Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Mannréttindavernd í alræðisríkjum ÞJÓÐRÉTTARLEGA mannrétt- indavernd, að því marki sem hún nær til einstaklinga, má m.a. greina í fjóra meginflokka: 1. mannréttindavernd einstakl- ings gagnvart eigin ríki; 2. mannréttindavernd útlendinga gagnvart öðrum ríkjum en eigin ríki; 3. mannréttindavernd ríkisfangs- lausra; 4. mannréttindavernd flótta- manna. Mismunandi þjóðréttarreglur gilda um sérhvern þessara hópa. Hér verður íjallað um réttarstöðu fyrsta hópsins og þá sérstaklega í alræðisríkjum (totalitarian states) af ýmsu tagi. Gildi alþjóðlegrar mannréttindaverndar Þjóðaréttur fjallar um réttarregl- ur þær sem gilda í samskiptum þjóða. Það er þó of þröng skilgrein- ing því þjóðaréttur fjallar einnig um gildi þjóðréttarreglna milli alþjóða- stofnana og ríkja eða á milli ríkja og einstaklinga. Alþjóðleg mann- réttindavernd er hluti þjóðaréttar. Þegar fjallað er um þjóðréttar- lega mannréttindavemd er vísað til þess að reglurnar sem farið er eftir eru alþjóðlegar að uppruna og að unnt sé að leita vemdar þeirra hjá einhverjum aðila sem oftast er dóm- stóll einhvers ríkis, í undantekning- um alþjóðadómstólar. Dómstólar þessir eru síðan undir eftirliti hins alþjóðlega samfélags með ýmsum hætti. a) Tvíeðli - eineðli. Innan þjóða- réttarins sem fræðigreinar er um það deilt að hve miklu leyti þjóðrétt- arlegar mannréttindareglur gilda innan fullvalda og sjálfstæðra ríkja. Sam- kvannt hefðbundnum , íslenskum fræðiskoð- unum á sviði stjórn- skiþunar- og þjóðarétt- ar gildir hér' á landi kenningin um tvíéðli (dualismus). Með tví- eðli er átt við að js- Jenskur landsréttur óg þjóðaréttur séu tvö að- skilin réttarkerfi. Þannig gildi þjóðarétt- ur ekki fyrir íslenskum dómstólum nema að hann hafi verið íögfest- ur af Alþingi (pósitiv- ismi). Sem e.k. undan- tekning hefur verið talið að túlka beri íslenskan rétt í samræmi við- þjóðarétt og þá einkum í samræmi við alþjóðasamninga sem ísland er aðili að en hefur ekki lögfest. Skv. fordæmi Hæstaréttar frá 1990 (sér- tæk túlkun á Mannréttindasáttmála Evrópu áður en hann var lögfestur) er hugsanlega jafnvel játað enn víð- tækari undantekningu frá reglunni um tvíeðli. Samningurinn um EES, lögfesting hans og réttaráhrif kunna svo enn að hafa raskað hefð- bundnum íslenskum tvíeðliskenn- ingum þjóðaréttar og landsréttar (þó á öðru sviði sé) eins og Davíð Þór Björgvinsson, lögfræðingur, fjallar um í nýjasta hefti Úlfljóts. í sumum ríkjum hefur verið talið að ekki væri um tvö aðskilin réttar- kerfi að ræða heldur væru um ein- eðli (monismus) að ræða. Gildir þá þjóðaréttur (oft að uppfylltum ákveðnum skilyrðum) með sama hætti og landsréttur. Meginmunur þessarra tveggja kenninga er svo sá að skv. tvíeðliskenning- unni getur einstakling- ur ekki leitað réttar- verndar fyrir dómstól- um skv. mannréttinda- reglum þjóðaféttár fyrr en hann hefur ver- ið iögfestur en skv, eineðliskenningunnl þarf éngrar sérstakrar lögfestingar við. Þá er einnig um það deilt hvort að t.d. sum- ir þjóðréttarsamningar séu þéss eðlis að þeir gildi yfirleitt í sam- skiptum ríkis og borg- ara