Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ JOYCESAFNIÐ í Sandycove, Dublin. Dublin- bókmennta- verðlaunveitt IMPAC-bókmennta- verðlaun Dublinborgar eru nýjustu bókmennta- verðlaunin. Þau verða veitt á næsta ári og eru hvorki meira né minna en 100.000 írsk pund, rúmlega tíu milljónir íslenskra króna. IMPAC sem er stærsta gæðastjórnunarfyrir- tæki í heimi leggur sitt af mörkum ásamt borg- arstjórninni í Dublin til að gera verðlaunin veg- leg. Verðlaunin eru veitt fyrir skáldverk á ensku og gefið út á því máli eða fyrir verk á öðru máli en ensku gefið út í enskri þýðingu. Tilnefning- ar eiga að berast frá öllum heims- hornum og án tillits til þjóðemis höfundar eða útgáfustaðar. Stefnt er að því að verðlaunin verði mikill bókmenntalegur heiður. Bækur þarf að leggja fyrir dóm- nefnd í síðasta lagi 31. október. Borgarbókasöfn höfuðborga um all- an heim eiga að tilnefna bækurnar, í mesta lagi þrjár bækur hvert. Bæk- umar skal senda tii dómnefndarinnar í Dublin. Nánari upplýsingar um verðlaunin og tilnefningar til þeirra fást hjá Dublin City Public Li- braries, Cumberland House, Fenian Street, Dublin 2, Ireland. Bókmenntaborgin Dublin Þeir sem að verðlaun- unum standa leggja mikla áherslu á bók- menntaborgina Dublin. írar og Dublinarbúar sérstaklega geta státað af frægum rithöfundum og skáldum á borð við Jonathan Swift sem skrifaði um ferðir Gúlli- vers; Oscar Wilde, Ge- orge Bemard Shaw, William Butler Yeats, J. M. Synge, Séan O’Casey, James Joyce, Samuel Beckett og Brendan Behan. Joyce er vitanlega kunnastur og sá. sem mest hefur skrifað um Dub- lin. Eftir hann er smásagnasafnið Dublinarbúar (í Dyflinni, þýð. Sig- urður A. Magnússon) og Ódysseifur (einnig i þýðingu Sigurðar) sem lýsir lífinu í Dublin. Með Ódysseifi telja marir að nútímaskáldsagnagerð hafi byijað. Um fáar skáldsögur er rætt meira og skrifað og hefur einkalíf Joyce orðið ævisagnahöfundum og fræðimönnum sífelld uppspretta. HELGRÍMA James Joyce. Orgeltónar á hádegi í Hallgrímskirkjii FIMMTUDAGINN 10. ágúst kl. 12 leikur Örn Falkner, organisti Kópa- vogskirkju, á hádegistónleikum Hall- grímskirkju. Hann er einn af þeim mörgu félögum í Félagi íslenskra organleikara sem koma fram á há- degistónleikum kirkjunnar. Örn er fæddur í Reykjavík 1960. Hann lauk prófi frá Tónskóla þjóðkirkjunn- ar í orgelleik 1990 og stundaði fram- haldsnám hjá J.E. Goettsche í Róm. Á efnisskrá Amar eru nokkur stutt verk eftir Johann Sebastian Bach og Tilbrigði og fúga um laglín- una sem við íslendingar þekkjum sem „Eldgamla ísafold" eftir Max Reger. Laugardaginn 12. ágúst kl. 12 leikur breski organistinn Martin So- uter en hann mun einnig leika á tón- leikum sunnudaginn 20. ágúst kl. 20.30. Fantasíur Purcells TONLIST Skálholtskirkju GÖMBUTÓNLEIKAR Phantasm sveitin lék verk eftir Henry Purcell. Laugardagurinn 5. ágúst,1995. NAFN sveitarinnar (Phantasm) bendir til þess, að ætlunin sé að fram- kalla einhvers konar skynmynd af liðnum tíma. Í raun á þetta við um alla tónlist (og list almennt), jafnvel nýja, því ávallt er verið að kalla fram svip þess sem er í raun heilaspuni einhvers, oft í mörgum tilfellum óljósan og torráðinn heilaspuna. Sú skynmynd, sem nú var brugðið upp, var tónsköpun Henry Purcell og til að ná fram sem trúverðugastri mynd, voru notuð hljóðfæri af svið- aðri gerð og hann ætlaðist til að notuð væru við flutning verkanna, nefnilega hljóðfæri gömbufjölskyld- unnar. Gömburnar voru vinsælar til heimilsbrúks og höfðu svipaða stöðu hjá menntuðum fjölskyldum og madrigalinn og voru þessir „consort" tónleikar mikið iðkaðir frá seinni hluta 16. aldar. Nokkur óvissa er um orðið og telja margir það sé hrein- lega umritun á ítalska orðinu „conc- erto“. Hljómblæ gömbufjölskyldunn- ar svipar til tónblæs söngraddarinnar og var texti oft ritaður við undirleiks- raddir einsöngslaga, svona til að kór mætti hugsanlega flytja verkið. Fantasíurnar, eftir Purcell, eru, þrátt fyrir að vera nokkuð „gamal- dags“ og standa mjög nærri rithætti söngtónlistar, taldar ekta hljóðfæra- tónlist. í efnisskrá er talað um að sumar þeirra séu í