Morgunblaðið - 09.08.1995, Page 20

Morgunblaðið - 09.08.1995, Page 20
ERLEIMT ro ,n,„wVn 3 . ........... 20 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Geðheilsa fram- bjóðenda könnuð RÚSSNESKI þjóðernissinninn Vladímír Zhírínovskíj hefur fyrirskipað að allir frambjóð- endur flokks hans í þingkosn- ingunum í desember gangist undir rannsókn til að fyrir- byggja að eiturlyfjafíklar, geðveikir menn og glæpa- menn verði í framboði. „Við viljum ekki að einn einasti hálfviti eða alkóhólisti komist á þing undir merkjum Fijáls- lynda lýðræðisflokksins," sagði talsmaður flokksins. Zhírínovskíj og samstarfs- menn hans hafa því beðið um upplýsingar frá lögreglunni, geðsjúkrahúsum, og meðferð- arstofnunum til að kanna fer- il hugsanlegra frambjóðenda. Skaðabótum lofað í Seoul ElGENDUR stórverslunar- innar í Seoul, sem hrundi í síðasta mánuði, hafa lofað að selja allar eignir sínar til að greiða fórnarlömbunum skaðabætur. 458 manns biðu bana þegar byggingin hrundi og 80 til viðbótar er enn sakn- að. Feðgar, sem áttu stór- verslunina, voru handteknir og sakaðir um glæpsamlegt gáleysi. Saksóknarar sögðu að þeir hefðu vitað af hætt- unni á hruninu en látið hjá líða að fyrirbyggja það. Umdeildri smokkaher- ferð hætt UMDEILDRI auglýsingaher- ferð, þar sem fólk er hvatt til að nota smokka, hefur verið hætt í Bretlandi vegna kvart- ana frá kaþólikkum. Dreift hafði verið veggspjöldum með mynd af páfa og vígorðinu: „Ellefta boðorðið: Þú skalt alltaf vera með smokk.“ Leið- togi kaþólsku kirkjunnar í Bretlandi, Basil Hume, hafði fordæmt veggspjaldið og lýst því sem „móðgun af ráðnum hug“. ísraeli sakað- ur um njósnir YFIRVÖLD í ísrael ákærðu í gær ísraelskan borgara, Herzi Rad, um njósnir fyrir íran. Lögfræðingur mannsins sagði hann saklausan. Rad er 31 árs gamall, af írönskum ætt- um og kaupmaður í Jerúsal- em. Sólarhitavörn Armorcoat öryggisfilman leysir þrjú vandamál. Sólarhiti minnkar (3/4). Upplitun minnkar (95%). Breytir glerinu í öryggisgler og eykur brotaþol 300%. Skemmtilegt hf. Sími 567 4709. Tugþúsundir Serba á flótta frá Krajina sinn sem flogið yrði með birgðir til landsvæðis Serba. Embættismenn Flóttamannahjálp- ar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sögðu að allt að 150 þúsund manns væru á ferð gegnum Bosníu. Umferðin væri slík, að megin umferðaræðin milli Petrovac, nærri Króatíu, og Banja Luka hefði teppst. Serbar orðnir fórnarlömb Serbar, sem hingað til hafa verið álitnir illmenni og stríðsglæpamenn, eru skyndilega orðnir fórnarlömb í átökunum í fyrrum Júgóslavíu. Þetta gengur í berhögg við þær hugmynd- ir sem margir Vesturlandabúar hafa gert sér um stríðið. Skyndiárás Króata á Krajina-hér- að hefur valdið mesta flóttamanna- streymi sem orðið hefur á þeim fjór- um árum sem átök hafa staðið, og tugþúsundir óttasleginna Serba hafa lagt land undir fót. Embættismenn SÞ greindu frá því í gær að hermenn Bosníustjórnar hefðu ráðist yfir landamærin og lagt eld að þorpum Serba í Krajina og friðargæsluliðar hefðu heyrt vein íbúanna. Hingað til hafa fjölmiðlar og al- menningur á Vesturlöndum litið á Serba sem helstu illmennin í átökun- um, Bosníumúslima sem lítilmagn- ann, og Króatar hafa verið óþekkt stærð. Bosníu-Serbar hafa verið for- dæmdir á alþjóðavettvangi og leið- togar þeirra ákærðir fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. Nú standa öll spjót á Serbum í Króatíu. Bandarísk stjómvöld, sem eru ánægð með þetta versta (jfhroð Serba frá því átökin hófust 1991. hafa látið í ljósi skilning á löngun Króata til að taka aftur land sem þeim tilheyri, og sagt að árás þeirra geti aukið friðarlíkur til langs tíma litið. Evrópuríki hafa farið varlegar í sakimar og hvatt Króatíustjórn til varkárni við að reka Serba burt frá Krajina. „Það sorglega er, að umfangs- mestu, afmörkuðu þjóðernishreins- anirnar beinast eiginlega gegn Serb- um,“ segir Jonathan Eyal, starfs- maður