eða einstaklinga í millum heldur fremur að þeir leggi skyldur á ríkið. Lögskýring ræður gildissviðf slíkra samninga. Þetta er þó umdeilanlegt. b) Airæðisríki. Það sem hér er skilgreint sem alræðisríki er nú á dögum að jafnaði einungis þau ríki sem kenna má við kommúnisma eða marxisma af einhveiju tagi en önn- ur ríki geta og fallið hér undir. Nokkur alræðisríki nútímans byggja að nokkru á tvíeðliskenning- unni en einnig á annarri hugmynda- fræði sem rekja má til sovéskra þjóðréttarfræðinga (Tunkin o.fl.). Skv. þjóðréttarkenningum þessara ríkja gildir mannréttindahluti þjóðaréttar einungis fyrir ríkið sjálft að því marki sem það telur sig yfir- leitt bundið af honum. Mannréttindi eru skv. stjórnskipunar- eða þjóð- réttarkenningum alræðisríkja af þessu tagi því einungis áþreifanleg sem óhjákvæmileg afleiðing frum- spekilegrar nauðhyggju sem miðar áfram í samræmi við lögmál díalek- Hverjum ærlegum manni hlýtur að blöskra það ástand, segir Hall- dór E. Signrbjörns- son, sem er á fram- kvæmd mannréttinda víðs vegar í heiminum. tískrar efnishyggju. Ríkisborgari þessara ríkja á þess vegna engan sérgildan og einstaklingsbundinn rétt á mannréttindanautn framar öðrum þjóðfélagsþegnum alræðis- ríkisins. Því síður getur hann leitað vemdar dómstóla alræðisríkisins vegna brota á þjóðréttarlegum mannréttindum. Eftir hrun Sovétríkjanna hefur dregið úr áhrifamætti þessarar þjóðréttarkenningar sem enn hefur áhrif í sumum kommúnista- eða marxistaríkjum og hafa einstakl- ingar þar smátt og smátt öðlast sérgreinda mannréttindavernd. I seinni tíð hafa alræðisríki því reynt að finna annan grundvöll fyrir af- stöðu sinni. Meðal þeirra raka sem oftast heyrast eru þau að nauðsyn- legt sé enn um sinn að beita þegna sína nokkurri hörku (pyntingar, heilaþvottur, þrælabúðir, barna- þrælkun, „mannshvörf" og aftök- ur) því ella verði upplausn og borgarstríð. Önnur rök sem gjarn- an er beitt og hafa fallið í góðan jarðveg á Vesturlöndum, m.a. á íslandi, er að efnahagsleg rök rétt- Halldór E. Sigurbjörnsson læti að nokkurri hörku sé beitt því ella muni svo og svo margar millj- ónir manna svelta. Þannig er ein- staka andófsmaður eða hópur stúd- enta sem mulinn er undir skrið- dreka mældur og veginn kalt gagn- vart möguleika á afturkipp í efna- hagslífi. Er þá gjarnan vísað í hina stóru markaði fyrir út- eða inn- flutningsvarning sem fyrir hendi eru og að hrun í efnahagslífi geti ella fylgt á eftir. Matið er einfalt - ágóði og mannslíf eru vegin og metin og hið síðara léttvægt fund- ið. Mælikvarði Stundum verða deilur um hvern- ig bregðast eigi við mannréttinda- brotum alræðisríkja. Vilja sumir að ríki heimsins haldi fullum sam- skiptum án fyrirvara við alræðisríki sem ætla má að hafi framið ítrekuð mannréttindabrot á þeim grunni að smátt og smátt færist allt í betra horf. En hvaða mælikvarða eiga t.d. íslenskir ráðamenn eða sendifull- trúar að nota til þess að ákvarða samskipti íslands við, alræðisríki? Þeim ber í fyrsta lagi að athuga að hvaða mannréttindasamningum hið erlenda alræðisríki hefur skuld- bundið sig en ekki lögfest eða fram- kvæmt í reynd og hvaða