Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 MIINININGAR MORGUNBLAÐIÐ HERMANN SVEINSSON + Hermann Sveinsson fæddist á ísafirði 11. desember 1903. Hann andaðist í Landakotsspítala 30. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sveinn Hall- dórsson og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir. Her- mann var einn sex systkina, sem öll eru látin. Þau misstu föður sinn í sjóslysi er Her- mann var sjö ára og var hann þá settur í fóstur hjá vanda- lausum. Hinn 8. desember 1929 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni Guðmundu Vigfúsdóttur frá Tungu í Nauteyrarhreppi, f. 1. júlí 1909. Þau bjuggu í Skálavík og Reykjafirði í Reykj- arfjarðarhreppi fram til ársins 1955 og á ísafirði til 1964 er þau fiuttu til Reykjavíkur. Börn þeirra eru þrjú, Arnfríður, f. 3. mars 1930, gift Erling Sörensen; Ingi Sigurður, f. 22. júní 1934, d. 30. apríl 1985, kona hans Gerður Elías- dóttir; Fjóla, f. 30. október 1936, gift Herði Þorsteinssyni. Öll eru þau búsett á ísafirði. Afkpm- endur þeirra Hermanns og Guðmundu eru nú 35. Hermann verður jarðsunginn frá Foss- vogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. í DAG verður gerð útför tengdaföð- ur míns, Hermanns Sveinssonar. Hann ólst fyrstu árin upp í foreldra- húsum, en sjö ára gamall missti hann föður sinn í sjóslysi og var þá settur í fóstur til Ólafs Ólafssonar og konu hans Guðbjargar Friðriks- dóttur í Skálavík í ísafjarðardjúpi, þar sem hann ólst upp. Skólaganga var lítil og snemma farið að vinna fyrir sér, eins og þá var títt. Hann kvæntist Guðmundu Vigfúsdóttur og lífið brosti við ungu hjónunum, en haustið 1934 veiktist Guðmunda mjög alvarlega og náði aldrei heilsu eftir það. Af þeim sökum urðu þau að setja yngstu dóttur sína Fjólu í fóstur, og ólst hún upp hjá Páli Pálssyni og Björgu Andrésdóttur í Þúfum, en hin tvö eldri voru áfram hjá foreldrum sínum. Fram til 1955 voru þau í Skálavík og Reykjarfirði, þar sem Hermann vann sem vinnu- maður, en fluttu þá til ísafjarðar, aðallega vegna veikinda Guðmundu. Á árunum, sem þau bjuggu í Skála- vík nutu þau ómetanlegrar aðstoðar Dagbjartar Kristjánsdóttur hálfsyst- ur Guðmundu. Þau bjuggu á ísafirði til ársins 1964 er þau fluttu til Reykjavíkur. Segja má að frá þeim tíma hafi Guðmunda verið á sjúkra- stofnunum. Hermann vann lengst af sem verkamaður hjá Pósti óg síma, eftir að þau fluttu suður, eða fram til 85 ára aldurs. Frá 1989 fór hann á heimili Reykjavíkurborgar fyrir aldraða í Lönguhlíð 3 og bjó þar til dauðadags. Með okkur Her- manni tókst strax góð vinátta og gagnkvæm virðing, og hélst svo alla tíð. Hann var maður glaðvær, þrátt fyrir margvíslega örðugleika í lífinu. Hann dvaldi oft á heimili okkar hjóna vegna veikdinda konu sinnar þau ár sem þau bjuggu á ísafirði, og hændust börn okkar mjög að afa sínum og söknuðu hans og ömmu sinnar er þau fluttu til Reykjavíkur. Eftir að Hermann fluttist til Reykjavíkur var alltaf tilhlökkunar- efni að heimsækja hann. Þá vantaði ekki umræður um það sem efst var á baugi hverju sinni, því hann fygld- ist alla tíð mjög vel með því sem var að gerast í þjóðfélaginu og hafði sínar skoðanir á flestum hlutum. Hann lét sér alla tíð mjög annt um böm sín og fjölskyldur þeirra