Morgunblaðið - 09.08.1995, Síða 27

Morgunblaðið - 09.08.1995, Síða 27
Hraðsuðukanna ÁÐUR: 5.790 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 27 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÁRSRIT Garðyrkjufélagsins Garð- yrkjurítið er nýkomið út. í ársrit- inu eru margar greinar og ijöldi litmynda. Meðal efnis má nefna grein eftir Ólaf B. Guðmundsson lyfjafræðing um Grasagarðinn og tijásafnið í Genf. Bjami E. Guð- leifsson á Möðruvöllum ræðir um Brekkusóleyjuna sem varð Jónasi Hallgrímssyni að yrkisefni og leið- ir að því rök að þar hafi Jónas átt við þrenningarfjóluna eða þrílitu fjóluna, sem hefur orðið fleiri ís- lenskum skáldum að yrkisefni. Ólafur B. Guðmundsson fjallar um fjögurra stjörnu plöntur. Að þessu sinni skrifar hann um mjólk- uijurt, gullvölvu, huldustrokk og bleika engjablöðku. Guðfinna K. Ólafsdóttir og Ólafur B. Guð- mundsson eru höfundar greinar sem nefnist Draumur í svörtum sandi og fjallar um garðinn Hraun- prýði í Vestmannaeyjum, sem hjónin Guðfinna K. Olafsdóttir og Erlendur Stefánsson hafa ræktað fráþví í ágúst 1988. Sigurður Þórðarson skrifar um garðaskoðun. Ingibjörg Stein- grímsdóttir skrifar um Borgar- fjarðarferð á vegum GÍ. Kristín Gestsdóttir og Sigurður Þorkels- son eiga grein um rabarbara með nýjum og gömlum uppskriftum. Ingólfur Davíðsson grasafræðing- ur skrifar um undafífla, fjandafæl- ur og íslenska lykla og dr. Einar I. Siggeirsson um eldlilju og ka- melíu. Kristinn Guðsteinsson garð- yrkjufræðingur skrifar grein um Kasmírreyni. Samson Harðarson garðplöntufræðingur skrifar ítar- lega grein um toppa. Toppar eru stór ættkvísl runna, sem stöðugt nær meiri vinsældum hérlendis, enda eru þeir flestir harðgerðir og skuggaþolnir. Þórður Ingimar Runólfsson segir frá veðurfari og víðirækt á Snæfellsnesi og ræðir um plöntur sem þar hafa verið reyndar í limgerði og skjólbelti. Helgi Hallgrímsson náttúrufræð- ingur og Guðrún Gyða Eyjólfsdótt- ir skrifa grein sem nefnist „Frá vendlum til méla“. Þar er fjallað um nokkra asksveppi, sem vaxa á íslandi en ýmsir þeirra valda sýk- ingu á plöntum. Garðyrkjufélag íslands er opið öllum sem hafa áhuga á ræktun. Árgjald félagsins er að þessu sinni 1.800 kr. Auk ársritsins fá félags- menn fréttabréf 6-8 sinnum á ári og pöntunarlista með haust- og vorlaukum og frælista. Félags- menn fá einnig afslátt af bókum, sem GÍ gefur út. Ritstjóri Garðyrkjuritsins er ÓlafurB. Guðmundsson. Ritið er 208 síður. Prentað íSvans- prenti. ------» ♦ »----- Málverkasýn- ing í Eden EDWIN Kaaber sýnir í Eden, Hveragerði, málverk og myndir unnar í olíu, akrýl og vatnsliti. Myndirnar eru til sölu. Sýningin var opnuð 1. ágúst og lýkur henni 13. ágúst. Þetta er tólfta einkasýning Edwins. ------» ♦ ♦----- Guðbjörg á Kaffi Mílanó GUÐBJÖRG Hákonardóttir sýnir þrettán myndir með olíu og bland- aðri tækni á Kaffi Mílanó og stend- ur sýningin fram í september. Guðbjörg útskrifaðist úr málun- ardeild MHÍ sl. vor og er þessi sýning hluti af lokaverkefni henn- ar. KVIKMYNDIR