Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 35
MO.RGUNBLAÐIÐ ______________________________________________________MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 35 AÐSENDAR GREIIMAR S vört náttúruvernd þegar bundið var á síðu og háfað, en brjóstið lá í fellingum eftir henni að síðunni og steinateinninn bund- inn aftureftir skipinu. Nótin var síðan hífð inn með kraftblökk, þar til að hægt var að háfa. Fyrirkomulagið reyndist ekki vel, skipið dróst inn í nótina með aftur- endann. Á tímabilinu frá 23. júní til 6. júlí var kastað átta sinnum. Fékkst síld í flestum köstunum, en þó aldrei yfir 100 tunnur í kasti. í þessum köstum komu í ljós tölu- verðir annmarkar á þessu fyrir- komulagi. Staðsetningin á blökkinni var slæm og erfitt að þurrka upp með henni. Eftir þessi átta köst var gerð breyting. Smíðaður var nótakassi á bátadekki og blökkin færð í fremri davíðuna stjórnborðsmegin. Stjórn- tæki blakkarinnar voru færð að brúnni stjórnborðsmegin. Einnig varð að grynna poka nótarinnar. Við þessa endurbót var þrautin leyst og hafa aðrir byggt á reynslu þeirri er þarna fékkst. Stærð nótar- innar var 230 faðmar að lengd og 53 faðmar á dýpt, felling 40 til 50%. Kastað var 72 sinnum. Afli var 13.250 mál & tunnur. Úthalds- dagar voru 77. M/b Guðmundur Þórðarson var þriðja aflahæsta skipið á sumarsíldveiðunum 1959, þrátt fyrir tafirnar við tilraunirnar. Með þessu afreki urðu þáttaskil í sögu síldveiðanna hér við land og byggðu aðrar fiskveiðiþjóðir við Norður-Atlantshaf á þeirri reynslu, sem fékkst með tilrauninni á m/s Guðmundi Þórðarsyni. Skipstjóri var Haraldur Ágústsson, stýrimað- ur Björn Ólafur Þorfinnsson, yfir- vélstjóri var Sigurður Gunnarsson, Brettingur. Eigandi skipsins var Baldur Guð- mundsson útgerðarmaður í Reykja- vík og kostaði hann tilraunina alfar- ið sjálfur. ‘Heimild: Sjómannsæfi, æfiminn- ingar Karvels Ögmundssonar. zHeimild: Andrés Finnbogason. . Höfundur vann við síldarsöltun um árabil. fræðingurinn sýndi okkur framá í vetur, að væri þróunin allsstaðar annarsstaðar í Evrópu og við yrðum að þjappa okkur saman ef við ætlum að lifa þetta af, en það er auðvitað undirstöðuatriði í þessu öllu, að við framleiðendur stöndum saman og bjóðum ekki niður vöruna hver fyr- ir öðrum og þeir sláturleyfishafar sem ekki vilja hlíta því, einfaldlega fara á hausinn á stuttum tíma. Hvatning Ef þér og samningarnefndinni lánast að koma slíkum samningum í kring, þá mun ég álíta að þetta yrði fyrsta krefið til að snúa þróun- inni við, sauðfjárræktin mun hægt og rólega eflast á ný með einbeittri markaðssókn á innlendum sem er- lendum mörkuðum. Ég skora á íslenska sauðfjár- bændur að láta til sín heyra sem fyrst um málið og standa þétt sam- an um að slíkur samningur nái fram að ganga, það verður okkar gæfa að losna undan núverandi fram- leiðslukerfi. Höfundur er bóndi að Syðra- Skörðugili. Ógnun við framþróun og lífsgæði á íslandi 25. júlí sl. birtist hér í Morgun- blaðinu grein eftir Hjörleif Gutt- ormsson undir yfirskriftinni: „Ala skalúpínan ógnun við fjölbreytt gróðurriki víða um land“. Hjörleifur er kyndilberi hreintrúarmanna í nátturuvernd, sem geta brugðið fæti á ýmsan hátt fyrir stofnanir og einkaaðila sem af hugsjón og fórnfýsi vinna að ræktun lands og auknum landgæð- um. Hugmyndafræði þeirra hefur á seinni árum oft verið nefnd „svört náttúruvernd", því svartir sandar og bfásnir melar eru þessu fólki kærari en gróður sem upp hefur komist með áðstoð mannsins. Hugmyndafræði þessi gengur út á náttúrlega þróun án afskipta mannsins. Dæmi um þessa stefnu er nýleg krafa þessara aðila um ítarlegt umhverfismat þegar um miklar uppgræðsluað- gerðir