og fylgdist með störfum þeirra og gerð- um af miklum áhuga. Á níræðisaf- mæli sínu í desember síðastliðnum hélt hann öllu sínu fólki, ættingjum og vinum, veglega veislu, og kom þar vel fram hversu vinsæll hann var meðal þeirra. Síðustu ár ævi sinnar var Hermann orðinn nær blindur, en það aftraði honum ekki frá að fara allra sinna ferða. Það er lán að fá að kynnast manni eins og tengdaföður mínum, sem alltaf hélt gleði sinni hvað sem á dundi. Tryggð hans við sjúka eig- inkonu sína var einstök. Hann heim- sótti hana í hverri viku, allt til hins síðasta. Elsku Hermann, þakka þér allt hið góða í minn garð og minna. Guð varðveiti þig og minningu þína. Erling Sörensen. Mig langar með nokkrum orðum að minnast afa míns, Hermanns Sveinssonar, sem lést 30. júlí síðast- liðinn 91 árs að aldri. Fyrst man ég eftir afa þegar ég er 5-6 ára gam- all, þá bjuggum við báðir á ísafirði. Mér er minnisstætt þegar afi var að læra að hjóla tii að geta hjólað í vinnuna í ísfirðing þar sem hann vann þá. Þetta fannst mér skrítið þar sem ég var sjálfur búinn að læra að hjóla og skildi ekki afhvetju afi kunni það ekki, en afi var fljótur að læra það og hafði gaman af. Afi kom oft og gisti hjá okkur á Engja- veginum á ísafirði þar sem fjölskyld- an mín bjó, en -amma var orðin mik- ill sjúklingur og þurfti oft að dvelja á sjúkrahúsínu. Árið 1964 flytja afí og amma til Reykjavíkur vegna veik- inda ömmu og er hún búin að vera á stofnunum meira og minna síðan. Eftir að afí og amma fluttu suður saknaði ég þess að geta ekki hitt hann eins oft og áður. Þegar ég flyt til Reykjavíkur með íjölskyldu mína árið 1988 fer ég að hafa meiri sam- skipti við afa minn, hann hafði lengi þráð að hafa meira af ættingjum nálægt sér og var ætíð þakklátur og glaður þegar hann var innanum fjölskylduna eða var heimsóttur. Við afi spjölluðum oft um heima og geima og oft barst talið að gamla tímanum. Afi fylgdist alltaf mjög vel með öllu fram undir það síðasta bæði fréttum í útvarpi og því sem var að gerast hjá hans nánustu. Hann hafði ætíð sínar skoðanir á hlutunum og þoldi barlóm afar illa og fannst að allir gætu haft. það gott ef þeir bara vildu. Lífíð hafði ekki alltaf verið auðvelt hjá afa, hann var ungur sendur í fóstur inn í Skálavík í Isa- fjarðardjúpi eftir að pabbi hans lést í sjóslysi. Hann þurfti því snemma að fara að vinna fyrir sér og vann þá sem kaupamaður og til sjós. Oft talaði afi um uppvaxtarár sín í djúp- inu og átti hann bæði góðar og slæmar minningar um þann tíma. Hann átti því láni af fagna að vera við góða heilsu lengst af og var yfirleitt léttur og jákvæður og vann til 85 ára aldurs, lengst áf hjá Pósti og síma eftir að hann flutti til Reykjavíkur og síðustu árin sem hann vann sagðist hann vera löngu hættur að vinna allari daginn þrátt fyrir að hann ynni frá 8 til 5. Trygg- ari mann var varla hægt að hugsa sér en afa. Amma lifír hann og þrátt fyrir veikindi hennar hélt afi tryggð við hana til dauðadags. Elsku afi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Árni Sörensen. í dag kveðjum við Hermann Sveinsson eða Hermann afa eins og hann var kallaður á heimili okkar. Hermann sá ég fyrst í nóvember '78 skömmu eftir að ég kynntist manni mínum sem er dóttursonur hans. Ég