rannsóknarstofnunar breska hersins. „Það er eitt af því sem er svo undarlegt við þetta stríð,“ sagði hann. Bildt gagnrýnir Króata fyrir hernaðaraðgerðir Segjal Si ld tl ia fagl iata< 51 trausti Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. KRÓATÍSK stjórnvöld segja Carl Bildt sáttasemjara ESB hafa glatað trausti sínu, eftir að Bildt gagn- rýndi Króata harðlega fyrir hernað- araðgerðir gegn Serbum fyrir helgi. Bildt segist óttast að viðbrögð Kró- ata séu enn eitt dæmið um að þeir velji stríð fremur en sáttaleiðina. Þrátt fyrir ummælin um Bildt segj- ast Króatar munu áfram taka þátt í friðarumleitunum. Bildt gagn- rýndi einnig Bandaríkjastjórn fyrir að ýta undir Króata. Bildt átti viðræður við Mate Granici utanríkisráðherra Króatíu í Genf á sunndaginn og benti þá á að króatísk stjórnvöld kölluðu Serb- ann Martic stríðsglæpamann fyrir eldflaugaárás á Zagreb í maí, líkt og dómstóllinn í Haag hefði síðan staðfest. Bildt sagðist hins vegar ekki sjá neinn mun á árásinni á Knin nú, sem Tudjman Króatíufor- seti bæri ábyrgð á og vafalaust myndi Haag-dómstóllin taka árás- ina til athugunar. í vikulegu fréttabréfi sínu gagn- rýnir Bildt harðlega árás Króata á Serbana í Krajína nú og segir hana hliðstæða þjóðernishreinsunum Serba fyrr. Sjálfur hafi hann heyrt króatíska ráðherra tala um að þeir byggjust við að hræða 99 prósent Serba burt frá Króatíu. Um framhald sáttaumleitana segir Bildt að hin pólitíska leið sé torfær í bili. Króatar hafi mætt til viðræðna í Genf í síðustu viku á vegum Thorvalds Stoltenbergs sáttasemjara Sameinuðu þjóðanna og þó að Serbarnir hafi verið tilbún- ir til að koma til móts við ósveigjan- legar kröfur Króata, hafi Króatar samt sem áður látið til skarar skríða. Þar við bætist afstaða Bandaríkjastjórnar sem fjölmiðlar túlki sem grænt ljós fyrir Króata. Ef það sé rétt, þá segir Bildt það „skammaríega afstöðu Og auk þess liættulega fyrir framtíðina. Ef það er í lagi að Tudjman hreinsi burtu Serba, hvernig getum við þá sagt að við séum á móti því að Jeltsín hreinsi burt Tjetsjena eða Milosevich [Serbíuforseti] Albani. Utanríkis- stefna verður að byggja á skýrum forsendum, ef hún á ekki að glata styrk sínum og langtímagildi." AUSTUR-SLAVONIA Stjórnarerindrekar segja ólíklegt aö Króatar reyni að ná Austur-Slavoníu aftur á sitt vald, þar sem þaö gæti kallaö á stríö viö Serbiu. Fregnir herma þó aö Króatar og Serbar hafi sent fjölda hermanna aö héraðinu. Serbar orðnir fórnarlömb átak- anna í fyrrum Júgóslavíu Banja Luka, London. Reuter. LANGAR raðir serbnesks flóttafc'ks mjökuðust í gær um norðurhlu:a Bosníu í leit að öruggum samastað í Serbíu, en kæfandi hiti og þreyta hefur dregið mátt úr óttaslegnum mannfjöldanum, segja hjálparstarfs- menn. „Flóttafólkið ér í slæmu ásig- komulagi," sagði Stephan Oberreit, yfirmaður Samtaka lækna án landa- mæra í Belgrad. „[Fólkið] er ákaflega þreytt og undir miklu álagi. Það yfirgaf heim- ili sín á meðan bardagar geisuðu. Sólin veldur mörgum þeirra vand- kvæðum," sagði Oberreit. „Það hafa margir fengið taugaáfall." Tugir þúsunda Serba lögðu á flótta þegar króatíski herinn náði Krajina- héraði á sitt vald, og í gær var fjöldi fólks á flötta fjórða daginn í röð. Neyðaraðstoð til Serba „Þetta er ekki harmleikur, en það lætur mjög nærri,“ sagði fulltrúi Alþjóðasamtaka rauða krossins. Nú er megináhersla lögð á að dreifa vatni meðal flóttafólksins. Einnig var vonast til að fijúga mætti birgðum til Banja Luka, og yrði það í fyrsta Reuter Reuter ELDRI, serbnesk kona kemur ásamt fleira flóttafólki til skólahúss í Knin þar sem fólkið fékk inni. Króatískur hermað- ur aðstoðar konuna. KRÓATÍSKUR hermaður fer fagnandi á reiðhjóli um götur Knin og spókar sig með skraut- legan hatt. Götur borgarinnar voru að mestu mannauðar eftir að flestir íbúa annað hvort lögðu á flótta eða leituðu skjóls hjá starfsmönnum SÞ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.