Morgunblaðið - 09.08.1995, Side 55

Morgunblaðið - 09.08.1995, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 55 HUSNÆÐl IBOÐI Einbýlishús til leigu í Seljahverfi. Rúmlega 200 fm. Stórar stofur, 4-5 svefnherbergi. Leigist frá 1. október nk. Tilboð óskast send afgreiðslu Morgunblaðs- ins, merkt: „A - 2345“. HÚSNÆÐIÓSKAST íbúð óskast 3ja-4ra herb. íbúð óskast til leigu, helst í Vesturbæ. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar. CtUÐNT Tónsson RÁDGIQF & RADNINGARÞIONUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 5-62 13 22 Uggi Þórður Agnarsson læknir, sérgrein lyf og hjartasjúk- dómar. Flyt frá og með 4. september, stofu mína í Síðumúla 37, sími 568 6200. Tímapantanir daglega frá 13.00 til 15.00. G A G R AUGLYSINGAR JO) K I P U L A G R í K I S I N S Bláfjallavegur 417-01 Bláfjallaleið 407-01 Mat á umhverfisáhrifum Niðurstöðurfrumathugunarog úr- skurður skipulagsstjóra ríkisins samkvæmt lögum nr. 63/1993 Samkvæmt 8. gr. laga nr. 63/1993, um mat á umhverfisáhrifum, hefur skipulagsstjóri rík- isins yfirfarið gögn þau sem fram voru lögð af hálfu framkvæmdaraðila við tilkynningu, ásamt umsögnum og athugasemdum. Fallist er á lagningu Bláfjallavegar 417-01 samkvæmt kosti II, það er að núverandi veg- línu sé fylgt að mestu, en vegurinn færður um 50-100 metra á kafla við Rauðuhnúka og beygja við lllubrekku rýmkuð, Bláfjallaleið- ar 407-01 og efnistöku úr hóli við Suðurgil, eins og lýst er í frummatsskýrslu Vegagerð- arinnar, að uppfylltum eftirtöldum skilyrðum: •Haft verði samráð við borgarverkfræðing, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, Heilbrigðis- eftirlit Kópavogssvæðis og Vatnsveitu Reykjavíkur við val á yfirborðsfrágangi og setningu reglna um umferð á vatnsverndar- svæðum og öryggi á framkvæmdartíma. •Þar sem vegarstæðið liggur á grannsvæði, skv. reglugerð um neysluvatn nr. 318/1995, skulu allar framkvæmdir vera undir eftirliti Hollustuverndar ríkisins, sbr. IV kafla rg. 522/1994, og 14. gr. rg. nr. 319/1995. • Efnistaka úr hóli við Suðurgil fari fram í samráði við og undir eftirliti Náttúruvernd- arráðs. Grónum hlíðum hólsins verði hlíft eftir föngum og gengið snyrtilega frá nám- unni að efnistöku lokinni. Skipulagsstjóri ríkisins minnir á skyldur fram- kvæmdaraðila samkvæmt þjóðminjalögum nr. 88/1989, ef fornleifar finnast við fram- kvæmdina. Úrskurðinn má kæra til umhverfisráðherra og rennur kærufrestur út þann 6. septem- ber 1995. Skipulagsstjóri ríkisins. Stýrimannaskólinn í Reykjavík Námskeið - fjarskipti - ratsjársigling - sjúkrahjálp Útgerðarmönnum og togaraskipstjórum er sérstaklega bent á eftirtalin námskeið: 1. Fjarskipti - GMDSS, neyðar- og öryggisfjarskiptakerfið, 9 dagar. 4.-13. september. í október - óákveðinn tími. Verð kr. 48.000 (með kennslu- gögnum). Umsjón: Þórður Þórðarson. Hafið samband við Þórð í síma 557 1751 eða Stýrimannaskólann í síma 552 5844. Hámarksfjöldi þátttakenda er 8. 2. Siglingasamlíkir - ARPA (tölvuratsjá) 4 dagar. í beinu framhaldi af GMDSS: 14.-18. september og eftir samkomu- lagi. Verð kr. 28.000 (með kennslu- gögnum). Umsjón: Vilmundur Víðir Sigurðsson. 3. Sjúkrahjálp fyrir sjómenn, 3 eða 4 dag- ar. Mat á slösuðum, samskipti við þyrlu, lyfjakista skipa, sár saumuð, bráðafrá- gangur slasaðra og flutningur. Heimsókn á slysadeild Borgarspítalans og þyrludeild Landhelgisgæslunnar. ★ 28.