Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG ÚR verslun Víkurpijóns. Ullarföt frá Víkurprjóni seld á Bermúda BANDARÍSKIR ferðamenn á skemmtiferðaskipum hafa á síðustu árum getað keypt íslenskar lopapeys- ur á Bermúda. Þessi litla eyja á Atlantshafí hefur verið annar af tveimur útflutningsmörkuðum fyr- irtækisins Víkurpijóns í Vík í Mýrdal. Þórir N. Kjartansson fram- kvæmdastjóri segir að langstærsti hluti framleiðsiunnar seljist þó til ferðamanna sem koma við í verslun verksmiðjunnar. „Við höfðum lengst af alla okkar starfsemi við Smiðju- veg, hér skammt frá. Fyrir sumarið fluttum við okkur um nokkur hundr- uð metra, að þjóðveginum. Við það jókst salan um 130-150%. Fram- leiðslan fer fram í sama húsi og verslunin og ferðamennirnir sjá yfír vélasalinn. Þeir kunna vel að meta það, því það er trygging fyrir því að ullarfötin séu fram- leidd á staðnum, en ekki flutt inn frá öðrum lönd- um.“ Fyrirtækið Víkur- prjón varð til með nokk- uð sérstæðum hætti. Fyrst var húsið byggt en síðan leitað að starf- semi í það. Fyrir tilvilj- un varð sokkafram- leiðsla fyrir valinu. Þetta var fyrir fímmtán árum, en fyrir tveimur árum bættust við lopa- peysur, húfur, treflar, vettlingar og önnur ull- arföt. Víkurpijón er með 22 á launaskrá en selur jafnframt fyrir 20-30 ÞÓRIR N. Kjartansson framkvæmdastjóri Víkurprjóns. konur í Vík og nágrenni sem prjóna heima. Starfsemi fyrirtækisins er því mikilvæg fyrir þorpið, en atvinnu- ástand hefur verið siæmt þar á síðustu árum. Flest ungmenni eru í skóla á veturna og koma heim til að vinna á sumrin. „Aðal- vaxtarbroddurinn hér er ferðaþjónusta og skólafólkið fær vinnu við hana á sumrin. Það er því ólíkt líflegra þá en á veturna. En þegar skólafólkið er búið að mennta sig er lítið að hafa við þeirra hæfí á staðnum." Heilsubótarganga innan um drauga Morgunblaðið. Borgarfirði. EINS og víða hafa nokkrir aðilar 'komið saman á laugardags- morgnum til þess að ganga sér til heilsubótar og ánægju. Aðal- lega eru þetta konur sem voru saman í leikfimi síðastliðinn vetur á Kleppjárnsreykjum. Einn laug- ardagsmorgun fór hópurinn í gönguferð upp í svokallað Draugagil, sem er í norðaustan- verðum Strútnum. Skemmtilegt er að ganga upp í gilið þegar hálfrökkvað er og virða fyrir sér kynjamyndir þær sem klettadr- angar skapa í samskiptum ljóss og skugga. Morgunblaðið/Bernhard GÖNGUHÓPURINN Margfætlan efst í Draugagili. HGH í Oskjuhlíð og að Elliðaám HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í kvöld, miðvikudag 9. ágúst um Hljóm- skálagarð, Vatnsmýrina, Öskju- hlíð og að Lyngbergi í Fossvogi. Þaðan verður gengin leið sem fyrirhugaður göngustígur á að liggja inn Fossvogsdal að Elliða- ánum. Val er um að taka strætó og hefja göngu í Öskjuhlíð. Báðir hópar taka SVR til baka. Mæting er kl 20 við ankerið í Hafnarhúss- portinu. Þar mun Yngvi Þór Lofts- son landslagsarkitekt kynna göngustíginn frá Nauthólsvík upp í Fossvogsdal í framhaldi . af Strandstígnum frá Ægissíðu. Áli- ir eru velkomnir í ferð með Hafn- argönguhópnum. