Morgunblaðið - 09.08.1995, Page 24

Morgunblaðið - 09.08.1995, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ „Á seyði“ MYNPLIST Seydisfjörður AFMÆLISHÁTÍÐ 16 sýningar. Sýningamar eru yfír- leitt opnar frá 13-18 virka daga og 14-18 laugardaga og sunnudaga, svo og á opnunartíma safna og fyrir- tekja. Lokað mánudaga. Aðgangur ókeypis nema á tækniminjasafn Austurlands, 200 krónur. í TILEFNI þess að 100 ár eru síðan Seyðisfjörður fékk kaupstað- arréttindi hefur mikið verið á seyði á staðnum í sumar, og menn eru minntir á afmælið með stórum raf- lýstum stöfum í hlíðinni ofan við bæinn. Rétt eins og gert er í Holly- wood, eins og sagt var við mig í kerskni er ég tyllti þar tá á dögun- um. En það má þó teljast mikið rétt, að augu þjóðarinnar eigi að beinast til Austurlandsins í tilefni hátíðar- innar, og að Seyðisfjörður verð- skuldi að vera stjarna landsbyggð- arinnar þetta árið. Það kemur nefni- lega þjóðinni við þegar jafn sögu- frægur staður skarar slík tímamót, og ærið tilefni að hún komi á móts við viðburði af þessari gráðu, svo þeir megi verða sem eftirminnileg- astir. Eitthvað í líkingu við svo- nefndar Menningarborgir Evrópu, og er kjörið tækifæri til að styrkja ásýnd byggðarlaga og auka ris þjóðarinnar um leið. Staðarmenn hafa sjálfir reynt að minna á þetta, og efnt til menning- arveislu þar sem sjónmenntum er skipað í öndvegi. Reist varanlegt útilistaverk í miðbæjarkjarnanum fyrir framan barnaskólann við Torgið, sem er í nýklassískum stíl. Listaverkið sem er eftir Kristján Guðmundsson, og markar útlínur fjarðarins, er einfalt og klárt eins og húsið í bakgrunninum og þannig séð hugmyndafræðilegt verk út í fingurgóma. Og þótt húsið sé norskt og hafi komið tilhöggvið frá Noregi vorið 1907, eigum við sitthvað í norskri nýklassík, þakkað veri þeim snjalla Ólafi Ólafssyni (1754- 1832) prófessor í Kóngsbergi, sem var frá Frostastöðum í Blönduhlíð. Honum þakka Norðmenn útbreiðslu ný- klassískra hugmynda í byggingar- list, sem enn sér stað í svipmiklum húsum í Kóngsbergi, Osló og víðar í landinu. Það er því góð og gild hugmynd sem fram hefur komið, að gera þetta fagra og stílhreina hús sem hefur þjónað sem barna- skóli að ráðhúsi. Húsin í Seyðisfirði eru annars saga útaf fyrir sig, og í tilefni aldar- afmælisins kom út mikið og veglegt rit eftir Þóru Guðmundsdóttur arki- tekt, sem jafnframt arkitekastörf- um rekur gistiheimili á staðnum. Bókin „Húsasaga Seyðisfjarðar- kaupstaðar" er gefin út á vegum Safnastofnunar Austurlands og bæjarsjóðs Seyðisfjarðar, og er í ritröðinni Safn til sögu Seyðisfjarð- ar. Og í Engros, húsi netagerðar- innar, er litskyggnusýning af öllum húsum á Seyðisfirði og varpa nokkrar sýningarvélar stöðugt myndum á veggina. Höfundurinn er Svisslendingurinn Dieter Roth, sem einnig hefur myndað fjölda húsa í Reykjavík svo sem sá stað í Nýlistasafninu ásíðustu listahátíð. Listasafn íslands hefur lánað myndir listamanna, sem hafa komið við sögu Seyðisfjarðar eða nágrenn- is, og þannig var Karl Einarsson Dunganon fæddur þar 1897 og Nína Tryggvadóttir 1913. Gunn- laugur Scheving ólst þar upp og Kjarval ólst upp í Borgarfirði eystra, og hélt sína fyrstu einkasýn- ingu utan Reykjavíkur á Seyðisfirði 1911. Tækniminjasafn Austur- lands, sem er til húsa að Hafnar- götu 44, reist af merkismanninum Ottó Wathne, ættu allir að skoða, því bæði safnið og húsið segja drjúga sögu. Einkum er merkilegt hvemig sjálflærður radíóamatör og hagleikur varð til þess með heima- smíðuðum tækjum, að ná fyrstur fjarskiptasambandi við útlönd. Það er margt merkilegt, sem ekki má fyrnast hvað Seyðisíjarðar- kaupstað snertir, því staðurinn var sveipaður ævintýraljóma um ára- tuga skeið. Hann býr enn að þeirri menningu sem þar þróaðist fyrrum og í fleira skilningi en húsakosti einum, eða að síldargöngur þöndu dragspil mannlífsflómnnar. Ingi T. Lárusson samdi landsþekktar tón- smíðar og menn eins og Þorsteinn Erlingsson og nafni hans Gíslason tálguðu blýantana og fjöðurpenn- anna í þágu ritlistarinnar. það var stíll yfir