Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 27
Hraðsuðukanna ÁÐUR: 5.790 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 27 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÁRSRIT Garðyrkjufélagsins Garð- yrkjurítið er nýkomið út. í ársrit- inu eru margar greinar og ijöldi litmynda. Meðal efnis má nefna grein eftir Ólaf B. Guðmundsson lyfjafræðing um Grasagarðinn og tijásafnið í Genf. Bjami E. Guð- leifsson á Möðruvöllum ræðir um Brekkusóleyjuna sem varð Jónasi Hallgrímssyni að yrkisefni og leið- ir að því rök að þar hafi Jónas átt við þrenningarfjóluna eða þrílitu fjóluna, sem hefur orðið fleiri ís- lenskum skáldum að yrkisefni. Ólafur B. Guðmundsson fjallar um fjögurra stjörnu plöntur. Að þessu sinni skrifar hann um mjólk- uijurt, gullvölvu, huldustrokk og bleika engjablöðku. Guðfinna K. Ólafsdóttir og Ólafur B. Guð- mundsson eru höfundar greinar sem nefnist Draumur í svörtum sandi og fjallar um garðinn Hraun- prýði í Vestmannaeyjum, sem hjónin Guðfinna K. Olafsdóttir og Erlendur Stefánsson hafa ræktað fráþví í ágúst 1988. Sigurður Þórðarson skrifar um garðaskoðun. Ingibjörg Stein- grímsdóttir skrifar um Borgar- fjarðarferð á vegum GÍ. Kristín Gestsdóttir og Sigurður Þorkels- son eiga grein um rabarbara með nýjum og gömlum uppskriftum. Ingólfur Davíðsson grasafræðing- ur skrifar um undafífla, fjandafæl- ur og íslenska lykla og dr. Einar I. Siggeirsson um eldlilju og ka- melíu. Kristinn Guðsteinsson garð- yrkjufræðingur skrifar grein um Kasmírreyni. Samson Harðarson garðplöntufræðingur skrifar ítar- lega grein um toppa. Toppar eru stór ættkvísl runna, sem stöðugt nær meiri vinsældum hérlendis, enda eru þeir flestir harðgerðir og skuggaþolnir. Þórður Ingimar Runólfsson segir frá veðurfari og víðirækt á Snæfellsnesi og ræðir um plöntur sem þar hafa verið reyndar í limgerði og skjólbelti. Helgi Hallgrímsson náttúrufræð- ingur og Guðrún Gyða Eyjólfsdótt- ir skrifa grein sem nefnist „Frá vendlum til méla“. Þar er fjallað um nokkra asksveppi, sem vaxa á íslandi en ýmsir þeirra valda sýk- ingu á plöntum. Garðyrkjufélag íslands er opið öllum sem hafa áhuga á ræktun. Árgjald félagsins er að þessu sinni 1.800 kr. Auk ársritsins fá félags- menn fréttabréf 6-8 sinnum á ári og pöntunarlista með haust- og vorlaukum og frælista. Félags- menn fá einnig afslátt af bókum, sem GÍ gefur út. Ritstjóri Garðyrkjuritsins er ÓlafurB. Guðmundsson. Ritið er 208 síður. Prentað íSvans- prenti. ------» ♦ »----- Málverkasýn- ing í Eden EDWIN Kaaber sýnir í Eden, Hveragerði, málverk og myndir unnar í olíu, akrýl og vatnsliti. Myndirnar eru til sölu. Sýningin var opnuð 1. ágúst og lýkur henni 13. ágúst. Þetta er tólfta einkasýning Edwins. ------» ♦ ♦----- Guðbjörg á Kaffi Mílanó GUÐBJÖRG Hákonardóttir sýnir þrettán myndir með olíu og bland- aðri tækni á Kaffi Mílanó og stend- ur sýningin fram í september. Guðbjörg útskrifaðist úr málun- ardeild MHÍ sl. vor og er þessi sýning hluti af lokaverkefni henn- ar. KVIKMYNDIR Hálfkák