hreifst strax af þessum gamla manni, sökum léttleika hans, glað- værðar og hreinskilni. Hermann bjó einn í íbúð sinni að Dalbraut 1. Heimili hans lét lítið yfír sér, var búið snotrum húsgögnum og prýtt myndum af fjölskyldunni. Ég skil í dag að það var einfaldleikinn. og látleysið sem orskaði þá vellíðan sem ég upplifði í þessari heimsókn. Mér fannst þessi maður mjög merkileg- ur, hann var þá 75 ára gamall, vann úti allan daginn, ræddi um heima og geima sagði okkur frá Spánar- ferð sem hann hafði nýverið farið og var farinn að hugsa til þeirrar næstu. Gamli maðurinn vissi af komu okkar, beið með kaffi, jóla- köku og tertur sem hann hafði sótt í bakaríið. Og þannig var það ætíð þegar við heimsóttum hann, alltaf til með kaffinu, og ís eða gos fyrir börnin. Árið 1979, fórum við Árni + Ástkœr eiginkona mín, móðir okkarr tengdamóðir og amma, KATRÍN M. JÓHANNESSON LANGE, Bogahiíð 14, Reykjavík, sem lést í Landspítalanum laugardag- inn 29. júlí, verður jarðsungin frá Há- teigskirkju fimmtudaginn 10. ágúst kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþökk- uð, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. GuðjónJóhannesson, Jörgen P. Guðjónsson, Ásta Steinsdóttir, Guðrún Erla Guðjónsdóttir, Emil Örn Kristjánsson, Ásta Björg Guðjónsdóttir, Sigurður Björn Reynisson, Jóhanna Helga Guðjónsdóttir, Ragnar Marinó Kristjánsson, og barnabörn. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkaerrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSDÍSAR MARÍU SIGURÐARDÓTTUR, Möðrufelli 1, Reykjavík. Bergur Þorvaldsson, Aðalheiður Dúfa Kristinsdóttir, Kristinn Kristjánsson, Halldór Ólafur Bergsson, Lilja S. Mósesdóttir, Ester S. Hermele, Jules J. Hermele, Bergdís Harpa Mikac, Joseph Mikac, Bjarney J. Bergsdóttir, Elfar Ólason, Sigrún Bergsdóttir, Benedikt Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. + SÓLVEIG VILHJÁLMSDÓTTIR, verður kvödd frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ fimmtudaginn 10. ágúst kl. 14.00. Jarðsett verður í Lágafellskirkjugarði. Sigríður Ingimarsdóttir, Vilhjálmur Árnason, Guðrún Vilhjálmsdóttir, Pétur Björnsson, Árni Vilhjálmsson, Vigdís Einarsdóttir, Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, Torfi H. Túlinfus, Arinbjörn Vilhjálmsson, Margrét Þorsteinsdóttir, Þórhallur Vilhjálmsson, og systkinabörn hinnar látnu. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur vinarhug og samúð við andlát og útför föður okkar, SVEINS MÁS GUNNARSSONAR barnalæknis. Jóhanna Margrét Sveinsdóttir, Sævar Már Sveinsson, Gunnar Már Sveinsson. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR GUÐNASONAR, Bárðarási 14, Hellissandi. Steinunn R. Kristjánsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og langafabörn. til ísafjarðar og fluttum svo suður níu árum seinna eða '88. Þá var Hermann enn á Dalbrautinni, á átt- ugasta og fimmta aldursári, vann ennþá fulla vinnu og fylgdist vel með öllu og öllum. Ég spurði hann hvort væri ekki orðið erfitt fyrir hann að vinna allan daginn. „Allan daginn“ sagði sá gamli, „ég er löngu hættur því, ég vinn bara frá 8-5“. Það fannst honum ekki langur vinnudgaur miðað við dagsverkin sem hann skilaði í gamla daga. Árið 1989 flutti Hermann af Dalbrautinni í