Hálfkák lok fjórða áratugarins. Kynnist f'danum Laurence sem kemur lík- ama hennar og sál á flug um sinn. Klámkjafturinn reynist þrátt fyrir allt stúlka heiðvirð og rómantísk og rekur Laurence umsvifalaust á braut er hún stendur hann að framhjáhaldi bak við öskutunnu. Sekkur sér í klámskrif fyrir ókunn- an velgerðarmann uns stormsveit- ir Þriðja ríkisins eru komnar að borgarmörkunum. Kemur þá hinn óþekkti velunnari (getið hver) fram í dagsljósið og sendir pornó- pennann sinn í öryggið heima. Leikstjórinn, Zalman King, á að baki nokkrar myndir í þessum dapra gæðaflokki og hefur sjálf- sagt ætlað sér að bæta um betur, gera Á valdi frygðarínnar að eró- tískri ljósblámaveislu, en uppsker- an er samfellt, hroðalegt getu- leysi. Atburðarásin sniglast ósegj- anlega hægt áfram og Zalman telur sig greinilega hafa fundið upp kossaflangs og áhorfendur hafi almennt ekki séð ber kven- mannsbijóst né karlrassa fyrr í bíómynd. Þessir líkamspartar í sjónhending eru semsé hinir losta- fullu hápunktar Á valdi frygðar- innar. Mandylor er sögumaður og muldrar næstum stöðugt út alla myndina sitt kynlífsórabull í sömu, tilbreytingarlausu tóntegundinni. Ef einhver annar kemst að er það vitaskuld í hálfum hljóðum. Hálft telur leikstjórinn greinilega afar sexí, líkt og hálflokuð augu, hálfopinn munn, hálfkveðnar vís- ur. Utkoman gjörsneydd öllu því sem tengist orðinu frygð, reyndar öllu sem flokkast getur undir snef- il af munúð. Miðopna í Playboy frá því um miðja öldina er líklegri til örvunar. King er af mikilli of- rausn eignuð mynd Adrians Lyne 9V2 vika í auglýsingu kvikmynda- hússins. Sú mynd, þó aum sé, er einsog erótískt snilldarverk við hliðina á þessari hörmung. Af þeim þúsundum mynda sem ég hef séð um dagana er Á valdi frygðarinn- ar ein sú bágbornasta. Sæbjörn Valdimarsson Laugarásbíó Á VALDI FRYGÐARINNAR (DELTA OF VENUS) 0 Leikstjóri Zalman King. Handrits- höfundur Elsa Rothstein, byggt á samnefndri skáldsögu eftir Anais Nin. Kvikmyndatökustjóri Eagie (Öm) Egilsson. Aðalleikendur Costas Mandylor, Eric Da Silva, Mark Vas- ut, Zette. Bandarísk. New Line Cin- ema 1995. í ÁR hafa óvenju margir hortitt- ir fengið að slæðast á hvít tjöld kvikmyndahúsanna, vonandi er botninum náð með þessari ömur- legu lágkúru. Elena (Mandylor) er amerískt klámsagnaskáld í leit að innblæstri á Signubökkum við á Philips smátækjum Vegna serlega hagstæöra samninga viö Philips getum við boöið Philips smátækin á mun betra veröi en áöur. Verðlækkun á bilinu 8-28%! Gufustraujarn ÁÐUR: 4.690 3.990 Rakvel 2 hnífa ÁÐÚR:'5,490 4.490 Matvinnsluvéll AÐUR: 11.860 Brauðrist ÁÐUR: 3.590 Nú 2.990 NU: 9.490 Vöfflujarn ÁÐUR: 0.997 6.450 Ryksuga 1200 w ÁÐUR: 15.77Q 13.990 Andlitsljos ÁÐUR:10.300 M 8.990 Rakvel 3 hnífa ÁÐUR: 8.605 6.990 Kaffivél Gottverð 3.350 Matvinnsluvel Gott verð 5.990 Rakvel íiXTu Handþeytari ÁÐUR: 3,390 Nú 2.690 "".. ÁÐUR: 8.990 6.490 Heimilistæki SÆTUNI 8 SIMI 569 1500 Umboösmenn um land allt. Tímarit

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.