lok fjórða áratugarins. Kynnist f'danum Laurence sem kemur lík- ama hennar og sál á flug um sinn. Klámkjafturinn reynist þrátt fyrir allt stúlka heiðvirð og rómantísk og rekur Laurence umsvifalaust á braut er hún stendur hann að framhjáhaldi bak við öskutunnu. Sekkur sér í klámskrif fyrir ókunn- an velgerðarmann uns stormsveit- ir Þriðja ríkisins eru komnar að borgarmörkunum. Kemur þá hinn óþekkti velunnari (getið hver) fram í dagsljósið og sendir pornó- pennann sinn í öryggið heima. Leikstjórinn, Zalman King, á að baki nokkrar myndir í þessum dapra gæðaflokki og hefur sjálf- sagt ætlað sér að bæta um betur, gera Á valdi frygðarínnar að eró- tískri ljósblámaveislu, en uppsker- an er samfellt, hroðalegt getu- leysi. Atburðarásin sniglast ósegj- anlega hægt áfram og Zalman telur sig greinilega hafa fundið upp kossaflangs og áhorfendur hafi almennt ekki séð ber kven- mannsbijóst né karlrassa fyrr í bíómynd. Þessir líkamspartar í sjónhending eru semsé hinir losta- fullu hápunktar Á valdi frygðar- innar. Mandylor er sögumaður og muldrar næstum stöðugt út alla myndina sitt kynlífsórabull í sömu, tilbreytingarlausu tóntegundinni. Ef einhver annar kemst að er það vitaskuld í hálfum hljóðum. Hálft telur leikstjórinn greinilega afar sexí, líkt og hálflokuð augu, hálfopinn munn, hálfkveðnar vís- ur. Utkoman gjörsneydd öllu því sem tengist orðinu frygð, reyndar öllu sem flokkast getur undir snef- il af munúð. Miðopna í Playboy frá því um miðja öldina er líklegri til örvunar. King er af mikilli of- rausn eignuð mynd Adrians Lyne 9V2 vika í auglýsingu kvikmynda- hússins. Sú mynd, þó aum sé, er einsog erótískt snilldarverk við hliðina á þessari hörmung. Af þeim þúsundum mynda sem ég hef séð um dagana er Á valdi frygðarinn- ar ein sú bágbornasta. Sæbjörn Valdimarsson Laugarásbíó Á VALDI FRYGÐARINNAR (DELTA OF VENUS) 0 Leikstjóri Zalman King. Handrits- höfundur Elsa Rothstein, byggt á samnefndri skáldsögu eftir Anais Nin. Kvikmyndatökustjóri Eagie (Öm) Egilsson. Aðalleikendur Costas Mandylor, Eric Da Silva, Mark Vas- ut, Zette. Bandarísk. New Line Cin- ema 1995. í ÁR hafa óvenju margir hortitt- ir fengið að slæðast á hvít tjöld kvikmyndahúsanna, vonandi er botninum náð með þessari ömur- legu lágkúru. Elena (Mandylor) er amerískt klámsagnaskáld í leit að innblæstri á Signubökkum við á Philips smátækjum Vegna serlega hagstæöra samninga viö Philips getum við boöið Philips smátækin á mun betra veröi en áöur. Verðlækkun á bilinu 8-28%! Gufustraujarn ÁÐUR: 4.690 3.990 Rakvel 2 hnífa ÁÐÚR:'5,490 4.490 Matvinnsluvéll AÐUR: 11.860 Brauðrist ÁÐUR: 3.590 Nú 2.990 NU: 9.490 Vöfflujarn ÁÐUR: 0.997 6.450 Ryksuga 1200 w ÁÐUR: 15.77Q 13.990 Andlitsljos ÁÐUR:10.300 M 8.990 Rakvel 3 hnífa ÁÐUR: 8.605 6.990 Kaffivél Gottverð 3.350 Matvinnsluvel Gott verð 5.990 Rakvel íiXTu Handþeytari ÁÐUR: 3,390 Nú 2.690 "".. ÁÐUR: 8.990 6.490 Heimilistæki SÆTUNI 8 SIMI 569 1500 Umboösmenn um land allt. Tímarit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.