14, sem var í óskiptri sameign allra íbúðareig- enda. 34 jafnstórar séreignaríbúðir voru í húsinu og var íbúðin í sam- eigninni jafnstór þeim, eða 127 fer- metrar. Átti hún að vera húsvarðar- íbúð, en síðar var gerð húsvarðar- íbúð í kjallara og íbúðin á jarðhæð- inni seld. íbúar, sem voru ósáttir við söluna, sögðust hafa keypt íbúðir sínar m.a. á þeirri forsendu að hjúkr- unarfræðingur fengi afnot af hluta þessa íbúðarrýmis, sem nú hefði verið selt. Hæstiréttur taldi söluna heimila Meirihluti Hæstaréttar hnekkti niðurstöðu héraðsdóms og taldi að 29 af 34 íbúðareigendum hafi eftir almennum reglum verið heimilt að standa að ákvörðun um sölu íbúðar- innar, sem tekin var á lögmætum fundi í húsfélaginu. Sú niðurstaða fái einnig stoð í 19. grein laga um fjöleignarhús, sem mæli fyrir um sölu á hluta sameignar, sem ekki teljist verulegur. Einn dómara skilaði séráliti og sagði ráðstöfun íbúðarinnar fela í sér breytingu á skiptalýsingu hús- eignarinnar og hafa í för með sér, að hver sameign myndi vega ‘As hlut í sameigninni í stað ‘/st. Verði að telja um svo verulega ráðstöfun sameignar að ræða að krefjast verði samþykkis allra íbúðareigenda. Sú niðurstaða styðjist við 18. grein laga um fjöleignarhús, sem kveði á um að allar breytingar á þinglýstri eignaskiptayfirlýsingu og hlutfalls- tölum séu háðar samþykki allra eig- enda íjöleignarhússins, sem hags- muna eigi að gæta. Foreldraþing á Eiðum LANDSSAMTÖKIN Heimili og skóli standa fyrir foreldraþingi á Eiðum síðustu helgina í ágúst. Þar munu foreldrar nemenda í grunn- skólum bera saman bækur sínar í skóla- og uppeldismálum. Einkum er vænst þátttöku foreldra á Aust- ur- og Norðurlandi sem ekki áttu þess kost að sækja landsfund for- eldra í Reykholti sl. liaust. Dagskrá þingsins sem stendur frá hádegi á laugardegi fram á miðjan sunnudag er fjölbreytt. M.a. verður rætt um flutning grunnskólans til sveitarfé- laga, uppeldi, líðan barna í skólum, sérstöðu sveitaskólanna og starf- semi foreldrafélaga. Þetta þinghald er frábrugðið öðr- um þingum því beinlínis er gert ráð fyrir að börnin fái að vera með og verður skipulögð dagskrá fyrir þau. Á laugardagskvöld er kvöldvaka með heimatilbúnum skemmtiatrið- um. Þingið er opið öllum foreldrum sem áhuga hafa á skóla- og uppeld- ismálum. Þátttakendur geta gist á Hótel Eddu, sem býður hagstætt verð á mat og gistingu í tengslum við þing- ið, en einnig er hægt að sækja fyrir- lestra án þess. Skráningu lýkur 20. ágúst. Nán- ari upplýsingar eru veittar á skrif- stofu Heimilis og skóla í Reykjavík. VINNIN LAUGA (h (* GSTÖLUR RDAGINN 05.08.1995 | 2)(35) (U) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 af 5 0 2.017.272 2.piús5I SL 2 149.320 3. 4al5 76 6.770 4. 3af 5 2.388 500 Heildarvlnnlngsupphæö: 4.024.432 M i loíinoi BIRT MEÐ FYRIRVARAUM PRENTVILLUR Blab allra landsmanna! DkptbM -kjarni máhins! 31. leikvika, 5.-6. ágúst 1995 □ Nr. Leikur: ROdin: 1. Degcrfors - Götcborg - - 2 2. Fröiunda - IVIalmö FF - X - 3. Östcr - Norrköping - - 2 4. Assyriska - Forward - X - 5. Luleá - Sirius - X - 6. Vasalund - Geflc - X - 7. VSsby - Bronimapoj. - X - 8. Vösterás - Visby - - 2 9. Elfsborg - Kalmar FF 1 - - 10. Hássleholm - Stenungsui 1 - - 11. Landskrona - lláekcn - - 2 12. Myresjö - Falkcnberg - - 2 13. Skövde - Norrby - X - Heildarvinningsupphæöin: 61 milljón krónur 13 réttir: 1 Tvöraidur nmt | kr. 12 réttir: 1 224.110 kr. 11 réttir: 15.090 1 kr. 10 réttir: 3.450 I kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.