eftirlíkingastíl (imitation), sem er rangnefni, því endurtekningar á tónhugmynd, hvort sem um er að ræða í lagferli eða hryn, í einni rödd eða skipt á milli radda, er einkennandi fyrir nær alla tónlist, allt frá upphafi kanónsins, til okkar tíma. Um er að ræða vinnu- aðferð, sem til er í öllum stíltegund- um Fantasíurnar eru falleg tónlist og auk skemmtilegra eftirlíkinga stefja og töluverðrar hugkvæmni í fjöl- radda tónmáli verkanna, mátti og heyra á stöku stað hljómræna þver- stæðu, eins t.d. í 7. fantasíunni, er olli því að fræðimenn töldu lengi að um ritvillur væri að ræða. Áttunda fantasían er hægferðug og sérlega falleg tónsmíð og í þeirri tíundu gat að heyra glæsilegan kontrpunkt í hröðu tónferli. Frönsku áhrifin eru greinileg, t.d varðandi hraðaskipan innan margra þáttanna. Ekki var annað að heyra en að fimmta fantas- ían væri í „Bé-dúr“, miðað við rit- hátt en ekki í moll, eins og stendur í efnisskrá. Fimm radda fantasían „yfir eina nótu“, er rituð í F-dúr, þar sem „dóminantinn“, einstrikað C, hljómar í gegnum allt verkið eins og „orgelpunktur". Á eftir þessu skemmtilega verki var leikið sex radda verk, In Nomini, sem er samið samkvæmt „cantus firmus" aðferð- inni, er var ein fyrsta tónsmíðaaðferð miðaldatónskáldanna, og dugði þó tónskáldum allt fram á okkar daga. Þessi cantus fírmus mun vera slétt- söngurinn Gloria Tibi Trinitas og mun Taverner einnig hafa notað þennan sléttsöng. í þessu fallega verki er rithátturinn mjög nærri því sem gerist í söngverkum. Phantasm sveitin er afburða góð og var flutningurinn eitthvað það glæsilegasta sem heyrst hefur hér á landi í flutningi barokktónlistar, bæði er varðar samspil og fallega tónmótun og gilti einu, þó fantasíurn- ar tólf, væru mjög áþekkar í blæ og tónskipan og hefðu að öðrum kosti reynt mjög á einbeittni áheyrenda. Þetta er alþjóðleg sveit, sem er und- ir forustu Laurence Dreyfus en með honum léku Wendy Gillespie, Jonat- han Manson, Markku Luolajan-Mik- kola, Christine Kyprianides og Svava Bernharðsdóttir. Jón Ásgeirsson. Kvenna- listasafn KVENNALISTASAFN hefur ver- ið opnað í Skellefteá sem er smá- bær norðarlega í Svíþjóð. Er þetta einungis annað safnið í Evrópu sem sýnir aðeins list kvenna og mun það veita yfirsýn yfir list norrænna kvenna allt frá miðri síðustu öld. Safnið er nefnt eftir myndlistarkonunni Önnu Nord- lander sem var Lappi og uppi á 19. öld. Auk þess að hafa verið fyrsta konan sem nam við Kon- unglega listaháskólann í Stokk- hólmi hefur Nordlander verið talin brautryðjandi í skandinavískri kvennalist. Bæjarbúar í Skellefteá vonast til að safnið geti myndað mót- vægi við almenn söfn sem þeir segja að einbeiti sér of mikið að list karla. Þeir vonast og til að safnið geti orðið ungum og upp- rennandi listakonum til fram- dráttar. Meðal kunnustu verka á safn- inu í Skellefteá er helgimynd eft- ir sænska Iistmálarann Monicu Sjöö, sem hér birtist. ÞÚ GETUR TREYST FAGOR FAGOR ^ ÞVOTTAVÉLAR UPPÞVOTTAVÉLAR OG ELDUNARTÆKI Á EINSTÖKU VERÐI RÖNNING BORGARTÚNI 24 SÍMI 568 5868 FAGOR S-23N Kælir: 2121 ■ Frystir: 161 HxBxD: 122x55x57 cm Irmbyggt frystihólf 38.800 FAGOR D-32R Kælir: 282 I - Frystir: 78 I HxBxD: 171x60x57 cm FAGOR C31R - 2 pressur Kælir: 2701- Frystir: 110 I HxBxD: 170x60x57 cm Tvöfalt kælikerfi ^67, Hebresk ljóðlist SJÖTUGSAFMÆLIS ísraelska skáldsins Yehuda Amichai er minnst í heimalandinu með útgáfu skrár yfir þýdd verk hans. Það er Hebreska þýðingastofnunin sem gefur út. Skráin hefur að geyma fjölmargar þýðingar á 29 tungu- mál. Auk umsagna um skáldið eru skráð viðtöl við hann, smásögur og annað sem hann hefur sent frá sér. Reynsla af stríði Amichai er kunnasta ljóðskáld sinnar kynslóðar í ísrael og hið þekktasta utan heimalandsins. Hann er fæddur í Þýskalandi, en fluttist barn að aldri til Palestínu og ólst upp í Jerúsalem. Hann tók þátt í síðari heimsstyrjöld og sjálf- stæðisstríði ísraelsmanna. Reynsla hans af stríði setur svip á ljóðin sem mörg fjalla um ást, dauða og útlegð. Þau þykja hófsöm í fram- setningu og yfirleitt ljós.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.