aðrar þjóð- réttarreglur kunni að eiga að gilda þar aðrar. Þar sem alræðisríki eru oft ekki aðilar að mannréttinda- sáttmálum og hafa að auki þá sér- stöku afstöðu til mannréttinda þjóðaréttar er að ofan er lýst að því viðbættu að um er að ræða fábrotna réttarvernd að landsrétti verður jafnhliða að beita öðru verk- lagi við mat þetta. Islenskir erindrekar verða því í öðru lagi að líta til þeirra mannrétt- indasáttmála er ísland er aðili og þá fyrst til þeirra sem hafa alþjóð- legt gildi m.a. samninga um hóp- morð, um pólitíska réttarstöðu kvenna, um afnám þrælahalds og þrælasölu, um afnám alls kynþátta- misréttis, um efnahagsleg, félags- leg og menningarleg réttindi, um borgaraleg og stjórnmálaleg rétt- indi, um mannréttindi kvenna og Mikilvægi upplýsinga til stjórnunar í rekstri eykst með degi hverjum Takmarkast rekstur þinn vegna skorts á upplýsingum? Concorde XAL upplýsingakerfi og bókhald. Alhliða upplýsingakerfi án takmarkana. Hátækni til framfara m Tæknival Skeifunni 17 • Sími 568-1665 Mannréttindadómstóllinn í Strass- borg’ er raunhæft réttarúrræði Á SÍÐASTA ári samþykkti Alþingi Is- lendinga sem lög ákvæði Mannréttinda- sáttmála Evrópu, ásamt viðaukum eitt til sjö. ísland hefur verið aðili að sáttmálanum frá 1953 og hefur frá þeim tíma borið þjóð- réttarskyldur sam- kvæmt honum, án þess að hann hafi verið inn- leiddur í íslensk lög. Sáttmálinn hefur að mestu verið óbreyttur frá því að hann var staðfestur á árunum eftir 1950, en með við- aukum 1, 4, 6 og 7 var þó bætt við þau réttindi er njóta verndar sátt- málans og með öðrum viðaukum var formreglum og málsmeðferðarregl- um sáttmálans breytt lítillega. Lögfesting Mannréttindasáttmál- ans þýðir að nú má bera ákvæði sáttmálans fyrir sig í dómsmálum sem íslenskum Iögum og dómarar geta beitt efnisreglum hans í dóms- niðurstöðu. Sú takmörkun er hins vegar gerð í lögunum að úrlausnir Mannréttindanefndarinnar, Mann- réttindadómstólsins og ráðherra- nefndarinnar eru ekki bindandi að íslenskum landsrétti. Þýðing þessarar takmörkunar er þó óljós þar sem gera má ráð fyrir að dómstólar taki verulegt tillit úrlausna þessara stofn- ana í dómsniðurstöðu. Ennfremur ná lögin ekki til allra viðauka, sem gerð- ir hafa verið við sáttmálann. Málsmeðferðin er í stórum drátt- um sú að mannréttindanefnd Evr- ópu, sem hefur eins og dómstóllinn aðsetur í Strassborg í Frakk- landi, tekur við kvört- unum frá einstakling- um, staðsettum í aðild- arríkjunum, og sker úr annars vegar hvort málið eigi undir nefnd- ina og hins vegar hvort mannréttindi hafi verið brotin. Telji nefndin ástæðu til að taka mál- ið til meðferðar er skrifuð skýrsla um málið og hún send ráð- herranefnd Evrópur- áðsins, sem hefur m.a. eftirlit með því að við- komandi ríki geri ráðstafanir til leið- réttingar. Mannréttindanefndin eða einstök aðildarríki, geta skotið þeim málum, sem nefndin hefur talið brjóta í bága við sáttmálann, fyrir Mannréttindadómstólinn. Með við- auka níu, sem staðfestur var í lok árs 1990, var einstaklingum einnig veitt þessi málsskotsheimild. Dóm- stóllinn kveður síðan upp dóm um hvort mannréttindi hafi verið