er að ræða eins og á Hóls- sandi. Markmiðið gæti verið að tefja og helst hefta umfangsmiklar land- græðsluframkvæmdir með skýrslu- gerð og annarri skriffinnsku. Hryggilegt væri að snúa annars ágætum lögum og reglugerð um mat á umhverfisáhrifum fram- kvæmda upp í andhverfu sína með þessum hætti. í grein Hjörleifs er fjallað af ein- stakri vandlætingu um landvinn- inga og starfsaðferðir Skógræktar ríkisins og Landgræðslunnar á síð- ustu árum og áratugum og hnýtt er í áhugamenn með háði og sagt að þeir hafi „af góðri trú“ lagt ræktunarstarfi lið. Fjallað er um fræframleiðslu og útbreiðslustarf fyrrgreindra stofnana sem væri þar um brotlegt athæfi að ræða, enda. flokkar Hjörleifur þessa starfsemi undir „stórfellt umhverfisslys". Er dapurlegt til þess að vita að með þessum hætti skuli leitast við að sá fræjum efasemda og jafnvel for- dæmingar í hug almennings varð- andi ræktunarstarf sem allur þorri landsmanna styður og fagnar af heilum hug. Slíkri aðför skal hrund- ið. „Varúðarreglan" I vandlætingu sinni yfir starfi Skógræktar ríkisins og Land- græðslunnar við að auðga íslenska náttúru með innfluttum plöntu- og tijátegundum, sem geta dafnað við þá afarkosti sem íslensk veðrátta býður upp á, hampar Hjörleifur svokallaðri „varúðarreglu“. Vernd- unarsinnar halda gjarnan þessu orði á lofti, sem væri það fengið úr helgri bók. Ajmennt er hugtakið túlkað þannig að ekkert megi gera eða framkvæma af neinu tagi nema fullsannað sé að ekki hljótist af röskun umhverfis eða náttúru, og sé um vafa a_ð ræða skuli náttúran njóta hans. Á almennu máli þýðir þessi hugmyndafræði einfaldlega það að ekkert má gera, sem hugsan- lega eða fræðilega gæti breytt eða raskað núverandi umhverfi og teg- undasamsetningu. Hér er að sjálf- sögðu um hrein trúarbrögð að ræða, því hver getur dæmt um það hvort núverandi umhverfi eða gróðurfar sé það eina rétta og besta? Það hefði t.d. ekki samrýmst „varúðar- reglu“ að hópar andófsmanna flytt- ust frá Noregi og næmu land á Islandi og gerðust íslending- ar. Ekki sér enn fyrir endann á allri þeirri röskun sem af því hef- ur hlotist. Staðreyndin er sú að náttúran sjálf hafnar gersamlega þeirri stöðnun og raka- lausu íhaldssemi, sem blind trú á „varúðar- reglu“ felur í sér. Kyrr- staða af því tagi er einungis til í hugum verndunarpostula. Líf- heimurinn og um- hverfið er lifandi ferli sem gengur út á stöð- ugar breytingar, hvort sem er með fellibyljum, skriðum og jarðskjálftum eða hægfara land- námi eða þróun ogjafnvel útdauða tegunda. Ef „varúðarreglu" hefði verið fylgt hér á landi væru atvinnu- hættir til sjávar og sveita líklega einum til tveim öldum á eftir tíman- um. Engar kynbætur eða innflutn- ingur tegunda af nokkru tagi hefði þá átt sér stað og vafasamt er hvort nútíma togveiðar fengju blessun. Hvalveiðibanni var komið á út frá þessum hugmyndum og fæst síðan ekki með nokkru móti endurskoðað þótt hvalur sé um allan sjó. Þegar „varúðarreglu" er beitt er aldrei nægilega vel sannað að veiðar gætu ekki haft einhver áhrif á þá hvala- stofna, sem vísindamenn okkar og fjölmargir aðrir telja vel nýtanlega. Maðurinn er í eðli sínu eigingjörn og drottnandi tegund, sem sér og metur umhverfið út frá sjálfum sér. Umhverfið og náttúran hefur gildi ef það er manninum til nytja og/eða yndisauka. Landsvæði sem veitir hvorugt er gagnslaust eða verra en það, t.d. þar sem uppblást- ur eða landeyðing herja, og er það rangt að viðurkenna ekki sjálfmið- un mannsins að þessu leyti. Helför gegn lúpínu! Eins og kunnugt er hefur verið í gangi sl. tvö ár helför gegn lúpínu í þjóðgarðinum í Skaftafelli á veg- um Náttúruverndarráðs og nú síð- ast í Öskjuhlíð á vegum