Morgunblaðið - 09.08.1995, Side 13

Morgunblaðið - 09.08.1995, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 13 LANDIÐ Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir LIÐ Austra frá Eskifirði sem sigraði í flokki heldrimanna. LIÐ Egils rauða frá Norðfirði sem sigraði í flokki dútlara. Egilsstöðum - Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands stóð fyrir knattspyrnumóti og fjölskylduhátíð að Eiðum ný- verið, undir heitinu Álfasteins- spark. Þátttaka í mótinu var ekki bundin við formleg * Alfasteinsspark íþróttafélög og gátu því fyrir- þátt. Um 10 lið tóku þátt í tæki og utandeildalið tekið mótinu og var keppt í tveimur flokkum, dútlara (29 ára og yngri) og heldrimanna (30 ára og eldri). Álfasteinn hf. á Borgarfirði eystri gaf öll verð- laun til mótsins og voru allir verðlaunagripir og ,,-pening- ar“ úr steini. Mótettukór frá Stafangri VIÐ Dómkirkjuna í Stafangri starfa sex kórar. Einn þeirra, Stafanger Domkirkes Ungdomskantari, var á ferð á Islandi fyrir þremur árum og mæltist ferðin svo vel fyrir að með- iimir Mótettukórs kirkjunnar ákváðu að sækja ísland heim nú í sumar og halda hér tónleika. Kórinn mun ferðast um landið og halda tónleika í þremur kirkjum: Blönduóskirkju miðvikudaginn 9. ágúst, Skálholtskirkju fimmtudag- inn 10. ágúst, Laugarneskirkju föstudaginn 11. ágúst og hefjast allir tónleikarnir kl. 23.30. Aðgang- ur á tónleikana er ókeypis. Kórinn sem var stofnaður 1962 telur rúmlega 30 manns en ekki mun hann vera fullmannaður í þessari ferð. Tónleikaferðir hefur kórinn áður farið utan Noregs m.a. til Sví- þjóðar og Danmerkur. Stjórnandi kórsins er Arne Had- land en Asbjörn Myras dómorganisti leikur undir á tónleikum en þeir eru báðir í fullu starfi við tónlistarstjórn við Dómkirkjuna. Asbjörn Myras mun einnig leika einleik á orgel á tórileikunum. Eldri borgarar í útsýnisfhigi Neskaupstaður - íslandsflug bauð nú á dögunum eldri borgur- um frá Eskifirði og Reyðarfirði í útsýnisflug. Flognar voru tvær ferðir frá Norðfjarðarflugvelli í Dornier-vél félagsins. Flogið var suður með ströndinni, þá var farið inn í botn bæði á Eskifirði og Reyðarfirði og var það nýtt fyrir suma ferðalangana að sjá heima- býggð sína úr lofti. Veður var frábært og voru þátt- takendur mjög ánægðir og þakklátir fyrir ferðirnar. NOKKRIR þátttakenda eftir flugferð. " 1 Vegna breytinga á verslun okkar í Skeifunni 19. selium við eldri vörur af lager með 30-70% afslætti _ ''■"III. _ næstu / dag< JF I LAGERSAIA breytta og betri verslun, fulla af nýium haustvörum [ c i L D A m a RUSSELL ATHLETIC ö\skinss P / HREYSTI VERSLUN - SKtlFUNNI 19 - S. 568-1717 SENDUM I P0STKR0FU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.