brotin á málsaðila. Dómarnir eru að lokum sendir ráðherranefndinni, sem hefur eftirlit með fullnustu þeirra. Um eig- inlega fullnustu dóma er þó ekki að ræða því ef viðkomandi ríki vanræk- ir að fara eftir dómsniðurstöðunni, hefur ráðherranefndin einungis það úrræði að víkja því úr Evrópuráðinu. Mál á grundvelli sáttmálans voru í byijun mjög fá og það er ekki fyrr en á síðustu árum, sem málafjöldi fer að verða verulegur. Aðsend mál munu nú vera nærri tíu þúsundum Ágúst Sindri Karlsson Ekki er alltaf ástæða til að láta staðar numið við úrskurð innlendra dóm- stóla, segir Agúst Sindri Karlsson, í mál- um er varða grundvall- armannréttindi. á árf, en aðeins brot af þeim málum fer alla leið fyrir dómstólinn. Aukn- ing í málafjölda á sér án efa þá skýringu að einstaklingar í aðilar- ríkjunum eru nú meðvitaðir um að kvörtun til Mannréttindanefndarinn- ar er raunhæft úrræði til að ná rétti sínum. Vegna aukningar í mála- fjölda tóku aðildarríki Mannréttinda- sáttmálans þá ákvörðun að endur- skoða reglur sáttmálans, sérstaklega varðandi uppbyggingu og málsmeð- ferð. Breytingartillögur voru settar fram í viðauka 11, sem aðilarríki skrifuðu undir í maí 1994. Veiga- mesta breytingin felst í að mannrétt- indanefndin verður lögð niður og dómstóllinn tekur við störfum henn- ar. Þeim vinnureglum sem nefndin hefur unnið eftir verður hins vegar haldið að mestu leyti. Breytingarnar eiga að hraða málsmeðferð og gera hana aðgengilegri, auk þess sem hún á að laga málsmeðferðina að aukn- um fjölda aðilarríkja. Óvissa er um hvort og hvenær breytingar þessar munu taka gildi, þar sem öll aðildar- ríki þurfa að staðfesta viðaukann. Mannréttindabrot geta verið af ýmsum toga og í raun er ótrúlegt hve víða mannréttindi eru brotin í löggjöf ríkja eða við framkvæmd stjórnsýslu. Reynslan hefur enda sýnt að aðildarríki sáttmálans hafa í meira og minna mæli þurft að standa fyrir máli sínu í Strassborg. ísland er þar engin undantekning, eins og sannaðist þegar mál Jóns Kristjánssonar gegn íslandi varð þess valdandi að aldagömul dóm- stólaskipan á íslandi varð að aðlaga sig að nútímanum. Önnur ríki hafa einnig þurft að laga til í löggjöf sinni vegna ákvarðana Mannréttindadóm- stólsins, og breytir þá engu hvort sáttmálinn hefur haft lagagildi að landsrétti eða ekki. Belgía þurfti til að mynda að endurskoða löggjöf sína varðandi óskilgetin börn, vegna nið- urstöðu dómstólsins í svokölluðu Markx máli, þrátt fyrir að þarlendir dómstólar hafi talið lögin í samræmi við sáttmálann. Þótt lögfesting Mannréttindasátt- málans hér á landi hafi verið löngu tímabær, hefur hýn ekki breytt þeirri staðreynd, sem ráðin verður af dóm- um Mannréttindadómstólsins, að ekki er alltaf ástæða til að láta stað- ar numið við úrskurð innlendra dóm- stóla í málum, er varða grundvallar mannréttindi, svo sem rétt til tján- ingarfrelsis, til friðhelgi einkalífs, til réttlátrar málsmeðferðar eða til að njóta eigna sinna í friði. Telji, menn sig ekki hafa náð rétti sínum er hugsanlega hægt að ná honum í Strassborg. Höfundur er starfandi lögmaður í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.