Morgunblaðið - 09.08.1995, Síða 16

Morgunblaðið - 09.08.1995, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG ÚR verslun Víkurpijóns. Ullarföt frá Víkurprjóni seld á Bermúda BANDARÍSKIR ferðamenn á skemmtiferðaskipum hafa á síðustu árum getað keypt íslenskar lopapeys- ur á Bermúda. Þessi litla eyja á Atlantshafí hefur verið annar af tveimur útflutningsmörkuðum fyr- irtækisins Víkurpijóns í Vík í Mýrdal. Þórir N. Kjartansson fram- kvæmdastjóri segir að langstærsti hluti framleiðsiunnar seljist þó til ferðamanna sem koma við í verslun verksmiðjunnar. „Við höfðum lengst af alla okkar starfsemi við Smiðju- veg, hér skammt frá. Fyrir sumarið fluttum við okkur um nokkur hundr- uð metra, að þjóðveginum. Við það jókst salan um 130-150%. Fram- leiðslan fer fram í sama húsi og verslunin og ferðamennirnir sjá yfír vélasalinn. Þeir kunna vel að meta það, því það er trygging fyrir því að ullarfötin séu fram- leidd á staðnum, en ekki flutt inn frá öðrum lönd- um.“ Fyrirtækið Víkur- prjón varð til með nokk- uð sérstæðum hætti. Fyrst var húsið byggt en síðan leitað að starf- semi í það. Fyrir tilvilj- un varð sokkafram- leiðsla fyrir valinu. Þetta var fyrir fímmtán árum, en fyrir tveimur árum bættust við lopa- peysur, húfur, treflar, vettlingar og önnur ull- arföt. Víkurpijón er með 22 á launaskrá en selur jafnframt fyrir 20-30 ÞÓRIR N. Kjartansson framkvæmdastjóri Víkurprjóns. konur í Vík og nágrenni sem prjóna heima. Starfsemi fyrirtækisins er því mikilvæg fyrir þorpið, en atvinnu- ástand hefur verið siæmt þar á síðustu árum. Flest ungmenni eru í skóla á veturna og koma heim til að vinna á sumrin. „Aðal- vaxtarbroddurinn hér er ferðaþjónusta og skólafólkið fær vinnu við hana á sumrin. Það er því ólíkt líflegra þá en á veturna. En þegar skólafólkið er búið að mennta sig er lítið að hafa við þeirra hæfí á staðnum." Heilsubótarganga innan um drauga Morgunblaðið. Borgarfirði. EINS og víða hafa nokkrir aðilar 'komið saman á laugardags- morgnum til þess að ganga sér til heilsubótar og ánægju. Aðal- lega eru þetta konur sem voru saman í leikfimi síðastliðinn vetur á Kleppjárnsreykjum. Einn laug- ardagsmorgun fór hópurinn í gönguferð upp í svokallað Draugagil, sem er í norðaustan- verðum Strútnum. Skemmtilegt er að ganga upp í gilið þegar hálfrökkvað er og virða fyrir sér kynjamyndir þær sem klettadr- angar skapa í samskiptum ljóss og skugga. Morgunblaðið/Bernhard GÖNGUHÓPURINN Margfætlan efst í Draugagili. HGH í Oskjuhlíð og að Elliðaám HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í kvöld, miðvikudag 9. ágúst um Hljóm- skálagarð, Vatnsmýrina, Öskju- hlíð og að Lyngbergi í Fossvogi. Þaðan verður gengin leið sem fyrirhugaður göngustígur á að liggja inn Fossvogsdal að Elliða- ánum. Val er um að taka strætó og hefja göngu í Öskjuhlíð. Báðir hópar taka SVR til baka. Mæting er kl 20 við ankerið í Hafnarhúss- portinu. Þar mun Yngvi Þór Lofts- son landslagsarkitekt kynna göngustíginn frá Nauthólsvík upp í Fossvogsdal í framhaldi . af Strandstígnum frá Ægissíðu. Áli- ir eru velkomnir í ferð með Hafn- argönguhópnum. