Morgunblaðið - 09.08.1995, Page 29

Morgunblaðið - 09.08.1995, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIMAR MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 29 Beitir réttarkerfið þegnana tangarsókn? GRAGLETTNI Alþingis um mannréttindamál er nafn greinar sem ég birti í Morgunblaðinu 1. júlí sl. en aðaltilefni hennar var dómur Hæstaréttar íslands, upp kveðinn 24. nóvember 1994 í málinu nr. 385/1992. Meginniðurstaða dóms- ins var sú, að ég, Jóhanna Tryggva- dóttir, væri vanhæf til að flytja þetta mál mitt fyrir Hæstarétti og var það fellt niður eins og enginn hefði mætt í því. Niðurstaðan um van- mig valdi því að ég eigi engan rétt á efnislegri athugun RLR á brota- málum, sem tengjast mér. Hlutur lögmanna í málinu að framgangi réttvísinnar er eftirtekt- arverður. Enginn hefur fengist til að aðstoða mig í þessu máli mínu og hafa lögmenn þó fengist við ýmis störf. Ekki væri björgulegt ef læknar neituðu að sinna sjúklingum með smitnæma sjúkdóma. Manni dettur í hug að lögmenn seu hrædd- ir við að leggja mál fyrir Hæstarétt ef og þegar rétturinn hefur sjálfur haft óvenjuleg afskipti af þeim. ít- rekað hefur verið leitað til Lög- mannafélags íslands en það hefur ekki treyst sér til afskipta. Undar- legastur er þó hlutur Þórunnar Guð- mundsdóttur, hæstaréttarlög- manns. Hún hefur ekki að nokkru leyti sinnt ítrekuðum óskum í sím- skeytum og á an.nan hátt um skýr- ingar á því hvernig greiðslur sem mótaðili málsins hefur tekið við, eftir skriflegu áliti löggilts endurskoð- anda, tengjast kröfum hans. Látið nægja að niðurstöður dómstóla lægju fyrir. Einhveiju sinni hrökk frá henni sú athugasemd að hún væri ekkert að vinna fyrir gagnaðila málsins heldur Verslun- armannafélag Reykja- víkur. Það ásamt fleiru varð tilefni símskeytis til Verslunarmannafé- lagsins þar sem spurst var fyrir um aðild þess að málinu gegn mér. Verslunarmannafélagið hefur engu svarað. Ef fram fer sem horfír og Rann- sóknarlögreglan tekur ekki fljótt og röggsam- lega á meintum brota- málum eins og hún á að gera eðli mála sam- kvæmt stefnir i tangar- sókn réttarkerfisins á hendur borgara sem brotið hefur verið á. Brotamaðurinn fær með stuðningi Versl- unarmannafélagsins og réttarkerfisins stað- festar kröfur sem hann á ekki rétt á, en sá sem brotið er gegn fær enga efnislega af- greiðslu á meintum brotum gegn honum. Höfundur er forstjóri Evrópuferða. Jóhanna Tryggvadóttir Enginn hefur fengist til að aðstoða mig í þessu máli mínu, segir _______Jóhanna________ Tryggvadóttir, og hafa lögmenn þó fengist við ýmis störf. hæfi mitt kom án þess nokkur gerði kröfu um hana eða nokkur gögn eða rök væru færð fram fyrir henni. En málum lýkur ekki alltaf og alfarið með dómum Hæstaréttar og ég hef síðan dómurinn féll og verð framvegis að reyna að leysa mál mín hvað sem líður hæfi mínu. Auð- vitað hefði út af fyrir sig verið æski- legt að ná sátt um niðurstöðu Hæstaréttar, en ég vil reyna að halda í heimili mitt og tel að ég eigi meiri möguleika til að lesa mál komist ég hjá gjaldþroti. Að auki hafa ýmsir, sem kannað hafa sjálft ágreiningsefnið sem fyrir Hæsta- rétti lá, réttmæti uppsagnar starfs- manns vegna brota hans í starfi, og viðtöku á fé umfram laun, hvatt mig til að reyna til þrautar að hnekkja niðurstöðu héraðsdóms, sem Hæstiréttur var í reynd að stað- festa. Eru þar á meðal hátt settir opinberir starfsmenn með mikla sér- þekkingu. Dómur Hæstaréttar um vanhæfi mitt og jafnframt synjanir lög- manna á að starfa fyrir mig, gæti verið annar sóknarvængur réttar- kerfisins en því fylgir að mér reyn- ist torvelt að hnekkja dómi héraðs- dómsins. Að vísu hefur dómur Hæstaréttar um vanhæfið ekki reynst eins afgerandi og ég mátti reikna með. Málsmeðferðin í Hér- aðsdómi Reykjaness, í málinu X- 7/1995, ijárnámi til tryggingar kröfum starfsmannsins sem oftók greiðslur, staðfestir það. Það hefur enginn, hvorki dómarinn, Már Pét- ursson, né lögmaður starfsmanns- ins, Þórunn Guðmundsdóttir, hrl., nefnt það einu orði að ég væri van- hæf til að fara með mál mitt fyrir héraðsdóminum þrátt fyrir nokkrar fyrirtökur málsins. Þó hljóta þau bæði, Már og Þórunn, að vita um niðurstöðu Hæstaréttar í málinu nr. 385/1992, enda um sömu ágrein- ingsefni að ræða og Þórunn var þar einnig lögmaður starfsmannsins sem oftók fé. Þá hef ég um skeið óttast að aðgerðaleysi Rannsóknarlögreglu ríkisins birtist sem hinp sóknar- vængur réttarkerfisins. Eg hef af- hent starfsmönnum Rannsóknarlög- reglunnar gögn, m.a. skýrslu lögg- ilts endurskoðanda um oftöku starfsmannsins á fé frá fyrirtæki mínu og önnur gögn sem ég tel sanna slíka oftöku fjár starfsmanns- ins að ekki getur verið um að ræða nokkra kröfu hans á hendur mér. En þá bregður svo við að mál ganga hægt fyrir sig og efnisleg athugun og afgreiðsla RLR á málinu lætur á sér standa. Er hægagangurinn slíkur að hætt er við réttarspjöllum og að misferli og oftaka fjár fáist ekki athuguð í réttarkerfinu. Þeirri fráleitu hugmynd hefur skotið niður að vanhæfisdómur Hæstaréttar um Okkur tókst að útvega takmarkað magn af glæsilegum Cherokee jeppum á frábæru verði. Nú er að hrökkva eða stökkva! Verð Jeep Grand Cherokee Limited V8 4.885.000 kr. Jeep Grand Cherokee Laredo 4,0 3.995.000 kr. Jeep Cherokee 4,0 sjálfskiptur 3.195.000 kr. Jeep Cherokee 2,5 bensín 5 gíra 2.495.000 kr. Jeep Cherokee Base 5 gíra 2.395.000 kr. Nýbýlavegur 2 Síml: 554 2600 I Opið virka daga kl. 09 - 18 og laugardaga kl. 12 - 16. Cherokee hefur margsannað sig við íslenskar aðstæður, tryggðu þér eintak á góðu verði. Chrysler Corporation vill koma eftirfarandi á framfæri Úr ábyrgðarskilmáium Chrysler-Jeep og Dodge bifreiða: Chrysler will not provide any warranty coverage for vehicles exported or imported to another country by individuals or organizations other than Chrysler International or its authorized distributors.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.