Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýmæli hjá Sjúkrasjóði Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur Dagpeningar greiddir vegna veikinda barna SJÚKRASJÓÐUR Verzlunarmannafélags Reykjavíkur hefur tekið upp það nýmæli frá og með 1. júlí síðastliðnum að greiða dagpeninga vegna veikinda barna félagsmanna yngri en 16 ára í allt að 30 daga á hverju 12 mánaða tímabili missi félagsmaður launatekjur vegna þeirra. Verða dagpeningarnir greiddir eftir að sjö daga samningsbundinn veikindarétt- ur hjá atvinnurekanda hefur verið fullnýttur. Að sögn Magnúsar L. Sveins- sonar, formanns VR, hefur þess orðið talsvert vart að fólk hafi misst tekjur þegar það hafi þurft að sinna veikum börnum sínum heima fýrir, og þess vegna hafi það þótt eðlilegt að Sjúkrasjóður VR komi þama inn í og greiði tekjutapið. 22% hækkun á tryggingavernd Þá hefur verið samþykkt að hækka tekjutengingu sjúkra- og slysadagpeninga Sjúkrasjóðs VR úr 20% í 60% af launatekjum umfram 70.160 krónur. Þessi hækkun á dagpeningagreiðslum er um 22% hækkun á trygginga- vemd í þessum bótaflokki. Þannig fá sjúklingar nú greitt frá og með 1. júlí síðastliðnum 53.600 krónur í grunndagpeninga úr sjúkrasjóðnum að viðbættum fullum bótum frá Tryggingastofn- un ríkisins, sem em 16.560 kr., eða samtals 70.160 kr. á mánuði. Auk þess fá þeir svo úr Sjúkra- sjóði VR 60% mismun meðallauna- tekna síðustu sex mánaða og 70.160 kr. Verið að nálgast tekjutengingu Þá greiðast auk þess dagpen- ingar vegna bama undir 18 ára aldri sem viðkomandi hefur á framfæri, en það em 5.360 kr. hjá VR og 4.500 kr. hjá Trygg- ingastofnun ríkisins. Enginn fær þó hærri dagpeninga en hann hafði í laun. „Með þessu erum við að nálgast það meira að tekjutengja þetta þannig að viðkomandi fái sem næst því sem hann hefur í tekjur á þeim tíma þegar hann annað hvort verður fýrir veikindum eða slysi og missir laun. Við lítum þannig á að þar sem menn hafa greitt í Sjúkrasjóð VR í hlutfalli við laun þá verði að teljast eðlilegt að þeir séu tryggðir nokkuð í hlut- falli við það sem greitt er fyrir þá í sjóðinn. Við emm að reyna að nálgast þetta með varfæmi, en við ætlum okkur ekki um of vegna þess að þetta er auðvitað fyrst og fremst samtryggingarsjóður,“ sagði Magnús L. Sveinsson. 29,5 milljónir greiddar í fyrra Sjúkradagpeningar greiðast eftir að lögbundnar launagreiðslur atvinnurekenda í veikindum og slysatilfellum falla niður, en það fer eftir starfsaldri viðkomandi. Dagpeningar greiðast vegna slysa, sjúkdóma, aðgerða af ýmsu tagi svo sem vegna áfengismeðferðar og glasafrjóvgunar. Auk þess greiðast svo dagpeningar vegna veikinda bama á þann hátt sem áður var nefnt. Alls fengu 225 félagsmenn Verzlunarmannafélags Reykjavík- ur greidda dagpeninga á síðasta ári sem samtals námu tæplega 29,5 milljónum króna. Tvö hlaup undan Mýrdalsjökli í Leirá og Syðri-Emstruá Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Morgunblaðið/Sigurður Sigurðarson IÐUKÖSTIN í Leirá voru ógnvekjandi á að líta. SYÐRI-Emstran var kol- mórauð og vatnsmikil. HLAUP hófst um síðastliðna helgi í Leirá og Syðri-Emstruá, tveimur ám, sem renna frá Mýrdalsjökli. Hlaupið í Leirá hefur farið minnkandi að sögn Reynis