Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 59 BRÉF TIL BLAÐSINS WlVestfrost SIGURÐUR og Walter Jónsson Ferrua í Kerlingarfjöllum. Ævintýraleg afmælisferð í Kerlingarfjöll Frá Sigurði V. Dementz: SKAMMT er síðan ég skrifaði til að láta í ljós hrifningu mína er ég varð vitni að því mikia ævintýri sem Kvennakór íslands er. Nú verð ég aftur að láta i Ijós hrifningu mína, en að þessu sinni yfir náttúrundrum þessa lands og hinni stórfenglegu paradís í Kerling- arfjöllum. Það var fyrir orð vinar míns, Walters Jónssonar Ferrua, sem ég lagði í ferð upp á hálendið á dögun- um. Við gistum tvær nætur í Ás- garði þar sem við fengum hlýlegar móttökur hjá Valdimar Örnóifssyni. Valdimar fór með okkur upp á Keis, í Kastala og síðan með snjótroðara alla leið upp á Vesturgnípu sem er í 1450 metra hæð. Þar er ótrúlegt víðsýni og Valdimar útskýrði fyrir okkur það sem fyrir augu bar. I suðurátt sér til Vestmannaeyja í góðu skyggni, Ingólfsfjall sést vel og í suðvestri Hlöðufell og Skjald- breiður og síðan Jarlhettur, Þóris- jökull, Gautlandsjökull og Langjök- ull. Þegar norðar dregur sjást Strandafjöll og Glámujökull og enn- þá norðar sjást Víðidals- og Vatns- dalsfjöll og alla Ieið í Skagafjörð þar sem Mælifellshnjúkur gnæfir yfir. í austri byrgir Hofsjökull útsýnið en sjá má Dyngjufjöll og alla leið í Herðubreið. Þá tekur Vatnajökull við en suðvestan við hann ber mest á Tindafjöllum, Heklu og Búrfelli. Við snerumst og skimuðum í allar áttir undir dásamlegri lýsingu Valdi- mars, heillaðir af fegurð landsins. Óvíða í heiminum er að finna annað eins útsýni þar sem svo víðsýnt er. Ég var innilega þakklátur að fá að upplifa þetta ævintýri en sem fjalla- búi frá Dolomítafjöllum í Ölpunum hafði mér aldrei dottið í hug að ég ætti eftir að komast upp á svo háan tind á íslandi. Veðrið var dásamlegt og niðri í hlíðunum sást til fólks að leik í brekkunum í þessari sumarparadís skíðamanna. Vinur minn Walter, sem fæddur er við rætur Mont Blanc, er göngumaður og mikil ijallageit og áræddi hann að ganga upp á hæsta tindinn, Snækoll, en þaðan sést jafnvel enn lengra og útsýnið enn stórkostlegra. Á leiðinni til baka skoðuðum við Hveradali þar sem gufurnar stíga upp frá jörðu úr hrikalegum gljúfr- um í stórfenglegri litadýrð jarðar- innar. Einnig gafst ungum dóttur- syni Walters tækifæri til að sjá Guilfoss í fyrsta skipti við ógleym- anlega hrifningu. Svo skemmtilega vill til að um þetta leyti eru liðin 40 ár frá því að ég kom til landsins, eða þann 26. júlí 1945, nánar tiltekið kl. 112.45, og kaus ég að líta á þessa upplifun sem afmælisgjöf í tilefni komu minnar hingað til undralands- ins, íslands. SIGURÐUR V. DEMENTZ Mynda og muna leitað vegna útgáfu á sögu Búða Frá Victori Sveinssyni: í TILEFNI af væntanlegri útgáfu á sögu Búða á Snæfellsnesi leitar útgef- andi eftir myndum og munum sem tengjast Búðum, Hraunhöfn, Fram- búðum eða einhveijum þeim þurra- búðum eða grasbýlum sem voru á Búðum. Einnig eru allar upplýsingar, sögur eða örnefni, sem tengjast staðn- um vel þegnar. Saga Búða er skrifuð af Guðlaugi Jónssyni og verður bókin gefin út í haust á vegum Hótels Búða. Þeir sem mögulegá geta orðið út- gefanda að liði með framangreind atriði eru beðnir um að hafa samband við Victor Sveinsson í síma 435-6700. Kærar þakkir, í von um birtingu eða flutning. VICTOR SVEINSSON Iþrótt eða ekki íþrótt? Frá Hjálmtý