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir ÍRIS Másdóttir, eigandi gistihússins Helgafells við Lagarfljótsbrú í Fellabæ. Gist í gömlu fjósi við Lagarflj ótsbrú Morgunblaðið. Egilsstöðum. Skipulagðar gönguferðir í Vestur Barðastrandarsýslu Morgunblaðið. Tálknafirði. HELGAFELL við Lagarfljótsbrú er nýr gististaður fyrir ferðafólk sem vili nota fríið sitt eða hluta þess í nágrenni Egilsstaða. Gistiað- staðan er innréttuð í gömlu fjósi sem hafði ekki verið notað sem slíkt í um 15 ár. Eigendur Helgafells eru íris Másdóttir og maður hennar Helgi Gíslason og sér Iris um rekst- urinn. Býður hún ferðafólki gist- ingu í uppbúnum rúmum með morg- unmat eða svefnpokaplássi. Pláss er fyrir sjö manns í rúmum í þrem- ur herbergjum og er eldunaraðstaða fyrir hendi. Til stendur að fjölga herbergjum, jafnvel að gera upp gamla hlöðu sem er við hliðina á fjósinu. íris segist bjartsýn á rekst- urinn, sumarið hafi gengið vel og framhaldið lofi góðu. Þeir sem gista í Helgafelli geta farið um Lagar- fljót á árabáti og eins er aðstaða til að leggja net í fljótið. Helgafell er í Fellabæ og um 4 km frá Egils- stöðum. I VESTUR-Barðastrandarsýslu eru margar gönguleiðir yfir og fyrir fjöll. Leiðsögumenn á svæðinu hafa skípulagt gönguferðir í sumar og hefur verið töluverð aðsókn í þær. I júlí var meðal annars gengið yfir Selárdalsheiði. Það er gömul gönguleið sem vertíðarmenn og prestar gengu frá Selárdal í Arnar- fírði og yfír í Krossadal í Tálkna- fírði. Göngumenn voru átján talsins og voru þeir um sjö klukkustundir að ganga frá Uppsölum í Arnarfirði yfir að Sellátrum í Tálknafirði, þar sem rúta beið eftir hópnum. Næsta ferð verður farin i kvöld, þann 12. og verður þá gengið frá Selárdal í Arnarfirði til Verdala, ferð við allra hæfi. Síðan er enn á ný haldið af stað þann 19. ágúst verður gengið umhverfis Svínanes. Síðasta ferðin verður 26. ágúst og gengið á Grænafjall og Stakka- fell og þaðan niður í Sauðlauksdai. Leiðsögumenn gefa nánari upplýs- ingar um ferðirnar, Úlvar B. Thor- oddsen, Þröstur Reynisson á Pat- reksfírði og Lilja Magnúsdóttir á Tálknafirði. Upplýsingar um sundstaði og veiðileyfi ÚT ERU komnar hjá Kostum ehf. upplýsingabæklingarnir Veiði- sumar 1995 og Sundsumar 1995. Veiðisumar 1995 er 48 síður í lit og inniheldur yfirlit yfír seljendur veiðileyfa í ár og vötn á Islandi sumarið 1995. Yfirlitinu er raðað í landfræði- lega röð, réttsælis frá Reykjanesi og endað í Ölfusi í Árnessýslu. Landinu er skipt í svæði og er landakort af hveijum hluta á við- eigandi stað miðað við yfirlitið. Sundsumar 1995 er 28 síður og inniheldur upplýsingar um al- menningssundstaði á íslandi. Eins og Veiðisumar 1995 er yfirliti yfir sundlaugar raðað í landfræðilega röð réttsælis í kringum landið. Landakort eru á viðeigandi stað og eru allar sundlaugar merktar inn á. Bæklingar eru ókeypis og hefur þeim verið dreift víða um land. Morgunblaðið/Helga Jónsdóttir SKIPULAGÐAR gönguferðir eru í Vestur-Barðastrandarsýslu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.