fólkinu háu sem lágu og það kunni að meta þá tilbreytingu sem fólst í hvers konar félagslífi og hoffmannlegum tiltektum. Farið LISTIR ÞAÐ VAR mikið um að vera á Seyðisfirði þegar bæjartáknið var afhjúpað á Torginu. í bakgrunnin- um blasir við hið stílhreina barnaskólahús, og er það góð hugmynd að gera það að ráðhúsi staðar- ins, og yrði þá hoffmannlegast ráðhúsa á landi hér. í NETAGERÐINNI Engros ganga litskyggnuvélar í síbylju og sýna húsakost staðarbúa frá öllum mögulegum sjónarhornum. Er það mikil lifun. var í hjólreiðatúra, grasaferðir og hvers konar gjörningar iðkaðir, sem lyftu upp hvunndeginum og menn voru hér uppábúnir svo sem best gerðist í útlandinu. Þetta var fyrir daga straumlínuþjóðfélagsins og múgmennskunnar, er hvert þorp á íslandi hafði sitt svipmót og sín sérkenni og menn höfðu tíma til að líta upp úr önn dagsins. Þá má telja með mikilsverðum tíðindum, að hafinn er rekstur list- húss á staðnum „Gallerí Pálshús" að Austurvegi 21, sem kennt er við Pál Ámason útgerðarmann sem byggði það aldamótaárið. Fyrstur til að sýna þar er Birgir Andrésson, með brot úr myndaröðinni „Annars konar fólk“ Einnig hefur þar verið komið fyrir ljósmyndum úr mynda- safni Sveins Guðmundssonar síldar- saltanda frá sjötta og sjöunda ára- tugnum. í húsinu er gistiaðstaða fyrir aðkomna listamenn, og með útsjónarsemi og góðum sýningum mætti ætla að starfsemin eigi fram- tíð fyrir sér og verði menningarlíf- inu á staðnum dijúg lyftistöng, og því er von að maður sjái athafna þar getið í fjölmiðlafréttum reglu- lega. Það er Arnbjörg, dóttir Sveins sem hefur með reksturinn að gera ásamt manni sínum Garðari Rúnari Sigurgeirssyni og hún er einnig driffjöðurin að baki sjónrænu fram- kvæmdunum ásamt núlistakonunni Ingu Jónsdóttur sem er búsett á staðnum. Af nafnkunnum lista- mönnum má enn nefna Sigurð Guð- mundsson í Amsterdam og Þorvald Þorsteinsson, sem báðir eru á fullu í hugmyndafræðinni, að ógleymdu náttúrubarninu Stefáni V. Jóns- syni, sem var fæddur á Arnórsstöð- um í Jökuldal, en ólst upp frá 10 ára aldri á Möðrudal á Fjöllum. Sýningunum er annars dreift á 16 staði um alla byggðina, utan húss sem innan og er ekki vinnandi vegur að geta þeirra allra, en þar sem umfang þeirra er ekki mikið tekur það ekki svo langan tíma að skoða þær. Hins vegar hefur sá er það gerir kynnst bæjarfélaginu og húsakynnum fólksins ólíkt betur en ef hann skoðaði einungis ytra byrði húsanna. Þó skal ekki vikið frá því að geta þess, að heimamenn eru hér vel virkir og framlag þeirra athyglisvert bæði hvað leikmenn snertir og svo Ingu Jónsdóttur sem er skóluð frá MHÍ og listakadem- íunni í Múnchen. Hún minnir á með umhverfisverki sínu „Áttir“, að fyr- ir 100 árum, árið 1995,'höfðu ein- ungis 4 bæir á íslandi kaupstaðar- réttindi. það voru Reykjavík, ísa- fjörður, Ákureyri og Seyðisfjörður. Verkið er í formi auglýsingaspjalda, sem sett eru upp á standi við Gerðu- berg, á Silfurtorginu á ísafirði, við enda Gilgötunnar á Akureyri og á mótum Norðurgötu, Suðurgötu, Vesturvegar og Austurvegar á Seyðisfirði. Þá get ég vitnað um, að menning- in er ekki síður til staðar í þeim húsum sem ég var gestkomandi í, en eins og best gerist á höfuðborg- arsvæðinu, bæði hvað myndverk á veggjum og bækur í bókahillum varðar. Það er því ekki nesjamennskunni fyrir að fara á Seyðisfirði, heldur merkilega fjölþættri og sérstæðri menningu lítils bæjarfélags, sem nú telur rétt 900 sálir, og hefur í tímans rás þanist út og dregist sam- an eftir síldargöngum, líkast drag- spili. Það er fleira en viðmótsþíða og menningarhiti sem rýnirinn varð áþreifanlega var við meðan á stuttri en viðburðaríkri dvöl hans stóð, því að hitinn klifraði upp í 28 stig, sem var hinn mesti í manna minnum, en samt var það vart merkjanlegt vegna hins tæra og ferska lofts. Bragi Ásgeirsson. í > í i i \ i í I i i I I fi I I SAFARIKARA egið lambakjöt í lofttæmdum umbúðum . .hvass. ..snark... nammmmm ULEGA Ijújfengt á grillið Ifl 13BB_ f * i i i i i t-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.