Lönguhlíð 3. Hann saknaði íbúðar- innar sinnar, en fór þó fljótt að kunna vel við sig, því Hermann var félagsvera og naut samverunnar við íbúa og starfsfólk Lönguhlíðar. Her- mann var heilsuhraustur, en þó var sjóndepurð farin að há honum seinni árin. Sjónin var þó misjöfn eftir því hvemig lá á honum. Hann gat verið nánast blindur ef hann var illa upp- lagður en komst allra sinna ferða hjálparlaust þegar vel lá á honum og sem betur fer var hann oftast þannig, jákvæður og drífandi svo maður varð ekki svo mikið var við að þetta háði honum. Alltaf var stutt í glens og grín hjá Hermanni, þrátt fyrir háan aldur. Ef ég sótti hann í Lönguhlíðina til að snúast eitthvað með hann og var ein á ferð, sagði hann sambýlisfólki sínu ávallt að hann væri að fara á kvennafar eða eitthvað í þeim dúr, og vissi ekkert hvenær hann kæmi heim, síðan bað hann mig alltaf afsökunar á því hvemig hann gæti látið, þegar við vorum komin í bflinn. 11. desember '93 var stór dagur í lífi Hermanns. Þá hélt hann upp á 90 ára afmælið sitt. Hann hafði lengi hlakkað til þessa dags. Kaffiveisla var haldin í Lönguhlíð 3, og heimsótti hann fjöldi vina og ættingja. Stærsta stund af- mælisbarnsins var þó um kvöldið, þegar afkomendur hans ásamt mök- um þáðu veitingar í hans boði í Perl- unni. Hermann hafði einstakt minni. Á tíræðisaldri gat hann rifjað upp löngu liðna atburði í smáatriðum og öll mannsnöfn mundi hann allt aftur til bernskuáranna við ísafjarðar- djúpið. Éri nú er hann allur, tómarúm hefur myndast hjá okkur Árna og börnum okkar, sem sakna afa, afa sem þeim fannst aldrei eins gamall og hann var. Á elliheimilinu Grund dvelur Guðmunda eiginkona Her- manns. Við biðjum guð að blessa haha og styrkja í söknuði og sorg, svo og aðra aðstandendur. Með þakklæti fyrir vináttu og hlýhug kveð ég þig kæri vinur. Guðný Snorradóttir. Hann Hermann afi er dáinn. Eftir erfið veikindi síðastliðinn mánuð hefur hann fengið þá hvíld sem honum var fyrir bestu eins og komið var fyrir honum. Þegar ég var stelpa á ísafirði þá bjuggu afi og amma þar, fyrst í Sólgötunni en síðan á Hlíðarveginum, þá trítlaði ég mikið til þeirra og hafði amma yndi af að stjana við mig, ég var mikil ömmustelpa. Uppúr 1960 var amma orðin það mikið veik að þau urðu að flytjast til Reykjavíkur þar sem hún hefur lengst af dvalið á sjúkrastofnunum en hún hefur búið allra seinustu ár á Elliheimilinu Grund. Það er ekki hægt að minnast á þau nema að geta þess hvað hann afi var henni ömmu góður, hvað hann hugsaði vel um hana og var duglegur að heimsækja hana, sjálfur bjó hann að Lönguhlíð 3, það leið varla sú helgi að hann færi ekki til Mundu sinnar. Eftir að þau fluttu til Reykjavíkur hittumst við ekki eins oft, en fyrir 3 árum flutti ég til Reykjavíkur og átti ég þá því láni að fagna að vera meira samvistum með afa. Það var svo gaman að heimsæja hann og spjalla við hann um alla heima og geima, því hann fylgdist svo vel með og vildi alltaf fylgjast með hvað fólk- ið hans aðhafðist. Við Unnar þökkum þér elsku afi minn fyrir allar samverustundirnar í gegnum árin og biðjum Guð að styrkja aldraða ömmu mína, mömmu, Fjólu að aðra ástvini. Blessuð sé minning þín. Svanhildur Sörensen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.