Ragnarssonar, lög- regluvarðstjóra á Vík í Mýrd- al, en hann fór upp að ánni um hádegisbilið í gær. Sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins mun Leirá ekki hafa hlaupið áður, svo að skrásett sé. Leirá rennur austast á Mýr- dalssandi úr Mýrdalsjökli. „Áður en hún kemur að þjóð- veginum rennur hún saman við Hólsá og það urðu því engar vegaskemmdir,“ segir Reynir. „Þetta er greinilega hlaup úr jöklinum, því áin er dökkmó- rauð og leðjukennd. Það geta auðvitað orðið vatnavextir í ánni í rigningu og hitum, en jökulhlaup eru óvanaleg.“ Hlaupið í Syðri-Emstrunni er í rénun, að sögn Þórunnar Óskarsdóttur, skálavarðar í Húsadal í Þórsmörk. Hún segir að ekki hafi orðið vart neinna óþæginda af völdum hlaupsins, utan þess að fólk hafi þurft að vaða aðeins dýpra en ella. „Það er svipað sem virðist eiga sér stað í hlaupinu í Syðri- Ekkert bendir til Kötlugoss Emstrunni og í Skaftárhlaup- inu nú fyrir skömmu,“ segir Páll Einarssonjarðeðlisfræð- ingur. „Það er jarðhiti á nokkr- um stöðum undir Mýrdalsjökli í tengslum við Kötlu og aðra eldstöð sem er undir vestan- verðum jöklinum eða Goða- bungu. Þarna eru lítil jarðhita- svæði sem bræða jökulinn að neðanverðu. Jökullinn veitir vatninu aðhald og heldur því kyrru, en þegar vatnið er orð- ið nógu mikið lyftir það jökl- inum og brýst fram. í báðum þessum tilfellum er um að ræða bræðsluvatn af jarðhita og þess vegna kemur brenni- steinslykt af því ef það brýst fram.“ Páll segist ekki hafa haft nánar fréttir af hlaupinu í Leirá. Orsökin geti falist í óveiyu miklum hitum undanf- arið og líka í jarðhitasvæðum undir Mýrdalsjökli. Hann segir hins vegar að ekkert bendi til þess að nýtt Kötlugos sé í vænd- um. „Mjög víða undir Mýrdal- sjökli eru jarðhitakatlar sem safna vatni og hleypa undan sér annað slagið,“ segir Páll. „Jarðskjálftar undir Mýrdal- sjökli eru hins vegar frekar með minna móti núna en önnur ár.“ Páll segir að Kötlugos sé búið að vera í vændum síðustu 30 árin, því í gegnum aldirnar hafi hún hegðað sér mjög reglulega og gosið tvisvar sinn- um á öld. „Samkvæmt þeirri reglu mátti búast við Kötlugosi í kringum 1960,“ segir Páll. „Þessi litlu hlaup þurfa ekki að vera vísbending um nýtt Kötlugos. Það virðist oftar vera þannig að hlaupin komi sem afleiðing af Kötlugosum, frem- ur en að þau séu undanfari. Reynslan sýnir að Kötlugos koma frekar í kjölfarið á nokk- uð öflugri skjálftahrinu sem' finnst í sveitunum í kring, nokkrum tímum áður en gosið hefst. Þá virðist yfirleitt verða vart við hlaup í ánum á Mýr- dalssandi um svipað leyti og sést til goss.“ Sala hlutabréfa í íslenska útvarpsfélaginu Söluhagnaður skattlagð- ur eins og aðrar tekjur BLAÐINU I dag fylgir 12 síðna auglýsingablað frá Knattspyrnusambandi íslands. í blaðinu eru ýmsar upplýs- ingar varðandi landsleik ís- lendinga og Svisslendinga sem fram fer á Laugardalsvelli á miðvikudag í næstu viku, 16. ágúst. ftospwMíilriíb Fasteigna- auglýsingar FASTEIGNABLAÐ Morg- unblaðsins kemur ekki út. í þess- ari viku. Fasteignaauglýsingar í blaðinu í dag eru á bls. 40-47. VERULEGUR skattskyldur sölu- hagnaður verður til með sölu minnihlutans í íslenska útvarpsfé- laginu á 46% hlut sínum í fyrirtæk- inu, þar