Reykjavík- urborgar. Sömu hugmyndafræðing- ar ráða líklega ferðinni í báðum til- vikum. Hefur m.a. verið pantaður fræðingur frá Nýja-Sjálandi til að gefa helförinni aukið vægi og er nú jafnvel rætt um eiturefnahernað. Hætt er við að eitrið hefði einnig áhrif á þá miklu „blómaveislu" sem Hjörleifur saknar úr vegköntum i Hallormsstaðarskógi og víðar þar sem lúpínan hefur náð fótfestu í urðum og melkollum. Lúpínan er okkur mönnum fremri Náttúran sjálf hafnar gersamlega þeirri stöðnun og rakalausu íhaldssemi, segir Hermann Svein- björnsson, sem blind trú á „varúðarreglu“ hefur í för með sér. að því leyti að hún getur lifað og dafnað á sjálfbæran hátt við ótrú- lega hörð skilyrði hér á landi. Mað- urinn er hitabeltistegund að upp- runa og er því í raun aðskotadýr á norðurhjara, enda voru íslendingar lengst af einstaklega klaufskir við að aðlagast landinu og nýta sér gæði þess til lands og sjávar. Lúp- ínan vekur því hugsanlega öfund hjá sumum. Við Islendingar höfum lengi verið skoplegir með því að ofsækja ýmsan fallegan innlendan gróður, sem illgresi væri, en strit- ast siðan við að fá meira framandi tegundir til að festa rætur. Lúpínan er orðin íslensk tegund í fræðilegum skilningi og vonandi vex þeirri skoð- un ekki fylgi að þessi blessaða jurt sé illgresi, einungis vegna þess að hún getur vaxið hjálparlaust hér á landi. Ef áróður gegn innfluttum plöntutegundum er upprunninn hjá Náttúruverndarráði hljóta ræktun- arsinnar að taka á því máli með viðeigandi hætti. Náttúruverndar- ráð fær umboð sitt frá náttúru- verndarþingi, þar sem ráðsmenn eru kjörnir af. leikmönnum, utan formanns sem skipaður er af um- hverfisráðherra. Ráðið fer því ekki með eiginleg völd og hlýtur sjálftek- in lögsaga ráðsins yfir stórum land- svæðum að orka tvímælis, hvað þá að ráðið geti dæmt um stefnu og aðferðir i landgræðslu og skóg- rækt. Afskipti Náttúruverndarráðs af uppgræðsluframkvæmdum þyrfti því að taka til skoðunar. Eflum mannvænt umhverfi Skilningur þorra landsmanna er sífellt að aukast á mikilvægi þess að umhverfi okkar sé mannvænt, ekki síður en vistvænt og sjálf- bært. Blómlegt og skjólsælt um- hverfi er hluti af lífskjörum þjóðar- innar ekki síður en þau kjör sem mæld eru í krónum. Eitt besta dæmið í þessu sambandi er sá góði árangur sem Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur náð í og um- hverfis höfuðborgina með löngu og góðu samstarfi við yfirstjórn Reykjavíkurborgar. Nýbakaðir áhrifaaðilar, sem tengjast nýrri yf- irstjórn borgarinnar, hafa reynt að gera viðskipti Skógræktarinnar og Reykjavíkurborgar tortryggileg, líklega þær/þeir sömu og nú hrósa sigri yfir lúpínunni í Öskjuhlíð. Innflutningur á nýjum tegundum af trjám og piöntum hefur verið ein meginforsenda þess að hægt hefur verið að efla mannvænt umhverfi við hinar erfiðu aðstæður, sem ís- lensk veðrátta og jarðvegur býður upp á. Einangrun leiðir til stöðnun- ar, hvort sem um er ræða mann- fólk eða gróðurfar, sbr. ágætt bréf Ægis Geirdal, sem birtist hér í blað- inu þann 26. júlí sl. Þess vegna er það grundvallaratriði að áhangend- um svartrar náttúruverndar takist ekki að bregða fæti fyrir íslenskt ræktunarfólk og vinna þannig gegn velsæld þjóðarinnar. Þrátt fyrir það munu Hjörleifur og skoðanabræður hans geta áfram fundið ótal unaðs- reiti og „blómaveislur“ í urðum, skriðum og blásnum melum víða um land. Höfundur er líf- og umhverfis- fræðingur. 0, 1 5 - 5 O % AFSLATTUR 9.-19. ÁGÚST Verslun með borðbúnað og gjafavörur í Kringlunni □ Hermann Sveinbjörnsson / Lokað í dag. Utsalan hefst í fyrramálið! habitat Laugavegi 13 - Sími 562-5870
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.