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir ÍRIS Másdóttir, eigandi gistihússins Helgafells við Lagarfljótsbrú í Fellabæ. Gist í gömlu fjósi við Lagarflj ótsbrú Morgunblaðið. Egilsstöðum. Skipulagðar gönguferðir í Vestur Barðastrandarsýslu Morgunblaðið. Tálknafirði. HELGAFELL við Lagarfljótsbrú er nýr gististaður fyrir ferðafólk sem vili nota fríið sitt eða hluta þess í nágrenni Egilsstaða. Gistiað- staðan er innréttuð í gömlu fjósi sem hafði ekki verið notað sem slíkt í um 15 ár. Eigendur Helgafells eru íris Másdóttir og maður hennar Helgi Gíslason og sér Iris um rekst- urinn. Býður hún ferðafólki gist- ingu í uppbúnum rúmum með morg- unmat eða svefnpokaplássi. Pláss er fyrir sjö manns í rúmum í þrem- ur herbergjum og er eldunaraðstaða fyrir hendi. Til stendur að fjölga herbergjum, jafnvel að gera upp gamla hlöðu sem er við hliðina á fjósinu. íris segist bjartsýn á rekst- urinn, sumarið hafi gengið vel og framhaldið lofi góðu. Þeir sem gista í Helgafelli geta farið um Lagar- fljót á árabáti og eins er aðstaða til að leggja net í fljótið. Helgafell er í Fellabæ og um 4 km frá Egils- stöðum. I VESTUR-Barðastrandarsýslu eru margar gönguleiðir yfir og fyrir fjöll. Leiðsögumenn á svæðinu hafa skípulagt gönguferðir í sumar og hefur verið töluverð aðsókn í þær. I júlí var meðal annars gengið yfir Selárdalsheiði. Það er gömul gönguleið sem vertíðarmenn og prestar gengu frá Selárdal í Arnar- fírði og yfír í Krossadal í Tálkna- fírði. Göngumenn voru átján talsins og voru þeir um sjö klukkustundir að ganga frá Uppsölum í Arnarfirði yfir að Sellátrum í Tálknafirði, þar sem rúta beið eftir hópnum. Næsta ferð verður farin i kvöld, þann 12. og verður þá gengið frá Selárdal í Arnarfirði til Verdala, ferð við allra hæfi. Síðan er enn á ný haldið af stað þann 19. ágúst verður gengið umhverfis Svínanes. Síðasta ferðin verður 26. ágúst og gengið á Grænafjall og Stakka- fell og þaðan niður í Sauðlauksdai. Leiðsögumenn gefa nánari upplýs- ingar um ferðirnar, Úlvar B. Thor- oddsen, Þröstur Reynisson á Pat- reksfírði og Lilja Magnúsdóttir á Tálknafirði. Upplýsingar um sundstaði og veiðileyfi ÚT ERU komnar hjá Kostum ehf. upplýsingabæklingarnir Veiði- sumar 1995 og Sundsumar 1995. Veiðisumar 1995 er 48 síður í lit og inniheldur yfirlit yfír seljendur veiðileyfa í ár og vötn á Islandi sumarið 1995. Yfirlitinu er raðað í landfræði- lega röð, réttsælis frá Reykjanesi og endað í Ölfusi í Árnessýslu. Landinu er skipt í svæði og er landakort af hveijum hluta á við- eigandi stað miðað við yfirlitið. Sundsumar 1995 er 28 síður og inniheldur upplýsingar um al- menningssundstaði á íslandi. Eins og Veiðisumar 1995 er yfirliti yfir sundlaugar raðað í landfræðilega röð réttsælis í kringum landið. Landakort eru á viðeigandi stað og eru allar sundlaugar merktar inn á. Bæklingar eru ókeypis og hefur þeim verið dreift víða um land. Morgunblaðið/Helga Jónsdóttir SKIPULAGÐAR gönguferðir eru í Vestur-Barðastrandarsýslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.