af 20% til Chase Manhatt- an-bankans. Söluhagnaður telst vera mis- munur kaupverðs og söluverðs en í þessu tilviki voru hlutabréf seld á mun hærra gengi en þegar þau voru keypt. Nafnvirði bréfanna er 253 milljónir en heildarsöluand- virði á genginu 4,0 er 1.012 millj- ónir. Áætlað hefur verið að bréfin hafi verið keypt að jafnaði á kaup- genginu 1,5. Samkvæmt því hefur andvirði hlutabréfanna 2,7-fald- ast. Söluhagnaður af hlutabréfum er undir öllum kringumstæðum skattskyldur með mjög takmark- aðri undantekningu hjá einstakl- ingum að sögn Ólafs Nilssonar löggilts endurskoðanda. Hann seg- ir að ef um skattskyldan söluhagn- að sé að ræða hjá eigendum hluta- bréfanna gildi sú meginregla við skattameðferð að hagnaðurinn sé skattlagður með sama hætti og aðrar tekjur hjá viðkomandi aðil- um. Þannig greiði hlutafélög 33% tekjuskatt af söluhagnaði af hluta- bréfum og sameignarfélög 41% skatt. Einstaklingar greiða aftur á móti stighækkandi tekjuskatt sam- kvæmt lögum um tekju- og eignar- skatt. Ólafur segir að sú regla gildi ekki um söluhagnað af hlutabréf- um að hægt sé að nota hann á móti annarri fjárfestingu. Sú regla gildi eingöngu um fyrnanlegar eignir, s.s. fasteignir, vélar og at- vinnutæki. Breytt hluthafakort Miklar breytingar verða á hlut- hafahópi íslenska útvarpsfélagsins með sölunni til bandaríska bank- ans. Samkvæmt hluthafakorti sem birtist í tengslum við aðalfund ís- lenska útvarpsfélagsins á síðasta ári var Hjarðarholt hf. Jóhanns Óla Guðmundssonar stærsti hlut- hafínn af þeim sem mynda núver- andi minnihluta, með alls um 63 milljónir króna, Sautján hf. kom þar næst með tæpar 40 milljónir, en meðal annarra stórra hluthafa í núverandi minnihluta má nefna Hagkaup, Prentsmiðjuna Odda og fleiri með hlut á bilinu 14-16 millj- ónir hver. Innan núverandi meirihluta var Jón Ólafsson og félög honum tengd þá eins og nú stærsti einstaki hlut- hafinn í félaginu öllu með röskar 70 milljónir, en Sigurjón Sighvats- son og Andri hf. komu þar næstir með rétt um 50 milljónir hvor að- ili og þá Jóhann J. Ólafsson með röskar 24 milljónir. Eftir að félagið Útherji hf. var myndað um hlutabréf meirihlutans í íslenska útvarpsfélaginu hefur hlutur Jóns Ólafssonar, Sigurjóns og Jóhanns J. Ólafssonar enn vax- ið samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins, svo og hlutur Sigurðar G. Guðjónssonar, stjómarfor- manns, en hlutur Andra hf. að sama skapi minnkað. ■ Frekari sala/14 F erðaskrifstofan Heimsferðir Ferðir til London á 19.900 krónur FERÐASKRIFSTOFAN Heimsferðir býður upp á beint flug til London í október og nóvember. Flugfarið kostar 19.900, auk 2.400 króna flugvallarskatts og flug og hótel í fjóra daga kostar frá kr. 24.400 kr., auk skattsins. Andri Már Ingólfsson, for- stjóri Heimsferða, segir að hann eigi von á mjög góðum viðtökum ferðalanga, enda sé verð Heimsferða um 10 þús- und krónum lægra en boðið hafi verið hingað til. Andri segir Heimsferðir hafa samið við breska flugfé- lagið Sabre Airways og verði Boeing 737-200 vél notuð til flugsins.“ Andri Már segir að lága verðið gildi um fyrstu 250 sætin. „Við ætlum að sjá hvernig viðtökurnar verða.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.