Morgunblaðið - 09.08.1995, Side 19

Morgunblaðið - 09.08.1995, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 19 Reuter WARREN Christopher og Nguyen Manh Cam takast í hendur á laugardag eftir undirritun samnings um stjórnmálasamskipti. Bandaríkin o g Víetnam taka upp eðli- leg stjórnmálasamskipti Christopher segir markmiðið ekki hömlur á Kína Washington, Hanoi. Reuter. WARREN Christopher, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna vísaði því á bug á sunnudag að með því að taka upp stjórnmálatengsl við Víet- nama, sem lengi hafa átt í útistöð- um við Kínverja, væru Bandaríkja- menn að reyna að vinna upp tap vegna vaxandi erfiðleika í sam- skiptum við Kína og hamla gegn kínverskri útþenslustefnu. „Við tók- um upp eðlileg tengsl við Víetnama vegna þess að forsetinn taldi að það þjónaði best hagsmunum okkar,“ sagði ráðherrann í sjónvarpsviðtali í Washington. Christopher sagði á hinn bóginn að tveggja daga heimsókn hans til Víetnams, sem lauk á sunnudag, \ væri merki þess að Bandaríkin hygðust sem fyrr láta til sín taka af fullum krafti á Kyrrahafssvæð- inu. Bandaríski utanríkisráðherrann kom til Hanoi, höfuðborgar Víet- nams, á laugardag og voru þá liðin 25 frá því að svo háttsettur Banda- ríkjamaður hafði komið til landsins. Bandaríkin studdu stjórnina í Saig- in, er nú nefnist Ho Chi Minh-borg, í Víetnamstríðinu er lauk með sigri kommúnista 1975 en nokkru áður höfðu Bandaríkjamenn dregið nær allan herafla sinn frá landinu. Viðkvæmasta málið í samskipt- um ríkjanna undanfarin ár hefur verið örlög um 2.200 bandarískra hermanna sem týndust í stríðinu. Vitað er flestir þeirra féllu en ætt- ingjar margra þeirra hafa ekki látið sannfærast og telja jafnvel að ein- hverjir þeirra geti enn verið í haldi í Víetnam. Bandaríkjaþing í vegi? Christopher sagði við komuna að afar mikilvægt væri að leysa þessa deilu en lagði að öðru leyti áherslu á að þjóðirnar bættu sambúð sína ogykju verslunarviðskipti sín í milli. Hann minnti þó á að yrði samið um aukna fríverslun yrði slíkur samn- ingur að fara fyrir Bandaríkjaþing, er myndi ef til vill tengja samþykkt hans við bætt ástand í mannréttind- um. Ráðherrann hvatti Víetnama til að auka frelsi í efnahagsmálum og sagði að bandarísk fyrirtæki ættu að „veðja á framtíð Víetnams.“ „Nýr kafli er hafinn í samskipt- um Víetnams og Bandaríkjanna," sagði víetnamskur starfsbróðir Christophers, Nguyen Manh Cam. Víetnamar opnuðu sendiráð í Washington á laugardag og Banda- ríkjamenn sitt sendiráð í Hanoi á sunnudag. Gamla, bandaríska sendiráðið í Ho Chi Minh, þar sem - þyrlur björguðu starfsfólki af þak- inu vorið 1975, verður ræðismanns- skrifstofa'Bandaríkjanna í borginni. Mannskætt tilræði á Sri Lanka Faldi sprengju í hnetuhrúgu Colombo. Rcutor. MAÐUR, sem talið er að hafi verið á vegum uppreisnarfylk- ingar Tamíla á norð-vesturhluta Sri Lanka, kom fyrir sprengju í vagni með kókoshnetum á fjöl- farinni götu í höfuðborginni Colombo á mánudagsmorgun. Hann fórst sjálfur í sprenging- unni og 20 aðrir vegfarendur. Tamílar taldir að baki Sprengjan sprakk rétt hjá skrifstofu embættismanns er annast málefni vestlægra héraða á Sri Lanka og mun það hafa gerst er maðurinn var beðinn um að sýna skilríki, að sögn sjónar- votta. Samtök Tamíla-Tígranna hafa barist fyrir sjálfstæði þjóðar- brotsins frá 1982 og hafa tug- þúsundir manna fallið í átökun- um. Á fimmtudag lagði Chandrika Bandaranaike Kumaratunga for- seti fram tillögur að aukinni sjálfsstjórn þjóðarbrots Tamíla. Talið er að sprengjustaðurinn hafi verið valinn með tilliti til þessa; sprengjutilræðið hafi verið svar uppreisnarmanna við tillög- unum. Viðskiptakort L-veitir góðan afslátt og þú safnar inneign að auki Viðskiptakort BYKO er sparnaðarkort sem tryggir þér 5% staðgreiðsluafslátt þegar þú verslar við BYKO verslanirnar og Byggt & Búið í Kringlunni. Að auki veitir kortið stigvaxandi afslátt sem færist sem inneign á viðskiptareikning þinn í árslok. Grunnafsláttur Allt að 200.000 kr. 200.000-500.000 kr. 500.000 kr. og yfir 5% stgr.afsláttur 2% viðbótarafsl. 4% viðbótarafsl. 6% viðbótarafsl. Reglur um Viðskiptakort BYKO 1. Allir viðskiptavinir BYKO geta fengið Viðskiptakort. 2. Til að viðskiptin safnist upp á viðskiptareikning þarf að framvísa Viðskiptakortinu. 3. í árslok færist inneign vegna stigvaxandi afslátta á viðskiptareikning. 4. Korthafi fær sent viöskiptayfirlit ársfjórðungslega. 5. Viðskiptakort BYKO er skráð á nafn. Hægt er að gefa út fleiri en eitt Viðskiptakort á sama viðskiptareikning. 6. Glatist kort skal tilkynna það til BYKO strax. 7. Verði breytingar á reglum um Viðskiptakort verða þær sendar út til viðskiptavina á næstu yfirlitum. BYKO byggir með þér i KRINGLUNNI -notaðu Viðskiptakortið hjá okkur! Já, ég vil fá sent Viðskiptakort BYKO Klipptu út og sendu okkur þennan skráningarmiða í umslagi merktu: Skrifstofur BYKO, Breiddinni, 200 Kópavogur. Einnig getur þú sent okkur eyðublaðiö með myndsendi 515-4199. EH®... GT3T

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.