Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGIAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Lokað á atvinnu- Tvo báta rak leyfi útlendinga upp í fjöru Látrum í Aðalvík. FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hef- ur að mestu hætt útgáfu atvinnu- leyfa fyrir erlent verkafólk, það er fólk utan Evrópska efnahagssvæðis- ins. Fá leyfi hafa verið gefin út frá því um ríkisstjórnarskiptin í vor er Páll Pétursson tók við félagsmála- ráðuneytinu. Stjórnendur fyrirtækja í fisk- vinnslu á Vestfjörðum og víðar á landsbyggðinni, sem gengur illa að fá fólk til starfa, vilja fá leyfi til að ráða erlent verkafólk. Þeir segjast hafa reynt að ráða fólk af atvinnu- leysisskrá en fengið lítil viðbrögð. Þá sé misjöfn reynsla af þessu fólki og nefnd eru dæmi um að fólk hætti strax og það hefur öðlast réttindi til atvinnuleysisbóta að nýju. Gylfi Kristinsson í félagsmálaráðu- neytinu segir að eftirlit með útgáfu atvinnuleyfa fyrir útlendinga hafí ver- ið stórhert í vor og fá leyfi gefin út. Hann verður var við óánægju fisk- verkenda, einkum á Vestfjörðum og Snæfellsnesi en einnig á Suðumesj- um, en segir að ráðuneytið líti svo á að mögulegt eigi að vera að fá fólk til starfa þegar 7.000 íslendingar séu skráðir atvinnulausir. ■ Fá ekki fólk/C3 TVO BÁTA rak upp í fjöru við Látra í Aðalvík á Horn- ströndum, rétt norðan ísa- fjarðardjúps, á mánudag. Bát- unum hafði verið komið fyrir á legu utar í víkinni og virðist sem þeir hafi slitnað upp í hvassviðrinu sem gekk yfir á Vestfjörðum á mánudag. Þegar gestir í Aðalvík vökn- uðu snemma morguns blöstu bátarnir við þeim í fjörunni og var þegar hafist handa við að bjarga þeim, en töluverð hætta var á að þeir myndu skemmast þar sem þeir skullu saman í fjöruborðinu. Skemmdust títið Fjöldi manns hóf þegar björgunaraðgerðir og lögðust allir á eitt að færa bátana. Jafnframt var björgunarbát- urinn Daníel Sigmundsson kallaður frá ísafirði til aðstoð- ar. Báðir bátarnir náðust á flot lítið skemmdir. Ijósmynd/Lögreglan á ísafirði Ríkið ber kostnað af varðskipi í Smugunni Eðlilegt vegna eðlis deilunnar ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegs- ráðherra segir að rétt hafi verið talið að ríkið bæri kostnað af að senda varðskip í Smuguna en ekki útgerðir úthafsveiðiskipa vegna þess að skipin hafi ekki átt kost á eðlilegri þjónustu í Noregi. Eins og fram hefur komið í frétt- um hefur verið veitt 20 milljóna króna aukafjárveiting til að senda varðskip í Smuguna til tveggja mánaða. Þegar Þorsteinn var spurð- ur hvort ekki hefði verið eðlilegt að útgerðirnar sjálfar bæru kostn- aðinn en ekki skattgreiðendur svar- aði hann: „Það er út af fyrir sig sjónarmið. Ástæðan fyrir því að við höfum talið rétt að senda þjónustu- skip á þetta hafsvæði er fyrst og fremst sú að vegna hinnar hörðu deilu við Noreg hafa skipin ekki átt kost á eðlilegri þjónustu í Noregi." Ráðherrann segir ennfremur eðlilegt að vekja upp slíkar spurn- ingar ef samskipti landanna væru eðlileg og hægt væri að leita þjón- ustu í næstu höfn. „Auðvitað er það atriði sem hlýtur að koma til álita þegar