Morgunblaðið - 09.08.1995, Síða 63

Morgunblaðið - 09.08.1995, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 63 FÓLK í FRÉTTUM Fjölskrúðugt mannlíf á Fáskrúðsfirði ► VEÐRIÐ hefur leikið við Austfirðinga á undanförnum vikum. Mannlífið hefur blómstrað utan dyra, enda lítil ástæða til að dvelja inni þegar sólin skín. Helena Stefánsdóttir ljósmyndari tók meðfylgjandi myndir á Fáskrúðsfirði. Svart/hvítt blóð 1 sturtu HÖND tekur fast í baðhengið. Skuggi af manni með hníf. Blóð í niðurfallinu í sturt- unni. Frægasta atriði kvikmyndasögunnar. Sturtumorðið í.Psycho eftir Hitchcock. Þegar Hitchcock var spurður hvers vegna myndin væri ekki í litum, svaraði hann: „Vegna blóðs- ins.“ Sú sem „lét lífið“ í sturtunni heitir Janet Leigh. Sturtuatriðið er röð kvikmyndaskota sem vara í fjórar sekúndur á tjaldinu, en Hitch- cock var heila viku að taka það upp. Það sam- anstendur af 70 skotum. Atriðið er magnað vegna þess sem gefið er í skyn, en ekki sýnt, undir óvenjulegri tónlist eftir Bernard Hermann. Og vegna þess að Hitchcock skapar hrylling við ósköp hversdags- legar aðstæður. Atriðið fylgir svo kvikmynda- gestunum heim til sín, alveg inn í sturtuna. Og þegar þeir ætla að draga hengið fyrir, hika þeir og velta fyrir sér hvort allir gluggar séu örugglega lokaðir í húsinu. Janet Leigh hefur 'ekki jafnað sig enn eftir að hafa séð árangur vikudvalarinnar í sturt- unni á hvíta tjaldinu. Hún segist ekki fara í sturtu nema í neyð og með bað- hengið dregið frá. Hún hefur látið skrifa bók um minningar sínar um þessa kvikmynd Hitchcocks. Hún heitir „Psycho: Bak við tjöld hinar sígildu spennu.“ í bókinni kveður hún meðal annars niður orðróm um að nakinn tvífari hennar hafi staðið í sturtunni. Ópið í sturtunni flutti hún af öllum lífsins og JANET Leigh í' salar krafti. Það serstaka sturtu í Psycho. við Psycho, að mati Ja- net, er að myndin er ekki aðeins hryllings- mynd, heldur veitir hún fólki ánægju í minning- unni og það sýnir jafnvel morðingjanum samúð. Anda- gift ÞÆTTIRNIR um Strandverði eru annað og meira en bara kroppasýning, að mati for- svarsmanna Rauða krossins í Bandaríkjunum. Þeir eru hæstánægðir með boðskap þáttanna, sem þeir segja að hvetji æsku heimsins til að umgangast hafið af virðingu. Af þessu tilefni veittu þeir leik- urum í þáttunum Andaverð- launin, eða „Spirit Awards" í ár. Frá vinstri má sjá Alex- öndru Paul, David Chokachi, Genu Lee Nolin arftaka Pa- melu Anderson, Jaason Sim- ons og Yasmine Bleeth. VERÐHRUN Jakkar frá kr. 5.000.- Dragtir frá kr. 5.000.- Ullarfrakkar frá kr. 9.000.- Buxur frá kr. 2.900.- Kjólar Blússur Bolir Peysur 50 til 80% afsláttur af öllum vörum mMrion Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarfirði • Sími 565 1147 Kvenfataverslunin ííjjJ Laugavegi 97 • Sími 551 7015 Persóna, Hólmgarði 2 • Keflavík • Sími 421 5099

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.