R. Baldurssyni: ÞAÐ ER stundum sagt að alkóhól- istar hafi komið óorði á brennivín- ið. Ekki er frá því að sannleiks- korn leynist í þeirri staðhæfingu. En hvað skal þá með íþróttamenn segja, sem með leikrænum tilburð- um reyna að fá dómara til að dæma sér í hag? Þeir sem fylgd- ust með umfjöllun sjónvarps um undanúrslitin í bikarkeppni KSÍ á dögunum, urðu vitni að því þegar sýnt var hægt frá- tilviki í leik Keflavíkur og KR, að leikmaður KR-liðsins, Isúdín Daði Dervic, sló með hendi sinni á viðkvæman stað á markverði Keflavíkur-liðsins, Ólafí Gottskálkssyni, þegar Ólafur hugðist handsama knöttinn í loft- inu. Viðbrögð Ólafs við þessu fólskubroti Ísúdíns Daða voru full- komlega eðlileg, sérstaklega þegar haft er í huga að Ísúdín Daði hafði enga möguleika á því að ná knett- inum. Brotið var því vísvitandi og gert í þeim tilgangi að ögra Ólafi og jafnframt að hafa áhrif á dóm- ara leiksins. En Ólafur danglaði í Ísúdín Daða í bijóstið ofanvert, og sá lét sig með „ítölskum hætti“ falla til jarðar. Það sem gerðist í framhaldinu þarf vart að rekja nema það að Ólafi var vísað af leikvelli, KR-ingar fengu víta- spyrnu, sem fleytti þeim í úrslit bikarkeppninnar. Ég held að allir geti verið sam- mála um, að atburðarásin hafi verið með ofangreindum hætti. En þá kemur að þætti dómarans; þegar dómari stendur frammi fyr- ir því að dæma „brot“ á hann um tvo kosti að ræða; dæma brot eða láta leikinn halda áfram. Dæmi hann brot verður hann að vera í góðri aðstöðu til að dæma og/eða ráðfæra sig við línuvörð. Hvorugt var um að ræða hjá dómaranum. Þegar þetta mál er skoðað í kjölinn kemur í ljós að dómari leiksins lét draga sig á asnaeyrun- um, Ísúdín Daði Dervic, landsliðs- maður í knattspyrnu, sleppur refs- ingarlaust með fólskubrot og leik- araskap, en íslensk knattspyrna, sem hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár, vegna minnkandi aðsóknar að leikjum, verður fyrir gífurlegum álitshnekki. Það hlýtur því að vera verulegt áhyggjuefni hjá knattspyrnu- hreyfingunni, að ekki sé hægt að stilla upp dómara sem er starfi sínu vaxinn, þegar svo mikilvægir leikir eiga sér stað. Þá skal þess getið að lokum, að stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur-liðsins setti einn leik- mann sinn í 5 leika keppnisbann vegna agabrots utan leikvallar. Hvað gera KR-ingar við þessu agabroti leikmannsins inni á leik- vellinum? HJÁLMTÝR R. BALDURSSON, áhugamaður um háttvísa knattspyrnu, Skipholti 48, Reykjavík. Frystikistur Staðgr.verð HF 201 72 x 65 x 85 41.610,- HF 271 92 x 65 x 85 46.360,- HF396 126 x 65 x 85 53.770,- HF 506 156x65 x85 62.795,- SB 300 126x65 x85 58.710,- Frystiskápar FS205 ■ 125 cm 56.430,- FS 275 155 cm 67.545,- FS345 185 cm 80.180,- Kæliskápar KS 250 125 cm 53.390,- KS315 155 cm 57.190,- KS 385 185 cm 64.695,- Kæli- og frystiskápar KF285 155 cm 80.465,- kælir 199 ltr frystir 80 ltr 2 pressur KF350 185 cm 93.670,- kælir 200 ltr frystir 156 ltr 2 pressur KF 355 185 cm 88.540,- kælir 271 Itr frystir 100 Itr 2 pressur (•1 • M Faxafeni 12. Sími 553 8000 < - kjarni málsins! Enn meiri afsláttur af útsöluvörum. HANZ hófst í moröun Verðhrunið Flísar, parkett, þiljur, eldhúsinnréttingar, Ijós, hurðir, haðvörur, baðinnréttingar, hlöndunartœki, salerni, baðkör, sturtuklefar, fataskápar, Ariston heimilistœki, dúkar og margt, margt fleira.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.