-31. ágúst ★ 11.-14. ágúst og eftir samkomulagi. Kennarar: Læknar af Borgarspítalanum. Umsjón: Kristinn Sigvaldason, læknir. ATHUGIÐ: Skrifstofa Stýrimannaskólans opnar að loknum sumarleyfum 14. ágúst nk. Upplýsingar í síma 551 3194; bréfsími (fax) 562 2750. Þá verður einnig tekið á móti umóknum um skólavist skólaárið 1995-1996, ásamt innrit- un á 30 rúmlesta réttindanám, sem hefst 11. september nk. Skólameistari —-/ / 7 / Áf K IF U L A G R í K I S I N S Vatnsátöppunarhúsí landi Hólms við Suðurá í Reykjavík Mat á umhverfisáhrifum- frumathugun Skipulag ríkisins kynnir fyrirhugaða byggingu fyrsta áfanga vatnsátöppunarhúss í landi Hólms við Suðurá í Reykjavík, þar sem áætl- að er að framleiða 20 milljónir lítra á ári af vatni í neysluumbúðum. Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 9. ágúst til 14. september 1995 á eftirtöldum stöðum: Skipulagi ríkisins, Laugavegi 166, Reykjavík, virka daga kl. 8.00-16.00 og Borgarskipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, Reykjavík, virka daga kl. 8.20-16.15. Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Frestur til að skila athugasemdum við ofangreinda fram- kvæmd rennur út þann 14. september 1995 og skal skila þeim skriflega til Skipulags ríkis- ins, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 63/1993. Skipulagsstjóri ríkisins. ísboltar hf. auglýsa forval í fyrirhugaðar framkvæmdir á eignum sínum á Strandgötu 75, Hafnarfirði. verkinu felst gröftur, uppsteypa, malbikun og innanhússfrágangur. Verktími er áætlaður sept.-nóv. '95. Aðilar, sem vilja þaka þátt í forvali þessu, skili inn öllum nauðsynlegum gögnum til Is- bolta hf. fyrir föstudaginn 18. ágúst. ísboltar hf., Strandgötu 75, Hafnarfirði, sími 565 2965. VITA-OG HAFNAMAL Útboð Lagnir og Ijósamasturs- hús SANDGERÐI Hafnarstjórn Sandgerðis óskar eftir tiiboðum í lagnir og Ijósamasturshús á Norðurgarði. Verkefnið er m.a. fólgið í því að grafa lagna- skurði 330 m, ganga frá lögnum, þroti á skjólvegg 260 m, byggingu LM-húss og und- irstöðu undir Ijósamastur. Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. nóvem- ber 1995. Útboðsgögn verða afhent á Vita- og hafna- málastofnun, Vesturvör 2, Kópavogi, og á skrifstofu Sandgerðisbæjar frá og með fimmtudeginum 10. ágúst 1995 gegn 5.000 kr. greiðslu. Tilboð verða opnuð á sömu stöðum fimmtu- daginn 31. ágúst 1995 kl. 14.00. Hafnarstjórn Sandgerðis. TIL SÖLU Hringstigi til sölu Óskum eftir tilboðum í hringstiga. Hæð frá neðra gólfi upp á efra gólf ca 310 sm. Þver- mál ca 150 sm. Máluð stálgrind með beyki- þrepum. Til sýnis í Hallarmúla 2. Tilboðum skal skila á skrifstofu Pennans fyr- ir kl. 11.00 mánudaginn 14. ágúst. Hallarmúla 2-4, 108 Reykjavík. ATVINNUHUSNÆÐI Laugavegur Til leigu mjög gott ca 117 fm verslunarhús- næði á götuhæð við Laugaveg, neðan Frakkastígs. Stórir gluggar. Laust 1. okt. 1995. Upplýsingar í síma 567 0179 á kvöldin. Skeifan - til leigu 846 fm jarðhæð/kjallari (áður Golfheimar). Hentar t.d. fyrir verslun eða lager o.fl. Möguleiki er á að skipta húsnæðinu niður. Upplýsingar í símum 587 2220, einnig á kvöldin og um helgar í síma 568 1680.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.