eðlilegar aðstæður eru fyrir hendi og slíkur ágreiningur truflar ekki skipin í að leita þjónustu með eðlilegum hætti,“ sagði Þorsteinn. Borgarrád Reykjavíkur heimilar skuldabréfaútboð 700 millj. til að mæta umframkostnaði Þriðjungs verðmæti úthafskarfa ÍSLENSKU skipin hafa veitt mun minna af úthafskarfa á þessu ári en á því síðasta. Fá skip eru eftir á miðunum og er veiðin enn léleg. Þjóðhagsstofnun áætlaði að út- flutningsverðmæti karfans yrði í ár um 2,8 milljarðar en verðmætið er nú aðeins um 850 milljónir kr. íslensk skip hafa það sem af er þessu ári veitt rúmlega 18 þús- und tonn af úthafskarfa. Á síðasta ári veiddust 46.500 tonn. Veiðin hefur verið léleg langtimum sam- an, auk þess sem frátafir urðu vegna verkfalls sjómanna í vor. Verðið hækkar Gott verð hefur fengist fyrir úthafskarfann og hefur verðið hækkað að undanfömu. Seljendur eru sammála um að verkfallið og aflabrestur hafi komið í veg fyrir verðhrun á karfanum í ár. ■ 2 milljarða vantar/C6 Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Lagt a BENEDIKT Þ. Siguijónsson frá Kaldbak við Húsavík á forláta hnakk, amerískan barnahnakk. Myndin var tekin þegar hann var að leggja á hest sinn í Hrafn- kelsdal en þar hafði hann við- komu með foreldrum sínum og fleiri ferðafélögum á leiðinni frá Húsavík og suður í Lón. BORGARRÁÐ samþykkti í gær að heimila allt að 700 milljóna króna skuldabréfaútboð Reykja- víkurborgar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að þetta útboð hafi verið ákveðið til að mæta kostnaði borg- arinnar umfram fjárhagsáætlun, meðal annars vegna sumarvinnu skólafólks, aukins launakostnaðar vegna kjarasamninga, vegna við- halds gatna og átaksverkefna. Skuldabréfaútboð hafi þótt væn- legri kostur en hækkun yfirdrátt- arheimildar í Landsbankanum eða lántaka hjá fyrirtækjum borgar- innar. Ingibjörg Sólrún segir að skuldabréfaútboðið verði til lengri tíma, til dæmis tólf ára, en ekkert Ýmis kostnaður fram úr fjárhags- áætlun borgar- innar hafí verið ákveðið um það enn. „Þegar fjárhagsáætlun borgarinn- ar var gerð ríkti óvissa um suma liði hennar, ekki síst vegna vinnu sumarfólks. Reykjavíkurborg hef- ur veitt þeim atvinnu sem ekki fá vinnu annars staðar og í ár kallar það á 180 milljóna króna aukafjár- veitingu," segir borgarstjóri. „Aðrar aukafjárveitingar borg- arráðs eru um 70 milljónir. Þá sjáum við fyrir 100 milljóna króna kostnaðarauka vegna kjarasamn- inga, en enn ríkir óvissa um endan- lega útkomu þar. Aukin fjárhags- aðstoð Félagsmálastofnunar kall- ar á 100 milljóna króna aukafjár- veitingu, 50 milljónir vantar til viðhalds gatna og 50 milljónir vegna ýmissa átaksverkefna borg- arinnar," segir Ingibjörg Sólrún. Kanna niðurskurð og lækkun á yfirdrætti Ingibjörg Sólrún sagði að kann- að yrði hvort einhver niðurskurður næðist á móti þessari auknu fjár- þörf. „Ef við náum að mæta aukn- um kostnaði á síðari hluta ársins þá nýtum við þessa lántöku til að lækka yfirdrátt borgarinnar í Landsbankanum. Hann hefur yfir- leitt verið um 1.400 milljónir og það er dýr lántaka.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.